Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Side 52
36 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Stórafmæli Stórafmæli Kolbrún Steinarsdóttir 30 ára 31. ágúst Bjarni Tómasson 50 ára 1. september 62 ára 1. september Dr. Phil stofnaði sinn eigin sjónvarpsþátt til þess að veita fólki sáluhjálp í sjónvarpssal. 46 ára 2. september Salma Hayek, mexíkóska kynbomban með hreiminn en hún lék í myndinni Frida. 63 ára 31. ágúst Richard Gere, silfurrefurinn sem bræddi konur um allan heim í myndinni Pretty Woman. Á snjósleða og fjór- hjólum í sveitinni K olbrún er fædd á Akureyri en ólst upp á Bakkafirði þar til hún var 19 ára gömul. Bakka- fjörður er lítið sjávarþorp á Norðausturlandi þar sem innan við 100 manns búa í dag. „Það voru algjör for- réttindi að alast upp úti á landi og alveg yndislegt að alast upp á Bakkafirði. Það var svo ótrúlega mikið frelsi, ég fékk að keyra snjósleðann hjá Lauga bróður mínum eins oft og ég vildi, eða svona hér um bil. Svo gátum við verið á fjórhjólum, tókum þátt í heyskap, sauðburði, réttum og margt fleira,“ segir Kolbrún í spjalli við DV. Bestu vinkonurnar á Laugum Kolbrún gekk í grunnskólann á Bakkafirði og að því loknu fór hún í Framhaldsskólann á Laugum. „Ég fór á almenna námsbraut og það er sko tímabil sem ég mun aldrei gleyma, þetta er yndisleg- ur skóli og frábært fólk sem maður kynntist þar. Mín- ar bestu vinkonur í dag eru einmitt stelpur sem ég var með á Laugum. Eftir námið flutti ég fljótlega til Reykjavík- ur þar sem ég vann við ýmis störf og fór í Iðnskólann í Reykjavík í tækniteiknun.“ Á flandri í sumar Árið 2008 eignaðist Kolbrún dóttur sína, Anítu Bech, og segir hún að það sé án efa sín uppáhaldsminning og eru þær mæðgur búnar að vera á flandri í sumarfríinu. „Ég er búin að eiga langt og frábært sumarfrí, þar sem ég byrjaði á því að flytja frá Egilsstöðum 1. júní en svo flakkaði ég á milli Akureyr- ar, Stóru-Tjarna og Reykja- víkur, en maðurinn minn var að vinna á Stóru-Tjörn- um í sumar og við mæðg- ur vorum ýmist þar eða hjá tengdaforeldrum mín- um á Akureyri eða foreldr- um mínum í Reykjavík, þar til að við fengum íbúðina okkur á Akureyri þann 20. ágúst,“ segir Kolbrún sem starfar núna í leikskóla á Akureyri sem heitir Pálm- holt. „Á afmælisdaginn minn mun ég bruna vestur á Pat- reksfjörð með Magga, en hann er þaðan og ég hef aldrei komið á Vestfirðina, þetta verður svona „sum- arfríið okkar“ og við mun- um vonandi eiga góða helgi í fríi saman bara tvö,“ segir Kolbrún að lokum. Fjölskylda Kolbrúnar n Foreldrar: Steinar Hilmarsson, f. 16.8. 1948 Matthildur G. Gunnlaugsdóttir f. 17.7.1953 n Fósturmamma: Sjöfn Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir f. 27.11.1949. Börn hennar: Geir og Freyr Vilhjálmssynir f. 3.4.1971 n Systkini: Gunnþórunn Steinarsdóttir f. 1.6.1974 Gunnlaugur Steinarsson og Hilma Steinarsdóttir, f. 2.10.1976 n Maki: Magnús Örn Friðriksson f. 22.12.1981 n Barn: Aníta Bech f. 1.8. 2008 31. ágúst 1805 – Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá dó í fangelsi í Reykjavík, 36 ára gömul. Hún hafði verið dæmd samsek Bjarna Bjarnasyni um að myrða konu hans og mann sinn og átti að taka hana af lífi. Hún var dysjuð uppi á Skólavörðuholti utan bæjarins við alfaraleið og hét þar Steinkudys. Meira en öld síðar voru bein hennar flutt í Hólavalla- garð (kirkjugarðinn við Suðurgötu). 1919 – Listsýning var opnuð almenningi í barnaskólanum í Reykjavík. Var þetta fyrsta slík sýning á Íslandi. 90 verk eftir 15 listamenn voru sýnd. 1919 – Leikrita- og ljóðskáldið Jó- hann Sigurjónsson dó í Danmörku, þar sem hann bjó, 39 ára að aldri. 1980 – Á Fljótsdalshéraði fannst silfursjóður mikill, talinn frá land- námsöld. Löngu síðar spunnust miklar deilur um aldur sjóðsins. 1997 – Díana prinsessa af Wales og Dodi Al-Fayed létust í bílslysi í París. 1. september 1870 – Orrustunni við Sedan lauk með sigri Prússa á Frökkum. 1910 – Fyrstu gasljósin við götur í Reykjavík voru tendruð, knúð af Gasstöð Reykjavíkur, og þusti fólk út á götur með blöð og bækur til þess að athuga hvort lesbjart væri við ljósin. 1910 – Vífilsstaðaspítali var opnaður. 1930 – Í Reykjavík hófu bæði kvikmyndahúsin sýningu tal- mynda. Í Gamla bíói var sýnd Holliwood-revían og í Nýja bíói var það Sonny Boy. Voru sýningar fjölsóttar, en fæstir skildu hvað sagt var. 1939 – Þjóðverjar réðust inn í Pólland. 1958 – Fiskveiðilögsaga Íslands var færð út í tólf sjómílur en var áður fjórar. Bretar mótmæltu harkalega og lauk þeim deilum með samkomulagi í mars 1961. 1972 – Fiskveiðilögsaga Íslands var færð úr tólf mílum í fimmtíu og mótmæltu Bretar á sama veg og fyrr og reyndu fiskveiðar undir herskipavernd. Samkomulag var gert haustið 1973. 1972 – Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík með 12,5 vinningum gegn 8,5. 1978 – Síðari ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum. Að henni stóðu Framsóknar- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Þessi stjórn sat til 15. október 1979. 1984 – Verkmenntaskóli Akur- eyrar var settur í fyrsta skipti. 1988 – Fyrsta kona sem gegndi embætti ráðuneytisstjóra tók til starfa sem slík. Var það Berglind Ásgeirsdóttir, þá 33 ára gömul. 2. september 1625 – Katla tók að gjósa með mikl- um eldgangi og varð mikið vatnsflóð og ísrek fram Mýrdalssand. 1666 – Lundúnabruninn mikli. 1845 – Heklugos hófst og stóð fram á næsta vor. Öskufall til austsuðausturs. Voru þá 77 ár frá næsta gosi á undan, en 102 ár liðu til næsta goss á eftir. 1876 – Kveikt var á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn og var það steinolíulugt á háum stólpa í Bak- arabrekku (nú Bankastræti). 1945 – Japanir skrifuðu formlega undir uppgjöf sína fyrir bandamönn- um eftir heimsstyrjöldina síðari. 1998 – Swissair flug 111 nauðlenti nálægt Peggys Cove í Nova Scotia í Kanada. Allir 229 farþegar sem voru um borð létu lífið. Merkis- atburðir Draumurinn rættist eftir 30 ár B jarni er fæddur og uppalinn í Reykjavík, nánar tiltekið í Nóa- túni og hann segir að móðir sín búi ennþá á sama stað. „Það er ótrúlega gott að koma til hennar í kaffi, á sömu þúfu og maður ólst upp á, það er ákveðin nostalgía í því,“ segir Bjarni. Hann segir að hann hafi líka farið mikið út í Viðey þegar hann var lítill en þá var siglt þangað út á spíttbát sem hét Moby Dick. „Ég flutti til Akureyrar og bjó þar í mörg ár á með- an ég starfaði sem sjómaður hjá Samherja. Það voru góðir tímar og rosalega góður stað- ur að búa á, dásamlegt að búa þarna. Ef ég ætti nóg af pening- um þá myndi ég vilja eiga sum- arhús á Akureyri,“ segir Bjarni hlæjandi. Bjarni hefur lengi verið í sjálfstæðum atvinnurekstri og er núna að vinna að því að opna nýja ferðasíðu sem fer í loftið von bráðar og segir hann að ferðamál eigi hug sinn allan þessa dagana. 30 ára draumur Bjarna rætt- ist núna á dögunum þegar kon- an hans gaf honum mótorhjól. „Hún hefur alltaf verið mótfall- in því að ég fengi mótorhjól en ég fékk hjól frá henni núna. Svo ætlum við að fagna með stór- fjölskyldunni um daginn og um kvöldið erum við að fara á Queen-sýninguna í Hörpu. Þetta verður alveg fullkominn dagur,“ segir Bjarni hress að lokum. Bjarni Fékk mótorhjól í afmælisgjöf frá eigin- konunni. Kolbrún Steinarsdóttir „Á afmælisdaginn minn mun ég bruna vestur á Patreksfjörð með Magga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.