Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Qupperneq 60
44 Lífsstíll 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Óvænt gifting Ofurfyrirsætan og leikkonan Agy- ness Deyn og kvikmyndaleikarinn Giovanni Ribisi hafa gengið í það heilaga. Stutt er síðan fjölmiðlar komust að sambandi þeirra en þau sáust láta vel hvort að öðru þegar þau biðu í röð við skrifstofu borg- aryfirvalda í Los Angeles. Breska fyrirsætan, sem heitir réttu nafni Laura Hollins, var áður á föstu með rokkaranum Josh Hubbard en þetta er aftur á móti annað hjóna- band leikarans. Hann var áður gift- ur leikkonunni Mariah O‘Brien í fjögur ár og á með henni unglings- dótturina Luciu. Handfrjáls sMs- búnaður í bíluM Þ að er afar varasamt að skoða og skrifa SMS-skila- boð á meðan maður ekur og fjölmargir árekstrar verða þegar bílstjórinn er upptekinn við símann sinn. Vís- indamenn hafa nú hannað útbún- að sem gerir bílstjórum kleift að hlusta á og tala inn SMS-skilaboð án þess að taka upp símann. Les og skrifar töluð skilaboð Chrysler, bandaríski bílaframleiðand inn sýndi nýver- ið nýja tegund af bíl en í honum er búnaður sem les upp skilaboð- in og tekur á móti talskilaboðum án þess að bílstjórinn þurfi að taka upp símann. Bíllinn heitir 2013 Ram 1500 og er fyrsti bandaríski bíllinn sem er með handfrjálsan svarbúnað. Í bílnum hefur verið komið fyrir tölvubúnaði sem les skilaboðin auk þess sem bílstjór- inn getur lesið upp skilaboð sem á að senda. Þegar skilaboðin hafa verið lesin upp segir sendandinn ókei og skilaboðunum er breytt í SMS-texta sem er sendur í gegnum Bluetooth til síma viðtakanda. Bíll- inn kemur í sölu í september. Gerir farsímanotkun hættuminni Þótt það sé ekki leyfilegt að tala í síma við akstur eru fjölmargir sem gera það og því getur slíkur bún- aður komið að góðum notum. „Við viljum gjarnan að fólk leggi frá sér símann og hugsi um akstur- inn,“ segir Joni Christensen, sölu- stjóri í fjarskiptadeild fyrirtækis- ins, í samtali við The Detroit News. Hann bætir við að margir og þá sérstaklega ungt fólk sendi SMS- skilaboð frekar en að tala í síma. „Það er að vaxa úr grasi heil kyn- slóð af fólki sem þekkir ekki líf án internetsins og þetta er tækni sem gerir farsímanotkun hættuminni.“ Aðrir hanna svipaðan búnað Bílaframleiðandinn BMW hefur einnig gert tilraunir með að setja svipaðan búnað í sína bíla en sá getur svarað tölvupóstum, Twitter- færsl um og Facebook-skilaboðum. Aðrir bílaframleiðendur svo sem Audi, Cadillac, Ford, Hyundai og Nissan hafa sett svarbúnað í sína bíla sem er þó ekki eins þróaður en með honum er hægt að svara með „já“, „nei“ og „ég er að keyra, ég heyri í þér síðar“. n Nýr búnaður í bílum les upphátt og skrifar niður töluð skilaboð Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Sófakartöflu“ – æfingar Ertu sófakartafla? Finnst þér gott að liggja fyrir framan sjónvarpið og nennirðu aldrei í ræktina? Ef þú svarar þessu játandi þá er þó ekki þar með sagt að þú getir ekki gert æfingar til að halda þér í formi. Sóf- inn er nefnilega tilvalinn staður til að að gera styrktaræfingar og þú get- ur meira að segja horft á sjónvarpið á meðan. Snúðu þér við í sófanum þannig að fæturnir séu uppi í honum og hendurnar niður á gólfi, eiginlega nákvæmlega eins og þú ætlir þér að gera armbeygjur. Því það er einmitt það sem þú gerir næst. Beygir þig alveg niður að gólfinu og lætur nef- ið snerta það og réttir svo úr hand- leggjunum. Þetta er gott að endur- taka nokkrum sinnum á kvöldin og áður en þú veist af hefur styrkur þinn aukist til muna. Prófaðu jafnvel að lyfta öðrum fætinum frá sófanum og beygja þig þannig niður að gólfi. OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS Símnotkun við akstur Fjölmargir árekstrar og slys verða þegar fólk talar í síma við akstur. Mynd pHotoS.coM Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það. fyrir 790 kr. á mánuði * Sjáðu meira
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.