Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Qupperneq 20
Þ ó svo að barnagiftingar svipti stúlkur tækifærum í lífinu og leiði til óæskilegra þungana er talið að rúmlega 50 millj- ónir stúlkna undir átján ára aldri séu giftar víðsvegar um heim. Föstudaginn 11. október var Al- þjóðadagur stúlkubarna haldinn í fyrsta skipti fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Athyglinni var beint að barnagiftingum að þessu sinni en samkvæmt tölum Sameinuðu þjóð- anna giftist þriðja hver kona í heim- inum fyrir átján ára aldur. Þriðja hver í þessum hópi giftist svo inn- an fimmtán ára aldurs. „Ef móðir er yngri en átján ára, eru líkurnar á því að barnið deyi á fyrsta ári 60 prósent- um meiri en barn sem fætt er af móð- ur sem er átján ára eða eldri,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í tilefni dagsins. Ferðast um heiminn Ljósmyndarinn og blaðamaður- inn Stephanie Sinclair hefur ferð- ast um heiminn frá árinu 2003 og fylgst með og tekið myndir af barnagiftingum – stúlkum allt nið- ur í fimm ára aldur sem eru gift- ar mönnum sem stundum eru áratugum eldri en þær. Markmið hennar er að gefa þessum stúlk- um rödd og vekja athygli á vanda- málinu. Í tilkynningu sem Sam- einuðu þjóðirnar sendu frá sér í tilefni dagsins kemur fram að helsta dánarorsök stúlkna á aldr- inum 15 til 19 ára í þróunarlönd- um tengist þungunum. Meiri líkur séu á því að stúlkur sem notið hafa lítillar menntunar giftist snemma – og oftast nær sé endir bundinn á skólagöngu þessara stúlkna þegar þær giftast á barnsaldri. Á hinn bóginn er sex sinnum ólíklegra að stúlkur sem notið hafa framhalds- menntunar giftist á barnsaldri og því er aukin menntun ein besta leiðin til að vernda stúlkur og berj- ast gegn barnagiftingum. Losna við skuldir Þó að barnagiftingar séu ólöglegar víðast hvar virðast þær viðgangast í ríkum mæli. Í Afganistan er til dæm- is áætlað að 57 prósent stúlkna gangi í hjónaband áður en þær ná sextán ára aldri – sem er löglegur aldur í landinu til að ganga í hjónaband. Ástæðurnar fyrir því að foreldrar leyfa stúlkubörn- um sínum að ganga í hjónaband eru margvíslegar. Í þróunarríkjunum er til dæmis ekki óalgengt að fjölskyldur leysi skulda- og fjárhagsvanda með því að selja ungar dætur sínar í hjóna- band. Myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun eru allar teknar af Steph- anie Sinclair en hún hefur meðal annars unnið fyrir National Geograp- hic. Þær eru aðgengilegar á vefnum tooyoungtowed.org sem settur var á laggirnar til að vekja athygli á barna- giftingum. n 20 Erlent 19.–21. október 2012 Helgarblað Neyddar til að giftast mikið eldri möNNum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Alþjóðadagur stúlkubarna haldinn í fyrsta skipti n Menntun verndar stúlkurnar Afganistan Hin ellefu ára Ghulam situr hér við hlið eiginmanns síns, hins fertuga Faiz, í þorpinu Damarda í Afganistan. Myndin er tekin 11. september 2005. Börn Tahani er átta ára og sést hér standa við hlið eiginmanns síns, Majed, sem er 27 ára. Fyrrverandi bekkjar- félagi hennar, hin átta ára Ghada, er í bakgrunni með eiginmanni sínum í Hajjah í Jemen. Unglingur Sumeena Shreshta Balami, 15 ára, yfirgefur heimili sitt til að hitta verðandi eiginmann sinn, sextán ára dreng, Prakash Balami, í þorpinu Kagati í Nepal. Tvö börn Asía er tveggja barna móðir þrátt fyrir að vera aðeins fjórtán ára. Hún sést hér þvo yngsta barni sínu á meðan tveggja ára dóttir hennar leikur sér. Myndin er tekin í Hajjah í Jemen. Hátt í 30 þúsund manns hafa horfið Mannréttindasamtök í Sýrlandi segja að 28 þúsund manns að minnsta kosti hafi horfið spor- laust í landinu eftir að hafa verið teknir höndum af hermönnum. Segjast samtökin, Avaaz, hafa lista með nöfnum 18 þúsund einstak- linga sem hafa horfið og vitað sé um 10 þúsund önnur dæmi. Sam- kvæmt frétt breska ríkisútvarps- ins, BBC, ætla samtökin að leita til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að rannsókn fari fram á þessum óútskýrðu mannshvörfum. Sýr- lensk stjórnvöld hafa staðfast- lega neitað því að mannréttindi séu brotin á borgurum og hafna ásökunum samtakanna. Þrátt fyrir það segjast samtökin hafa margar staðfestar sögur um illa meðferð á óbreyttum borgurum af hálfu stjórnarhers Sýrlands. Ríkastur í sögunni Auðæfi ríkustu núlifandi einstak- linga heims blikna í samanburði við auðæfi ríkasta manns sögunn- ar, Afríkumannsins Mansa Musa sem var uppi á 13. og 14. öld. Þetta leiðir nýr 25 manna listi sem vefurinn Celebrity Net Worth tók saman og birti á dögunum. Mansa Musa var einvaldur mal- íska keisaraveldisins en veldið náði yfir svæði þar sem nú eru löndin Ghana og Malí. Samkvæmt útreikningum vefjarins voru eignir Musa metnar á 400 milljarða Bandaríkjadala að núvirði. Þrír einstaklingar núlifandi eru á list- anum; Bill Gates, Carlos Slim Helú og Warren Buffet. Athygli vekur að engin kona er á listanum. Grafa eftir líki ungs drengs Hópur breskra löggæslumanna er á leið til eyjarinnar Kos á Grikk- landi til að freista þess að finna lík ungs drengs sem hvarf sporlaust á eyjunni árið 1991. Drengurinn, Ben Needham, var 21 mánaðar þegar hann hvarf en hann var í pössun hjá afa sínum og ömmu á eyjunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur drengurinn aldrei fundist. Í maí síðastliðnum kom á daginn að stórar vinnuvélar voru að störf- um skammt frá staðnum sem Ben sást síðast á. Er jafnvel óttast að ungi drengurinn hafi grafist undir fleiri tonnum af rusli sem vinnu- vélarnar losuðu skammt frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.