Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 53
„Töframenn eru skemmtilegir nördar“ Fólk 53Helgarblað 19.–21. október 2012 Jóhanna Vigdís fimmtugÍ bústað með fjölskyldunni É g ætla með stórfjölskyldunni í sumarbústað í Borgarfjörðinn í tilefni dagsins,“ segir Ólafur Snorri Rafnsson í Mosfellsbæ sem verður þrítugur á laugardaginn. Ólafur Snorri býst við að elda eitt­ hvað gott lambakjöt handa fjöl­ skyldunni á laugardagskvöldið. „Það verður lamb og með því. Móðir mín á líka afmæli þennan dag en hún verð­ ur 65 ára. Hún fékk mig því eigin­ lega í afmælisgjöf fyrir 30 árum,“ segir hann og bætir við að í næstu viku muni hann svo halda til Ítalíu til að heimsækja unnustu sína sem sé þar í námi. „Það má því segja að þetta verði rúm vika í afmæli hjá mér. Unnustan á svo líka afmæli sama dag svo þetta verður stór afmælisdagur.“ Aðspurður segist hann ekki stefna út á lífið í tilefni dagsins. „Ég er mikið afmælisbarn og hef voðalega gaman af því að halda upp á daginn með mínum nánustu. En ég ætla ekki á djammið. Mig langar frekar að eiga notalega stund í bústað.“ Ólafi Snorra líst vel að komast á fertugsaldurinn. „Því fylgir bara dásemdartilfinning. Ég hef aldrei ótt­ ast að eldast. Lífið verður bara alltaf betra og betra.“ É g er í París og ætla að halda upp á daginn hérna,“ segir fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sem er fimmtug í dag, föstudag. Jóhanna er stödd í Frakklandi ásamt eiginmanni og börnum. „Evrópa er í uppáhaldi hjá mér og ekki síst París. Mér finnst þetta alveg dásamleg borg og var að ljúka við að fá mér kaffi hér á torginu. París er dásamleg á öllum árstímum og svo hentar hún líka vel öllum aldurshópum. Hér finnst öll­ um gaman að vera enda yndisleg menningin og maturinn er góður hvert sem maður fer.“ Jóhanna Vigdís segir aldrei að vita nema hún haldi upp á daginn eftir að heim er komið en í París ætli hún að njóta þess að vera með fjöl­ skyldunni. „Ég er að hugsa um að fara á Louvre­safnið og borða svo á góðum stað sem ég er búin að finna og er með ekta franskt eldhús. Þar sem ég er gríðarleg áhugamann­ eskja um matargerð drekk ég í mig allt hér og leita uppi góða veitinga­ staði sem bjóða upp á flott eldhús og góða kokka.“ Jóhanna Vigdís segist þakklát fyrir að vera komin á sextugsaldur­ inn. „Ef maður fær að velja að ná þessum aldri eða ná honum ekki er mér efst í huga þakklæti fyrir að ná honum, vera við góða heilsu og eiga dásamlega fjölskyldu. Það er ekkert yndislegra í lífinu. En þetta er líka mjög stór áfangi. Ég er yngst af mínum systkinahópi og hefur alltaf fundist allir hinir geta orðið fimmtugir en ekki ég. Það er pínu skrítið að ná þessum aldri. En ald­ ur er samt ekkert annað en hugar­ ástand. Ef manni líður vel og er við góða heilsu skiptir engu máli hvað tölurnar segja.“ Heldur upp á daginn í París með fjölskyldunni Aldur er hugarástand Jó- hanna er þakklát fyrir að hafa náð þessum aldri, vera við góða heilsu og eiga dásamlega fjölskyldu. Deilir afmælisdeginum með móður og unnustu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.