Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 44
Þ að verður sannkölluð veisla í enska boltanum á sunnudag þegar Chelsea tekur á móti Liverpool og Manchester City fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Tottenham í heimsókn. Chelsea hef- ur aðeins fatast flugið eftir frábæra byrjun í deildinni. Liðið tapaði á heimavelli fyrir Manchester United fyrir hálfum mánuði en gerði síðan aðeins jafntefli gegn Swansea í síð- ustu umferð. Á sama tíma er Liver- pool ósigrað í síðustu fimm deildar- leikjum sínum og af þeim hafa tveir unnist en þrír endað með jafntefli. 11 leikir á 4 árum Leikir Chelsea og Liverpool hafa í gegnum tíðina verið frábær skemmt- un en frá byrjun árs 2009 hafa liðin mæst hvorki meira né minna en ell- efu sinnum. Liverpool hefur unnið sex þessara leikja og Chelsea þrjá en aðeins einn hefur endað með jafn- tefli. Það kom á Stamford Bridge í apríl 2009 þegar liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og endaði leikurinn 4–4. Liverpool virðist kunna ágætlega við sig á Stamford Bridge og hefur liðið unnið þar þrjá leiki í röð með markatölunni 5–1. Liðin mættust síðast í deildinni í maí síðastliðnum og vann Liverpool þá sannfærandi 4–1 sigur á Anfield. Bæði lið ættu að geta stillt upp nokkuð sterkum liðum en hjá Chelsea er Ashley Cole spurningar- merki vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af Pepe Reina og Glen Johnson hjá Liverpool. Fyrir leikinn er Chelsea í öðru sæti deildarinnar með 23 stig en Liverpool í 12. sæti með 11 stig. Hörkuleikur í Manchester Manchester City tekur á móti Tottenham í áhugaverðum leik á sunnudag. City hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og er enn eina liðið sem ekki hefur tapað leik. Aftur á móti hefur Tottenham tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, nú síðast á heimavelli gegn Wigan,1–0. City vann báða leiki þessara liða í deildinni í fyrra. Fyrri leikurinn á heimavelli Totten- ham endaði 5–1 fyrir City sem vann síðan seinni leikinn á heimavelli, 3–2. Tottenham hefur aðeins tap- að einum útileik og unnið þrjá en Manchester City hefur unnið fjóra heimaleiki og gert eitt jafntefli. United heimsækir Villa Park Topplið deildarinnar, Manchester United, heimsækir Villa Park í Birmingham þar sem liðið mætir Aston Villa. United hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið fjóra leiki í röð. Hins vegar hefur Aston Villa verið í basli og situr í 17. sæti deildarinnar með 9 stig. Villa vann þó góðan útisigur á Sunderland í síðustu umferð á sama tíma og United vann góðan heima- sigur á Arsenal. Meðal annarra áhugaverðra leikja um helgina má nefna Lund- únaslag Arsenal og Fulham á Em- irates á laugardag. Bæði lið eru með 15 stig í deildinni en Arsenal er þó með örlítið betri markatölu. Ful- ham hefur gert þrjú jafntefli í síð- ustu fimm leikjum sínum í deildinni á meðan Arsenal hefur tapað þrem- ur af síðustu fimm leikjum sínum. n 44 Sport 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað n Chelsea mætir Liverpool n City tekur á móti Tottenham n United heimsækir Villa Park EllEfta orrustan á fjórum árum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Gamlir félagar Fernando Torres og Daniel Agger munu væntanlega eigast við um helgina. Liverpool hefur haft ágætis tak á Chelsea á Brúnni. Mynd ReUteRs „Þetta verður markaleikur og ég spái 2–2 Toppliðin vinna sína leiki n Kristján Guðmundsson spáir í spilin fyrir leiki helgarinnar DV fékk knattspyrnuþjálfarann Kristján Guðmundsson til að tippa á leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Kristján er harður stuðningsmaður Derby County og því er spáin eins hlutlaus og mögulegt er. Hann spáir því að topplið deildarinnar haldi áfram að hala inn stig en býst við einum stórsigri í botnslag deildarinnar. Laugardagur: n Arsenal – Fulham „Walcott byrjar og Arsenal vinnur þennan leik, 2–1. Berbatov skorar fyrir Fulham.“ n everton – sunderland „Öruggur sigur Everton, 3–0. Everton er búið að vera eitt besta lið deildarinnar hingað til og heldur því áfram.“ n Reading – norwich „Jafntefli, 1–1. Erfiður leikur að tippa á.“ n southampton – swansea „Southampton er í vandræðum og þau halda áfram. Swansea heldur boltanum vel, er sterkt sóknarlega og vinnur þennan leik.“ n stoke – QPR „Þetta verður öruggur sigur Stoke. Háloftaboltinn tryggir þeim öruggan sigur og QPR mun ekkert ráða við hornin og innköstin þeirra. 3–0 sigur að lágmarki.“ n Wigan – WBA „Athyglisverð viðureign. Þetta verður markaleikur og ég spái 2–2. Þetta eru bæði mjög fín lið.“ n Aston Villa – Manchester United „United hefur átt mjög auðvelt með Aston Villa í gegnum tíðina og sérstaklega á Villa Park. Þetta verður ekki stórsigur en ætli van Persie setji ekki eitt í 2–1 sigri.“ sunnudagur: n Manchester City – tottenham „Tottenham hefur verið ágætt á móti topp- liðunum en ég held að City komi til baka eftir hremmingarnar í vikunni. City vinnur 3–1 sigur og nær að sprengja upp vörnina hjá Tottenham.“ n newcastle United – West Ham „Newcastle vinnur þetta. Ég held að þetta verið sneypuför hjá Andy Carroll á gamla heimavöllinn. Þetta fer 2–1 fyrir Newcastle.“ n Chelsea – Liverpool „Liverpool hefur átt dálítið erfitt með að skora og ég sé liðið ekki vinna þennan leik. Chelsea er hættulegra sóknarlega og vinnur þennan leik – líklega með tveimur mörkum.“ Vissir þú … … að WBA hefur fengið flest stig allra liða á heimavelli þetta tímabilið, eða 15 stig. … að sjálfsmark Tims Howard fyrir Everton um liðna helgi var það 666 síðan enska úrvals- deildin var stofnuð. … að Manchester City hefur unnið 27 af síðustu 29 heimaleikjum sínum í deildinni. … að byrjun Arsenal í deildinni er sú versta síðan Arsene Wenger tók við liðinu. Liðið er með 15 stig en var með 16 á sama tímapunkti í fyrra. … að QPR hefur tapað 11 af síðustu 12 útileikj- um sínum í deildinni. … að Liverpool hefur aðeins unnið 3 af síðustu 15 leikjum sínum á Anfield í deildinni. … að 10 vítaspyrnur hafa verið dæmdar í leikjum United og Arsenal í deildinni frá því að Wenger tók við Arsenal – allar á Old Trafford. Sex hafa farið forgörðum. … að Stoke hefur gert jafntefli í sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum í deildinni. … að Everton hefur gert jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. … að Manchester United hefur skorað í 53 heimaleikjum í röð í deildinni sem er met. … að Juan Mata hjá Chelsea hefur lagt upp 18 mörk í deildinni frá byrjun síðasta tímabils, flest allra leikmanna. Staðan í deildinni 1 Man.Utd. 10 8 0 2 26:14 24 2 Chelsea 10 7 2 1 22:10 23 3 Man.City 10 6 4 0 18:9 22 4 Everton 10 4 5 1 19:13 17 5 WBA 10 5 2 3 15:11 17 6 Tottenham 10 5 2 3 17:14 17 7 Arsenal 10 4 3 3 15:8 15 8 Fulham 10 4 3 3 21:16 15 9 West Ham 10 4 3 3 13:11 15 10 Newcastle 10 3 5 2 12:14 14 11 Swansea 10 3 3 4 15:14 12 12 Liverpool 10 2 5 3 13:15 11 13 Wigan 10 3 2 5 11:16 11 14 Norwich 10 2 4 4 8:18 10 15 Stoke 10 1 6 3 8:10 9 16 Sunderland 9 1 6 2 6:9 9 17 Aston Villa 10 2 3 5 8:14 9 18 Reading 9 0 5 4 12:18 5 19 QPR 10 0 4 6 8:19 4 20 Southampton 10 1 1 8 14:28 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.