Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Síða 56
Stelpu- skott? Fimm stjörnu algleymi n Skáldsagan Algleymi eftir Her- mann Stefánsson fær almennt góðar viðtökur í Þýskalandi, en hún kom út í þar í landi í fyrra. Hermann segir ekkert hálfkák vera í viðtökum bókarinnar, „annaðhvort skilyrðislaus ást eða algert hatur.“ Á Facebook- síðu sinni biðlar höfundurinn til fjölmiðla um að vekja athygli á nýjum þýskum fimm stjörnu dóm á áberandi stað. „Kæra dagblað. […] Gæt- irðu nokk- uð verið svo vænt að segja frá þess- um dómi á áber- andi stað í blaðinu?“ Heldur upp á Fox News n Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er eins og aðrir stjórnendur í Reykjanesbæ með iPhone-snjallsíma frá bænum. Í tilefni af því ræddu bloggararnir á tæknisíðunni simon.is við Árna og fengu meðal annars skjáskot af skjáborði símans. Í ljós kom að Árni vill fylgjast vel með fréttum en hann var búinn að festa nokkrar fréttasíður á skjáborðið. Athygli vakti að bæjarstjórinn var með Fox News- fréttasíðuna fasta á skjá- borðinu en sú fréttastofa þykir ansi íhaldssöm og hlut- dræg. Heiða er stelpukona n „Það er allt rétt í þessu. Nema að ég er ekki stelpa. Ég er stelpukona. Hef óskað eftir leiðréttingu og sent ritstjóran- um lagið i´m not a girl, not yet a woman með Britney máli mínu til stuðnings,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir á Facebook-síðu sinni um skoðanagrein á heima- síðu Viðskipta- blaðsins þar sem Heiða er kölluð stelp- an og Guð- mundur Stein- grímsson og Róbert Mars- hall kallað- ir guttarnir tveir. Þ etta er bara frábært og við erum mjög glaðir með þetta. Þær hafa verið að safna peningi þær Alma og Hrafnhildur og fóru á stúfana til þess að vita hvort þær fengju sjón- varp,“ segir Þórir Haraldsson, dag- skrárstjóri Gistiskýlisins sem er úr- ræði fyrir útigangsmenn. Skýlinu barst í vikunni vegleg gjöf frá Bræðrunum Ormsson sem gáfu skýlinu plasma- sjónvarp. Það eru þær Alma Rut Lindudóttir og Hrafnhildur Jóhanns- dóttir, sem hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu fyrir útigangsmenn, sem Þórir vísar til hér að framan. Sjón- varpið er komið upp í setustofu skýl- isins. „Það hefur verið sjónvarp hér síðan skýlið var opnað árið 1969. Sjón- varpið sem var hér fyrir var nú komið nokkuð til ára sinna en virkaði alveg,“ segir Þórir en segir mikla ánægju ríkja með nýja tækið. Talsvert hefur verið fjallað um lélegan aðbúnað í Gistiskýlinu. Rúm sögð léleg og ýmislegt annað sem mætti bæta. „Það er ekki alveg búið að klára það mál en okkur áskotnuð- ust tólf sjúkrarúm um daginn sem eru mjög góð en alls eru rúmin hjá okk- ur tuttugu þannig það vantar nokkur í viðbót.“ Einnig er mikil eldhætta í húsinu sem er timburhús en það er klætt með striga og pappa. Lengi hefur verið leit- að að nýju húsnæði undir reksturinn en ekkert gengið. „Þetta er auðvitað mjög óhentugt húsnæði fyrir þennan rekstur. Það eru þröngir gangar og það er friðað þannig að það má litlu breyta. Borgin var búin að kaupa hús fyrir fimm árum en einhver nágrann- inn mótmælti og þá var hætt við. Það er nefnilega þannig að það vilja all- ir hafa Gistiskýli en bara ekki nálægt sér eða í sínu hverfi. Við vitum að það er alltaf verið að leita að nýju húsnæði en ég ætla bara að gleðjast og fá mér ís daginn sem ég sé nýtt húsnæði,“ segir hann vantrúaður á að það finnist á næstunni. n „Mjög glaðir með þetta“ n Gistiskýlið fékk nýtt sjónvarp gefins n Vantar nýtt húsnæði Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 9.–11. nóveMbeR 2012 130. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Sjónvarpið Karl Matthíasson og Þórir Haraldsson frá Samhjálp taka á móti sjón- varpinu ásamt þeim Ölmu og Hrafnhildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.