Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 18
18 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað Þann 23. ágúst í fyrra fór 31 árs gam- all maður í hjartastopp á salerninu í Domus Medica eftir að hafa spraut- að sig með lyfinu fentanyl en fent- anyl er morfínlyf og sem verkjalyf er það margfalt sterkara en morfínið eitt og sér. Fór í hjartastopp á Domus Medica Maðurinn var með fjölnotalyfseðil fyrir fentanyl frá lækni þrátt fyrir að eiga sér langa sögu um harða fíkn- efnaneyslu. Hann hafði farið í apó- tek í Domus Medica ásamt tveimur félögum sínum og sótt lyfið og í kjöl- farið farið inn á salerni sem stað- sett er á fyrstu hæð byggingarinnar. Hann leysti plásturinn upp í vatni og sprautaði lyfinu í æð. Skammturinn var of sterkur og hann lést tveimur sólarhringum síðar á gjörgæsludeild Landspítalans. Eftir lát mannsins fann fjölskylda hans nokkrar lyfja- umbúðir af fentanyl-plástrum í föt- unum sem hann var í þegar hann lést. Á umbúðunum var læknanúmer sem tilheyrir Sverri Bergmann, sér- fræðingi í heila- og taugalækningum. Í kjölfarið tilkynnti fjölskyldan Sverri til landlæknis. Taldi sig vera að gera rétt Málið var skoðað og komist var að þeirri niðurstöðu að Sverrir skyldi loka læknastofu sinni þann 1. júlí næstkomandi. Hann verður þó ekki sviptur lækningaleyfi og mun halda áfram sinna sjúklingum á MS Setr- inu en Sverrir hefur unnið að með- ferð MS-sjúklinga í tugi ára. Hann var á föstudaginn heiðraður með ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu MS-sjúklinga sem og á vettvangi heilbrigðismála og læknavísinda. Sjálfur segir Sverrir ástæðuna fyr- ir lyfjagjöfinni vera þá að hann hafi grunað að maðurinn væri haldinn verkjaheilkenni sem kallast Reflex Sympathetic Dystrophy Syndrome og lýsir sér með óeðlilega miklum verkjum vegna truflunar í ósjálfráða taugakerfinu. Sverrir taldi sig vera að hjálpa manninum en viðurkennir að hafa verið í erfiðri stöðu og hafa litla reynslu í að vinna með fíklum. Hann segist einungis hafa verið að reyna að hjálpa manninum þangað til hann kæmist í meðferð og hægt væri að greina undirliggjandi sjúkdóm og í kjölfarið koma hans málum í réttan farveg. Dauðaskammturinn frá lækni Móðir mannsins sem kýs að koma ekki fram undir nafni segir son sinn hafa verið afskaplega eðlilegan dreng, en eftir að hann fór að reykja hass með skólafélögum eftir ferm- ingu hafi farið að síga á ógæfuhlið- ina. Hún hafi alltaf óttast um son sinn eftir að hann byrjaði í neyslu harðra fíkniefna en hún hafi orðið reið og sé það enn þegar hún heyrði eftir lát hans að dauðaskammturinn hafi komið frá lækni. Ég hélt alltaf að hann fengi þetta eitur hjá dóp- sölum á götunni. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir að hann gæti fengið svona frá læknum ekki fyrr en hann dó. Þó að ég hafi ekki nema þessar tvær pakkningar í höndunum, þá tel ég mig vita í hjarta mínu eftir að hafa talað við gamla félaga og vini hans að sonur minn sé ekki sá eini sem hann hafi skrifað upp á lyf fyrir.“ Mjúkur þrátt fyrir neyslu Ekki er liðið ár síðan sonur henn- ar lést og hún syrgir hann ákaflega. „Hann var bráðgreindur, átti mjög auðvelt með að læra og var listrænn. Hann fór aftur í menntaskóla á sín- um edrútíma og þrátt fyrir að hafa áður verið í harðri neyslu stóð hann sig frábærlega. Hann var ekki skap- laus, en hann var samt mjög blíður og góður. Hann var mjög vinamarg- ur og vel liðinn. Lögreglan sagði mér einmitt að þrátt fyrir að hann hefði verið í þessum harða og ógeðslega heimi, hefði hann haft eitthvert lag á að koma sér undan því að lenda í einhverju stórveseni. Hann var mjúkur hvort sem hann var í neyslu eða ekki og aldrei ofbeldisfullur. Sama dag og hann fékk skammt- inn fór hann í viðtal við lækni á Vogi. Hann var þá tilbúinn til þess að leggj- ast inn og fara í meðferð. „Hann hélt að hann ætti að leggj- ast þar inn en hafði misskilið það. Hann átti bara að mæta í viðtal. Það var allt fullt hjá þeim. En læknirinn uppi á Vogi átti langt viðtal við hann og þeir komu sér saman um að hann myndi leggjast inn nokkrum dögum síðar. Síðan fer hann niður í Dom- us Medica og fær þetta lyf, leysir það upp í vatni og sprautar sig, sem veldur því að það hægist það mikið á önduninni að það veldur hjarta- stoppi. Eftir að hann dó fundum við pakkningar upp á fentanyl með tveimur styrkleikum. Sú eldri er 75 míkrógrömm og hin er 100 míkró- grömm sem varð síðan hans dauða- skammtur.“ Grunaði verkjaheilkenni Sverrir Bergmann læknir segist ein- göngu hafa skrifað upp á fentanyl í þeim tilgangi að hjálpa manninum og lina verki sem hafa átt að hrjá hann. „Það er einfaldlega rangt að ég sé í því að skrifa út lyf fyrir fíkla,“ seg- ir Sverrir. „Ég kynnti mér alla sögu þessa manns og ástæðan fyrir því að hann kom til mín var nú kannski svolítið einkennileg því venjulega tek ég ekki við nýjum sjúklingum. Ég sé eingöngu fólk sem ég hef þekkt árum saman. Hann kom á þeim forsend- um að ég hafði séð hann áður, en ég hafði séð hann á gjörgæslu þegar ég var starfandi læknir á Landspítal- anum. Svo ég vissi um hans mál al- veg frá upphafi. En að mínu mati var þessi piltur með sérstakt verkjaheil- kenni sem ég skildi að væri ástæðan fyrir því að hann væri að nota ákveð- ið verkjalyf en ég komst fljótt að því að þarna var meira á bak við.“ Verkja- heilkennið sem Sverri grunaði að maðurinn væri með heitir Reflex Sympathetic Dystrophy Syndrome einkenni þess eru mjög sárir verk- ir þegar ósjálfráða taugakerfið kem- ur í veg fyrir eðlilega verkjamyndun. Hún verður margföld. „Þetta er fyrst og fremst mjög miklir verkir og með þeim er líka röng tilfinning til dæm- is bara snerting getur virkað eins og óskaplegur sársauki. Það er oft mik- il truflun á hita og kuldaskyni og það kemur líka fram truflun á vöðahreyf- ingum. Það koma krampar í vöðvana og fleira. Ég skoðaði þennan dreng ít- arlega og ég sendi hann í rannsóknir til að vita hvað væri til ráða.“ Hræddur um fráhvarfseinkenni Sverrir segist hafa sinnt honum í stuttan tíma. Hann hafi leitað álits annara lækna með hvað væri hægt að gera til þess að taka verkina frá honum hvort sem það hefði læknað fíknina eða ekki og ákveðið að þessi leið hentaði best . „Ég hitti hann fyrst á stofu í desember 2009 ef ég man rétt en hann hvarf mér síðan. Ég sá hann ekki reglulega. Ég hitti hann næst í apríl 2010 og þá var ég búinn að gera ráðstafanir til þess að hann færi enn einu sinni í meðferð því hann yrði hvergi tekinn til annarar meðferð- ar nema losna undan lyfjunum. Þá hvarf hann mér aftur en kom aftur til mín í júní og við gerðum eiginlega samkomulag að hann færi í með- ferð og á meðan hann biði eftir því þá skrifaði ég upp á það sem var nátt- úrulega langt frá því að vera hægt að fyrirfara sér á.“ Hann skrifaði upp á fentanýl plástra en fentanýl er ópíóíð verkjalyf og er skylt morfíni. „Það er ósköp einfalt að maður tekur plást- urinn á þriggja sólarhringa fresti. Ég ákvað að hafa bara mánuð í einu. Ég gerði þetta í júní og aftur í júlí og svo í ágúst var hann á leið í meðferð og þar með var þessu bara lokið. Hann hringdi í mig skömmu áður en hann dó og sagði mér að hann stæði við orð sín og ætlaði að fara í meðferð. Ég tilkynnti honum að hann yrði að gera það því að ég myndi ekki skrifa fyrir hann lyfseðil nokkurn tímann aftur og hann yrði að fara í meðferð. Ástæðan fyrir því að ég ávísaði hon- um þessu lyfi í þennan tíma, var sú að ég var hræddur um að hann lenti í alvarlegum fráhvarfseinkennum. Svo ég kaus heldur að fara þessa leið. Þetta skýrði ég mjög ítarlega fyrir honum sem og áhættuna sem fylgdi því og þess háttar. Þetta voru löng viðtöl og ég reyndi að gera allt sem ég mögulega gat fyrir þennan dreng.“ „Þessi drengur var fíkill“ Aðspurður hvort sér finnist ekki ábyrgðarlaust að skrifa upp á mor- fínlyf handa einstaklingi sem ætti sér langa sögu um fíkniefnanotkun, seg- ir hann þetta vera eina skiptið á sín- um langa ferli sem hann hafi staðið í frammi fyrir slíku. „Þessi drengur var fíkill en hann var að mínu mati illa haldinn. Mér fannst að það yrði að láta rannsaka hann til að vita hvort að ég væri með rétta grein- ingu í höndunum. Það tók einhverja tvo mánuði og hann fékk ekki mikið uppáskrifað á meðan. Ekkert um- fram það sem telst hættulegt, langt frá því.“ Þegar blaðamaður spyr hvort FÉKK DAUÐASKAMMTINN HJÁ LÆKNINUM n Fór í hjartastopp inni á Domus Medica eft- ir að hafa sprautað sig með lyfinu fentanyl n Móðir syrgir ljúfan dreng n Læknirinn segist hafa talið sig vera að hjálpa honum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Ég hélt alltaf að hann fengi þetta eitur hjá dópsölum á götunni. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir að hann gæti fengið svona frá læknum ekki fyrr en hann dó. Heiðursorða Sverrir Bergmann læknir var sæmdur fálkaorðunni síðastliðinn föstudag fyrir störf sín í þágu MS-sjúklinga og á vett- vangi heilbrigðismála og læknavísinda. Lést ungur Af neyslu læknadóps.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.