Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 30
Í annað skipti eftir bankahrunið 2008 tjáði Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður og eigandi almenningshlutafélagsins Ex- ista, sig eftirminnilega á þriðjudag- inn. Í fyrra skiptið hélt Lýður harðorða ræðu á aðalfundi Exista í maí 2009. Inntakið í ræðunni var að íslenska hrunið væri fyrst og fremst afleiðing af alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008. Í seinna skiptið skrifaði Lýður grein í Fréttablaðið þar sem hann gagn- rýndi sérstakan saksóknara efnahags- hrunsins fyrir rannsókn embættisins á tryggingafélaginu VÍS og móðurfélagi þess Exista. Rétt eins og í fyrri skrifum sín- um neitar Lýður að horfast í augu við staðreyndir um þau fjölmörgu brot sem voru framin í íslensku viðskipta- lífi á árunum fyrir hrunið og reynir að stilla aðgerðum sérstaks saksóknara upp eins og þær séu byggðar á vondri trú. Í greininni minnist Lýður á þann fjölda mála, 70 talsins, sem FME hefur sent til sérstaks saksóknara frá banka- hruninu árið 2008 og segir svo: „Marg- ir hrapa sjálfsagt að þeirri ályktun að þetta sé til merkis um að hér hafi ver- ið rekið fjármálakerfi sem byggðist al- mennt á óheiðarlegu fólki sem skirrð- ist ekki við að ganga á svig við lög.“ Lýður hefur greinilega ekki kynnt sér mjög vel þau mál sem vitað er að til rannsóknar eru, meðal annars rann- sókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings og Glitnis í Al-Thani og Stím-málinu. Staðreyndirnar í þeim málum benda til að stórfelld og úthugsuð lögbrot hafi átt sér stað með hlutabréf í bönk- unum. Og þetta eru bara tvö dæmi um mál þar sem lögbrotin nánast blasa við, líkt og þau gerðu í málum Bald- urs Guðlaugssonar og Exeter Holdings sem sérstakur saksóknari hefur ákært í. Svo eru það öll hin málin sem lenda á borði FME og sérstaks saksóknara þar sem erfiðara gæti reynst að sanna lögbrot en siðleysið, bíræfnin, græðgin og óheiðarleikinn liggja fyrir. Lýður lætur hjá leggjast í grein sinni að nefna helstu atriðin sem sérstakur saksóknari er að rannsaka í starfsemi VÍS. Meðal annars sex milljarða króna lánveitingu frá tryggingafélaginu til Exista árið 2008 og lán til tengdra að- ila eins og Sigurðar Einarssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns Kaupþings, eftir efnahagshrunið 2008. Þar að auki nefnir Lýður auð- vitað ekki heldur að þessi Exista- rassía sérstaks saksóknara er ekki sú fyrsta eftir bankahrunið. Í janúar 2010 framkvæmdi sérstakur saksókn- ari húsleitir í höfuðstöðvum Exista vegna rannsóknar embættisins á nið- urfellingu félagsins á persónulegum ábyrgðum lykilstarfsmanna félagsins eftir bankahrunið 2008. Starfsmenn- irnir höfðu fengið lán upp á sam- tals 1.200 milljónir króna til að kaupa hlutabréf í Exista. Annað dæmi um óheiðarleg við- skipti innan Exista-samstæðunnar er hvernig tugum starfsmanna VÍS var stillt upp við vegg af Exista á vor- mánuðum 2009 og þeim gert að selja skúffufélagi þeirra Lýðs og Ágústar bróður hans hlutabréf sín í Exista fyr- ir málamyndaverð. Þá ber að nefna hvernig Lýður og Ágúst létu Exista selja öðru skúffufélagi í þeirra eigu 40 prósent hlut félagsins í matvælafyrir- tækinu Bakkavör með 8,4 milljarða króna seljendaláni frá Existu einum degi fyrir yfirtöku FME á Kaupþingi í byrjun október 2008. Þeim viðskiptum lýsti starfsmaður eins kröfuhafa Exista sem „þjófnaði um hábjartan dag“. Ein helsta ástæða þess að íslenska efnahagskerfið fór sérstaklega illa út úr hruninu á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum haustið 2008 voru einmitt slík viðskipti kaupsýslumanna eins og Lýðs. Þeir létu lána sér óhóflega úr hirslum íslenskra fjármálafyrirtækja í krafti eignarhalds síns á þeim og hugs- uðu eingöngu um eigin arðsemi. Ís- lenska efnahagshrunið var hrun Lýðs og manna af hans sauðahúsi og fyrir það þurfa þeir eðlilega að borga, hvort svo sem það verður með ákærum eða fordæmingu frá almenningi. Óheiðar- leiki og græðgi Lýðs var því einmitt ein af ástæðum hrunsins þótt hann vilji ekki viðurkenna það. Lýður þarf að líta sér nær. Eitt sinn bjuggu bræður tveir á Raufarhöfn eða Langanesi, ja, eða bara á einhverju krumma- skuði fyrir norðan, austan, sunnan eða vestan. En allavega var annar bróðirinn kjötiðnaðarmaður en hinn var kaupmaður. Sá sem kjötiðnað- inn stundaði keypti kjöt hjá slátrara. Hann úrbeinaði, saltaði, reykti og útbjó kjötið á ýmsa vegu. En sjálfur át hann þó einungis óverkað kjöt. Hann sagði víst eitt sinn eitthvað á þessa leið: – Ég vil helst éta þetta beint af skepnunni – milliliðalaust. (Ég verð eiginlega að geta þess, áður en lengra er haldið, að þeir bræður höfðu yfir afar óvefengjan- legri fávísi að ráða, svo yfirgripsmik- il var fáviska þeirra að það þótti í frá- sögur færandi ef þeir hugsuðu heila hugsun.) Það var eitt haustið að kjötiðn- aðarmaðurinn ákvað að sjóða kæfu úr frystu kjöti og slatta af ýmiskon- ar úrgangi sem honum áskotnaðist fyrir lítið. Með fínu kryddi og mikilli heppni tókst honum að malla kæfu sem smakkaðist betur en allt ann- að sem þeir bræður höfðu bragð- að. Nema hvað. Haldið þið að kjöt- iðnaðarmaðurinn hafi ekki étið yfir sig og eftir næturlangan nábít fékk hann svo hjartastopp sem dró hann til dauða. Eftir dauðsfallið, sat kaup- maðurinn uppi með nokkur hundr- uð kíló af dýrindis kæfu. Og þar eð hann vissi að kæfan var hreint hnossgæti og vegna þess að hann vildi minnast bróður síns sem snill- ings, vildi hann ekki fyrir nokkurn mun selja kæfuna. Ástæðan var ein- föld: Enginn bauð nógu mikið fyrir þetta lostæti. Menn fengu að smakka, sag- an af kæfunni fór um landið þvert og endilangt og hún var sögð hafa lækningarmátt; í henni var trúar- styrkur og hún var sögð auka fólki kærleika og kynhvöt. Menn töluðu um „kærleikskæfuna“. Fólk bauð háar fúlgur fyrir nokkur grömm af kærleikskæfu, en kaupmaðurinn sat á sínu og vildi ekki selja. Mánuðir liðu, aðeins var farið að slá í bless- aða kæfuna, hún var sett í frysti og í framhaldi af því varð geymslukostn- aður umtalsverður. En kaupmaður- inn seldi ekki gramm. Minningin um bróðurinn leyfði honum ekki að slá af kröfunum. Kæfan var of góð fyrir lýðinn. Nokkrum árum síðar dó kaup- maðurinn og í framhaldi af því dauðsfalli var kasúldinni og nánast kæstri kæfunni fargað. Þessi saga kennir mér, að betra er að fagna sigri fyrir leik en tapi að leik loknum. Íslensk sál það elskar mest ef engar stjörnur hrapa, sigur þráir fólkið flest en fæstir vilja tapa. 30 | Umræða 24.–26. júní 2011 Helgarblað Óheiðarleiki Lýðs Leiðari Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar Íslenskir sigurvegarar Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Fólk bauð háar fúlgur fyrir nokkur grömm af kærleikskæfu, en kaupmaðurinn sat á sínu og vildi ekki selja. Jón stóri fagnar 18 ára afmæli n Rukkarinn Jón H. Hallgrímz, jafnan kallaður Jón stóri, fagnaði 18 ára afmæli á dögunum. Jón, sem sjálfur er á fertugsaldri, tilkynnti með pompi og prakt á Facebook að hann væri form- lega í sambandi með kærustu sinni. „And for real now and shes 18 og lög- leg ;) fuck that,“ skrifaði hann á síðu sína. Fjörutíu fylgjendur hans lýstu velþóknun sinni með því að ýta á „like“ við ummælin og lét hann þá nánari kynlífslýsingar fylgja með. Niðrandi ummæli hans um kynlíf og konur eru fagaðilum og foreldrum áhyggjuefni, ekki síst vegna hóps áhrifagjarnra fylgismanna hans í samtökunum Semper Fi. Ljóð Sigrúnar Pálínu n Lítið hefur heyrst í prestum eftir útgáfu skýrslu sannleiksnefndar um viðbrögð kirkjunnar við kynferðis- brotum Ólafs Skúlasonar bisk- ups. Þetta hefur orðið Sigrúnu Pál­ ínu Ingvarsdóttur og öðrum fórnar- lömbum biskups mikil vonbrigði. Sigrún Pálína hefur fengið útrás með ljóðaskrifum: „Þögnin er köld og kæfandi. Þögnin er löng, þung og þrúgandi. Þögnin læðist og er allt um kring, angistin eykst og fer rísandi. Sorg mín er yfirgnæfandi. Þögnin er þegjandi en sigrihrósandi. Hvar eru raddirnar sem hrópa hátt? Það er ekki nóg að læðast og hvísla hljótt. Þögnin er svo meiðandi, hvar ertu sálusorg- ari. Ég spyr hvað er svona ljótt?“ Karl úti á túni n Í síðasta helgarblaði DV var við- tal við Karl Sigurbjörnsson biskup þar sem hann kannaðist hvorki við frásögn Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og eiginmanns hennar af atvikinu í Hallgrímskirkju, né frásögn Guð­ rúnar Ebbu Ólafsdóttur af fundi þeirra tveggja. Kannaðist hann ekki heldur við frásögn skjalavarðar Biskups- stofu sem lýsti því fyrir rannsóknar- nefndinni hvernig bréf Guðrúnar Ebbu lenti í höndunum á Karli og fannst einu og hálfu ári síðar í skúffu skrifstofustjórans. Skemmst er að minnast þess þegar Karl kannaðist ekki heldur við bréf organistans, sem fannst síðar á Biskupsstofu eftir að DV birti það. Það er því orðið ansi margt sem Karl kannast ekki við. Kaþólskir vítisenglar n Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisofbeldi í trúfélögum, hefur sagt að skoða beri trúverðugleika ásakana á hendur starfsmanna kaþ- ólsku kirkjunnar í ljósi brotasögu hennar í öðrum löndum. Þar með er kaþólska kirkjan komin í flokk með alþjóðlegu bifhjólasamtökun- um Hell‘s Angels, eða vítisenglun- um, sem liggja fyrir fram undir grun yfirvalda um glæpastarfsemi. Sandkorn tryggvagötu 11, 101 rEykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. t vær nýútkomnar skýrslur hafa orðið tilefni stórra yfirlýs-inga um að þær séu „dauða- dómur“ yfir áformuðum breyting- um á fiskveiðistjórnarkerfinu, því beri að „rífa frumvarpið“, „kasta því út í hafsauga“ og „ byrja upp á nýtt“ svo vitnað sé til nokkurra dig- urmæla. Við nánari lestur á skýrsl- unum kemur þó í ljós að þær hafa verið oftúlkaðar á einn veg. Báðar viðurkenna þær þá röskun og órétt- læti sem hlotist hefur af kvótakerf- inu, þó að fáar leiðir séu boðnar fram til þess að leiðrétta það. Báðar taka undir það að hækka megi auð- lindagjald verulega á útgerðina án þess að raska högum greinarinnar, svo dæmi sé tekið. Í dag fjalla ég um skýrslu OECD um þróun efnahagsmála á Íslandi – í næsta blaði fer ég ofan í saum- ana á úttekt fimm hagfræðinga á efnahagslegum áhrifum kvótafrum- varps Jóns Bjarnasonar. Skattur á auðlindarentu Það sem fyrst vekur athygli í skýrslu OECD er sú skoðun að skattur á auðlindarentu sé ákjósanleg leið til þess að þjóðin njóti arðs af fisk- veiðiauðlind sinni. Þar með skapist svigrúm til þess að létta af annars konar skattbyrði og auka þar með afkastagetu efnahagslífsins án þess að íþyngja greininni sjálfri: „From the point of view of economic efficiency, a resource rent tax is in principle the best tax as it does not distort economic decisions and hence has no excess burden (i.e. no cost beyond the amount of money raised)“ (bls. 30). Þessari niðurstöðu – sem stang- ast algjörlega á við hina taumlausu og einsýnu arðsemiskröfu forsvars- manna gjafakvótakerfisins – hef- ur lítill gaumur verið gefinn í um- ræðunni. Meira hefur verið gert úr því sem túlka mætti sem gæða- stimpil á núverandi kvótakerfi, en er við nánari skoðun ofmat. Sjálfbærar veiðar? Niðurstöður OECD-skýrslunnar um gildi núverandi kvótakerfis hafa ver- ið túlkaðar mjög þröngt. Kannski ekki að furða, því margt sem full- yrt er í skýrslunni er ofsagt. Skýr- asta dæmið um það er sú alhæfing að Íslendingar hafi náð góðum ár- angri við sjálfbæra nýtingu sinna fiskistofna. Vert er að benda á að þessi umræddi árangur er enn ekki kominn í ljós, þó að vissulega standi vonir til hans. Staðreynd er engu að síður að heildarafli á Íslandsmiðum hefur sáralítið aukist í tíð núverandi kvótakerfis og hefur raunar farið stöðugt minnkandi í verðmætustu tegundinni, þorskinum. Á síðasta ári var heildarþorskafli okkar um 160 þúsund tonn samanborið við um 300 þúsund tonn fyrir tuttugu árum. Kvótakerfi eða kvótakerfið? Stefna okkar Íslendinga er engu að síður sú að fiskveiðar við Ísland séu sjálfbær og arðbær útvegur. Sérfræð- ingar OECD taka undir þá stefnu. Þeir leggja áherslu á mikilvægi ábyrgrar ákvörðunar um leyfilegt aflamagn frá ári til árs og hnykkja á mikilvægi þess að í kerfinu sé hvati til góðrar um- gengni við auðlindina. Á þessu hefur orðið verulegur misbrestur í núver- andi kerfi ef marka má frásagnir sjó- manna af hráefnissóun á hafi úti. Það er því ekki nóg að hafa ein- hvers konar kvótakerfi. Sé skýrslan lesin má sjá að meiru skiptir hvern- ig kerfið er hannað og hvernig því er beitt, það er að vel sé staðið að ákvörðun heildarafla og útdeilingu aflaheimilda til útgerðanna frá ári til árs (sjá 4. kafla). Með öðrum orðum: Ábyrg veiði- ráðgjöf og þær skorður sem settar eru útgerðunum til þess að fara ekki yfir leyfilegt veiðimagn er lykillinn að sjálfbærri nýtingu fiskveiðiauðlindar- innar. Krafan um arðstreymi frá sjáv- arútvegi til samfélags er önnur um- ræða – að henni verður nánar vikið í næstu grein. Ábyrg fiskveiðistjórn„Stefna okkar Ís- lendinga er engu að síður sú að fiskveiðar við Ísland séu sjálfbær og arðbær útvegur. Kjallari Ólína Þorvarðardóttir Mest lesið á dv.is 1 „Dreptu hana og ég splæsi í morgunmat“Skólapiltur í Wales drap fyrrverandi kærustu sína eftir að vinur hans lofaði honum morgunmat ef hann gerði það. 2 Grillið sprakk hjá Ásgeiri Kolbeins Fólk átti fótum sínum fjör að launa þegar Ásgeir grillaði fyrir gangandi vegfarendur á þjóðhátíðar- daginn. 3 Þjónustustúlku haldið í gíslingu í 14 ár yfirvöld í Sádi-arabíu hafa fundið þjónustustúlku frá Srí Lanka sem haldið var gegn vilja hennar í tæp 14 ár. 4 Nágrannar krefjast lokunar á minkabúi Landeigendur í Mosfells- dal telja mengun frá minkabúi svo mikla að hún setji líf fólks og dýra á svæðinu í hættu. 5 Prestur ber blak af barnaníðingi Séra örn Friðriksson sakar móður um lygar og rógburð. 6 Íbúar myrtu innbrotsþjóf Þjófur í Manchester var stunginn margsinnis. 7 Vill gefa öllum landsmönnum hlut i bönkunum Formaður frjáls- lynda demókrataflokksins í Bretlandi vill skapa „bankakerfi fólksins“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.