Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 24.–26. júní 2011 Helgarblað Ólafur Gaukur Þórhallsson tónlistarmaður, hljómsveitarstjóri og tónskáld f. 11.8. 1930, d. 12.6. 2011 merkir íslendingar Séra Pétur fæddist á Akur-eyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1971 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1976. Pétur vígðist sem sóknarprestur til Hálsprestakalls i Þingeyjarpró- fastsdæmi 1976 og þjónaði þar til árs- ins 1982, er hann varð sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Þar þjónaði hann næstu sjö árin en var þá kjörinn sóknarprestur Gler- árprestakalls á Akureyri. Vegna veikinda varð hann að láta af því starfi í ársbyrjun 1991, en sama ár var Pétur kjörinn sóknar- prestur Laufássprestakalls í Þingeyj- arprófastsdæmi og þjónaði því síð- an meðan heilsa hans entist. Hann var skipaður prófastur Þingeyjarpró- fastsdæmis 1999 og sinnti því emb- ætti til 2006. Pétur sat á Kirkjuþingi á árun- um 1998–2002 sem fulltrúi Eyja- fjarðar- og Þingeyjarprófastsdæma. Hann starfaði mikið að æskulýðs- málum innan kirkjunnar sem og að málefnum ungmennahreyf- ingarinnar og gegndi trún- aðarstörfum fyrir sauð- fjárbændur. Árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga séra Péturs og Ingu í Laufási, þar sem m.a. er fjallað um langa sjúkdóms- sögu Péturs, sorg- ir þeirra og sigra, en hann greind- ist með sykursýki á háu stigi er hann var níu ára gamall. Hann var í hópi allra vinsæl- ustu sóknarpresta hér á landi en útför hans frá Ak- ureyrarkirkju mun vera ein fjöl- mennasta útför sem þar hefur farið fram. Hann var jarðsettur að Laufási. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir, hjúkr- unarfræðingur sem var umsjónar- maður Gamla bæjarins í Laufási. Ingibjörg og Pétur eignuðust þrjú börn: Þórarin Inga, f. 1972, Jón Helga, f. 1974, og Heiðu Björk, f. 1985. Pétur var sonur Þórarins S. Hall- dórssonar, stýrimanns og síðar frysti- hússtjóra hjá KEA, og konu hans, Elínar Jónsdóttur kennara. Séra Pétur Þórarinsson prófastur í Laufási f. 23.6. 1951, d. 1.3. 2007 Merkir Íslendingar Merkir Íslendingar Gestur fæddist í Laugarnesi við Reykjavík. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlista- skólanum 1944–46, Kunstaka- demiet í Kaupmannahöfn 1946–47 og lauk teikni- kennaraprófi frá Hand- íðaskólanum 1953. Gestur kom víða við á langri ævi en sinnti listinni all- an sinn starfsfer- il. Hann stofnaði og starfrækti leir- brennsluna Laug- arnesleir í Reykja- vík 1947–52 og síðan aftur frá 1969, ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðjóns- dóttur. Hann var teikni- kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar, myndlistar- kennari í Flensborgarskólan- um, vann að gamanleik og skemmti- söng á árunum 1953–59 og að gerð útvarpsþátta 1954–60, var starfs- maður Fræðslumyndasafns ríkis- ins 1956–63 og kenndi við Kenn- araskóla Íslands 1957–77 og síðan lektor við Kennaraháskóla Íslands 1977–85. Hann vann með öðrum að kvikmyndagerð á árunum 1963–70. Hann hélt þó nokkrar einka- sýningar, þar af þrjár er- lendis, og tók þátt í ýms- um samsýningum. Gestur var gisti- prófessor við háskólann í Saskatoon í Sas- katchewan í Kan- ada sumarið 1972, setti upp leir- munaverkstæði við Kleppsspítal- ann og leiðbeindi sjúklingum þar 1972–76 og veitti forstöðu gagna- smiðju KHÍ 1979–85. Gestur var höfund- uru bókarinnar Maður lifandi, endurminningar í söguformi, 1960. Meðal opinberra verka Gests eru höggmynd fyrir utan KHÍ, Hamar við lækinn í Hafnarfirði, og utanhúss- skreyting á Íþróttaleikvanginum í Laugardal. Gestur Þorgrímsson myndlistarmaður og kennari f. 27.6. 1920, d. 7.1. 2003 Ólafur Gaukur fæddist í Reykja-vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1949, stundaði tónsmíða- og gít- arnám hjá Sigurði Briem, Jóni Ás- geirssyni, Helga Jacobsen, Atla Heimi Sveinssyni og fleirum og tónsmíð- anám við Tónlistarskólann í Reykja- vík, lauk prófum tónsmíðum frá Dick Grove School of Music í Los Angeles 1984 og prófi í kvikmyndatónlist og tónsmíðum frá sama skóla 1988. Ólafur Gaukur stundaði blaða- mennsku frá unga aldri, s.s. við dag- blaðið Tímann um tveggja ára skeið, við vikublaðið Vikuna með hléum á árunum 1950–60 og var aðstoðarrit- stjóri VR Blaðsins, félagsrits Verslun- armannafélags Reykjavíkur á árunum 1983–2002. Auk þess var hann ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, en hann var einungis tíu ára er hann ritstýrði, samdi og dreyfi sínu fyrsta blaði, Stjörnunni. Ólafur Gaukur var einn helsti brautryðjandi dægurlagatónlistar hér á landi frá því um miðja síðustu öld, sem gítarleikari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari, textahöf- undur, plötuútgefandi og kennari. Hann stofnaði sitt fyrsta tríó, fimmtán ára, var farinn að leika með vinsæl- ustu danshljómsveitum landsins á menntaskólaárunum, s.s. KK-sextett- inum og stýrði auk þess eigin hljóm- sveitum um langt árabil en þeirra þekktust var Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur en sú hljómsveit kom fram í fjölda sjónvarpsþátta, gerði eigin sjónvarpsþætti og sendi frá sér hljómplötur. Ólafur Gaukur stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks árið 1975 og starfrækti hann til æviloka. Ólafur Gaukur samdi tónlist fyr- ir sjónvarp og kvikmyndir en tónlist hans í íslensku kvikmyndinni Benja- mín dúfa var útnefnd til verðlauna á Berlin Film Festival í Þýskalandi árið 1996. Hann hlaut heiðursverð- laun íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2006, var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu 2008 og kjörinn heiðurs- félagi Félags tónskálda og textahöf- unda sama ár. Árið 2009 var hann sæmdur Gullnöglinni af gítarleikur- um. Fjölskylda Ólafur Gaukur kvæntist 8.6. 1963 Svanhildi Jakobsdóttur, f. 23.11. 1940, söngkonu. Börn Ólafs Gauks og Svanhildar eru Andri Gaukur, f. 11.8. 1963, skurð- læknir í Bandaríkjunum; Anna Mjöll, f. 7.1. 1970, söngkona í Bandaríkjun- um. Fyrri kona Ólafs var Inga Einars- dóttir, f. 27.5. 1930. Börn Ólafs og Ingu eru Bergþóra, f. 17.10. 1949; Ragnhildur, f. 14.1. 1951; Ingibjörg, f. 3.3. 1952, d. 17.4. 2008; Ingunn, f. 3.2. 1954; Hlöðver Már, f. 31.5. 1959. Dætur Ólafs Gauks og Jórunn- ar Marý Ingvarsdóttur, f. 19.11. 1934, d. 17.5. 1992, eru Aðalbjörg María, f. 12.3. 1953; Inga Sigrún, f. 12.3. 1953. Systkini Ólafs: Dóra Gígja, f. 26.7. 1933, húsmóðir, giftist Andrési Reyni Kristjánssyni, f. 24.2. 1931, d. 31.8. 2007, forstjóra Fönix, og eignuð- ust þau þrjú börn; Ólafía Guðlaug, f. 22.12. 1936, húsmóðir en eiginmaður hennar er Pálmi Steinar Sigurbjörns- son, f. 16.12. 1931, stýrimaður og eignuðust þau tvö börn; Einar Garð- ar, f. 10.7. 1946, gullsmiður og á hann eina dóttur. Foreldrar Ólafs Gauks voru Þór- hallur Þorgilsson, f. í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu 3.4. 1903, d. 23.7. 1958, magister í rómönskum málum, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku og frönsku og bókavörður við Landsbókasafn Ís- lands, og k.h., Bergþóra Einarsdóttir, f. í Garðhúsum í Grindavík 27.4. 1908, d. 1.10. 1989, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Þórhalls voru Egill, skipstjóri á Tröllafossi, Helga, yfir- kennari við Melaskóla, Steinunn, húsfreyja á Breiðabólsstað, móð- ir Friðjóns Þórðarsonar, alþm. og ráðherra, föður Þórðar heitins, for- stjóra Kauphallarinnars, en Stein- unn var einnig móðir Guðbjargar, móður Þorgeir Ástvaldssonar dag- skrárgerðarmanns, og loks Fríða, móðir Auðar Eydal leiklistargagn- rýnanda, konu Sveins Eyjólfssonar, fyrrv. stjórnarformanns DV. Þórhall- ur var sonur Þorgils, oddvita í Knarr- arhöfn Friðrikssonar, b. á Orms- stöðum og Hofakri Þorgilssonar, b. í Fremri-Hundadal Halldórssonar, b. á Hvoli í Saurbæ Jónssonar. Móðir Þorgils í Fremri-Hundadal var Helga Andrésdóttir. Móðir Friðriks var Ingi- björg ljósmóðir, systir Jóns á Kleif- um, afa Snæbjörns Kristjánssonar í Hergilsey. Annar bróðir Ingibjargar var Vigfús, langafi Björns Guðfinns- sonar prófessors, föður Fríðu, fyrrv. framkvæmdastjóra Blaðamanna- félagsins. Systir Björns var Agnes, móðir Björns, fyrrv. skólastjóra Hagaskólans. Þriðji bróðir Ingibjarg- ar var Guðmundur, langafi Kristjönu, ömmu Garðars Cortes söngvara. Ingibjörg var dóttir Orms, ættföður Ormsættarinnar Sigurðssonar. Móð- ir Þorgils var Helga Jónsdóttir, snikk- ara á Berserkjahrauni, bróður Önnu, langömmu Jónasar, föður Eyjólfs, hestamanns á Sólheimum í Laxárdal. Jón var sonur Þórðar, pr. í Hvammi í Norðurárdal Þorsteinssonar, pr. í Hvammi Þórðarsonar. Móðir Þórð- ar var Margrét Pálmadóttir, lrm. á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Þórhalls var Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir, syst- ir Jóns Sigmundssonar gullsmiðs. Halldóra Ingibjörg var dóttir Sig- mundar, b. á Skarfsstöðum, hálf- bróður, sammæðra, Friðriks, föður Þorgils. Sigmundur var sonur Gríms, b. í Hvammsdal Guðmundssonar, b. í Hvammsdal Jónssonar. Móðir Gríms var Guðríður Guðmundsdóttir. Móð- ir Sigmundar var Ingibjörg ljósmóð- ir. Móðir Halldóru Ingibjargar var Steinunn Jónsdóttir, b. og meðhjálp- ara á Breiðabólstað Jónssonar, eldri Ásgeirssonar, b. á Orrahóli Björns- sonar. Móðir Jóns á Breiðabólstað var Halldóra Jónsdóttir. Móðir Stein- unnar var Halldóra Þórðardóttir, b. í Blönduhlíð í Hörðudal Þórðarson- ar, b. á Ljárskógum Jónssonar. Móð- ir Halldóru var Guðríður Þorsteins- dóttir. Bergþóra var dóttir Einars Guð- jóns, hreppstjóra, kaupmanns og útvegsmanns í Garðhúsum í Grindavík, bróður Dagbjarts, útgerð- armanns í Grindavík, afa Dagbjarts Einarssonar útgerðarmanns og fyrrv. formanns SÍF. Systir Einars Guðjóns var Jóhanna, amma Erlu, konu Krist- jáns í KK, og móður Péturs heitins Kristjánssonar, söngvara í Pelican, en systir Erlu er Svala, kona Stein- gríms Steingrímssonar píanóleikara (Steina spil). Jóhanna var auk þess langamma Ásgeirs Hannesar Eiríks- sonar, fyrrv. alþm. Einar Guðjón var sonur Einars, útvegsb. hreppstjóra og dbrm. í Garðhúsum í Grindavík, bróður Þorláks, langafa Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og þeirra Bergsteins brunamálastjóra og Sigurðar, lögmanns og fyrrv. bæj- arfógeta Gizurarsona. Annar bróðir Einars var Sæmundur, faðir Bjarna fiskifræðings, afa Bjarna, forstjóra Byggðastofnunar og Guðmundar, forstöðumanns Skipaútgerðar rík- isins Einarssona. Sæmundur var einnig faðir Margrétar, ömmu Ell- erts Eiríkssonar bæjarstjóra og Guð- laugs ríkissáttasemjara og Tómasar útgerðarmanns Þorvaldssona. Einar kaupmaður var sonur Jóns, drbm. og útvegsb. á Húsatóftum í Grindavík, ættföður Húsatóftaættar Sæmunds- sonar. Móðir Einars var Margrét Þor- láksdóttir, bókbindara á Húsatóftum Björnssonar og Kristrúnar Einars- dóttur. Móðir Einars í Garðhúsum var Guðrún Sigurðardóttir, b. í Götu í Selvogi og síðast í Krísuvík Gísla- sonar, Sigríðar Jónsdóttur. Móðir Bergþóru var Ólafía Ás- bjarnardóttir, . Móðir Ólafíu var Ingveldur, syst- ir Sigríðar, ömmu Guðna, rektors Menntaskólans í Reykjavík, Gunnars, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, og Bjarna blaðafull- trúa Guðmundssona. Sigríður var einnig amma Sigurðar Sigurðssonar sem var fægasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar upp úr miðri síðustu öld. Ingveldur var dóttir Jafets, gullsmiðs í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, bróður Ingi- bjargar, konu Jóns forseta Sigurðs- sonar. Jafet var sonur Einars, kaup- manns í Reykjavík Jónssonar, bróður Sigurðar, pr. á Hrafnseyri, föður Jóns forseta. Útför Ólafs Gauks fór fram frá Dómkirkjunni sl. mánudag. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson Andlát
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.