Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 49
Lífsstíll | 49Helgarblað 24.–26. júní 2011 einblína á vandamálin og greining- arnar?“ Hafa reynt fræðin sjálf Ásdís var að leita fyrir sér í jákvæðu sálfræðinni þegar hún fann ham- ingjufyrirlestra Harvard sálfræðipró- fessorsins Tals Ben-Shahars á vefnum. „Námskeiðin hans draga að sér um 1.400 nemendur á hverri önn og hef- ur ekki annað eins þekkst í sögu Har- vard-háskóla fyrr. Hann er einstakur fyrirlesari og miðlar flóknum fræð- um á aðgengilegan, skemmtilegan og hagnýtan hátt. Ég horfði á alla fyrir- lestrana hans á vefnum, þeir voru held ég fjörutíu talsins og ég sat og horfði á þá klukkutímum saman í marga daga. Ég hafði aldrei komist í annað eins, þetta var svo dásamlegt. Við Kalli lás- um svo bókina og féllum fyrir henni. Tal hefur eytt umtalsverðum tíma í að einfalda fræðin og heimfæra þau upp á dæmi sem við þekkjum öll úr okkar eigin lífi og tengjum við. Flókn- ar vísindalegar rannsóknir sem venju- lega birtast bara í sérfræðiritum eru þannig gerðar aðgengilegar almenn- ingi og nýtast venjulegu fólki til að bæta líf sitt og líðan,“ segir Ásdís. Við getum endurrforritað okkur. „Þetta þarf ekki að vera svona. Við get- um breytt afstöðu okkar, breytt áhersl- unum og breytt orðræðunni. Það er meira að segja tiltölulega auðvelt að breyta hugarfari sínu. Hugsaðu þér að megnið af hugsunum okkar eru neikvæðar – ég held að nærri 80% af hugsunum okkar sem eru á verri veg og megnið af því er rugl sem hefur ekkert með sannleikann eða raun- veruleikann að gera og óþarfa áhyggj- ur. Og við áttum okkur ekki einu sinni á því hvað er í gangi í hausnum á okk- ur fyrr en við stöldrum við. Þar kem- ur hugræna atferlismeðferðin að góð- um notum fyrir venjulegt fólk. Það er hægt að breyta hugarfarinu á nokkr- um vikum. Og það er líka ótrúlegur léttir að geta fylgst með huganum og haft gaman af því sem þar fer fram án þess að þurfa að vera á valdi hugans. Samfélag í neyð Auðvitað væru engar neikvæðar hugs- anir og engin tilfinningaröskun ef vel væri hlúð að börnum og þau fengju að vera örugg, elskuð og til á eigin forsendum. Þau eru svo guðdóm- leg, hrein, saklaus og þurfa aðeins ást, umhyggju og öryggi til að þrífast vel. En þetta getum vafist fyrir okkur í stressi og firringu nútímans þar sem við erum ekki einu sinni til staðar fyrir okkur sjálf hvað þá börnin okkar.“ „Jú,“ segir Karl, „þetta er algjört lyk- ilatriði. Maður vill ekki ala börnin upp við gagnrýni, tortryggni og ótta. Þetta erum við hins vegar að sjá allt í kring- um okkur - það er oft eins og börnin séu afgangsstærð á Íslandi, fái ekki þá umgjörð sem þau þurfa til að þríf- ast. Það er lítið svigrúm til að hlusta á þeirra þarfir svo við reynum að temja þau til að passa inn í lífsmynstur full- orðinna og síðan þarfir atvinnulífsins. En börn eiga allt gott skilið, þau eiga skilið besta skólakerfi sem við getum mögulega komið upp, og jákvæðasta viðmót á öllum sviðum. Þau eiga skil- ið gott samfélag – já við eigum það öll skilið – gott samfélag og meiri ham- ingju. Og við getum vel aukið ham- ingjuna í lífi okkar. Því fleiri sem gera það, því gjöfulla verður samfélagið okkar. Þess vegna þurfum við á sem flestu hamingjusömu fólki að halda.“ Bjargar börnum í Kringlunni „Ég á erfitt með að sitja á mér þeg- ar kemur að vanlíðan barna. Ég finn svo til með börnum – eitthvert gamalt sár á sálinni. Stelpurnar mínar hlæja oft að mér, kalla þetta „mission imp- ossible“. Ég held nefnilega að ég geti bjargað börnum frá því að verða fyrir illsku heimsins og pirruðum foreldr- um í Kringlunni,“ segir hún og brosir dræmt. „Hún skerst nefnilega í leikinn hún Ásdís,“ skýtur Karl inn í og glottir. „En ég ræð oft ekki við mig þegar ég verð vitni að því þegar foreldri labbar frá barninu sínu í óþolinmæði og segir kannski við það: Jæja, nú kemur bara Grýla og tekur þig ef þú kemur ekki. Eða það hótar að hringja á lögguna eða að barnið verði skilið eftir. Þá hef ég sagt: ekki tala svona við barnið þitt, það verður svo hrætt.“ „Foreldrar bregðast nú oft ekki sér- lega vel við afskiptunum,“ segir Karl. „Þeir hreyta jafnvel í þig ónotum,“ seg- ir hann við Ásdísi. „Jú, og segja: Hvað er eiginlega að þér? Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki að gera barninu neinn greiða með afskiptunum og nú er ég búin að læra það að það virkar best að segja: Get ég aðstoðað þig, á ég að halda á pokunum svo þú getir sinnt barninu?“ „Ég er alltaf einhvers staðar í bak- grunninum þegar þetta á sér stað,“ segir Karl og hlær. „Ég dáist nú samt að henni fyrir að standa í þessu.“ Skothelt teymi „Við erum mjög góð í að vinna sam- an,“ segir Karl. „Sérstaklega í hug- myndavinnu þegar við erum að kasta á milli okkar hugmyndum. Við höfum líka unnið mikið saman í gegnum tíð- ina, skrifað saman námsefni og margt fleira – það er alltaf jafn gaman.“ „Hann er skáldið og rithöfund- urinn, segir Ásdís. „Sá sem heldur á pennanum. Hann þýddi bókina um hamingjuna vegna þess að mig lang- aði svo til þess að hún væri til á ís- lensku.“ „Já,“ segir Karl. „Það var nú eiginlega bara þannig sem þetta byrj- aði. Það vantaði hagnýtt og skemmti- legt efni til þess að aðstoða fólk að breyta lífi sínu á jákvæðan hátt.“ „Ég hugsaði þetta sem kennslu- bækur á meðan ég var að kenna lífs- leikni,“ segir Ásdís. „Það vantaði slíkt efni. Svo gerðist það bara óvænt að bækurnar tvær, Meiri hamingja og Enn meiri hamingja, urðu metsölu- bækur. Í þeirri fyrri er að finna upp- lýsandi umfjöllun um hamingjuna og þá má líka tileinka sér einfaldar æfing- ar til þess að finna nýjan tilgang innra með sér og skoða lífið í kringum sig með nýjum augum.“ Fékk alvarleg kvíðaköst Ásdís þurfti að bæta líf sitt, fyrir nokkr- um árum fór hún að fá kvíðaköst sem skertu lífsgæði hennar. „Ástæðan fyr- ir því að fólk fer að leita að svörum er að það er að kljást við eitthvað. Þann- ig var það líka hjá mér, ástæðan fyrir því að ég fór af stað í þessa stóru leit er sú að ég fékk kvíðaköst fyrir nokkr- um árum sem urðu til þess að ég fór að skoða hvað það væri í mínu fari sem þyrfti að bæta. Þá komst ég að því að ég var með hugarfar sem var mér ekkert sérlega hliðhollt,“ segir hún og brosir og lítur til Karls sem brosir á móti. Þau geta greinilega gert grín að því sem hefur farið úrskeiðis í fortíð- inni. „Ég átti það til að óttast alls kyns hluti. Ég fékk svo alvarleg kvíðaköst að ég hringdi á sjúkrabíl. Ég hélt að ég væri að deyja. Svo lærði ég þetta sem kallast hugræn atferlismeðferð sem gengur út á að endurforrita þetta kerfi sem við fáum í upphafi. Mér finnst stórkostlegt að við séum fær um að geta endurforritað okkur. Það eru miklir möguleikar í þeirri staðreynd.“ Lífsgæðin miklu meiri Fóru þau þá bæði í gegnum pró- grammið? „Já,“ segir Karl. „Við tókum þetta sem fjarnámskeið. „Ásdís tók Har- vard-námskeiðið hjá Tal Ben-Shahar á sínum tíma og við gengum sjálf í gegn- um æfingarnar og tileinkuðum okkur þær grundvallarreglur sem hægt er að beita í daglegu lífi til að bæta lífið og líðanina.“ „Þetta var dásamleg reynsla,“ seg- ir Ásdís. „Við þurftum að framkvæma þetta og fylgja prógramminu og líf- ið tók skemmtilegum og óvæntum breytingum. Helst var það þessi upp- götvun að lífið er bara þetta! Þessir litlu og hversdagslegu hlutir. Lífsgæð- in verða meiri við þessa uppgötvun.“ Lykillinn að hamingjunni Karl tekur undir þetta. „Þessi ham- ingja sem við erum að tala um er að njóta líðandi stundar og vera sáttur í eigin skinni. NNúvitundin er svolítið lykillinn, að njóta líðandi stundar og vera í tengslum við tilfinningar sín- ar og hugsanir, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, vera sem mest í kærleika og vinsemd við annað fólk. Það er lagt mjög mikið upp úr sam- félagi við annað fólk og að flest af því sem við gerum hafi bæði merkingu og ánægju. Þetta er svolítið lykillinn að hamingjunni.“ 20 ára brúðkaupsafmæli Eru þau þá hamingjusöm? Er hjóna- bandið traustara? „Við erum mjög góðir vinir,“ segir Karl. „Náin vinátta margfaldar gleðina og helmingar sorgina, sagði sautjándu aldar heimspekingurinn Francis Bac- on og ég get ekki annað en verið sam- mála þeim orðum.“ „Við erum nýbúin að halda upp á 20 ára brúðkaupsafmæli,“ segir Ás- dís og brosir. „Þetta hefur ekkert allt- af verið gaman,“ bætir hún við. „En það er ekki krafan. Við höfum upp- lifað mörg ævintýri og lífið hefur ver- ið okkur gjöfult og gott. Við höfum átt dásamleg tímabil,við höfum rekið líf- legt heimili og alið upp stórkostlega einstaklinga sem veita okkur óendan- lega gleði. Getum við annað en verið hamingjusöm?“ Hamingjan er allra Geta allir orðið hamingjusamir? „Já,“ segir Karl. „En með undan- tekningum að sjálfsögðu. Fólk sem býr við vonlausar aðstæður, er kannski að svelta heilu hungri, það er kannski ekki hægt að segja að það geti orðið hamingjusamt nema aðstæður þess breytist. En það hefur samt möguleika á hamingju. En fátækt og sjúkdómar eru ekki endilega hindrun fyrir ham- ingju. Þeir sem eru ólíklegastir til að ná einhverjum árangri í hamingjuleit- inni eru þeir sem eru búnir að ná ein- hverjum toppi, til dæmis frægir og rík- ir Hollywood-leikarar. Þetta er eflaust öfugt við það sem margir halda. Höld- um við ekki öll að hamingjan sé fólgin í sem mestri frægð og takmarkalaus- um frama? En hamingjan á bara ekk- ert endilega heima á toppnum.“ Ekki fresta hamingjunni Hvað er þetta mikil vinna? „Þetta er auðveldara en flestir halda,“ segir Karl. „Verkefnin eru ekki sérlega flókin. Við megum bara ekki gleyma sjálfum okk- ur, gæta þess að láta ekki alltaf ánægju okkar sjálfra víkja fyrir öllu sem við ætlum að koma í verk. Við ætlum að verða hamingjusöm þegar við erum búin að klára þetta erfiða og leiðinlega en svo er lífið kannski allt í einu búið.“ Karl segir sögu úr bókinni af manni sem gekk upp í Himalajafjöll með hópi tíbeskra munka. „Hann þreytt- ist fljótt og sá að munkarnir gerðu það ekki þrátt fyrir að þeir væru miklu eldri og þyngri á sér. Hann gerði sér á end- anum grein fyrir því að hann var allt- af að stefna á tindinn á meðan munk- arnir voru að njóta ferðarinnar, skoða blómin og finna ilminn í loftinu.“ kristjana@dv.is Þakklæti n Skrifaðu hjá þér að minnsta kosti fimm atriði sem þú ert þakklátur fyrir á hverjum degi alla þessa viku. Þegar þú gerir þetta er lykilatriði að vera með sjálfum sér á líðandi stund í vinsemd og sátt við sjálfan sig og umheiminn. Fastir siðir n Hugsaðu þér tvo fasta siði sem þú heldur að myndu auka hamingju þína. Það gæti verið að hugleiða í fimmtán mínútur á hverju kvöldi, eiga stefnumót við maka þinn á þriðjudögum, eyða tveimur klukkustundum í áhugamálið þitt á sunnudegi og svo framvegis. Hreyfa sig n Taktu ákvörðun um að gera líkamsþjálfun að fastri venju. Byrjaðu í dag. Merking n Skráðu hjá þér athafnir þínar í eina eða tvær vikur. Í lok hvers dags skaltu skrifa upp hvernig þú varðir tíma þínum, allt frá 15 mínútum sem þú notaðir til að svara tölvupósti upp í tvo tímana sem þú horfðir á sjónvarpið. Í lok vikunnar skaltu búa til töflu þar sem hver athöfn kemur fram og hversu mikla merkingu hún hefur, hve mikla ánægju hún færir þér og hve mikill tími fer í hana. Við hliðina á skaltu gefa til kynna hvort þú vilt eyða meiri eða minni tíma í þessa athöfn. Skoðaðu svo hvort það sé ekki eitthvað sem þú gerir ekki eins og stendur sem myndi skila þér miklum gróða í hinum eina sanna gjald- miðli? Velvilji n Skrifaðu niður nokkur góðverk sem þú ert staðráðinn í að gera, fyrir utan þau sem þú gerir nú þegar. Að hefjast handa n Hugsaðu um eitthvað sem þig langar til að gera en hefur alltaf komið þér undan af hræðslu við að mistakast. Taktu þig svo til og gerðu það. Farðu í áheyrnarpróf og reyndu að fá hlutverk í leiksýningu, reyndu að komast í íþróttalið, bjóddu einhverjum á stefnumót, byrjaðu að skrifa blaðagreinina eða bókina sem þig hefur alltaf langað til að skrifa. „Þessi hamingja sem við erum að tala um er að njóta líðandi stundar og vera sáttur í eigin skinni. Hér fyrir neðan eru nokkrar æfingar sem lesendur DV geta spreytt sig á úr bókinni Enn meiri hamingja: Hamingjuæfingar Hamingjudagar á Hólmavík Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson verða meðal gesta bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík í sumar. Hátíðin er haldin fyrstu helgina í júlí ár hvert, að þessu sinni 1.–3. júlí. Ásdís býður upp á opna vinnustofu í élagsheimilinu þar sem þátttakendur geta lært aðferðir til að auka hamingju sína. Karl mun stjórna samfélags-trommuhring og flæði utandyra fyrir gesti og gangandi laugardaginn 2. júlí. Skothelt teymi Ásdís og Karl fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli sínu í ár. Þau vinna hlið við hlið og hafa unnið sér inn fyrir eigin hamingju. mynDir róBErt rEyniSSon Ásdís og Karl á Hamingjudögum Karl mun stjórna samfélags-trommuhring.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.