Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað
Móðurfélag Skeljungs tapaði í fyrra:
Rúmlega 400 milljóna tap
Skel Investments, móðurfélag ol-
íufélagsins Skeljungs, tapaði rúm-
lega 400 milljónum króna á síðasta
ári. Félagið á 51 prósents hlut í olíu-
félaginu sem keyptur var af Íslands-
banka árið 2008. Þetta kemur fram í
ársreikningi Skel Investments fyrir
2010 sem skilað var til ársreikninga-
skrár í lok apríl. Félagið tapaði hins
vegar rúmum 800 milljónum króna
árið 2009.
Eigendur Skel Investments og
Skeljungs eru Guðmundur Örn
Þórðarson, Birgir Bieltvedt og Svan-
hildur Nanna Vigfúsdóttir. Síðast-
nefndi eigandinn keypti 49 prósenta
hlut Íslandsbanka í Skeljungi í fyrra
og ráða þremenningarnir því yfir öllu
hlutafé í félaginu. Saga Skeljungs á
liðnum árum er nokkuð sérstök. Fé-
lagið hefur skipt oft um hendur á
liðnum árum. Það komst í hendur
Pálma Haraldssonar árið 2004 sem
seldi það til Haga og keypti það svo
aftur. Glitnir sölutryggði Skeljung svo
fyrir Pálma og lenti olíufélagið í eigu
bankans í kjölfarið. Bankinn seldi
núverandi eigendum Skeljung fyrir
um margfalt lægra verð en sem nam
sölutryggingunni fyrir Pálma.
Eignarhlutir félagsins, væntan-
lega aðallega hluturinn í Skeljungi,
voru metnir á rúmlega 2,7 milljarða í
lok árs í fyrra. Skuldir félagsins námu
rúmum tveimur milljörðum króna
og jukust um rúmlega 200 milljónir
króna.
Þrátt fyrir þennan taprekstur síð-
astliðin tvö ár er eiginfjárstaða Skel
Investments ennþá jákvæð. Eigið fé
félagsins nam nærri 690 milljónum í
lok árs í fyrra og hlutafé félagsins var
nærri 1.200 milljónir króna.
ingi@dv.is
„Ég tel þetta vera tilraun til þöggunar
og ég er slegin yfir þessari hörku sem
kemur í kjölfar umræðu sem hlýt-
ur að vera nauðsynleg,“ segir Kristín
Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur
í Kjalarnessprófastsdæmi. Talsverð-
ur uggur er innan prestastéttarinnar
eftir tölvupósta sem bréfritari sem
kallar sig „Eðvald Eðvaldsson“ hefur
sent frá sér að undanförnu, en ekki
er hægt að túlka póstana sem ann-
að en hótunarbréf. Tölvupóstarn-
ir hafa verið sendir til þriggja presta
sem eiga það allir sameiginlegt að
hafa kallað eftir afsögn Karls Sigur-
björnssonar biskups og í raun allrar
yfirstjórnar þjóðkirkjunnar í kjölfar
útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar
kirkjuþings um viðbrögð og starfs-
hætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana
um kynferðisbrot Ólafs Skúlason-
ar biskups. Kristín er ein þeirra sem
hafa fengið umrædd hótunarbréf, en
einnig hafa Sigríður Guðmarsdóttir,
prestur í Grafarholtskirkju, sem og
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í
Neskirkju, fengið sambærilega tölvu-
pósta. Virðist bréfritari freista þess
að hóta þessum prestum, til að fá þá
ofan af því að kalla eftir breytingum
innan forystu þjóðkirkjunnar.
Notast við póstfang
látins manns
Athyglisvert er að bréfritari notast
ekki aðeins við nafn látins manns,
heldur einnig tölvupóstfang hans.
Tölvupóstarnir hafa verið sendir
af netfanginu edvaldedvaldsson@
gmail.com, en það sama tölvupóst-
fang var notað af manni að nafni Eð-
vald Eðvaldsson, en hann lést árið
2008. Miklar vangaveltur hafa verið
á lofti um hver kynni að hafa notfært
sér nafn hins látna, en yfirgnæfandi
líkur eru á því að sá hinn sami starfi á
einhvern hátt innan þjóðkirkjunnar
– jafnvel sem prestur.
Sá sem hefur notað nafnið Eðvald
Eðvaldsson virðist einnig hafa notast
við Facebook-reikning undir sama
nafni. Ekki er með öllu ljóst hvort um
sama einstakling sé að ræða þótt það
verði að teljast líklegt. Samkvæmt
heimildarmanni DV, sem hefur
rannsakað málið, var reikningnum
eytt fyrir skömmu – eða stuttu eftir
að hótunarbréfin komu upp á yfir-
borðið. Það sama gildir um tölvu-
póstfangið sjálft. Því hefur verið eytt.
Það er engu líkara en að bréfritari sé
nú að reyna að hylja slóð sína með
öllum ráðum.
Málið í höndum lögreglu
DV greindi frá því á mánudag að
Kristín hefði leitað til lögreglu vegna
tölvupóstsins sem var sendur til
hennar. Í tölvupóstinum er tals-
vert að Kristínu vegið en þar er til að
mynda ráðist inn í einkalíf hennar
með dylgjum og aðdróttunum. Er þar
meðal annars gert lítið úr störfum
hennar sem prests og henni líkt við
ritara og sagt að hún sinni litlu öðru
en „latte fundum.“ Þá lætur bréfritari
einnig að því liggja að hún hafi farið
í utanlandsferðir á „kostnað héraðs-
sjóðs“ og að þar hafi hún tekið með
„elskhuga sem gjarnan koma með til
að taka myndir.“
DV hafði samband við Björgvin
Björgvinsson sem er nú starfandi
yfirmaður rannsóknardeildar lög-
reglu. Björgvin staðfesti að lögregl-
an væri að skoða málið og væri að
reyna að vinna í því að bera kennsl
á bréfritarann Eðvald Eðvaldsson.
Hingað til væri þó lítið um nýjar
upplýsingar.
Vill ekki staldra við hótunarbréf
Sigríður Guðmarsdóttir telur bréf-
in vera alvarleg og ljót. Hún seg-
ir að bréfin séu ekki aðalatriðið í
hinu stóra samhengi. „Ég tel bréf-
in alvarleg en ég vil ekki staðnæm-
ast þar. Ég vil halda áfram að leggja
áherslu á formleg viðbrögð þjóð-
kirkjunnar við skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar og halda ótrauð
áfram.“
Örn Bárður Jónsson tekur í svip-
aðan streng, en í bréfi Eðvalds Eð-
valdssonar til Arnar var gefið í skyn
að Örn væri að reyna að ryðja Karli
Sigurbjörnssyni úr vegi – svo hann
sjálfur gæti sest í biskupsstól. Örn
Bárður skrifaði sem kunnugt er grein
í Fréttablaðið á þjóðhátíðardaginn
17. júní, þar sem hann fór fram á að
öll yfirstjórn þjóðkirkjunnar skyldi
víkja. „Þetta er auðvitað af og frá. Það
alvarlegasta í þessum bréfum er hins
vegar það, að bréfritari getur ekki
komið fram undir nafni. Ég held að
það sem kirkjan þurfi á að halda sé
opin umræða og þessi vinnubrögð
eru engum til framdráttar, hvort sem
um er að ræða lærða eða leika. Það
sem ég hef fyrir augum eru einfald-
lega heildarhagsmunir þjóðkirkj-
unnar jafnt sem almennings. Þess
vegna tel ég að yfirstjórn kirkjunn-
ar ætti að víkja, einungis til þess að
byggja upp traust til kirkjunnar á nýj-
an leik.“
„Ég er slegin yfir
þessari hörku.
„Látinn“ maður
hótar prestum
n Huldumaður sem hefur tekið sér nafn látins manns hefur hótað prestum n Reynir
að þagga niður í þeim sem vilja breytingar á yfirstjórn kirkjunnar n Kært til lögreglu
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Kristín Þórunn Tómasdóttir Hún
segist slegin yfir hörkunni sem kemur
fram í bréfum „Eðvalds Eðvaldssonar“.
MyNd fRéTTablaðið / ValgaRðuR gíslasoN
www.nora.is Dalvegi 16a Kóp.
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
2 dálk r = 9,9 *10
Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar.
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is facebook.com/noraisland
Fyrir bústaðinn og heimilið
skuldar tvo milljarða Móðurfélag
Skeljungs skuldar rúma tvo milljarða króna.
Félagið hefur tapað 1.200 milljónum á
síðastliðnum tveimur árum.
Karl sigurðsson:
100 milljónir að
leggja 1 kíló-
metra hjólastíg
„Það er spurning hverra loforð við
erum að svíkja,“ segir Karl Sigurðs-
son, formaður umhverfis- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur, þegar hann
er spurður út í gagnrýni Gísla Mar-
teins Baldurssonar borgarfulltrúa á
að Reykjavík hafi ekki staðið við að
leggja 10 kílómetra af reiðhjólastíg-
um í ár, eins og borgin hafði ákveð-
ið að gera. Borgarstjórn samþykkti í
fyrra áætlun sem nefnist Hjólreiða-
borgin Reykjavík og gengur út á að
gera stórátak í lagningu reiðhjóla-
stíga um borgina. Áætlunin hljóðar
upp á að lagðir verði 10 kílómetrar
í ár og næstu tvö ár, samtals 30 kíló-
metrar.
„Þetta var ákveðið áður en við
tókum við. Eins og gengur þá eru all-
ar ákvarðanir háðar fjármagni sem
úr er að spila. Áður en við tókum
við hefði okkur þótt afar raunhæft
að ná þessu á þremur árum. Þegar
maður sér hvernig staðan í borgar-
sjóði er, og hvaða niðurskurð þarf
að leggja upp með, þá áttar maður
sig á því að þetta mun ekki gerast
án einhverrar aukinnar aðstoðar,“
segir Karl og vísar í alþjóðlegt verk-
efni sem nefnist Elena og felur í sér
hagstæðar lánveitingar og styrki frá
Evrópusambandinu til þess að auka
hjólreiðar, safna lífrænum úrgangi til
að búa til metangas og fleira. „Þetta
er partur af stærri pakka sem við
erum að vonast til að hjálpi okkur
að klára þessa mjög metnaðarfullu
áætlun, en það mun ekki gerast á
þessu fyrsta ári. Við erum ekki búin
að blása neitt af en við sjáum fram á
tafir af því að við eigum ekki pening
fyrir þessu,“ segir Karl.
Spurður hvort Reykjavíkurborg
muni þá leggja einhverja nýja stíga í
sumar svarar Karl: „Já, við erum með
160 milljóna króna fjárveitingu. Það
fer í nýjan stíg sem verður lagður.
Samkvæmt mati þeirra sem sjá um
útfærsluna eftir að áætlunin var
samþykkt, þá kostar hver kílómetri
af reiðhjólastíg 100 milljónir. Þessi
áætlun hljóðar því upp á 3 milljarða
á 3 árum.“
valgeir@dv.is