Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Qupperneq 32
32 | Viðtal 1.–3. júlí 2011 Helgarblað H vernig er hægt að ferðast um heim- inn og miðla rétt- lætisboðskap á síðum dagblaða og bloggi en gera síðan eitthvað óréttlátt gagnvart öðru fólki?“ var spurning sem Halla Gunn- arsdóttir þurfti einu sinni að svara eftir að hún særði konu. Halla situr nýklippt með snöggt hár, sólbrún og sælleg á pallinum við Te og kaffi í Aust- urstræti og drekkur chai-te. Hún hóf störf sem blaðamað- ur á Morgunblaðinu aðeins 22 ára gömul og varð fyrsti opin- berlega vinstrisinnaði þing- fréttaritari blaðsins. Hún var einnig talskona Femínistafélags Íslands og mótmælti lokuðum réttar- höldum yfir vændiskaup- endum en er sennilega einna þekktust fyrir að hafa ögrað feðraveldinu með framboði til formanns KSÍ. Nú er hún að- stoðarkona Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra. Vissi að þetta væri satt „Kannski er það erfitt þegar maður hefur svona sterka rétt- lætiskennd að iðka réttlætið sjálf. Ég hef sjálf gert alls konar mistök og hef ekki alltaf komið fallega fram við fólk. Kona sem ég hafði sært illa benti mér á þetta þegar hún varpaði fram þessari spurningu. Ég man að þetta snerti mig djúpt. Ég reiddist henni en vissi um leið að þetta væri satt. Síðan hef ég oft hugsað um þetta, til dæmis þegar ég heyri af vinstrisinnuðum strákum sem predika réttlæti á daginn en kaupa sér vændi á kvöldin,“ segir hún hugsi. „Hvernig iðkar maður rétt- lætið sjálfur? Hversu réttlátt er það til dæmis að vera allt- af að tala um fátækt í heimin- um en gera ekkert til að breyta því? Þótt ég sé leið yfir því að hafa komið illa fram við þessa konu er ég henni þakklát fyrir að hafa bent mér á þetta. Síð- an hef ég reynt að hafa þetta í huga þótt ég geri stundum ein- hverjar vitleysur. En ég reyni af fremsta megni að koma fram við fólk af virðingu,“ segir Halla og kipp- ir sér ekkert upp við það að ókunnugur maður hefur tekið sér stöðu fyrir aftan hana og sveiflar höndunum til og frá á meðan hann reykir. Gaf allt spariféð Óréttlæti heimsins hefur henni lengi verið hugleikið. Hún horfði stóreyg á sjónvarps- fréttir af aðstæðum barna í Eþíópíu þegar hungursneyðin ríkti þar. „Ég pældi mikið í þessu og vissi til dæmis að sveltur mað- ur má ekki borða mikið þegar hann fær loks mat, því þá getur hann dáið. Ég ætlaði að finna upp flugvél með eldhúsi svo það væri hægt að elda ofan í börnin. Ég vissi ekki að það væri löngu búið að finna upp flugvélar með eldavélum og að þetta snerist ekkert um það. Svo safnaði ég peningunum mínum í bauk og gaf Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Mamma reyndi að fá mig ofan af því enda var þetta allt spariféð mitt og við óðum ekki í pening- um. Á svipuðum tíma kom svo upp eitthvert fjármálamisferli innan Hjálparstofnunarinnar og mamma varð svo reið að ég held að hún sé það enn,“ segir Halla og hlær. Dottaði á salerninu Ský dregur fyrir sólu en Halla lætur það ekkert á sig fá. Hún er vön því að vera úti og hefur tekið þátt í alls kyns íþróttum og lýsir því hversu virk hún var strax í æsku. „Ég vildi alltaf vera með í öllu, því ég hafði þessa tilfinn- ingu að ég væri að missa af ein- hverju ef ég væri ekki alls stað- ar. Ég man eftir mér níu ára gamalli svo þreyttri í skólanum að ég bað um að fá að fara á klósettið og dottaði aðeins þar. Ég var sennilega búin að of- keyra mig. Strax í æsku var ég farin að keyra mig út. Ég held að það tengist því að ég hafði svo lengi á tilfinningunni að ég myndi deyja ung og fannst ég þurfa að drífa mig að gera allt sem ég vildi gera. En ef það hefði reynst á rök- um reist þá væri ég dáin núna. Ég lifði af en þurfti að róa mig ef ég ætlaði mér að lifa lengur. Það hefur sem betur fer tekist,“ segir Halla og hlær. Mátti ekki vera með af því að hún var stelpa Hún gleymir því heldur aldrei þegar hún fór út á fótboltavöll í frímínútunum, nýbyrjuð í sex ára bekk, og spurði strákana hvort hún mætti vera með. Fyrst spurði hún vinalegan bekkjarbróður sem benti á for- ingjann. Foringinn hugsaði sig um í smá stund en sagði svo nei. Halla var þó ekkert á því að gefast upp og fór aftur seinna. Þá mátti hún vera með en þessi minning lifir með henni. „Hvaðan þróaðist sú hug- mynd að leyfa öðrum börn- um ekki að vera með út af kyni þeirra? Þetta var ekki af því að þeim fannst ég leiðinleg, við vorum öll nýbyrjuð í skólanum og þekktumst ekkert. Þetta var bara af því að ég var stelpa. Það er sjúklegt að við flokk- um fólk svo strangt í hópa eftir kyni að pínulítil börn séu búin að laga sig algjörlega að kyn- hlutverkinu. Strákunum fannst eðlilegt að taka ákvörðun út frá kyni og ég tók henni, sagði já, allt í lagi og fór að dunda mér við annað. Eina ástæðan fyr- ir því að ég fór aftur út á völl seinna var að mér fannst fót- bolti svo rosalega spennandi.“ Dreymdi um He-Man kall Fyrsta markið undirstrikaði þennan mun. „Við spiluðum í frímín- útum og leikurinn var búinn þegar bjallan hringdi, eða öllu heldur þegar hringingunni lauk. Einn daginn náði ég að skora sigurmarkið rétt áður en bjallan þagnaði. Við fögnuðum eins og þetta væri heimsmeist- arakeppni, strákarnir stukku allir á mig og föðmuðu mig. En hinir urðu alveg brjálaðir yfir því að markmaðurinn skyldi leyfa stelpu að skora hjá sér. Auðvitað hafði þetta áhrif á mig og ég held að það hafi áhrif á öll börn að við skulum koma fram við þau á mismunandi hátt eftir því af hvoru kyninu þau eru. Ég var til dæmis allt- af að fá Barbie-dúkkur eða Bar- bie-föt í jólagjöf þótt ég hefði engan áhuga á Barbie. Mig dreymdi um að eignast He- Man kall en fékk hann aldrei. Mamma gaf mér samt lít- inn, gulan og brosandi pallbíl þegar ég var tveggja ára og fékk mikla krítík fyrir. Ég hef stund- um grínast með það að þetta sé henni að kenna, að pallbíllinn hafi gert mig svona mótþróa- fulla gagnvart hefðbundnum kynhlutverkum.“ Börn pínd í kynhlutverk Annað sem situr líka í Höllu er þegar krakkarnir áttu að velja sér handavinnugrein í gagn- fræðaskóla. Allar stelpurnar völdu alltaf sauma og strákarn- ir smíðar, þar til einn ákvað allt í einu að fara í sauma. „Þá lagði kennarinn mjög hart að honum að fara í smíð- ar því saumakennarinn nennti ekki að standa í því að fá strák í hópinn. Við getum ekki komið svona fram við börn. Við get- um ekki pínt þau inn í einhver hlutverk. Þá verðum við aldrei frjáls. Og það er best ef allir fá að vera frjálsir, þá erum við hamingjusöm og beitum ekki ofbeldi. Við beitum ekki of- beldi ef okkur líður vel.“ Halla hallar sér fram á borðið og heldur áköf áfram: „Við klæðum börn í liti eftir kyni og notum mismunandi lýsingarorð um þau. Við gefum þeim ólíkar gjafir sem hafa all- ar mjög félagsmótandi áhrif. Leikfangaverslunum er skipt í bleikt og blátt og það eru í alvörunni framleiddar litlar ryksugur fyrir stelpur. Ryksuga hlýtur að vera með leiðinlegri leikföngum sem hægt er að finna. Þá væri nær að að lána börnum ryksuguna og leyfa þeim að ryksuga stofuna ef þetta er svona rosalega gaman. Eða búa til barnaryksugur sem virka á rykið, þá græða allir. Margir kjósa að líta ekki á tenginguna á milli þessa og samfélagsins sem við lifum í. Þeir vilja meina að það sé krútt- legt að stelpur séu prinsessur og að strákar séu sterkir. Segja að stelpur vilji þetta og strákar vilji hitt. Samt sýna allar rann- sóknir að munurinn á milli ein- staklinga er eftir allt meiri en munurinn á milli hópa.“ Ein ástæðan fyrir algengi nauðgana Ástæðan fyrir því að það skipt- ir máli að vinna gegn þessu er einföld: „Þetta festir í sessi hefð- bundin kynhlutverk sem aft- ur leiða rosalega margt ljótt af sér, eins og launamun og ofbeldi. Við kennum strákum að vera sterkir og töff, að gráta ekki, taka það sem þeir vilja og vera frekir. Stelpum kennum við aftur á móti að vera ljúfar og góðar, að hugsa um aðra áður en þær hugsa um sig, tala lágt og stíga ekki fram og taka það sem þær vilja. Þetta er hættuleg blanda. Krakkar sem koma illa út úr kynmótun og mætast í ást- arsamböndum lenda oft í hörmulegum aðstæðum. Þessi dramatíska kynmótun er líka ein af ástæðunum fyrir því að nauðganir eru svona algengar og við verðum að taka ábyrgð á því,“ segir hún áköf. „Kannski er harkalegt að segja það en við verðum að horfa á þann samfélagslega raunveruleika sem við búum til. En þegar bent er á að þetta er veruleiki sem við sköpum á hverjum degi verða allir brjál- aðir. Af því að okkur er svo mikilvægt að hafa allt í föstum skorðum, en í þessu tilfelli eru föstu skorðurnar vondar. Allir tapa á þeim.“ Tekin á teppið eftir slagsmál Gaur var lýsing sem átti betur við Höllu í æsku en prúð stelpa. „Ég held að ég hafi aldrei verið prúð,“ segir Halla og glottir en bætir því svo við að hún hafi nú samt verið sæmi- lega hlýðin. „Þegar ég var svona níu ára þóttist ég vera að vernda lítinn frænda minn sem varð til þess að strákarnir í bekknum hans fóru að espa mig upp. Ég varð rosareið og lamdi frá mér. Fyrir vikið tók umsjónarkennarinn minn mig á eintal og sagði að sér þætti virkilega leiðinlegt að svona góð og sæt stelpa eins og ég hegðaði sér svona. Það var vel meint fram í fingurgóma og ég bar svo mikla virðingu fyrir kennar- anum mínum að ég hætti eins og skot. Um leið lærði ég að of- beldi er aldrei réttlætanlegt og það leysir engan vanda. Það er mikilvæg lexía en hún á ekki bara að vera fyrir góðar og sæt- ar stelpur, heldur líka strákana. Smátt og smátt sá ég líka að það var oft tekið meira mark á strákum en stelpum. Það þótti merkilegra sem þeir sögðu.“ „Það varð allt vitlaust“ Halla stendur upp til að sækja vatnskönnu og glas. Þegar hún sest aftur segir hún frá því hvernig skilningur hennar á heiminum breyttist þegar hún áttaði sig á kynbundnu ofbeldi. „Í Femínistafélagi Íslands kynntist ég kröfum sem ég held að megi segja að séu sjálfsagðar, eins og að karlar nauðgi ekki konum. Við lifum í samfélagi þar sem nauðgað er á hverjum virkum degi og barn er misnot- að álíka oft. Fólk er almennt tilbúið að samþykkja að svo margir verði fyrir ofbeldi en ekki að einhver beiti því. Stúlk- um og drengjum, konum og körlum er nauðgað á Íslandi. Gerendurnir eru í langflestum tilfellum karlar. Þegar kvenfrelsisstefna VG var samþykkt var reynt að færa fókusinn af þeim sem verða fyr- ir ofbeldi á þá sem beita því og bent var á að samfélagið þyrfti að horfast í augu við að 10–20% íslenskra karla fremdu nauðg- anir. Það varð allt vitlaust. Um- ræðan varð ekki málefnalegri en svo að dregnir voru fram fimm karlar sem voru í fram- boði fyrir VG og sagt að einn þeirra væri nauðgari. En við þurfum að horfast í augu við það að fyrst svona mörgum konum er nauðg- að af körlum þá hljóta rosa- lega margir karlar að nauðga. „Það er mjög óþægilegt að fá svona hótun,“ segir Halla Gunnarsdóttir sem segir það óþolandi hvernig kon- um er markvisst haldið frá almannarýminu með ógninni um ofbeldi. Hún hefur séð ofbeldi og veit hvernig það virkar. Hún er þó ekki tilbúin til að gefa frelsið upp á bátinn og segir þá skárra að takast á við afleiðingar ofbeldis. Hún segir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur frá þessu og því hvernig hún leitaði sjálfsvirðingar í viðurkenningu annarra og að það hafi verið stórkostleg gjöf að fá að leggja svipuna niður og finna sáttina í sjálfri sér. „Skárra að deyja en að láta taka af mér frelsið“ „Ég hef sjálf gert alls konar mistök og hef ekki alltaf komið fallega fram við fólk. Kona sem ég hafði sært illa benti mér á þetta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.