Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 24
24 | Úttekt 1.–3. júní 2011 Helgarblað
Þ
að er alveg full vinna að vera
fíkill,“ segir 37 ára sprautufík
ill um leið og hann stimpl
ar inn símanúmer í leit að
næsta skammti. „Þegar
þú varst að drekka fyrsta kaffiboll
ann þinn í morgun var ég búinn að
sprauta mig tvisvar. Dagurinn fer síð
an í að redda meiri efnum.“
Brjálað barn
Saga mannsins byrjaði eins og hjá
svo mörgum öðrum fíklum þegar
hann byrjaði að reykja hass fimmtán
ára gamall. Eftir það fór hann smám
saman yfir í sterkari efni, þurfti sífellt
stærri skammta og byrjaði að lokum
að sprauta sig. Hann segist örugglega
hafa verið ofvirkt barn og er ósáttur
við nýlega umfjöllun um rítalínfíkla
því lyfið geri mörgum gott og sjálfur
hafi hann fyrst byrjað að fúnkera eft
ir að hafa fengið lyfið uppáskrifað hjá
lækni. „Ég átti frábæra æsku. Ég kem
frá góðu heimili og foreldrar mínir
hafa gert allt sem þau geta fyrir mig.
En ég var brjálað barn. Gat ekki ver
ið í skóla og pabbi kenndi mér heima
frá því ég var sex til tuttugu ára. En
eftir að ég byrjaði að drekka fimmtán
ára þá lá leiðin strax niður á við, ég er
bara með þetta fíklagen í mér.“
Sprautar sig í allra augsýn
Hann hringir nokkur símtöl í viðbót
en enginn virðist eiga neitt handa
honum þessa stundina. Hann er ró
legur og segist alltaf geta reddað ein
hverju á endanum. Skömmu seinna
hringir síminn. Hann getur fengið
tvær rítalín uno töflur og þeir mæla
sér mót á fjölförnum stað í miðbæ
Reykjavíkur þar sem kaupin eiga sér
stað. Eftir það göngum við í almenn
ingsgarð þar sem hann mylur pillurn
ar niður og sprautar sig í annan fót
inn. Hendur hans og fætur eru allar
úti í örum og sprautuförum, en hann
sprautar í útlimina til skiptis. Skammt
frá liggur fólk á teppi og nýtur sólar
innar með barnavagn sér við hlið,
grunlaust um fíkilinn sem sprautar
sig fáeinum metrum í burtu.
Þrátt fyrir langa fíkniefnaneyslu
segist hann ekki skulda neinum að
ráði og er að eigin sögn vel liðinn
meðal fíkniefnasala þar sem hann er
aldrei með neitt vesen. „Það er fullt af
vondu fólki í fíkniefnaheiminum en
ég umgengst ekki fólk sem beitir of
beldi eða neitt svoleiðis. Ég er heldur
ekki að brjótast í hús eða stela pers
ónulegum eigum. Ég tel mig vera
góðan mann þó að ég sé stundum
að stela úr búðum mat og þannig. Ég
sprauta mig mest heima hjá mér og
er ekki að dreifa nálum út um allt. Ég
þoli ekki svoleiðis.“
Smitaðist af óhreinni nál
Hann er HIVsmitaður frá því í
fyrra eftir að hafa sprautað sig með
óhreinni nál og segist vita til þess
að stúlka sem notaði óhreina nál frá
honum hafi smitast. „Það var algjör
lega á hennar ábyrgð því ég segi öll
um sem ég umgengst að ég sé smit
aður. Hún kom heim til mín, sá nál
með efni í, hrifsaði hana til sín og
sprautaði. Eins og henni væri alveg
sama um sjúkdóminn.“ Hann varð
mjög veikur skömmu eftir að hafa
smitast, en tekur nú daglega lyf sem
heldur sjúkdómnum í skefjum. „Mér
finnst eins og ég hafi fengið ann
að tækifæri eftir að ég fékk að fara í
lyfjameðferð og ég nýt þess að vera á
lífi. Ég fór í sund um daginn og fann
hvað það var gott að reyna á mig. Ég
ætla að fara aftur í sund bráðum.“
Þrátt fyrir að hafa fengið annað tæki
færi segist hann ekki ætla að hætta
í neyslu. „Ég er greindur með geð
klofa þótt það sjáist ekki á mér. Það
er afleiðing neyslunnar. Ég er svipt
ur sjálfræði ævilangt og í níu mánuði
var ég á Kleppi í lyfjamóki. Mér finnst
ég vera ég sjálfur þegar ég er í neyslu
og langar frekar að vera dauður en án
hennar.“
Margir af vinum hans eru látnir
af völdum fíkniefna en hann er ekki
hræddur um að það verði hans örlög.
„Ég er alveg hættur að nota kontalgin
og þessi morfínlyf. Þau eru verst. Ég
er mest í rítalíni og örvandi efnum og
er búinn að minnka neysluna mik
ið frá því sem hún var einu sinni. Ég
hef oft verið nær dauða en lífi og hef
marg oft fengið sýkingar og þurft að
liggja á sjúkrahúsi.“
Ég kveð hann þar sem hann ligg
ur í sólinni en hann á stefnumót við
kærustuna sína. „ Ég er skotin í þess
ari stelpu,“ segir hann og bætir við:
„Ég geymdi hálfan skammt handa
henni.“ hanna@dv.is
Andrea Ey
31 árs frá Vestmannaeyjum - Fædd 7.6.1972 Dáin 15.11.2007
n Andrea byrjaði að fikta við eiturlyf um fjórtán ára aldur.
Þá bjó hún með fjölskyldu sinni úti á landi. „Þegar hún
var 17 ára flutti hún suður og það var bara til að forðast
okkur. Hún vildi reyna að leyna okkur neyslunni sem var
ekki orðin það mikil þá,“ segir móðir Andreu. „En strax
eftir að hún flutti suður jókst neyslan. Ég fór suður og var
oft heilu næturnar keyrandi um leitandi að henni. Hún
eignaðist síðan dreng og hún gat haldið sér edrú á meðan
hún var ófrísk og var edrú í rúmlega ár eftir að hann
fæddist. Þetta var mikil barátta hjá henni og hún reyndi
marg oft að fara í meðferð en fíknin var orðin svo sterk og
hún réð ekkert við hana. Síðan missti hún tökin smám saman og var að lokum komin á
götuna. Hún elskaði barnið sitt út af lífinu og vildi allt fyrir hann gera. Strákurinn hennar
var sem betur fer hjá pabba sínum þegar hún dó. Þá var hann ellefu ára.“
Haukur Freyr Ágústsson
24 ára frá Hvammstanga - Fæddur 5.2.1982 Dáinn 9.6.2006
n Haukur Freyr Ágústsson fékk fyrsta rítalínsskammtinn
þegar hann var fimm ára gamall. Hann var ofvirkur og
fékk skammtinn frá lækninum sínum. Um fermingu byrj-
aði hann að misnota rítalín. Síðustu mánuði ævi sinnar
var hann farinn að sprauta sig með rítalíninu og taka
önnur lyf sem myndu flokkast sem læknadóp. Haukur
Freyr fannst látinn í bakgarði í Reykjavík þar sem hann
hafði tekið of stóran skammt af morfíni. Faðir Hauks
Freys segir hann hafa verið góðan strák sem hafi átt fram-
tíðina fyrir sér í íþróttum áður en hann fór að misnota lyf.
Haukur hafði sjálfur leitað sér hjálpar við eiturlyfjafíkn
sinni en hann hafði ekki alltaf erindi sem erfiði. „Ég veit
að honum var vísað frá í nokkur skipti,“ segir faðir hans.
Hann vill þó ekki kenna kerfinu um hvernig fór fyrir syni
sínum en segir það auðvitað vera möguleika að ef kerfið
væri öðruvísi hefði verið hægt að bjarga syni hans. „Það virðist nú vera hægt að bjarga
ótrúlegasta fólki,“ segir hann.
Matthildur Eiðsdóttir
49 ára frá Reykjavík - Fædd 18.3.1961 Dáin 4.8.2010
n „Fíkillinn Matta og barnið Matta voru tvær ólíkar mann-
eskjur,“ segir móðir hennar en Matthildur var í neyslu frá
unglingsárum og til dauðadags. „Hún reyndi oft að fara í
meðferð en þeir trúðu því ekki lengi vel hversu mikill neyt-
andi hún var. Þeir sögðu að hún gæti ekki lifað og tekið svona
stóra skammta. Hún gerði það nú samt. Svo gafst hún bara
upp á að fara í meðferð, ég held að hún hafi verið búin að
missa alla von. En þegar ég flutti norður þá tók ég hana til
mín og með hjálp læknis hérna þá náði hún sex eða átta
mánuðum edrú en svo ekkert eftir það og það eru fimmtán
ár síðan. Það var alltaf gott samband á milli okkar og ég tók
henni bara eins og hún var. Eina nóttina fæ ég síðan símtal
og þá var maður sem sagði einfaldlega: „Hún Matthildur er dáin,“ og svo var bara lagt á.
En ég bjóst alltaf við að fá svona símtal, það var bara spurning um hvenær það yrði.“
Bylgja Bjarnardóttir
28 ára frá Reykjavík - Fædd 20.5.1981 Dáin 24.8.2009
n „Ég held að Bylgja hafi byrjað um átján ára aldur
í neyslu en hún hætti þá og náði sér upp úr þessu.
Þá hafði hún aðallega verið að fikta í hassi. Hún
átti nokkur góð ár þegar hún var trúlofuð strák og
bjó úti á Skaga. Síðan einn góðan veðurdag skildi
hún við unnustann og byrjaði aftur í neyslu,“ segir
móðir Bylgju. „Hún fór mjög fljótt í harða neyslu
og það má segja að það hafi verið bara rautt strik
niður á við. Hún sagði mér sjálf að hún hafi orðið
fíkill í fyrsta skipti sem hún neytti harðra efna.“
Dauðaskammtur Bylgju var lyfjakokteill. „Ég held
að hún hafi notað allt sem hún náði í, og ef það
var hægt að koma því í sprautu þá notaði hún
það.“ „Hún var búin að lenda í hjartastoppi og
það var hægt að bjarga henni þá. Þá komst hún
að því að hún væri ófrísk og þá hætti hún og þau bæði.“ Barnið lést í móðurkviði og
móðir hennar hafði miklar áhyggjur af því að það myndi verða henni að falli. „Ég hafði
áhyggjur af því að hún myndi byrja aftur en hún gerði það ekki og varð fljótlega ófrísk
aftur og eignaðist yndislega litla stúlku. Telpan hennar var sex mánaða þegar hún féll
og byrjaði aftur í neyslu. Hún féll í júní og var dáin í ágúst. Þetta gerðist svo hratt.“
Fórnarlömb fíkniefna
„Ég er sviptur
sjálfræði ævilangt
og í níu mánuði var ég á
Kleppi í lyfjamóki.
„Ég hef oft verið
nærri dauða en lífi“
n Smitaðist af HIV af óhreinni nál n Vill frekar vera dauður en edrú
Lísa Arnardóttir
21 árs frá Hafnarfirði - Fædd 7.8.1988 Dáin 15.9.2009
n „Hún var ósköp venjulegt lífsglatt barn. Við
mamma hennar skildum þegar hún var fimm ára en
á þeim tíma var hún glatt og eðlilegt barn og allt
var í góðu,“ segir Örn Hilmarsson faðir Lísu. „Eftir
skilnaðinn fór mamma hennar að drekka mikið og
að mínu mati á það stóran þátt í að hún fór þessa
leið. Hún fékk hjálp frá félagsmálastofnun frá því
að hún var sextán ára þangað til hún var tvítug og
stóð sig þá eins og hetja. En þegar hún varð tvítug
þá var þetta félagsmálaprógramm búið og þá var
henni bara hent út.“ Faðir hennar segir dauða Lísu
hafa verið slys því hún var ekki komin í fulla neyslu
þegar hún dó. „Hún vildi koma sér út úr þessu og hún
vildi verða edrú.“ Lísa lést eftir að hafa sprautað sig
með sterku lyfi sem ætlað er krabbameinssjúkling-
um. „Hún hafði ætlað að kaupa amfetamín en fékk þetta lyf í staðinn. Hún sprautaði
sig með því og þá varð það ennþá sterkara. Hún lá síðan í fleiri tíma á gólfinu og það
kom henni enginn til hjálpar og enginn gerði neitt. Ég hafði alltaf áhyggjur af henni
þegar hún var yngri og ekki orðin edrú. En hún var búin að standa sig svo vel að ég
bjóst aldrei við að þetta færi svona.“