Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 34
34 | Viðtal 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Í eins frjálslyndu, opnu og „jafnréttissinnuðu“ samfé­ lagi og hér er óþolandi hvern­ ig konum er markvisst haldið frá almannarýminu með ógn­ inni um nauðgun. Það er ekki nóg með að þær séu meðvit­ aðar um það þegar þær ganga einar heim að þeim gæti verið nauðgað, heldur eiga þær líka á hættu að fá nauðgunarhótun ef þær tjá skoðanir sínar. Yfir­ leitt vegna þess að þær eru að segja að það sé ekki eðlilegt að ofbeldi sé beitt í jafnríkum mæli og er hér.“ Hótað nauðgun Halla þekkir það af eigin raun. „Ég hef séð ofbeldi og ég skil hvernig það virkar. Og ég hef fengið svona hótanir. Ljótasta athugasemdin barst eftir um­ ræðu um staðgöngumæðrun. Mér fannst það mjög merkilegt því sú hótun var í þeim anda að femínistar fengju ekki að ríða og það yrði þess vegna að nauðga þeim. Ég gæti reyndar eytt mörg­ um orðum í þetta. Í fyrsta lagi hef ég ekki orðið vör við að fem­ ínistar lifi kynlífi í minna mæli en aðrir þjóðfélagshópar og í öðru lagi þá get ég ekki séð að það sé réttlætanlegt að nauðga fólki sem ekki lifir kynlífi! En hvað um það þá var þetta samhengi merkilegt. Þegar við vorum að berjast gegn vændi skildi ég samhengið og vissi að einhverjir yrðu brjálaðir þegar við vorum að tala um nauðg­ anir því þeim fannst eins og við værum að saka þá um eitt­ hvað vont. En mér var lífsins ómögu­ legt að skilja hvernig umræð­ an um staðgöngumæðrun gat endað þarna. Er það ósjálfrátt þannig að ef sett er fram gagn­ rýni á misnotkun á líkömum kvenna þá sé viðkomandi á móti kynlífi? Ég næ þessu ekki.“ Kynlífið betra í jafnréttissamfélagi „Ekki það, ég hef oft talað fyr­ ir því að kynlífið verði betra ef okkur tekst að koma á jafn­ réttissamfélagi. Þá líður öllum betur og við hættum að blanda kynlífi saman við valdaójafn­ vægi. Ég efast allavega um að margir séu á þeirri skoð­ un að það sé eftirsóknarvert kynlíf þegar annar drottn­ ar og hinn er undirgefinn. Ég held að flestir sem hafa próf­ að hitt myndu alltaf velja það. En svona ummæli eiga nátt­ úrulega ekkert skylt við kynlíf heldur ofbeldi. Það er mjög óþægilegt að fá svona hótun. Þessi stöðuga ógn sem konur lifa við er ofbeldi í sjálfu sér. Ég held að allar konur upplifi nauðgun sem raunveru­ lega ógn og ég þekki margar sem óttast að vera einar á ferli. Þær upplifa sig ekki öruggar í almannarýminu. Ef ég fæ hót­ anir þegar ég segi hvað mér finnst þá upplifi ég mig ekki örugga í almannarýminu. Í þessari ógn felst hin raunveru­ lega stjórnun. Þetta er hluti af tilraun til að halda konum niðri með því að kúga þær. Mér finnst mikilvægt að láta ekki taka af mér frelsið. Mér þætti skárra að deyja en að láta taka af mér frelsið.“ Hægt að vinna úr áfallinu Áður en Halla lagði ein af stað í bakpokaferð til Asíu drógu margir úr henni og sögðu að eitthvað gæti gerst. „Enginn sagði það beint en það sem eftir stóð var að mér gæti verið nauðgað. Ég er viss um að þessi ótti hefur stopp­ að margar konur. Og auðvit­ að hugsaði ég um það að ef eitthvað myndi gerast ætti ég jafnvel eftir að kenna sjálfri mér um alla ævi, því ég var svo sannarlega vöruð við. En ef ég hefði ekki far­ ið hefði ég látið ógnina um ofbeldi svipta mig frelsinu. Þá held ég að það sé skárra að verða fyrir ofbeldi. Þetta er kannski kaldrana­ leg afstaða því ofbeldi hefur jú gengið af fólki dauðu, en það er líka margt fólk sem lifir það af. Í flestum tilfellum er hægt að vinna úr áfallinu, eins og öðrum áföllum, svo sem nátt­ úruhamförum eða slysum. Langflestir þolendur sem leita til Stígamóta lýsa skömm sem einni af erfiðustu afleið­ ingum kynferðisofbeldis. Það er samfélagslegt vandamál. Sköminn á að vera hjá þeim sem beita ofbeldinu og þá verður um leið auðveldara fyrir þolendur að vinna úr áfallinu.“ „Ekki líf sem ég vil lifa“ Til að slá á óttann hefur Halla nálgast þetta út frá tölfræð­ inni. Samkvæmt tölfræðinni eru miklu meiri líkur á því að konu sé nauðgað heima hjá sér en úti á flakki og af manni sem hún þekkir en af ókunnugum. „Konum stafar mest ógn af þeim sem standa þeim nærri. Það eru þeir sem eru líkleg­ astir til að beita þær ofbeldi. Ef kona deyr fyrir aldur fram og dánarorsökin er ekki einhver sjúkdómur er einna líklegast að hún hafi verið myrt af nú­ verandi eða fyrrverandi maka. Þetta er veruleikinn. Ætla ég þá að fara þá leið að treysta aldrei neinum? Nei. Það er ekki líf sem ég vil lifa. Ef við gerum það að einu leið­ inni til að verjast ofbeldi verð­ ur samfélagið ömurlegt. Því hvað þýðir það? Jú, það þýð­ ir að kona á ekki að sitja fund ein með karlkyns samstarfs­ félaga. Það þýðir að kona á ekki að fara í eftirpartí með góðum vini sínum. Það þýðir að kona má ekki ganga heim samferða kunningja sínum. Viljum við þannig samfélag?“ Ömurleg tilfinning Nýja uppáhaldsorð Höllu er upp á enska tungu, „vulner­ a bility “. „Það snýst um það að gefa af sér og treysta fólki, heiminum og aðstæðum. Mér þykir það eftirsóknarvert. Það getur verið freistandi að gera það ekki og loka sig af en þá verður lífið ekki eins gott og ég legg síður mitt af mörkum til að gera heiminn betri. Það er mér mjög mikilvægt að þora að viðurkenna bæði veikleika mína og styrkleika. En með því að þora að vera „vulnerable“, auðsærð og á ein­ hvern hátt berskjölduð, þá fylgir auðvitað hætta á að verða særð. Ég hef upplifað höfnun og hún hefur slegið mig út af laginu. Það er ömurleg tilfinn­ ing. En ég má ekki festast þar. Auðvitað hef ég gengið í gegnum ýmislegt sem ég hefði viljað losna við og átt samskipti sem ég hefði aldrei viljað eiga,“ segir Halla einlæg um leið og hún skenkir vatni í glas, fær sér vænan sopa og heldur áfram: „En þetta gerði mig að því sem ég er í dag og ég vil ekk­ ert breyta því. Ef ég færi aftur í tímann og tæki út tíu hluti sem ég hefði viljað sleppa hvernig væri ég þá í dag? Ég væri ekki sama manneskjan og ég væri ekki að gera það sem ég er að gera í dag.“ Eðlislægt að vera hamingjusöm Og hún hefur svo sannarlega breyst. „Þegar ég var yngri var ég frekar lokuð tilfinningalega. Ég var alltaf hress en ég þurfti að læra að ná á dýptina. Því lyk­ illinn að því að líða vel er að rækta sig tilfinningalega, and­ lega og líkamlega og upplifa sig sem hluta af stærra mengi, við­ urkenna vanmátt sinn gagnvart fólki og aðstæðum. Æðruleys­ isbænin er mín mantra því hún hjálpar mér að skilja hverju ég get breytt og breyta því, það þarf kjark til þess. Og gefur mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Það er mér eðlislægt að vera hamingjusöm og í kringum mig er oft mikill göslaragangur. Ég er það glöð að ef ég finn að það er farið að ganga á gleðina og ég er oftar óhamingjusöm en hamingjusöm reyni ég að bregðast við því. Ef samband eða starf er farið að taka meira frá mér en það gefur mér reyni ég að losa mig út úr því. En það getur tekið tíma.“ Undirróðurinn magnaðist Höllu var til dæmis farið að líða illa á Morgunblaðinu áður en hún lét af störfum þar. Ferill hennar sem blaðamaður hófst þegar hún var aðeins 22 ára gömul en hasarinn byrjaði fyrst fyrir alvöru þegar hún varð þingfréttaritari, enda var hún fyrsti þingfréttaritari Morgun­ blaðsins sem hafði opinberað vinstrisinnaðar skoðanir sínar. „Afstaða mín stressaði marga, ekki síst í Sjálfstæðis­ flokknum þar sem sumir töldu að fyrst verið væri að skipta um þingfréttaritara á annað borð ætti hann að vera hliðhollur þeim. Forveri minn var ópóli­ tískur en sé leitað lengra aftur í tímann þá voru þingfréttarit­ arar Morgunblaðsins hluti af flokknum og sátu þingflokks­ fundi. Mér leið vel sem þingfrétta­ ritari. Þar gat ég sameinað áhuga minn á pólitík og ástríð­ una fyrir að skrifa. Á heildina litið held ég að mér hafi tek­ ist ágætlega til við að fjalla um störf þingsins af sanngirni gagnvart ólíkum flokkum og ólíkum sjónarmiðum. En svo kom hrunið. Og þeg­ ar það urðu ríkisstjórnarskipti gerði Sjálfstæðisflokkurinn það sem hreyfingum hættir til að gera þegar þær hafa ver­ ið lengi við völd og leitaði út á við til að finna sökudólginn í stað þess að horfa inn á við. Og hverjum var um að kenna? Öðrum. Og ég var ein af þeim. Þá magnaðist undirróður­ inn gegn mér, sem hafði þó verið töluverður fyrir. Á meðan Styrmir var ritstjóri stóð hann alltaf með mér. Svo hætti hann og allt í einu, skömmu eftir hrunið, fann ég að ritstjórinn stóð ekki lengur með mér. Þá fór mér að líða illa í vinnunni. Svo þegar völdin í íslensku samfélagi færðust úr fjármála­ lífinu og aftur inn í pólitík­ ina var staða þingfréttaritara Morgunblaðsins lögð niður og mér sagt upp störfum. Ég leyfi mér að efast að það hafi verið faglegt mat sem þar réði för.“ Fór í gegnum sorgarferli vegna Morgunblaðsins Skömmu síðar tóku nýir eig­ endur við blaðinu og Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri. „Davíð hefur verið við völd nánast alla mína ævi. Ég var eins árs þegar hann varð borg­ arstjóri, síðan varð hann for­ sætisráðherra, utanríkisráð­ herra og Seðlabankastjóri og þegar hann varð ritstjóri Morg­ unblaðsins þótti mér nóg um. Ég fór í gegnum sorgarferli við að horfa á blað sem ég hafði tekið þátt í að byggja upp taka þessum breytingum. Hér áður fyrr varði ég Moggann því mér þótti vænt um hann. Ég átti hlutdeild í honum og upplifði það þann­ ig að skrif mín væru hluti af því að sýna fram á að við værum breiður hópur fólks að fjalla um alls kyns viðfangsefni með sanngjörnum hætti. Það var ekki alltaf auðvelt og stundum tókumst við á um áherslur eins og gerist á öllum fjölmiðlum. Við vorum mörg sem lögðum allt í þetta. En með pólitískum upp­ sögnum sem hófust fyrir rit­ stjóraskiptin og hafa haldið áfram, sem og flokkspólitískum ráðningum, hefur Mogganum hnignað að mínu mati. Þar er enn margt hæfileikaríkt fólk en stefnan er einstrengingsleg. Þannig að ég held að ég sé ekkert sú eina sem gekk í gegn­ um sorgarferli, ég held að við séum mörg sem höfum gert það, hvort sem við störfum enn á Morgunblaðinu eða ekki.“ Leitaði að sjálfsöryggi í viðurkenningu annarra Það er farið að líða á daginn og tekið að kólna og við fær­ um okkur inn. Setjumst upp á efri hæðina þar sem við höfum næði, enda er gestunum tek­ ið að fækka. Flestir örugglega farnir heim í mat. Þar á meðal fyrrverandi kærasti Höllu sem sat á næsta borði. „Menning okkar einblín­ ir mjög á að við finnum ham­ ingjuna í parsambandi. Að þar finni maður eitthvað sem maður ætti að finna innra með sjálfum sér. Mér hefur hætt til að leita að eigin sjálfsöryggi og sjálfsvirðingu í viðurkenningu annarra. En það er magnað að fá tækifæri til að finna þetta inni í sjálfri sér. Lausnin er andleg. Hún felst ekki í því að komast í samband, einhverja stöðu í vinnunni eða eignast börn. Þetta snýst um það að finna sáttina í sjálfum sér. Ég er auð­ vitað ekki alveg búin að því,“ segir hún og hlær. „En ég hef fundið þetta að hluta til. Ég geri engum gagn ef ég er ekki í lagi sjálf. Í því felst að ég þarf að elska sjálfa mig, eins klisjukennt og það kann að hljóma.“ Stórkostleg gjöf að leggja svipuna niður „Það eru grimm örlög að elska manneskju sem elskar sig ekki sjálf. Þeir sem gera það ekki eru haldnir sjálfseyðingarhvöt sem brýst oft út í einhvers kon­ ar stjórnleysi. Þessi tilraun til að vera í virku ástarsambandi með sjálfri mér er það næsta sem ég hef komist andlegri lausn,“ segir hún og brosir blítt. „Það felst meðal annars í því að vera sitt eigið foreldri, hlúa að sér og sinna þörfum sínum. Það er mitt að sjá til þess að ég hvílist og borði vel, fari til lækn­ is ef það er eitthvað að og sinni mér tilfinningalega með því að gera uppbyggilega hluti og vera með mér í liði en ekki á móti. Reyna að hætta að dæma mig. Okkur hættir mjög mörgum til þess að vera með svipuna á okkur sjálfum. Það að fá að leggja hana niður er stórkost­ leg gjöf. Ég er ekki að segja að mér takist þetta alltaf en hluta af þessu hef ég fengið og öðru get ég stefnt að.“ Og það er fleira sem Halla stefnir að. Hana langar að læra tungumál og búa í útlöndum. Amma hennar þrýstir mjög á hana að fara í doktorsnám og hefur fengið prófessor með sér í lið. En næstu tveimur árum í það minnsta vonast hún til að verja í innanríkisráðuneytinu og á þar margt ógert enn. „Svo veit ég ekki hvað ég geri. Ég hef aldrei reynt að skipuleggja framtíðina um of, ég hef trú á því að lífið gerist.“ ingibjorg@dv.is „Ég hef líka beðið mann sem nauð g­ aði vinkonu minni um að fara úr partíi. Hann bað ekki um neinar skýringar á því, fór bara. „Ég var til dæmis alltaf að fá Barbie­dúkkur eða Barbie­föt í jólagjöf þótt ég hefði engan áhuga á Barbie. Mig dreymdi um að eignast He­Man kall en fékk hann aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.