Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Page 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Georg Guðni Hauksson Myndlistarmaður f. 1.1. 1961, d. 18.6. 2011 merkir íslendingar Dr. Sigurbjörn fæddist að Efri-Steinsmýri í Meðal- landi í Vestur-Skafta- fellssýslu. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1931, stundaði nám við Upp- salaháskóla frá 1933 og lauk þaðan embættis- prófi í grísku og prófum í klassískum fornfræðum og sögu 1936, og Fil.kand.- prófi í almennum trúarbragðafræð- um og sögu frá Stokk- hólmsháskóla 1937, lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1938, stundaði framhaldsnám í Nýja testamentis- fræðum við Uppsalaháskóla 1939, í trúfræði við Cambridge-háskóla 1945 og í trúfræði, nýjatestamentis- fræði og almennri trúarbragðasögu í Sviss, Danmörk og Svíþjóð, lengst af í Basel, 1947–48. Sigurbjörn var sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli 1938–41, í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1941–44, var stundakennari við guðfræðideild HÍ 1942 og 1943, settur dósent þar jafnhliða prest- skap 1943–44, dósent í guðfræði 1944–49, prófessor við guðfræði- deild Háskóla Íslands 1949–59 og var biskup Íslands 1959–81. Sigurbjörn sat í stjórn Hins ís- lenska Biblíufélags frá 1948, var for- seti þess 1959-81, formaður Slysa- varnafélagsins Ingólfs, formaður Bókagerðarinnar Lilju 1943-59, sat í stjórn Prestafélags Íslands 1954-60, var formaður Þjóðvarnarfélags Ís- lands 1946-50, formaður Skálholts- félagsins, þýðingarnefndar Nýja testamentisins 1962-81, handbóka- nefndar 1967-76 og sálmabókar- nefndar 1962-72, sat í kirkjueigna- nefnd frá 1982, var forseti kirkjuráðs og kirkjuþings 1959-81 og sat í nefnd á vegum Lútherska heims- sambandsins um trúariðkun og trúarlíf 1964-68. Meðal rita Sigurbjörns: Kirkja Krists í ríki Hitlers, 1940; Í nafni Guðs, 1944; Indversk trúarbrögð 1-2, 1945-46; Trúarbragðasaga, 1951; Trúarbrögð mannkyns, 1954; Trúarlífssálfræði, 1954; Albert Schweitzer, ævisaga, 1955; Meðan þín náð, 1956; Opinberun Jóhann- esar, 1957; Ljós yfir land, hirðisbréf, 1960; Um ársins hring, 1964; Helga og hátíðir, 1976; Af hverju afi? 1983; Lifandi von, 1984; Sigurbjörn bisk- up – ævi og starf, skráð af Sigurði A. Magnússyni, 1988; Haust- dreifar, 1992; Vel mælt (samantekt) 1992; Ómar frá hörpu Dav- íðs, 1997; Ómar frá hörpu Hallgríms, 1997; Kon- ur og Kristur, 1998; Sárið og perlan, 1999; Speki Ágúst- ínusar kirkju- föður, 1999, og Sókn og vörn – Kristin viðhorf kynnt og skýrð, 2002. Sigurbjörn var heiðurs- doktor, Dr. Theol. hon. causa, við HÍ frá 1961 og við Há- skólann í Winnipeg frá 1975. Hann hlaut heiðurs- verðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 1987, var félagi í Vísindafélagi Íslendinga og hlaut stórriddarakross Hinnar ís- lensku fálkaorðu. Sigurbjörn fylgdi tiltölulega fámennum hópi íslenskra guð- fræðinga sem andæfðu nýju guð- fræðinni strax fyrir stríð og hann hefur án efa haft umtalsverð áhrif á afstöðu guðfræðinema við Háskóla Íslands í þau sautján ár sem hann kenndi þar. En hann átti þó eftir að hafa mun meiri og eftirminnilegri áhrif á Ís- lendinga almennt sem biskup yfir Íslandi í rúma tvo áratugi. Hann var án efa langvirtasti og áhrifa- mesti málssvari kristinnar trúar hér á landi á síðari öldum, fluggreind- ur, hámenntaður, sanntrúaður og ritfimari og mælskari en flestir aðrir. Um langt árabil sameinaðist þjóðin fyrir framan sjónvarpstæki sín á aðfangadagskvöld til að hlýða á jólapredikun þessa mikla and- ans manns, ungir sem aldnir, trú- aðir, jafnt sem efahyggjumenn og trúleysingjar. Predikanir hans voru upplifun í æðra veldi sem engan létu ósnortinn. Eiginkona Sigurbjörns var Magnea Þorkelsdóttir, f. 1.3. 1911, d. 10.4. 2006, biskupsfrú. Börn þeirra Gíslrún , kennari; Rannveig hjúkr- unarfræðingur; Þorkell tónskáld; Árni Bergur, var prestur í Áskirkju, nú látinn; Einar, prófessor í guð- fræði; Karl, biskup Íslands; Björn, var prestur í Lyngby í Danmörku, nú látinn; Gunnar, rekstrarhagfræð- ingur í Svíþjóð. Foreldrar Sigurbjörns voru Magnús Kristinn Einar Sigurfinns- son, f. 14.9. 1884, d. 17.5. 1979, bónda í Lágu-Kotey í Meðallandi og síðar á Iðu í Biskupstungum, og Gíslrún Sigurbergsdóttir, f. 21.6. 1887, d. 1.1. 1913, húsfreyja. Herra Sigurbjörn Einarsson Biskup Íslands 1959–1981 f. 30.5. 1911, d. 28.8. 2008 Merkir Íslendingar Georg Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lengst af í Árbæjar- hverfinu. Hann æfði og keppti í handbolta með Fylki og lék m.a. með unglingalandsliðinu en hætti er hann hóf myndlist- arnám. Georg Guðni stundaði nám við Fjölbrautarskólann í Breið- holti, fékk síðan inngöngu í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í Reykjavík árið 1980 og brautskráðist þaðan 1985. Hann stundaði síðan nám við Jan Van Eyck Academie í Maastricht 1985–87. Georg Guðni hélt sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík 1985. Hún vakti strax mikla athygli enda birtist þar í fjallamyndum hans sú sérstaka sýn á ís- lenskt landslag sem markaði upphafið að ferli hans sem frum- kvöðuls í endurreisn landslagsmálverks- ins með nýstárlegri túlku, formrænt og hugmyndalega. Georg Guðni hélt síðan fjölmargar málverkasýningar, víða um heim, og hlaut marvíslegar viðurkenningar fyr- ir verk sín. Listasafn Íslands hélt yfirlits- sýningu á verkum hans árið 2003 er hann var einungis fjörutíu og tveggja ára. Hann hlaut menningarverðlaun DV árið 1988, var tilefndur til virtra finnskra verðlauna, Ars Fennica, árið 2000, og var þrívegis tilnefndur til Carnegie-verðlaunanna. Verk hans eru í eigu fjölda listasafna hér á landi og erlendis. Þá hafa nokkrar bæk- ur verið gefnar út um list hans, hér á landi og erlendis. Georg Guðni sat í stjórn sjóðs Richards Serra 1993–95, og í safnráði Listasafns Íslands 1997–2001. Hann starfaði í ýmsum nefndum að málefn- um tengdum myndlistinni og sinnti kennslu við Myndlista- og handíða- skólann, Listaháskóla Íslands og víðar. Fjölskylda Georg Guðni kvæntist 11.11. 1988 Sigrúnu Jónasdóttur, f. 10.10. 1961, lífeindafræðingi. Hún er dóttir Jón- asar Bjarnasonar, f. 2.5. 1925, fyrrv. rannsóknarlögreglumanns og k.h., Guðrúnar Guðmundsdóttur, f. 26.10. 1928, húsmóður. Börn Georgs Guðna og Sigrúnar eru Elísabet Hugrún Georgsdóttir, f. 11.1. 1988, nemi í arkitektúr en unn- usti hennar er Björn Pálmi Pálma- son, f. 7.2. 1988, nemi í tónsmíðum; Guðrún Gígja Georgsdóttir, f. 17.8. 1993, nemi við Verslunarskóla Ís- lands; Tómas Kolbeinn Georgsson, f. 7.7. 1997; Hrafnkell Tumi Georgsson, f. 13.7. 1999; Jón Guðni Georgsson, f. 23.7. 2002. Systkini Georgs Guðna: Sigrún Hauksdóttir, f. 30.8. 1959, þróunar- stjóri bókasafna, gift Lofti Atla Eiríks- syni menningarfræðingi; Tómas Kol- beinn Hauksson, f. 20.7. 1964, d. 22.3. 1987, vélstjóranemi. Foreldrar Georgs Guðna eru Haukur Sigurður Tómasson, f. 14.2. 1932, jarðfræðingur, og Karitas Bjarn- ey Jónsdóttir, f. 15.11. 1937, kjóla- meistari. Ætt Haukur er bróðir Margrétar, móð- ur Más seðlabankastjóra og Magn- úsar Tuma, prófessors og jarðeðlis- fræðings Guðmundssona. Haukur er sonur Tómasar, verkamanns í Hnífs- dal Tómasson, b. á Saurum í Staðar- sveit, bróður Margrétar, langömmu prófessoranna Sigmundar og Þórðar Eydal Magnússona. Tómas var sonur Jóns, b. í Skammadal í Mýrdal Tómas- sonar, bróður Þórðar, afa Þórðar Tóm- assonar frá Vallnatúni, fræðimanns og safnvarðar í Skógum, en Þórður eldri var auk þess langafi Ólafs Laufdals og Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Jón var bróðir Sigríðar, langömmu Jóns Þórs Þórhallssonar sem var for- stjóri SKÝRR og Erlendar Einarssonar, forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga. Móðir Tóm- asar Tómassonar var Margrét, systir Sigríðar, ömmu Bjarna Braga Jónssonar, fyrrv. aðstoð- arbankastjóra Seðlabank- ans, föður Jóns Braga heitins prófessors. Margrét var dóttir Jóns, b. í Breiðuhlíð í Mýrdal Jónssonar. Móðir Margrétar var Ingibjörg Einarsdóttir, b. í Fjósum í Mýrdal Þorsteins- sonar, b. á Hunkubökkum Salómonssonar, bróður Sig- ríðar, langömmu Jóhannesar Kjarvals. Móðir Ingibjargar var Guðlaug, systir Magnús- ar, langafa Helga, föður Jóns, fyrrv. landbúnaðarráðherra. Guðlaug var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á Kirkjubæj- arklaustri, Magnússonar, og konu hans Guðrún- ar Oddsdóttur, syst- ur Sigurðar, langafa Guðbrandar, föður Ingólfs söngstjóra og Þorfinns, afa Ómars Ragnarssonar. Móðir Hauks var Elísabet Elíasdóttir, b. á Berjadalsá á Snæ- fjallaströnd Jónsson- ar, og Rakelar Jakobs- dóttur, b. í Unaðsdal Kolbeinssonar. Móð- ir Rakelar var Elísa- bet, systir Solveigar, langömmu Ingigerðar, móður Þorsteins Páls- sonar, fyrrv. ritstjóra og sendiherra. Elísabet var dóttir Þorleifs, b. í Unaðsdal, Bene- diktssonar, b. á Blámýrum, bróður Markúsar, langafa Ásgeirs Ásgeirsson- ar forseta. Benedikt var einnig bróð- ir Matthíasar, langafa Jóns, langafa Guðmundar, föður Guðmundar Jaka, formanns Dagsbrúnar. Matthías var einnig langafi Matthíasar, afa Matth- íasar Á. Mathiesen, fyrrv, fjármála- ráðherra, föður Árna Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra. Benedikt var son- ur Þórðar, stúdents í Vigur Ólafsson- ar, lögsagnara á Eyri Jónssonar, lang- afa Jóns forseta. Móðir Elísabetar var Sigríður Árnadóttir, umboðsmanns í Vatnsfirði Jónssonar, og Elísabetar Guðmundsdóttur, b. í Arnardal Bárð- arsonar, b. í Arnardal Illugasonar, ætt- föður Arnardalsættar. Karítas er dóttir Jóns Guðna, verk- stjóra í Bolungarvík Jónssonar, b. á Hanhóli Tyrfingssonar. Móðir Jóns Tyrfingssonar var Karítas, systir Guð- rúnar, langömmu Pálma á Akri, Þor- bergs Kristjánssonar, pr. í Kópavogi og Jóns Þorsteinssonar, fyrrv. alþm, föður Sigfúsar, fyrrv. bæjarstjóra á Ak- ureyri. Karítas var dóttir Bárðar, b. á Hóli í Bolungarvík Sturlusonar. Móð- ir Bárðar var Ingibjörg Bárðardóttir, systir Guðmundar í Arnardal. Útför Georgs Guðna fór fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 30.6. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.