Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað
Skuldabréf gömlu bankanna hafa
gengið kaupum og sölum allt frá
bankahruninu. Mikil óvissa ríkti um
verðgildi bréfanna og því var ákveðin
áhætta fólgin í því að kaupa skulda-
bréf bankanna. Þrátt fyrir þetta voru
margir tilbúnir til að kaupa bréfin,
þar á meðal ýmsir vogunarsjóðir, þar
sem hagnaðarvon var í slíkum kaup-
um að þeirra mati. Bréfin fóru niður
í allt að 1-2 prósent af nafnvirði sínu
eins og í tilviki Landsbankans.
Í DV á mánudaginn var fjallað ít-
arlega um þá vogunarsjóði sem hafa
verið nefndir eigendur bankanna.
Þeir hafa verið kallaðir hrægammar
fjármálaheimsins og sagðir hagnast
á óförum annarra. Hrægammatilvís-
unin er algeng þar sem sjóðirnir sér-
hæfa sig margir hverjir í að fjárfesta í
svokölluðum ómarkaðshæfum eign-
um (e. distressed assets) en skulda-
bréf gömlu bankanna eru dæmi um
slíkt. Til að geta hagnast á slíkum
viðskiptum þurfa sjóðirnir að kaupa
skuldir gjaldþrota fyrirtækja á undir-
verði. Það er sjóðirnir reyna að finna
skuldir sem þeir geta keypt, skuldir
sem oft ríkir það mikil óvissa um að
þær seljast mjög ódýrt og því er hægt
að hagnast vel á fjárfestingunni.
Græða á ómarkaðshæfum
eignum
Vogunarsjóðurinn Cyrus Capi-
tal Partners var nefndur sem einn
af eigendum íslensku bankanna
á lista Ólafs Arnarsonar og seg-
ir á heimasíðu sjóðsins að kaup á
ómarkaðshæfum eignum sé ein af
fjórum meginaðferðum sjóðsins
til að notfæra sér vanmat á fyrir-
tækjum. Hann fjárfesti í ómarkaðs-
hæfum eignum „sem við skilgrein-
um sem gjaldþrot eða fyrirtæki sem
eru í fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu eða, hvort svo sem það er inn-
an dómstóla eða utan,“ eins og segir
á heimasíðu sjóðsins. Fleiri sjóðir af
þeim sem voru nefndir gefa upp að
þeir fjárfesti í ómarkaðshæfum eign-
um og má þar til að mynda nefnda
Centerbridge, Dav idson Kempner,
Verition Group og Fortelus Manage-
ment. Stofnandi Fortelus, Timothy
Babich er raunar sérstakur áhuga-
maður um ómarkaðshæfar eignir
og hefur haldið fyrirlestra um efn-
ið. Einnig voru nefndir til sögunnar
sjóðir á borð við Tiger Management
sem var eitt sinn einn stærsti vogun-
arsjóður í heimi.
„Við búumst ekki við að ná að
kaupa á botninum. Allt sem skipt-
ir máli fyrir okkur er að við séum
að kaupa þetta ódýrt, ef það lækk-
ar þá kaupum við meira. Á endan-
um mun þetta virka, svo fremi sem
við höfum rétt fyrir okkur,“ sagði
Howard Marks, yfirmaður Oaktree
Capit al Management vogunarsjóðs-
ins, í samtali við Bloomberg-frétta-
stofuna. Ummæli Marks, sem stýrir
þessum stærsta fjárfesti í ómarkaðs-
hæfum eignum í heiminum eru
nokkuð lýsandi fyrir slíka fjárfesta.
En slík fjárfestingarstefna getur gef-
ið vel af sér þegar menn hafa rétt fyr-
ir sér. Á undanförnum 22 árum hef-
ur sjóðurinn skilað að meðaltali 19
prósenta ávöxtun fyrir sjóðsfélaga,
það er 7 prósentustigum hærra en
hjá jafningjum þeirra samkvæmt
Bloomberg-fréttastofunni.
Þurfa að standast hæfnismat
Hafa ber í huga að eigendur bank-
anna, sem og annarra fjármálastofn-
ana á Íslandi, jafnt nú sem í framtíð-
inni, munu þurfa að standast skoðun
fjármálaeftirlits og samkeppniseftir-
lits og uppfylla þær kröfur sem gerð-
ar eru til eigenda viðskiptabanka á
Íslandi. Þegar skilanefndum bank-
anna var heimilað að fara með ráð-
andi hlut í bönkunum í gegnum
dótturfélög tóku bæði Fjármálaeftir-
litið og Samkeppniseftirlitið fram að
taka þyrfti á ný afstöðu til þess hvort
nýir eigendur séu hæfir til að fara
með eignarhlut í bönkunum ef og
þegar kröfuhafar taka yfir eignarhald
bankannna. Ljóst er að nýir eigend-
ur, hvort sem það eru vogunarsjóðir
eða bankar þurfa að standast kröfur
og skoðun í tilliti til laga um sam-
keppnismál og fjármálastarfsemi.
Það sem Fjármálaeftirlitið á að
taka tillit til í úrskurði um hæfni er
meðal annars orðspor þess sem
hyggst eignast virkan eignarhlut í
fjármálafyrirtæki, en virkur eignar-
hlutur er 10 prósent hlutur í fyrir-
tæki. Einnig er litið til orðspors og
reynslu þess aðila sem mun veita
fjármálafyrirtækinu forstöðu komi
til kaupanna. Fjárhagslegt heilbrigði
þess sem vill fara með eignarhlut í
fyrirtæki á borð við Arion banka eða
Íslandsbanka er skoðað og hvort
ætla megi að breytt eignarhald muni
torvelda eftirliti með fjármálafyrir-
tækinu. Ekki eru mörg dæmi um
að menn eða fyrirtæki hafi verið úr-
skurðuð óhæf til að fara með eignar-
hlut í fjármálafyrirtæki hér á landi
eða til að gegna stöðu innan þess.
Síðasta dæmi um sambærilegt mál
er eflaust þegar Guðmundur Örn
Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri
tryggingarfélagsins VÍS, lét af störf-
um þar sem Fjármálaeftirlitið úr-
skurðaði að hann væri óhæfur til
að gegna stöðunni áfram.
Orðsporið skiptir máli
„Orðsporsáhætta er eitthvað sem
við horfum á. Ef það er eitthvað
sem gefur ástæðu til að halda
að það gæti skaðað bankann þá
er það eitthvað sem við munum
skoða sérstaklega,” segir Gunnar
Andersen, forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins spurður út í hvernig eft-
irlitið muni líta á það ef vogun-
arsjóðir með vafasamt orðspor
ætli sér að eignast virkan eign-
arhlut í bönkunum.
Vogunarsjóðir geta vel eign-
ast virka eignarhluta í íslensk-
um bönkum og ekki er hægt að
útiloka þá frá því að fara með
slíkan hlut segir Gunnar: „Ekki
það eitt að þeir séu skilgreind-
ir sem vogunarsjóðir. Það eitt
og sér dugar ekki.“ Gunnar segir að
meira þurfi að koma til svo að slík-
ir sjóðir séu útilokaðir frá því að fara
með virkan eignarhlut í bönkunum.
Að sögn Gunnars er Fjármálaeftir-
litið vel meðvitað um þróun þessara
mála og segir að eftirlitið verði til-
búið ef að því kemur að meta hæfni
slíkra sjóða til að fara með virkan
eignarhlut í íslensku bönkunum.
Kröfuhafar bankanna
Þar sem fjármálaráðuneytið er
kröfuhafi í Glitni og Arion banka þá
hefur ráðuneytið aðgang að kröfu-
hafaskrá skilanefnda hinna föllnu
banka. Gylfi Magnússon, fyrrver-
andi efnahagsráðherra, gaf upp lista
yfir 50 stærstu kröfuhafa bankanna í
júní 2010. Ef sá listi er borinn sam-
an við þann sem Ólafur Arnarson
birti á bloggi sínu um helgina má sjá
að sumir kröfuhafanna eru á listan-
um sem gefinn var upp 2010. Sumir
sjóðirnir koma einnig oftar en einu
sinni fyrir en undir mismunandi
nöfnum. Oft er um að ræða tvo fjár-
festingarsjóði í eigu sama vogunar-
sjóðsins.
Til að mynda er Centerbridge
vogunarsjóðurinn þrisvar á kröfu-
hafaskrá Glitnis í ýmsum útgáfum
og á um 4,18 prósent af kröfunum.
Stærsti einstaki kröfuhafinn var aftur
á móti skúffufyrirtækið Burlington
Loan Management sem er á vegum
vogunarsjóðsins Davidson Kemp-
ner. Fyrirtækið átti 5,64 prósent af
kröfum Glitnis. Nafn York Capital
kemur einnig við sögu en nokkrir
sjóðir í eigu þess eru á listanum, og
virðist sem svo að sjóðirnir eigi um
3,34 prósent af kröfum á hendur
Glitnis.
Í tilviki Kaupþings var kröfu-
hafaskráin tölvuvert flóknari þar
sem ekki var búið að taka afstöðu
til stórra hluta af kröfum á hendur
bankans. Á meðal kröfuhafa sem
ekki var búið að taka afstöðu til af
hálfu skilanefndarinnar voru fyrr-
nefndir vogunarsjóðir. Þar að auki
var sjóðurinn Arrowgrass sem var á
lista Ólafs. Ýmis önnur félög eru á
lista yfir kröfuhafa auk margra banka
á borð við Deutsche bank og Bank of
Scotland.
Meðvitaðir um þróun mála Gunnar
Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
segir menn meðvitaða um eignarhald
bankanna og að þeir verði tilbúnir til að taka
afstöðu til hæfni vogunarsjóða sem eigenda
ef að því kemur.
n Aðferðir vogunarsjóða umdeildar n Sérhæfa sig í að hagnast á gjaldþrota fyrirtækjum n Þurfa
samþykki Fjármálaeftirlitsins áður en þeir eignast virkan hlut í bönkunum n Orðsporið skiptir máli
„Ef það lækkar þá
kaupum við meira“
„Orðsporsáhætta
er eitthvað sem
við horfum á.
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
27.–28. júní 2011 72. tbl. 101. árg. leiðb. verð 429 kr. Mánudagur og þriðjudagur
xxxxx
„ þeir sérhæfa sig í því að hagnast á óförum annarra
Úttekt 12–14
HRÆGAMMAREIGA BANKANAHvERjIR ERu þEIR?HvAð ERu þEIR?HvAð vIljA þEIR?
n greining á vogunarsjóðunum sem eiga íslensku bankana
lIstINN
BIRtuR
Séra Georg og Margrét Müller:
Lofuð í hástertn „Hvílíkur ávinningur fyrir þjóð okkar“
AuðvElt Að ÚtvEGAlÆKNADÓPn Fyrrverandi fíkill segir frán Fékk líka dóp frá Sverri lækni
n Frá ríkinu
Menntaskólin Hraðbraut:keNNAri
SteFNir
SkÓlAStJÓrA
PREttAðuRÍ BlÁA
lÓNINu
KENNARIstEfNIR
Ósáttur kaupsýslumaður:
Menntaskólinn Hraðbraut:
sKÓlA-
stjÓRA
lÆRIR
lEIKlIst Í
NEW YORK
n Barði verður eftir
Íslendingargóðir neytendur
Neytendur 16
Fólk 26
Fréttir 4
Fréttir 6Ættfræði 23
Fjölnir
fertugur
n Afreksmaður á mörgum sviðum
Fréttir 2–3
Fréttir 8Lífeyrisþegimeð milljóná mánuði
Fréttir 3
Var stærsti vogunarsjóður í heimi Vogunarsjóður Julians Robertsson, Tiger
Management, var einn stærsti vogunarsjóðurinn í heiminum á níunda og tíunda áratug síð-
ustu aldar. Robertson, sem er einn þekktasti vogunarsjóðsmaðurinn, sést hér á skrifstofu
sinni í New York. Tiger er sagður vera einn af eigendum skuldabréfa Glitnis og Kaupþings.