Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 1.–3. júní 2011 Sjö vikur liðu frá því að Haukur Þór Haraldsson millifærði fjár- muni dótturfélags Landsbankans yfir á eigin reikning daginn fyrir fall bankans þar til skilanefnd bankans leitaði upplýsinga frá honum um athæfið. Haukur svipti Landsbank- ann yfirráðum yfir þeim 118 millj- ónum sem hann hafði millifært á eigin reikning með því að varðveita peningana þar. Haukur upplýsti aldrei bankastjóra gamla Lands- bankans né nýja um að hann hefði millifært fjármunina á eigin reikn- ing sem hann sagðist fyrir dómi hafa gert til að vernda hagsmuni bankans. Eftir að Landsbankinn féll geymdi Haukur peningana áfram á eigin reikningi. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær sem dæmdi Hauk í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Haukur hafði daginn fyrir hrun Landsbankans látið millifæra fjármuni sem voru í eigu dótturfélags bankans, NBI Holding Ltd., yfir á eigin reikning, og þaðan yfir á annan reikning dag- inn eftir. Sá reikningur var einnig í hans eigu. Ástæða seinni milli- færslunnar var sú að ekki var um að ræða réttan reikning, eftir því sem Haukur sagði fyrir dómi. Leynd ekki nauðsynleg Hjalti Karlsson, starfsmaður Lands- bankans, millifærði þær 118 millj- ónir sem um ræðir en Hjalti bar fyrir dómi að Haukur hefði ekki upplýst hann um ástæður þess að millifæra ætti fjármunina. Samkvæmt Hjalta reyndi Haukur ekki að leyna milli- færslunni og að minnsta kosti vissu fjórir starfsmenn bankans af henni. Dómurinn taldi það litlu skipta að Haukur hefði ekki leynt millifærsl- unni. Leynd er ekki nauðsynleg til að fjárdráttur eigi sér stað þó svo að leynd einkenni iðulega slíka brota- starfsemi. Auk þess hafi Haukur ekki upplýst neinn um ástæður þess að fjármunirnir voru millifærðir á reikninga í hans eigu þó svo að hann hafi ekki farið leynt með millifærsl- una. Tilraunir Hauks ósannfærandi Í vörn Hauks fyrir dómi kom fram að hann hefði verið að reyna að bjarga fjármunum í eigu Landsbankans frá því að brenna upp. Mikil umræða hafi verið um hvað myndi gerast ef bankarnir myndu falla. Svokölluð WaMu-aðferð yrði líklega ofan á þar sem eignir erlendra fyrirtækja yrðu látnar brenna upp en innlán Íslend- inga myndu vera tryggð. Því ákvað Haukur að best væri að peningar Landsbankans í þessu erlenda fé- lagi væru geymdir á eigin reikningi þar sem þeir yrðu að fullu tryggðir við fall bankans. Haukur geymdi svo fjármunina inni á eigin reikningi þar til skilanefnd bankans leitaði eftir skýringum sjö vikum síðar. Fyrir dómi sagði Haukur að hann hafi reynt að koma á fundi með Elínu Sigfúsdóttir, nýjum bankastjóra Landsbankans eftir hrun, en að ekki hefði reynst unnt að ná sambandi við hana. Hann hefði ætlað að halda fund með Elínu til að ræða hvenær hann ætti að millifæra peningana aftur á reikning bankans. Elín stað- festi fyrir dóminum að henni hefði verið kunnugt um að Haukur hefði að minnsta kosti einu sinni leitað eftir fundi með henni varðandi mál aflandsfélaga. Elín hefði þá svarað hvort ekki væri um að ræða mál er vörðuðu gamla bankann og að hún hefði verið mjög umsetin og fyrstu dagarnir í starfa bankastjóra eftir hrun mjög erfiðir. Virðist sem sam- skipti þeirra hafi ekki verið meiri eft- ir þetta. Í dóminum kemur fram að tilraunir Hauks til að upplýsa Elínu um málið hafi ekki verið sannfær- andi. Hann hefði vel getað komið upplýsingunum áleiðis með öðrum leiðum en á fundi með bankastjór- anum. Sat á 118 milljónum í Sjö vikur n Haukur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi n Skilanefndin uppgötvaði fjárdrátt- inn sjö vikum eftir fall bankans n Reyndi að bjarga fjármunum bankans frá því að brenna upp n Tilraunir Hauks til að upplýsa bankastjórann ekki sannfærandi Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Dæmdur í tveggja ára fangelsi Haukur Þór Haralds- son var að eigin sögn að reyna að bjarga 118 milljónum í eigu Landsbankans frá því að brenna upp þegar hann lét millifæra peningana yfir á eigin reikning. „Aðhafðist ekkert til að skila pening- unum þar til skilanefnd Landsbankans leitaði skýringa á athæfinu. a Inga Rut Gylfadóttir og Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitektar FILA, hjálpa þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn þér að kostnaðarlausu. Pantaðu tíma og fáðu nánari upplýsingar hjá söludeild Steypustöðvarinnar í sím 4 400 400 Pantaðu fría landslagsráðgjöf í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.