Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað Árið 1995 var veðurathugunarstöðin á Hornbjargsvita í Látravík á Strönd- um gerð sjálfvirk. Sama ár yfirgaf síð- asti vitavörðurinn, Ólafur Jónsson, þennan afskekkta stað. Tíu árum síð- ar tóku hjón úr Mosfellsbæ, þau Ævar Sigdórsson og Una Lilja Eiríksdóttir, upp á því að gera upp húsin í Látra- vík með það að markmiði að opna gistiaðstöðu á svæðinu. Frá árinu 2005 hafa þau eytt sjö til átta vikum á hverju sumri á þessum nyrsta odda Íslands og boðið gestum og gangandi svefnpokagistingu gegn vægu gjaldi. Þetta er hins vegar síðasta sumar- ið sem þau verða á Hornströndum en næsta sumar tekur Ferðafélag Íslands við starfseminni. Þann 17. júní héldu Ævar og Una ásamt vinafólki sínu norður á Horn- bjargsvita. Sumarið hófst eins og áður með árlegri vinnuferð þar sem tekið var til hendinni og dyttað að húsum og öðru á svæðinu. Blaðamaður var svo heppinn að fá að fara með í slíka ferð í fyrrasumar og varð, eins og svo margir sem koma á þennan stað, uppnuminn af náttúrufegurðinni. Nú ræðir hann við Ævar og bróður hans, Ísar Guðna Arnarson, sem hef- ur frá upphafi aðstoðað þau hjón við uppbyggingu og viðhald á svæðinu. Bræðurnir eru sammála um að það séu sannkölluð forréttindi að fá tæki- færi til að dvelja á Hornströndum á sumrin. Veðrið og skapið „Fyrst var þetta náttúrulega bara æv- intýramennska í manni en svo varð þetta sífellt skemmtilegra. Núna líður manni bara eins og maður sé að fara heim þegar maður fer vestur. Þarna er maður auðvitað gríðarlega mikið úti í náttúrunni, þetta er mikil útivist og hreyfing, það er þannig sem þessi staður er. Svo breytist veðrið auð- vitað ótrúlega hratt á þessum slóð- um, kannski svolítið eins og skap- ið í manni sjálfum, og maður kann kannski sérstaklega vel við sig þarna út af því,“ segir Ævar og hlær við. Hann segir staðinn frá upphafi hafa höfðað sterkt til þeirra hjóna. Hugmyndin að því að setja upp gistiaðstöðu á þessum stað kviknaði þegar Una og Ævar voru á ferðalagi um þessar slóðir árið 2004. Þau voru á siglingu á Sædísinni með Reimari Vilmundarsyni skipstjóra þegar þau viðruðu hugmyndina við hann. Reim- ar var ekki lengi að svara því til að ef þau myndu gera upp húsin við Horn- bjargsvita myndi hann aðstoða þau með siglingum fram og til baka. Síðan þá hafa þau notið aðstoðar Reimars við að koma vistum og öðrum nauð- synjum á staðinn. Mikil fjölbreytni Ísar Guðni Arnarson, bróðir Ævars. hefur undanfarin ár verið leiðsögu- maður á svæðinu og gengið með ófáa gönguhópa um svæðið. Hann segir gistiaðstöðuna í Hornbjargsvita hafa opnað möguleika fyrir fleira fólk að ganga um Hornstrandir. Fólki hafi með þessu verið gert kleift að ganga alla leiðina frá Hornvík og yfir í Reykja- fjörð, með gistingu vísa hverja einustu nótt. „Þetta var ekki hægt áður. Það eru svo margir sem vilja fara í svona göng- ur en eru ekki til í að ganga með allt á bakinu. Þess vegna opnaðist þetta svæði fyrir ansi mörgum þegar Ævar og Una byrjuðu þarna,“ segir Ísar. Aðspurður hvað sé svona sérstakt við gönguferðir á Hornströndum seg- ir Ísar: „Það sem mér finnst skemmti- legast við gönguferðir á þessu svæði er til dæmis að þegar þú gengur úr einni vík yfir í aðra, þá ertu alltaf að sjá eitt- hvað nýtt. Mér finnst fjölbreytnin svo skemmtileg þarna.“ Þá segir hann æð- islegt að sjá þegar jurtirnar brjótast snöggt fram í byrjun sumars. Ísar seg- ir fuglalífið í bjarginu einnig vera í al- gjörum blóma á þessum tíma árs. „Þegar maður horfir inn í bjargið þá eru syllurnar oft svo þétt setnar að það er með ólíkindum. Þarna eru stutt- nefjan og múkkinn, en þau eiga hvor sinn staðinn í bjarginu og eru algjör- lega aðskilin. Það er virkilega gaman að fylgjast með því.“ Ísar segist stund- um gleyma því hversu mikil forréttindi það séu að geta dvalið í Látravík. Ný- lega hafi bandarískur kunningi hans þó minnt hann á það. „Hann sagði að svona ferðir væru það sem marga dreymdi um en fæstir næðu að fara.“ Hornstrandir á háum hælum Þrátt fyrir að oft sé mikið um gesti í húsinu við Hornbjargsvita koma dag- ar þar sem Ævar og Una eru alveg ein. Aðspurður hvort hann hafi upplifað mikla einangrun þegar svo er segir Ævar: „Nei, aldrei nokkurn tímann, en maður finnur stundum virkilega fyrir því hversu einn maður er á þess- um stað. Við njótum þess oft að vera ein, þá er báturinn bara settur á flot og við siglum í einhverja vík eða göngum upp á fjöll. Það eru endalaus verkefni og aldrei leiðist manni nokkra stund.“ Ævar segist stundum hugsa til þess hversu erfitt hafi verið að búa á þess- um stað allan ársins hring á árum áður, það séu hins vegar forréttindi að fá að eyða sumrinu á þessum stað. „Mað- ur nýtur þess að vera svo fjarri öllu sem við teljum vanalega ómissandi og finnur svo vel að ekkert af þessu drasli er ómissandi, það er bara þannig.“ Ævar hvetur fólk til þess að koma norður á Hornstrandir enda sé það mun auðveldara nú en á árum áður, þar sem hægt sé að fá gistingu á ýms- um stöðum á svæðinu. „Nú þarf fólk ekki að vera mara- þongöngugarpar til þess að koma á Hornstrandir. Nú getur fólk komið og notið þess að vera hér,“ segir hann. En getur fólk bara spígsporað um svæð- ið á háum hælum? „Já, það er nán- ast þannig, maður er nú búinn að sjá ýmislegt,“ segir Ævar léttur í bragði og bætir við: „Fyrir marga eru Hornstrandir óyf- irstíganlegur þröskuldur en við höfum fengið rosalega margt fólk sem hafði ekki gengið nokkurn skapaðan hlut áður en það kom hingað. Það fólk er búið að sanna fyrir sjálfu sér að það geti farið á Hornstrandir.“ n Hjón úr Mosfellsbæ eyða sumrunum á einum afskekktasta stað landsins n Forréttindi að dvelja á Hornströndum á sumrin n Líður eins og þau séu að fara heim þegar þau fara vestur Dvelja árlega í Hornbjargsvita „Fyrst var þetta náttúrulega bara ævintýramennska í manni en svo varð þetta sífellt skemmtilegra. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Hornbjargsviti Árið 1995 yfirgaf síðasti vitavörðurinn, Ólafur Jónsson, þennan afskekkta stað. Una og Ævar Eyða sjö til átta vikum á hverju sumri á nyrsta odda Íslands. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.