Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað
n Skuldaði Sparisjóðnum í Keflavík á þriðja hundrað milljónir n Eignarhalds-
félag hans tæknilega gjaldþrota n Segir alla sem hafa lánað honum fá borgað
Sverrir Sverrisson athafnamaður
skuldaði Sparisjóð Keflavíkur per
sónulega rúmar 148 milljónir króna
í september 2008, eftir því sem fram
kemur í skýrslu Fjármálaeftirlits
ins um sjóðinn sem DV hefur und
ir höndum. Að baki láninu voru ein
ungis stofnfjárbréf í sparisjóðnum að
andvirði rúmlega tíu milljóna króna.
Þetta var ekki eina skuld Sverris við
sjóðinn heldur skuldaði einnig félagið
Sverrir Sverrisson ehf., sem Sverrir á
81 prósent í, sjóðnum um 111 millj
ónir. Samkvæmt skýrslu Fjármálaeft
irlitsins sem DV voru engin veð þar að
baki.
Kannast ekkert við skuldirnar
Sverrir sjálfur kom af fjöllum þegar DV
bar undir hann umræddar skuldir. „Ég
kannast nú bara ekkert við það,“ segir
Sverrir um þær skuldir sem FME segir
að séu á hans persónulegu kennitölu.
Sverrir segir að hann hafi átt stofnfjár
bréf í Sparisjóði Keflavíkur en að hann
hafi átt þau skuldlaust. Í skýrslu Fjár
málaeftirlitsins eru gerðar athuga
semdir við lán til 77 aðila, bæði ein
staklinga og eignarhaldsfélaga. Þar af
eru þessar tvær lánveitingar til Sverr
is og eignarhaldsfélags hans. Athuga
semdirnar eru gerðar vegna lítilla eða
engra veða á bak við lánin.
Á þessum tíma var Geirmundur
Kristinsson sparisjóðsstjóri í Kefla
vík. Í skýrslu FME er sagt að stjórn
sjóðsins hafi að mestu verið í hönd
um Geirmundar. Á listanum yfir um
rædda 77 aðila eru fjölmörg lán til
aðila sem hafa tengingu við Reykja
nesbæ og Sparisjóðinn í Keflavík. Þar
má finna bæði fyrrverandi stjórnar
menn bankans og fyrrverandi bæjar
fulltrúa í bænum eins og DV hefur
áður fjallað um. Til að mynda var lán
til félagsins Bergið ehf., sem var með
al annars í eigu Jónmundar Guðmars
sonar, framkvæmdarstjóra Sjálfstæð
isflokksins og Steinþórs Jónssonar,
hótelstjóra og fyrrverandi bæjarfull
trúa í Reykjanesbæ. Bergið var með
lán hjá sparisjóðnum upp á 370 millj
ónir án haldbærra veða samkvæmt
skýrslu Fjármálaeftirlitsins. Sverrir
kom inn í stjórn Bergsins á sama tíma
og Jónmundur í ágúst 2008 en félagið
var tekið til gjaldþrotaskipta 10. júní á
þessu ári. Bergið hafði fjárfest í hluta
bréfum Icebank en félagið fékk lán
aða tvo milljarða með kúlulánum frá
Spron til kaupanna. Samkvæmt rann
sóknarskýrslu Alþingis skuldaði fé
lagið um 4 milljarða og því kom ekki
á óvart þegar félagið var tekið til gjald
þrotaskipta í júní.
Tæknilega gjaldþrota félag
„Það gætu verið einhverjar skuldir
en á móti kemur að þar eru gríðar
lega miklar eignir,“ segir Sverrir að
spurður um 111 milljóna króna skuld
eignarhaldsfélagsins í hans eigu.
Sverrir á 89 prósent í félaginu sam
kvæmt ársreikningaskrá en hann seg
ir veð á bak við lán til félagsins vera
tryggð með veðum í fasteignum víðs
vegar um bæinn. „Það er bara í góð
um fasteigum víðs vegar um bæinn.
Samkvæmt síðasta birta ársreikningi
Sverris Sverrissonar hf. fyrir árið 2009
var félagið tæknilega gjaldþrota. Fé
lagið skuldaði rúmar 217 milljónir í
lok árs 2009 en eignir félagsins námu
rúmlega 59 milljónum. Eigið fé félags
ins er því neikvætt og nemur 157 millj
ónum. Af eignum félagsins voru tæpar
28 milljónir í verðbréfum. „Þið eruð á
villigötum í þessu,“ segir Sverrir sem
virðist telja upplýsingar sem DV hefur
undir höndum úr skýrslu Fjármálaeft
irlitsins um lán frá Sparisjóði Keflavík
ur vera rangar.
„Ég þarf ekkert að gefa útskýring
ar til dagblaðsins á því. Mér finnst
það ekki við hæfi. Þetta er bara eitt
hvað sem tilheyrir mér sjálfum,“ seg
ir Sverrir um lánveitingar til hans frá
Sparisjóði Keflavíkur. Borið var undir
Sverri að Fjármálaeftirlitið hefði gert
athugasemdir við lánveitingarnar frá
sparisjóðnum. „Þeir þurfa engar at
hugasemdir að gera við neitt sem til
heyrir mér,“ segir Sverrir um þær at
hugasemdir. Sverrir segist ekki hafa
heyrt af slíkum athugasemdum hvorki
frá stjórnendum Sparisjóðs Keflavík
ur né öðrum. „Þeir menn sem er með
lán til mín, þeir hafa verið að fá það
borgað,“ segir Sverrir um stöðu sinna
skuldamála.
Bræður í skuldum
Sverrir á hlut í bílaleigunni SSbíla
leigu sem staðsett er skammt frá
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Kefla
vík. Á árum áður var varnarliðið
stór hluti viðskiptavina leigunnar
en það breyttist eftir að varnarliðið
fór af landi brott. Meðeigandi Sverr
is í bílaleigunni er bróðir hans Sæv
ar Sverrisson. Í skýrslu Fjármálaeft
irlitsins er einnig gerð athugasemd
við persónulega skuld Sævars við
Sparisjóð Keflavíkur. Þar er hann
sagður skulda sjóðnum rúmar 65
milljónir. Þar að baki eru veð sem
metin eru á rúmar fimm milljón
ir. Sævar er líka hluthafi í félaginu
Sverrir Sverrisson ehf. sem fjallað
er um hér að ofan og er tæknilega
gjaldþrota.
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
Kannast
eKKert
við milljóna-
sKuldir „Það gætu verið ein-hverjar skuldir en á móti kemur að þar eru gríðarlega miklar eignir.
Viðskiptafélagi kannast
ekki við skuldir Viðskipta-
félagi Steinþórs og Jónmundar
úr Berginu kannast ekkert við
þær skuldir sem Fjármálaeftir-
litið sagði að hvíldi á honum í
Sparisjóði Keflavíkur.
Athafnamaður-
inn Sverrir
Sverrir Sverrisson sem er löggiltur
bílasali hefur verið virkur athafnamaður
í Reykjanesbæ um árabil. Árið 2006
keypti eignarhaldsfélag hans ásamt
Elías Georgssyni félagið Miðland sem átti
hið svokallaða Nikkel-svæði í Njarðvík.
Nikkel-svæðið var gamalt olíubirgða-
svæði sem varnarliðið hafði ráðið yfir
á sínum tíma. Á seinni hluta árs 2007
keypti Sparisjóðurinn í Keflavík félagið af
þeim Sverri og Elíasi. Sverrir hefur í sextán
ár átt og rekið bílaleiguna SS-bílaleiga
í nágrenni Keflavíkurflugvallar ásamt
bróður sínum Sverri. Auk þess hefur hann
stundað fasteignaviðskipti og útleigu
fasteigna í meira en tvo áratugi.
Fá ókeypis
tannlæknigar
Rúmlega þúsund börn munu fá
ókeypis tannlækningar á næstunni.
Stærstur hluti þeirra barna sem koma
frá tekjulágum heimilum og sótt var
um endurgjaldslausar tannlækning
ar fyrir fékk umsókn sína samþykkta.
Tryggingastofnun hefur lokið við að
afgreiða allar þær umsóknir sem bár
ust. Alls bárust umsóknir fyrir 1.335
börn og voru 80% umsókna samþykkt.
Meðalaldur barnanna er 9 ára og elstu
börnin eru 17 ára. Ríflega þúsund
börn njóta því endurgjaldslausra tann
lækninga á næsta ári.
Þeir sem fengu synjun voru yfir
þeim tekjuviðmiðum sem sett voru.
Samþykktar umsóknir dreifðust
jafnt á milli íbúa í Reykjavík og utan
borgarinnar og kynskiptingin var
einnig jöfn. Langflestir þeirra sem
sóttu um endurgreiðslu ferðakostnað
ar fengu það samþykkt.
Losna við
misnotkun á
þráðlausu neti
Kristjón Sverrisson, deildarstjóri
tæknisviðs Símans, segir að Net
vörðurinn, þjónusta sem fyrirtækið
bjóði upp á, sé einungis öryggis
tól sem viðskiptavinir fyrirtækisins
geti notað til að losna við misnotkun
á þráðlausu neti. DV sagði frá því
á miðvikudag að Café Paris notaði
Netvörðinn og safnaði þar með upp
lýsingum um þá sem notuðu þráð
laust net kaffihússins án þess að láta
þá vita.
„Sú uppsetning sem er í gangi
á viðkomandi internettengingu er
stöðluð, það eru síaðar út netsíður
sem innihalda klám, barnaklám,
„peer to peer“samskipti (torrent),
síður sem hafa orðið fyrir árás (defa
ced) og síður sem eru þekktar fyrir
að reyna að sýkja tölvur notenda
(m.a. malware) og nokkrir svipaðir
flokkar,“ útskýrir Kristjón.
Grétar Ingi Berndsen, rekstrar
stjóri Café Paris, sagði í samtali við
DV í á fimmtudag að það væri frá
leitt að halda því fram að njósnað
væri um notendur þráðlausa netsins
sem kaffihúsið býður upp á. „Það
er fráleitt að Café París sé að njósna
um viðskiptavini sína. Ég get ekki
boðið upp á Wifi án þess að hafa
einhvers konar stjórn á netumferð
inni,“ sagði hann.