Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 1.–3. júlí 2011 Helgarblað M amma er og hefur alltaf ver- ið umdeild. Almenning- ur hefur gjarna snúið út úr orðum hennar og jafnvel misskilið inntak þeirra. Ég held hún hafi gaman af þeim misskilningi og þeirri dulúð. Ég er alin upp við stöð- uga gagnrýni og gat í raun aldrei um frjálst höfuð strokið sem barn. Ég hef náttúrulega verið dóttir hennar Rósu Ingólfs allt mitt líf og þekki ekki neitt annað. Allir höfðu skoðanir á mömmu. Alla þyrsti að vita meira. Það var stanslaust áreiti í mínu dag- lega umhverfi. Það vildu allir vita eitthvað þá og það vilja allir vita eitt- hvað núna. „Er mamma þín með ein- hverjum manni? Af hverju hefur hún þessar skoðanir? Er hún að meina það sem hún segir?“ Einhverjir hafa jafnvel spurt mig hvort mín eigin móðir sé biluð,“ segir Klara Egilson, dóttir hinnar landsfrægu Rósu Ing- ólfsdóttur. Rósa vakti á árum áður mikla athygli og jafnvel reiði marga fyr- ir að tala afar óheflað um hlutverk kvenna. Hún taldi að konur ættu að vera kvenlegar og fylgja sínum kven- legu eiginleikum. Klara dóttir henn- ar fetar á vissan hátt í fótspor móð- ur sinnar. Hún skrifar opinskáa pistla á bleikt.is og hafa margir gagnrýnt hana og starfssystur hennar á síð- unni og vilja meina að þær skrifi á niðrandi hátt um konur. Fetar í fótspor mömmu Klara er vön því að vera í eldlínunni og man vel eftir þeirri hneykslan sem móðir hennar vakti á árum áður. „Konur héldu því fram á þessum árum að mamma væri að tala á móti kvennabaráttu. Það er helber mis- skilningur, því hver eru raunveruleg réttindi kvenna? Vilja allar konur það sama?“ spyr hún hugsi. Hún segist ekki vita hvort hún sé að feta í fótspor móður sinnar en kannski geri hún það á vissan hátt. Hún veit að hún ögrar með skoð- unum sínum. „Konur sem voru í hvað mestri andstöðu við mömmu skoruðu hana á hólm í kappræðum hér á árum áður. Þær hittust í fundar- sölum og skeggræddu úr pontu. Í þá daga var umræðan óvægin en heið- arleg því einstaklingar stóðu og féllu með eigin skoðunum og fóru ekki í launkofa með álit sitt á opinberum vettvangi. Ég ber virðingu fyrir þeim baráttukonum sem ruddu braut jafn- réttis á uppvaxtarárum mínum og tek einnig ofan fyrir móður minni, sem sýndi fádæma hugrekki þegar hún steig inn í umræðuna.“ Þeir sem skrifa undir nafnleynd hafa eitthvað að fela Klara ólst upp í miðbænum með móður sinni. Þær bjuggu á Njálsgötu 90, í næsta húsi við Austurbæjar- bíó, og á kvöldin heyrði hún í gegn- um herbergisvegginn sinn í helstu stjörnum áttunda áratugarins. Móð- ir hennar ól hana upp ein síns liðs og allir vissu hver hún var. Hún segir þó vera mun milli hennar og móður hennar. „Ég og móðir mín erum ekki sömu kynslóðar og tímarnir eru gjör- breyttir. Í dag höfum við internetið og þar er auðvelt að dyljast. Það er lít- ið mál að setja upp bloggsíður undir dulnefnum og einstaklingar, sem eru elskulegir og virðast vammlausir í daglegu lífi geta verið óvægnir böðlar í skjóli nafnleyndar þegar vinnudegi lýkur. Það er ekkert mál að gera út af við mannorð einstaklinga við eigið eldhúsborð í dag, meðan kjötboll- urnar malla á pönnunni. Þetta þyk- ir mér vera heigulsháttur og merki um ákveðinn ótta því þeir sem skrifa undir nafnleynd hafa eitthvað að fela sjálfir. Það er ekki hægt að taka mark á slíkri gagnrýni því maður veit ekki hver er að baki henni.“ Mamma misskilin Hún segir móður sína hins vegar í raun vera háfeminíska. „Femínismi hefur fjölmörg andlit. Sú birtingar- mynd sem við þekkjum á Íslandi í dag er einungis ein af mörgum birt- ingarmyndum baráttu kvenna fyr- ir eigin réttindum. Réttindi kvenna eru af mörgum toga og þau sjálf- sögðu réttindi að mega vera heima með eigin börnum, er misskilið markmið margra kvenna. Mamma gerði allt sjálf, fékk aldrei pabba- helgar, vann 12 tíma á dag, skellti sér í viðgerðir ef þess þurfti og keypti sér einbýlishús fyrir sína eigin peninga. Ég er alin upp af konu sem gerði allt sjálf. Sem er háfemínísk í eðli sínu. Komst áfram á eigin verðleikum en ekki samböndum sínum við karl- menn,“ segir hún og vill meina að móðir hennar hafi verið misskil- in. „Það er í raun og veru kómíkin í þessu öllu saman því móðir mín stóð fyrir þeim gildum sem konur vildu meina að hún talaði á móti.“ Konur eiga rétt á að vera kvenlegar Klara segir það rétt kvenna að vera kvenlegar. „Sú heimspeki sem mamma stóð fyrir var þessi óskipti réttur kvenna til að mega vera kven- legar. Hún talaði fyrir þeim sjálf- sagða rétti kvenna að mega halda í mýkri eiginleika sína. Það í raun og veru olli öllum uslanum. Kven- réttindakonur þessa tíma túlkuðu orð hennar sem svo að hún væri að segja að konur ættu að vera undir- gefnar og þær héldu um leið að móðir mín væri að ýta undir auð- mýkingu kvenna. En það er grund- vallarmunur á auðmýkingu og auðmýkt og hefðbundin hlutverk kvenna eru falleg í eðli sínu. Þetta voru og eru enn baráttumál móður minnar. Móðir mín er sjálfstæðasta kona sem ég hef kynnst á ævi minni. Hún ól upp tvö börn einsömul og hefur aldrei búið með manni. Hún byggði upp sinn frama án nokkurra tengsla við karlmenn heldur bara á eigin spýtur og á eigin verðleikum.“ Kynntist heimi læknadópsins Klara er einnig einstæð tveggja barna móðir, líkt og móðir hennar var á sínum tíma. Hún á synina Ing- ólf Mána, 18 ára, og Guðmund Gald- ur, 3 ára. Eldri sonur hennar er bú- settur hjá föður sínum, en sá yngri býr hjá móður sinni. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Klara kynntist hörðum heimi læknadóps- ins í gegnum föður yngri sonar síns en hann átti við fíknisjúkdóm að stríða. Sjúkdóm sem á endanum dró hann til dauða. „Hann var í bata frá sínum sjúk- dómi og hafði verið um tíma þegar við kynntumst. Hann var óvirkur fík- ill. Hann var myndarlegur, hraust- ur og einstaklega töfrandi strák- ur. Hann átti langa neyslusögu að baki og sögu um neyslutengd af- brot. Þar sem hann hafði sigrast á sjúkdómi sínum og lifði heiðarlegu lífi þegar við kynntumst leit ég fram hjá þeim staðreyndum og horfði á þann mann sem stóð fyrir framan mig þess í stað. Ástin kviknaði ein- faldlega á milli okkar og, eins og allir vita, eru vegir ástarinnar órannsak- anlegir.“ Hélt neyslunni leyndri Hún segir það ekki hafa verið á dag- skrá hjá þeim að eignast barn sam- an. Þegar hún varð ófrísk tóku þau hins vegar bæði fréttunum með gleði og segir Klara hann hafa staðið þétt við bakið á henni alla meðgöng- una. „Hann stóð sig óaðfinnanlega allt fram yfir fæðingu. Svo féll hann í laumi og án þess að segja mér það þegar barnið var nýfætt. Hann féll þegar Galdur var sex vikna gamall en hélt atvikinu leyndu. Þetta var svo einfalt. Hann fór bara til læknis og fékk uppáskrifað rítalín, fullorðinn maðurinn, í hádegishléi einn góð- an veðurdag,“ segir Klara alvarleg og augljóst er að erfitt er fyrir hana að rifja þetta upp. Hún segir hann hafa átt auðvelt með að fá lyfin hjá lækn- um. „Læknadópið var hans efni og það er erfiðast að eiga við. Það sést ekki alltaf utan á fólki sem tekur lykt- arlaus og örvandi lyf á borð við rítal- ín og konserta. Ég veit ekki hvernig maðurinn fór að þessu en hann hélt þessu leyndu fyrir mér í fjóra mán- uði.“ Fallinn og farinn að selja eiturlyf Klara tók þó eftir skapgerðarbreyt- ingum á barnsföður sínum en vildi ekki trúa því að hann væri fallinn. „Ég sá þetta aldrei og gerði mér ekki grein fyrir þessu. Ég vildi ekki trúa þessu og ég var sú eina sem vissi þetta ekki. Ég hugsaði bara: Hann væri búinn að segja mér frá því. Það kom ekki til mála að hann væri fall- inn.“ Sú var þó raunin líkt og Klara komst að þegar kunningjakona hennar kom við hjá henni einn dag- inn. „Hún settist fyrir framan mig og sagði: „Þú veist að hann er fall- inn. Hann er búinn að vera í neyslu nokkuð lengi og hann er farinn að selja eiturlyf.“ Þá rann sannleikurinn upp fyrir mér og tveir plús tveir urðu fjórir.“ Hann hafði breyst gífurlega á stuttum tíma. Hafði grennst mik- ið, var orðinn skapstyggur og miklir brestir komnir í sambandið. „Kló- settferðirnar voru orðnar svo langar hjá honum. Hann var farinn að vera í 20 mínútur á klósettinu. Varð stöðugt undarlegri í viðmóti og átti erfitt með að sofa. Maðurinn sem ég þekkti dó í raun inni á biðstofu hjá lækninum Klara Egilson er dóttir hinnar landsfrægu Rósu Ingólfsdóttur og ólst upp í sviðsljósi fjölmiðla. Hún segir femínista á Íslandi stuðla að sundrung og vill að kon- ur fái að rækta sína kvenlegu eiginleika. Hún á djúpa sorg að baki en barnsfaðir hennar lést af neyslu læknadóps. Hún sagði Viktoríu Hermannsdóttir frá því hvernig hún sættist við látinn barnsföður í draumi, að hún vilji að konur fái að vera konur og hvernig það hafi verið að alast upp hjá umdeildustu konu landsins. Fetar í fótspor mömmu „Skinkum er nauðg- að líka og femín- istar eru fallegar konur upp til hópa. „Ég lét handtaka hann heima hjá mér og hann var borinn út í handjárnum, meðan ég og barnið horfðum á. Í fótspor mömmu Klara er að eigin sögn erótísk og óhrædd við að rækta sínar kven- legu hliðar. „Eru réttindi kvenna ekki þau að mega rækta meðfædda og kvenbundna eiginleika sína?“ Mynd sIgtRygguR aRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.