Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 1.–3. júlí 2011 Hvað er að gerast? n Íslensk einsöngslög í Hörpu Mikil tónleikaröð er nú að fara í gang í Kaldalóni í Hörpu þar sem flutt verður íslensk tónlist en kynningar verða á ensku. Á föstudagskvöldið hefst veislan með því að nokkrar af helstu perlum íslenskra einsöngslaga verða fluttar, sögur af tilurð þeirra sagðar og tónskáld kynnt. Á efnisskrá eru lög sem allir Íslendingar þekkja eins og Draumalandið, Í fjarlægð, Á Sprengisandi og Maístjarnan. Breytilegt er eftir dögum hverjir flytjendurnir verða en það verða alltaf tveir söngvarar og einn píanisti. Verð á hverja tónleika fyrir sig er 3.000 krónur en nánari upplýsingar má finna á midi.is. Cliff Clavin á Bar 11 Sumartónleikaröð Tuborg og Bar 11 heldur áfram á föstudagskvöldið en þá er komið að rokksveitinni Cliff Clavin að stíga á stokk. Cliff Clavin er í hópi frambærilegustu rokksveita landsins og hefur verið það frá því að fyrsta smáskífa sveitarinnar fór að hljóma á öldum ljósvakans. Árið 2010 sendi sveitin frá sér frumburðinn The Thief ś Manual sem lagðist afar vel í rokkunnendur landsins og hafa allar fjórar smáskífurnar af plötunni komist á toppinn á vinsældarlista Xins 97.7. Húsið verður opnað klukkan 21 á föstudaginn. n A capella í Hörpu Íslenska tónleikaröðin í Hörpu heldur áfram á laugardagskvöldið en þá verður íslensk tónlist flutt a capella eða án undirleiks. Félagar úr sönghópnum Voces Masculorum syngja þjóðlög, ættjarðarsöngva og sálma- lög undirleikslaust. Þeir syngja líka nokkur erlend lög sem Íslendingar hafa eignað sér. Þá verður farið með rímur og leikið á lang- spil. Kynnt verður á ensku. Miðinn kostar 3.000 krónur en nánari upplýsingar má finna á midi.is. Góðir landsmenn á SPOT Ballhljómsveitin Góðir landsmenn verður á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi á laugardagskvöldið og ætlar að gera allt vitlaust. Góðir landsmenn er tiltölulega ný hljómsveit en hefur verið að gera góða hluti úti um allt land, hvar sem hún hefur spilað. Þeir sem vilja skella sér á gott ball verða á SPOT á laugardaginn. Þannig er það bara. n Konur og íslensk tónlist Á sunnudaginn verður viðfangsefni tónleika í Hörpu konur og íslensk tónlist. Tónleik- arnir fara fram í Kaldalóni. Fjallað verður um kvenkyns tónskáld, ljóðskáld og aðrar konur sem hafa komið að íslenskri tónlist og lög flutt. Sungið verður á íslensku en kynnt á ensku. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og kostar miðinn 3.000 krónur. Frekari upplýsingar um tónleikaröðina og þessa tónleika má finna á midi.is. Mógil á Gljúfrasteini Hljómsveitin Mógil mun koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini sunnudaginn 3. júlí klukkan 16. Tónlist sveitarinnar má kalla þjóðlagaspunadjass og eru lögin eftir hljómsveitarmeðlimi. Allir textar sveitarinnar eru á íslensku og hafa skír- skotun til íslenskrar náttúru og þjóðsagna. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Leiðsögn um listasýningu Sunnudaginn 3. júlí klukkan 14 verður Hrafnhildur Schram listfræðingur með leiðsögn um sýninguna Kona/femme – Louise Bourgeois sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er stórviðburður því Louise er á meðal fremstu listakvenna sögunnar. 1 júlí Föstudagur 2 júlí Laugardagur 3 júlí Sunnudagur með sprota og líktu eftir hreyfingum hljómsveitarstjórans. Einhvern tím- ann samdi hann dansverk þar sem lögð var áhersla á dansverk sem væri að detta í sundur. Þá voru dansarar í táskóm. „Dansararnir hreyfðu sig eins og það væri búið að eitra fyrir þeim.“ Verkið Klúbburinn var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík í ár og fékk góð- ar viðtökur. Gunnlaugur er beðinn um að lýsa eigin verkum. „Meitluð dulúð.“ Orðlaus ljóð Dansinn er starf og áhugamál. Hvað er dansinn í huga Gunnlaugs? „Hann er svo margt. Hann er íþrótt og list- grein sem er bæði stöðnuð og hluti af henni er framsækinn á einhvern hátt. Þetta er svo lokaður heimur. Þetta er líka svo mikil loftbóla og tekur svo mikla orku frá manni. Ég hef alltaf séð dansinn í víðara samhengi með öðrum listgreinum. Það er svo mik- ill fókus á mann sjálfan sem dans- ara. Ég verð að standa með hlut- verkinu sem ég dansa jafnvel þótt ég trúi ekki á það sem getur stundum verið mjög erfitt. Kannski er um að ræða verk sem mér finnst vera öm- urlegt. Þess vegna hef ég samið verk sem ég dansa oft í sjálfur. Ef leiklist er bókmenntir þá er dansinn ljóð.“ Hann flytur orðlaus ljóð. „Dansinn er svo opinn og abstrakt og mér finnst það spennandi. Það sem mér finnst heillandi við dansinn er að fólk get- ur horft á hann og dregið sínar eig- in ályktanir. Ef vel tekst til getur fólk speglað sig sjálft í verkinu og jafnvel örvað ímyndunaraflið. Mér finnst það mikilvægt.“ Tekur dansinn eitthvað frá hon- um? „Þetta er náttúrlega mjög tímafrekt. Maður þarf alltaf að vera í formi og getur aldrei slakað al- mennilega á. Ég var að eignast dótt- ur og það er svo heilnæmt að taka fókusinn af sjálfum sér; það er hollt að setja fókusinn á barnið sitt.“ 16-16-10 16 ára flutti hann út og hann hefur búið í útlöndum í 16 ár. Hvaða aug- um lítur hann Ísland í dag? „Það er svo margt búið að breytast á þess- um tíma. Þegar ég flutti út trúði ég því að Ísland væri sérstakt og öðru- vísi en það er búið að skemma það; allavega fyrir mér. Ég nefni hrunið í því sambandi og hvernig er far- ið með umhverfið; margir sjá ekki verðmætin í þessu óspillta um- hverfi. Það er einmitt það sem fólk talar um sem ég hef hitt víða um lönd en það hefur viljað fara til Ís- lands þar sem það vill fara á stað þar sem það sér eitthvað sem ekki er gert af manna höndum.“ Hann hefur komið sem gestur til Íslands í 16 ár. Stundum í tvær vikur á sumrin og stundum um jólin. Gunnlaugur Egilsson kemst á eftirlaun eftir 10 ár, þá 42 ára. „Ég verð að vera hjá flokknum í 10 ár í viðbót til að geta gert það. En ég get ekki látið það stjórna mér.“ Dansarinn hlaut í sumar Grímu- verðlaun sem besti dansari ársins fyrir hlutverk sitt í Bræðrum í upp- setningu Pars Pro Toto. Hvað þýða verðlaunin fyrir hann? „Þetta er frábær viðurkenning og gaman að fá klapp á bakið í eigin landi. Það er spennandi að taka þátt í grasrót- arstarfsemi í dansheiminum á Ís- landi.“ Svava Jónsdóttir MeitLuð duLúð Gunnlaugur Egilsson „Það sem mér finnst heillandi við dansinn er að fólk getur horft á hann og dregið sínar eigin ályktanir. Ef vel tekst til getur fólk speglað sig sjálft í verkinu og jafnvel örvað ímyndunaraflið. Mér finnst það mikilvægt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.