Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 64
Þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur! Getum ekki rassgat n Netheimar hafa logað eftir að ljóst var að Ísland væri fallið niður í 122. sæti styrkleikalista FIFA í fótbolta. Ekki nóg með það heldur eru Færeyjar komnar ofar en Ísland á listann í fyrsta skipti í sögunni en af því montuðu frændur okkar sig í vikunni. Vængmaður Pepsi-deildar liðs Fram, Tómas Leifsson, skildi ekki brjálæðið í fólki og skrifaði á Twitter: „Ótrúlegt að menn séu að hneykslast yfir því að við séum slak- ari en Færeyjar í fótbolta. Getum ekki rassgat og höfum ekkert getað í mörg ár.“ Íslandsþátturinn frumsýndur í júlí n Það fór ekki fram hjá neinum að stórleikarinn Jake Gyllenhaal var hér á landi fyrr á árinu. Gyllenhaal kom til landsins til að taka upp þátt af Man vs. Wild fyrir Discovery-sjónvarps- stöðina. Í honum fer hann á hálendi Íslands ásamt sjónvarpsmanninum Bear Grylls. Sá er hvað frægastur fyrir þætti sína Ultimate Survival en í þeim er hann skilinn eftir einhvers staðar í óbyggðum og þarf svo að nýta öll þau brögð sem hann kann til að lifa af og komast til byggða. Í stuttri stiklu fyrir þáttinn sem má sjá á Youtube segir Grylls: „Það þarf hreðjar í þetta,“ er þeir félagarnir standa í snjóbyl uppi á hálendinu. „Mínar eru komnar upp í kok á mér, held ég,“ svarar Gyllenhaal, en þátturinn verður frumsýndur 11. júlí. Jónmundur umdeildur n Tekið er að bera á ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna breyttra starfshátta í framkvæmdastjór- atíð Jónmundar Guðmarssonar. Svo virðist sem að gjá sé að myndast milli Valhallar og grasrótar flokksins. Í byrjun árs sendi kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðausturkjördæmi bréf til Bjarna Benediktssonar og Jónmundar í Valhöll þar sem uppsögn á starfsmanni kjördæmisráðsins var harðlega mótmælt. Fyrir nokkrum dögum ákvað kjördæmisráðið í Reykjavík svo að halda reglulegan fund sinn í Grafarvoginum en ekki í Valhöll. Þetta mun vera einsdæmi þar sem fundir ráðsins hafa alltaf verið haldnir í Valhöll. Þá mun um það vera rætt meðal almennra flokksmanna að þeir séu ekki lengur velkomnir í Valhöll, þar sem Jónmundur ræður húsum, til skrafs og ráðagerða. Vin- sældir Jónmundar meðal almennra flokksmanna eru því takmarkaðar. Tveir hópar berjast um að fá að leigja húsnæði Íslensku óperunn- ar sem stendur nú autt eftir að starf- semi óperunnar fluttist í Hörpu. Stef- án Baldursson óperustjóri vildi ekki staðfesta hvor hópurinn hlyti hnoss- ið, en sagði að gengið yrði frá málinu eftir mánaðamótin. DV hefur heim- ildir fyrir því að annar hópurinn sé leikhúshópur sem ætli að nýta húsið sem leikhús, en í forsvari fyrir hinum hópnum er Garðar Kjartansson, sem hefur tengst ýmsum skemmtistöðum. Hann segist þó ekki ætla að breyta húsinu í skemmtistað heldur verði það gert að margnota húsi, til dæm- is undir tónleikahald eða salaútleigu. Hann segist vilja halda í gamla sál og ímynd hússins en segir að einhverjar breytingar verði gerðar. „Við ætlum ekki að gera þetta að skemmtistað, við viljum opna þetta fyrir tónleika, brúðkaup og allar skemmtanir en þetta er ekki skemmti- staður. Ég hef verið í þessum bransa í tugi ára og var með Nasa og Apótek- ið, svo ég er þessu vel kunnugur. Við þurfum að gera nokkrar breytingar á húsinu, myndum vilja breyta gólfinu og fleira. Hægt væri að nota húsið fyrir upptökur á tónleikum til dæmis,“ segir Garðar sem sér marga möguleika fyrir notkun á húsinu. „Þetta er auðvitað flott hús, við myndum til dæmis gera efri hæð- ina að málverkasafni og halda í sögu hússins. Setja upp gamlar myndir af leikhús- og óperulífi og láta þær njóta sín. Húsið hefur upp á svo margt að bjóða,“ segir hann. Stefán Baldursson segir að gengið verði frá leigu á húsinu um mánaða- mótin, en þangað til hvílir leynd yfir samningagerðinni og hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Leiklistarhópur og athafnamaður vilja sögufrægt hús Íslensku óperunnar: Barist um Gamla bíó Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelGarblaÐ 1.–3. JúLí 2011 74. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Vill breyta Gamla bíói í fjölnota hús- næði Garðar Kjartansson vill breyta hús- næði Íslensku óperunnar í tónleikahúsnæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.