Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 29
Erlent | 29Helgarblað 1.–3. júlí 2011 Seðlabankastjóri Afganistans, Abdul Qaderr Fitrat, hefur sagt af sér og flúið land af ótta um líf sitt. Fitrat rannsak- aði hrun Kabul-bankans í Afganistan fyrir tæpu ári en bankinn var tengdur stjórnvöldum í Afganistan og margir nánir samstarfsmenn Hamids Karzai, forseta Afganistans, áttu hlut að máli, þar á meðal bróðir hans. Fitrat til- kynnti afsögn sína frá Bandaríkjunum þar sem hann er staddur en hann seg- ist hafa gert sér ljóst að ekki yrði aftur snúið eftir að hann nefndi nöfn þeirra sem eiga hlut að máli. Hann sagði einnig að yfirvöld í Afganistan hefðu truflað rannsókn hans en talsmaður Karzais sagði seðlabankastjórann aft- ur á móti eiga sinn þátt í falli bankans. Ekki reynt að innheimta lán Fyrir ári komst upp um innherjalán upp á 106 milljarða króna en bankinn skyldaði þá sem tóku lánin ekki til að greiða vexti né af höfuðstól. Rannsókn sýndi að 207 aðilar fengu óskráð lán frá bankanum. Stjórn bankans sagði lánin vera hagkvæm fyrir bankann en útreikningar sýndu hins vegar bull- andi tap enda bárust engar greiðslur inn á lánin. Sparifjáreigendur töpuðu samtals sem nemur 67 milljörðum króna á svindlinu. Meðal fjárfestinga fyrir hin svo- kölluðu lán var 19 milljarða króna fjárfesting í íbúðum á Palm Jumeirah, pálmatrélaga landfyllingu í Samein- uðu arabísku furstadæmunum. Þar var meðal annars afgönskum þing- mönnum boðið í teiti með rússnesk- um stúlkum að sögn leynilögreglu- manns í Afganistan. Bankinn gengur nú undir heitinu Nýi Kabul-banki og hefur nýr banka- stjóri svipt fyrri hluthafa öllum rétt- indum. AGS hafnar lánveitingu til Afganistans Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafn- aði fyrr í þessum mánuði beiðni af- ganskra stjórnvalda um lán til að takast á við hrun bankans sem áður spilaði stórt hlutverk í lánveitingum til Afganistans. Talsmaður AGS seg- ir ákvörðunina þó ekki þeirra heldur þeirra ríkja sem standa að lánveiting- um. Lánveitingaríki benda hins vegar á AGS og segjast ekki lána nema með samþykki frá sjóðnum. Afganistan varð af milljörðum króna með höfnuninni en landið þarf á miklu fjármagni að halda til að geta kostað þróunarverkefni að verðmæti 100 milljarða króna. Óvíst er hvort Nýi Kabúl-banki geti innheimt 105 af 108 milljörðum króna sem bankinn á inni en afganskir embættismenn segja þó öruggt að 40 milljarðar króna verði endurheimtir. Gæti tafið fyrir brottför Bandaríkjahers Erindreki frá Vesturlöndum seg- ir bankahrunið vera stærsta vanda- mál AGS, næst á eftir efnahagsvanda Grikkja. Þá hefur Obama einnig lýst áhyggjum sínum við Hamid Karzai, forseta Afganistans, en bankakrepp- an í Afganistan gæti haft áhrif á brott- för bandaríska hersins. Karzai segir þó erlenda lánar- drottna eiga sinn þátt í kreppunni, meðal annars hafi þeir ekki brugðist nógu skjótt við falli bankans og gef- ið Afgönum slæm ráð þar að auki. Þá segir fjálmálaráðuneyti Afganist- ans að vitlaus útreikningur endur- skoðanda PricewaterhouseCoopers í Pakistan hafi aukið á kreppuna. Fjár- málaráðherra Afganistans leitaði til Rússa í von um hjálp en Rússar hafa áður afskrifað lán upp á 12 milljarða dollara. Rannsakaði bankahrun og flúði frá Afganistan n Seðlabankastjóri Afganistans óttaðist um líf sitt n Dýrar fjárfestingar í Dúbaí fyrir lán sem aldrei var innheimt n Gæti tafið fyrir brottför Bandaríkjahers„Karzai segir þó er- lenda lánardrottna eiga sinn þátt í kreppunni. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Kabul-bankinn í Afganistan Hrundi fyrir tæpu ári. Abdul Qaderr Fitrat Er í staddur í Bandaríkjunum og ætlar ekki að núa aftur til Afganistan. Neyðarástand í Austur-Afríku: Verstu þurrkar í 60 ár Yfir tíu milljónir manna þjást vegna þurrka sem nú geisa í austurhluta Afríku. Lýst hefur verið yfir neyðar- ástandi á stórum svæðum í Eþíópíu, Djibúti, Sómalíu og Keníu en þurrk- arnir eru þeir verstu í 60 ár. Þurrkarn- ir eru afleiðingar þess að ekki hefur rignt á svæðinu að ráði frá því í fyrra- haust. Óttast er að ástandið muni enn frekar versna. Þurrkarnir hafa aukið á flótta- mannastraum frá Sómalíu en fólk sem staðið hefur af sér óstjórn og borgara- styrjöld í Sómalíu flýr nú til Keníu og Eþíópíu vegna þurrkanna. Fólkið ráf- ar um í marga daga í örvæntingu í leit að vatni og mat og þegar það kemur til búðanna er það oft úrvinda og við slæma heilsu. Flóttamannabúðir voru opnaðar fyrir Sómala í Kobe í Eþíópíu á föstu- dag. Þær eru sjöttu flóttamannabúð- irnar í Eþíópíu fyrir Sómala en sam- tals hýsa þær 130 þúsund manns. Þá flýja 1.300 Sómalar daglega til Keníu. Dadaab-flóttamannabúðirn- ar eru fyrir löngu orðnar yfirfullar en neyðarástand ríkir í þar. Áætlað er að 450 þúsund manns muni hafast við í búðunum sem byggðar voru 1990 fyr- ir 90 þúsund manns. Talið er að í Juba-héraði í Sómal- íu sé þriðjungur barna vannærður og jafnvel hærra hlutfall á sumum stöð- um í Eþíópíu. Matarverð hefur hækk- að mikið í þurrkunum miklu og er dæmi um að verð á hrísgrjónum sé 80 prósent yfir meðallagi á svæðum í Keníu. Flóttamenn í Dadaab-búðunum Fólk flýr nú þurrka en margir hafa áður flúið borgarastyrjöld. StyrkiSt á meðan hlegið er að henni Michele Bachmann Tilkynnti framboð sitt fyrir utan æskuheimili sitt í Waterloo Iowa. Með henni á myndinni er Marcus Bachmann, eiginmaður hennar sem sagði henni, hugsanlega fyrir tilstilli Guðs, að gerast skattalögfræðingur. Egyptaland: Þúsund særðir í átökum Yfir þúsund manns hafa særst í gö- tuátökum í Kairo, höfuðborg Egypta- lands. Þetta eru mestu átök síðan Hosni Mubarak hrökklaðist frá völd- um sem forseti landsins. Óánægja er með bráðabirgðastjórn egypska hersins og hafa mótmælendur kraf- ist afsagnar Mohammed Hussein Tantawi sem leiðir stjórnina. Lýð- ræðisumbætur þykja ganga of hægt og þá er fólk reitt yfir að enn hefur enginn úr gömlu stjórninni verið sóttur til saka. Stjórnmálaskýrandi í Egyptalandi segir nýju stjórnina minna talsvert á þá gömlu í aðgerðum sínum gegn mótmælendum, bæði með því að beita ofbeldi gegn mótmælendum og eins í orðræðu þar sem mótmæl- in eru sögð tilraunir nokkurra hópa til að grafa undan stöðugleika. Þá sagði nafnlaus íbúi að öryggissveitir hefðu lokkað friðsama borgara til að standa vörð um innanríkisráðuneyt- ið en hleypt svo öllu í bál og brand með því að skjóta á mannskapinn og dregið fullt af saklausu fólki inn í átök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.