Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 48
48 | Lífsstíll 1.–3. júlí 2011 Helgarblað A rnbjörg Linda Jóhanns- dóttir nam grasalækningar og síðar kínverskar lækn- ingar og nálastungulækn- ingar á Englandi. Hún hefur starfað við grasa- og nála- stungulækningar um árabil og hefur nú gefið út bókina Íslenskar lækn- ingajurtir í endurskoðaðri útgáfu með viðbót um kínverskar lækning- ar. Arnbjörg segir viðbæturnar gera notkun lækningajurtanna mark- vissari. „Uppruni grasafræðanna er í Austurlöndum, í þeim fræðum er talað um eðli jurtanna en ekki efnin í þeim og virkni þeirra á líkamann. Staðreyndir um eðli jurtanna skipta máli þegar þær eru notaðar til lækn- inga,“ segir Arnbjörg. Hún tekur brenninetlu sem dæmi. „Brenninetlan er kælandi jurt, þvert á það sem margir halda. Hún er notuð við gigt og heitum út- brotum svo sem ofnæmisviðbrögð- um. En hún dugar ekki fyrir fólk sem þjáist af exemi á veturna. Þá þarf vermandi jurt með svipaða eigin- leika.“ Í bókinni er mikinn fróðleik að finna um íslenskar lækningajurt- ir og margt kemur á óvart. Hvern hefði til dæmis grun- að að söl virkuðu vel gegn timburmönn- um, beitilyng gegn svefnleysi og að nota mætti fallega blómið gleymmérei á bruna- sár. Unnur segir fjár- sjóð íslenskrar nátt- úru mikinn. „Það er fjölmargt sem má finna í íslenskri nátt- úru sem er hægt að nýta til lækninga.“ kristjana@dv.is Söl notuð gegn timburmönnum Bananabrauð með kaffinu um helgina: Fitulítið en freistandi Þetta gómsæta bananabrauð er fitu- lítið en freistandi. Hollustunni má þó auðveldlega spilla með klípu af smjöri sem er gott viðbit með brauð- inu. Fyrir þá sem huga að línunum er það líka gott eins og það kemur fyrir. 4 meðalstórir bananar, mjög vel þroskaðir 2 egg 200 ml eplamauk 1 msk. olía 1 tsk. vanilludropar 500 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1/2 tsk. kanill 1/4 tsk. negull 150 g sykur Hitið ofninn í 175 gráður og smyrjið tvö lítil jólakökuform. Maukið banana og hrærið eggjum, eplamauki, olíu og vanilludropum saman við. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og krydd, blandið sykrinum saman við og hrærið blöndunni saman við banana- maukið. Ekki hræra of mikið. Setjið deigið í formin og bakið neðarlega í bökunarofninum í um það bil 45 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr brauðinu. Látið kólna í forminu í smástund, hvolfið á grind og berið fram. Njótið. Bananabrauð með smjörklípu Það má spilla hollustunni með smá smjöri! n Ný bók um íslenskar lækningajurtir n „Fjölmargt sem má finna í íslenskri náttúru“ Síð pils Skósíð pils eru móðins um þessar mundir. Þau eru þægileg á heitum sumardögum og passa flestum. Það er hægt að fá þau í alls kyns litum og gerðum. Hippaleg eða kvenleg, hvernig sem er. Þægilegt og flott. Pop-Up á Trúnó Pop-up markaður verður haldinn á skemmtistaðnum Trúnó á Lauga- vegi 22 á laugardaginn. Fjölmargir hönnuðir selja hönnun sína á mark- aðnum. Þeir eru Mundi, Hlín Reyk- dal, IBA-The Indian In Me, Helicop- ter, Sonja Bent, Elva, Begga-Design, Dýrindi, Another Scorpion, Babette og Svava Halldórs. Það verður vafa- laust hægt að gera góð kaup á mark- aðnum sem fer fram milli klukkan 14 og 19. Íslenskar lækningajurtir með austurlenskri viðbót Arnbjörg hefur bætt austur- lenskri þekkingu við fræði um íslenskar lækningajurtir. Með timburmenn? Söl eru gagnleg gegn timburmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.