Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað Gefa konum byr undir báða vængi: Fljúga fyrir konur „Þegar maður flýgur víða um heim, þá eru flugsvæðin oft í fjöllum og fjalla- byggðum og þar sér maður alls kon- ar fátækt fólk og alls konar aðstæður sem konur á þessum svæðum búa við. Það var kannski kveikjan að því að tengja þetta við frelsi og mann- réttindi kvenna,“ segir Aníta Haf- dís Björnsdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Ásu Rán Einarsdóttur, myndar svifvængjateymið The Flying Effect. Aníta og Ása hafa flogið und- ir þessu nafni í tvö ár víða um heim og munu svífa um óbyggðir landsins núna í júlímánuði. Nákvæm ferða- áætlun liggur ekki fyrir heldur ræðst það alfarið af veðurspá hvar flogið verður. Það er til dæmis ekki hægt að fljúga þegar það er rigning eða of mik- ill vindur. Með sviffluginu vilja þær vekja athygli á átaki UN Women (áður UNIFEM) á Íslandi undir yfirskrift- inni: „Við gefum konum byr undir báða vængi“. „Þetta slagorð sem þau eru með, að gefa konum byr undir báða vængi, passar mjög vel við vængja- flug og gaman að tengja það sam- an,“ segir Aníta en flug þeirra er liður í átakinu. Safnað er fyrir styrktarsjóð sem berst gegn ofbeldi gegn konum. Sjóðurinn er sá sem mest er sótt í innan samtakanna en einnig sá fjár- sveltasti. UN Women á Íslandi hvet- ur fólk til að senda myndir af sér með skilti þar sem slagorð átaksins er letrað á Facebook-síðu samtak- anna. Hægt verður að fylgjast með ferðalagi stúlknanna á theflying- effect.com. Presturinn Helgi Hróbjartsson hefur dvalið í Eþíópíu í að minnsta kosti þrjá mánuði það sem af er árinu. Hann hefur um árabil stundað þar trúboð en hann viðurkenndi ný- lega að hafa misnotað þrjá íslenska drengi fyrir um 25 árum síðan. Mál- ið var vinum og kunningjum Helga mikið áfall en Helgi hafði fram að því verið þekktur fyrir óeigingjarnt starf og hafði ósérhlífni hans vakið eftir- tekt út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum DV hefur Helga verið úthýst úr kristniboða- félaginu sem hann vann áður fyrir og hefur prestum og öðrum starfs- mönnum kirkna á svæðinu verið gert viðvart um kynferðisbrot Helga. Samkvæmt heimildum DV hafa for- svarsmenn kirkjunnar á svæðinu þar sem Helgi hefur dvalið áhyggjur af veru hans í bænum. Ekki lengur á vegum kirkjunnar Helgi var æskulýðsfulltrúi í Þorlákshöfn áður en hann var vígð- ur til þjónustu í Hríseyjarpresta- kalli þann 30. september árið 1984. Á þeim tveimur árum sem hann þjónaði þar áttu kynferðisbrotin sem fagráð kirkjunnar fjallaði um sér stað. Það var þó löngu fyrr, eða árið 1967, sem hann fór í sína fyrstu ferð til Eþíópíu. Þar kom hann sér upp eigin bækistöð á landi sem hann fjárfesti í sjálfur en hann starfaði í landinu fyrst og fremst á eigin veg- um, en vann þó til að byrja með fyrir norsk kristniboðasamtök. Í Eþíópíu notaði hann einnig flugvél sem hann fékk frá Ómari Ragnars- syni við trúboðið. Í kjölfar þess að ásakanir á hendur honum komu fram lýsti Helgi því yfir að hann myndi ekki starfa framar fyrir kirkjuna eða önnur samtök henni tengd. Helgi var staddur í Eþíópíu þegar málið kom upp en þar var hann að ljúka skammtímaverkefni. Hann var því á heimleið þegar hann var boðað- ur á fund fagráðs þjóðkirkjunnar vegna kynferðisbrota. Eins og áður hefur komið fram hefur kristni- boðafélagið norska sem hann starf- aði fyrir úthýst honum og var það því ekkert val hjá Helga að hætta að starfa fyrir samtökin. Fór eigin leiðir og var umdeildur Í nærmynd af Helga sem birtist í DV 24. september á síðasta ári var rætt við marga presta sem lýstu kynnum sínum af honum. All- ir voru þeir sammála um að Helgi væri hlýr maður og hefði gert góða hluti í hjálpar- og trúboðastarfi í Afríku. Þar kom þó einnig fram að Helgi hefði ekki alltaf verið vinsæll og að hann hefði í raun verið mjög umdeildur á ákveðnum tímabilum. „Það var vegna þess að hann fór alltaf sínar eigin leiðir. Við vor- um þarna á vegum kristilegra sam- taka og ef við fórum í þorp þar sem vantaði skóla þá gátum við ekkert farið í það að safna peningum og byggja skóla. Við þurftum að fylgja ákveðnu regluverki. En Helgi fór alltaf sínar eigin leiðir. Hann var alltaf með mörg járn í eldinum og naut stuðnings margra, bæði hér heima og úti, og gekk bara í svona mál,“ sagði Kristján Sverrisson, sem fetaði í spor Helga þegar hann hélt til Noregs og þaðan til Eþíópíu, þar sem hann starfaði sem trúboði. „Auðvitað voru langflestir já- kvæðir gagnvart því en sumir urðu pirraðir á því að það væri ekki farið eftir settum reglum. En ég held að það hafi aðallega verið fyrir mörg- um árum síðan og fólk sé búið að taka hann í sátt. Fólk veit orð- ið að það er bara þannig að kerfið er svona en svo er það Helgi, sem stendur þar fyrir utan. Það er alltaf allt að gerast hjá honum.“ n Helgi Hróbjartsson á eigin vegum í Eþíópíu n Hefur verið úthýst úr kristniboðasam- tökum eftir kynferðisbrot gegn börnum n Fólk á svæðinu uggandi yfir veru Helga þar NíðiNgsprestur aftur í eþíópíu „Samkvæmt heim- ildum DV hafa for- svarsmenn kirkjunnar á svæðinu þar sem Helgi hefur dvalið áhyggjur af veru hans þar. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Starfaði lengi í Afríku Helgi Hró- bjartsson prestur var lengi trúboði í Afríku, þá einna helst í Eþíópíu. Ása og Aníta Gefa konum í þróunarlöndum byr undir báða vængi og svífa um óbyggðirnar. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is vertu vinur á facebook Erum fluttar í Skeifuna 8 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 vertu vinur á facebook belladonna.is Erum fluttar í Skeifuna 8 Fíkniefnasali í fangelsi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 4 mánaða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna og ýmis um- ferðarlagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft undir höndum 42,14 grömm af kókaíni, ásamt 2,39 grömmum af MDMA-dufti. Maðurinn var færður á lögreglu- stöðina á Hverfisgötu sunnudaginn 7. júní 2009. Þar fundust við líkamsleit á honum alls 42,14 grömm af kókaíni, þar af voru 40,62 grömm í poka sem hann geymdi á milli rasskinnanna. 1,52 grömm fundust í vinstri buxna- vasa hans. Hann var ákærður fyrir vörslu efnanna en hann játaði að þau hafi verið ætluð til sölu. Þá framdi maðurinn margs konar umferðarlagabrot, þar af var eitt að hafa ekið próflaus undir áhrifum fíkniefna en flest voru fyrir of hraðan akstur. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann var dæmdur til að sæta fangelsi í fjóra mánuði. Þar að auki var hann sviptur ökurétti í fimm ár og tvo mánuði frá birtingu dóms- ins. Fíkniefnin sem hann hafði undir höndum voru gerð upptæk og hon- um var gert að greiða 672.879 krónur í sakarkostnað, ásamt því að þurfa að borga þóknun verjanda sem hljóðar upp á 87.850 krónur.  Dómari tengdur Byr Einar Ingimundarson, héraðs- dómari sem dæmdi í Exeter-mál- inu svokallaða, starfar hjá fyrirtæki sem er í eigu Byrs. Einar sýknaði sakborningana í Exeter-málinu, en Arngrímur Ísberg sem einnig dæmdi í málinu dæmdi á sama veg og Einar. Ragnheiður Harðardótt- ir héraðsdómari vildi sakfella tvo sakborninga í málinu. Hún skilaði sératkvæði þar sem hún rökstuddi það að þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Byr og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrver- andi forstjóri Byrs, skyldu dæmdir sekir um umboðssvik. Dómarar voru sammála um að sýkna ætti Styrmi Þór Bragason, fyrrverandi forstjóra MP banka, sem einnig var sakborningur í mál- inu. Hann var einnig ákærður fyrir peningaþvætti í málinu. Einar er forstöðumaður lög- fræðisviðs Íslenskra verðbréfa en stærsti eigandi fyrirtækisins er Byr. Segir á fréttavef Vísis að Einar hafi nefnt þetta við Arngrím, sem einn- ig var dómari, og hafi enginn gert athugasemd vegna þess. Þá hafi hvorki verjandi né saksóknari verið mótfallnir setu Einars í dómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.