Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 26
26 | Fréttir 1.–3. júlí 2011 Helgarblað
„Ég varð að láta svæfa fjörutíu kisur í
síðustu viku, þar af tólf kettlinga. Þetta
er það svakalegasta sem ég hef lent í
en það gengur bara mjög illa að finna
kisunum heimili,“ segir Elín Kristjáns-
dóttir, forstöðukona Kattholts.
Kattholt fagnar tuttugu ára afmæli
sínu um helgina og efnt verður til
veislu á laugardaginn.
Elín segir ástandið afar slæmt. Í
Kattholti séu núna, eftir svæfinguna,
um áttatíu kettir. Það sé svipaður
fjöldi og undanfarin misseri en reglu-
lega þurfi að láta svæfa kisur sem ekki
gangi út. Hún segir að það hafi feng-
ið mjög á hana að þurfa að velja svo
margar kisur til að láta aflífa, það hafi
hún hins vegar neyðst til að gera. Ekki
hafi verið pláss fyrir svo margar.
Spurð hvernig hún velji kettina
sem hún láti svæfa segir Elín að þeir
sem hafi verið lengst í Kattholti séu
svæfðir. Hún viðurkennir þó að hún
brjóti stundum þá reglu, ef henni þyki
sérstaklega vænt um einstaka ketti.
„Suma get ég ekki látið svæfa.“
Sumrin erfiðust
Elín segir að því miður sé það sífellt
að aukast að fólk láti frá sér ketti. Oft
sé það vegna þess að fólk sé að flytja
til útlanda en sumrin séu þó áberandi
verst. Fólk hafi engan til að annast kis-
una þegar fjölskyldan fer í sumarfrí og
þá láti það hana bara fara. Hún veit
jafnvel um dæmi þess að fólk láti ketti
fara á vorin og fái sér nýja á haustin,
þegar það kemur aftur úr fríi.
„Kettirnir eru skildir eftir og þeim
er jafnvelt hent út. Dýrin lenda svo á
vergangi. Ég skil ekki hvernig fólk get-
ur gert svona lagað,“ segir hún og auð-
heyrt er að hún tekur svona meðferð
mjög nærri sér.
Flestir enda í Kattholti
Elín segir líka að alltof margir katta-
eigendur láti ekki gelda dýrin, þeir
hugsi ekki um afleiðingarnar.
„Það hringdi í mig kona um dag-
inn og hún var með fimm kettlinga-
fullar læður heima hjá sér. Hún var
að hreykja sér af því og sagði að ein
væri byrjuð að gjóta. Þegar ég spurði
hana hvað hún ætlaði að gera við kett-
lingana sagði hún að hún myndi aug-
lýsa á Barnalandi, því það hefði gefist
vel síðast.“
Elín segir að eflaust megi finna ein-
hverjum köttum heimili þannig en
hún gerir ráð fyrir að meira en helm-
ingurinn endi með einum eða öðrum
hætti í Kattholti. Henni blöskrar kæru-
leysið. „Fólk fattar ekki hver ábyrgðin
er og lætur ekki taka þá úr sambandi.“
Horaðir og veikir fyrir utan
Stöku sinnum berast ljótar sögur af
köttum sem mega þola illa meðferð. Í
desember í fyrra fundust til dæmis níu
kettir í kartöflupoka í Heiðmörk, sem
höfðu verið skildir eftir til að drepast.
Þá hafa starfsmenn Kattholts greint frá
því áður í fjölmiðlum að kettir séu oft
skildir eftir á víðavangi og hafi hvergi
húsaskjól. Þeir sem ekki drepist rati
stundum horaðir og illa til reika til
Kattholts.
Elín segir að sem betur fer hafi hún
ekki mikið orðið vör við álíka dæmi og
í desember í fyrra. „Maður sér samt
kettina sem koma hingað; þeir eru
oft horaðir og jafnvel veikir. Það var
ein læða fyrir utan hjá mér um dag-
inn, hún lá við tröppurnar. Hún var
svo horuð að hún var innfallin að aft-
an,“ segir hún og viðurkennir að hún
verði reið þegar hún sér hvernig fólk
fer með dýrin sín.
„Ég hef sagt og segi það aftur: Fólk
sem gerir þetta við dýrin hlýtur að
gera þetta við börnin líka.“
n Elín Kristjánsdóttir í Kattholti neyddist til að láta svæfa tugi katta í síðustu viku n Sumir út-
hýsa köttum á vorin til að fá sér nýja að hausti n Afmælishátíð verður í Kattholti á laugardag
„Þetta er það
svakalegasta
sem ég hef lent í.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
40 kisum lógað
Á laugardaginn verður þeim tíma-
mótum fagnað í Kattholti að 35
ár eru síðan Kattavinafélagið var
stofnað, undir formennsku Svan-
laugar Löve, og 20 ár síðan Kattholt
var opnað.
„Það verður veisla frá klukkan eitt
til fimm. Boðið verður upp á tert-
ur og brauð frá þremur bakaríum
og svo drykki frá Vífilfelli. Ég hvet
alla kattaunnendur til að koma og
fagna með okkur. Þetta verður stór
og mikil hátíð,“ segir Anna Kristine
Magnúsdóttir, formaður Kattavina-
félagsins.
Tilgangur Kattavinafélagsins er
að vinna að bættri meðferð katta,
standa vörð um það að allir kett-
ir njóti þeirrar verndar sem gild-
andi dýraverndunarlög mæla fyrir
um og stuðla að því að allir kettir
eigi sér húsaskjól, mat og gott at-
læti. Í Kattholti eru kettir teknir til
geymslu og reynt er að finna þeim
ný heimili.
Anna segir að Kattholt eigi sér
marga velgjörðarmenn, sem hjálpi
til þegar á bjáti. Maturinn hafi til
dæmis klárast um daginn. „Ég
hringdi þrjú símtöl og við fengum
fullt af mat. Þá voru það Ölgerðin,
Dýrheimar og Dýrabær sem hjálp-
uðu okkur,“ segir hún og bætir við
að án velgjörðarfólks væri ekki
unnt að reka Kattholt. Þá sé stór
hluti vinnunnar unninn í sjálf-
boðastarfi.
Eins og kemur fram í máli Elínar
Kristjánsdóttur í Kattholti, hér að
ofan, hýsir Kattholt marga tugi
katta og það er kostnaðarsamt. „Við
gerum okkar besta til að afla starf-
seminni fjár. Við erum til dæmis
núna að safna fyrir nýjum búrum
og það gengur ágætlega,“ segir hún.
Anna segir að hægt sé að styðja
við Kattholt án beinna fjárfram-
laga. Margt sé hægt að gera. „Okk-
ur vantar til dæmis fleira fólk sem
er tilbúið að hlaupa fyrir okk-
ur í Reykjavíkurmaraþoninu, þar
sem formaður Kattavinafélagsins
treystir sér ekki til þess,“ segir hún
og hlær. Þannig megi meðal annars
vekja athygli á málstaðnum.
Anna ítrekar hvatningu sína til
allra dýravina. „Komið á laugar-
daginn og fagnið þessum áfanga
með okkur,“ segir hún að lokum.
baldur@dv.is
Kattavinafélagið 35 ára og Kattholt 20 ára:
Kattavinir fagna afmæli - leita hlaupara
Kettir
og kaffi
Anna
hvetur
alla
dýravini
til að
mæta í
veisluna.
Þessar kisur vantar heimili
Nafn: Gosi
Kyn: Fress
Aldur: 2 ára
Saga: „Hann
Gosi kom
hingað vegna
þess að fólkið
sem átti hann
var að flytja til
útlanda. Hann
er nýkominn en það er búið að bólusetja
hann og allt slíkt.
Persónulýsing: „Hann er alveg yndislega
blíður og góður köttur. Ég ætlaði ekki að taka
við honum en stóðst ekki mátið; hann mænir
alveg á mann eins og hann þekki mann.“
Nafn: Emil
Kyn: Fress
Aldur: 1,5 ára
Saga: „Hann fór frá okkur sem kettlingur á
nýtt heimili. Svo kom að því að fólkið flutti
til útlanda og þá kom hann aftur til okkar í
apríl. Hann er örmerktur og geldur og það
er búið að ormahreinsa hann. Ég tímdi ekki
að láta svæfa hann.“
Persónulýsing: „Emil er yndislegur
karakter og ég hef ekki viljað láta hann
fara til forfeðra sinna. Honum finnst ekk
ert betra en að liggja á öxlunum á fólki og
láta kela við sig. Hann er svolítill prins í sér
og er aðeins yfir hinar kisurnar hafinn.“
Nafn: Perla Dís
Kyn: Læða
Aldur: Tæplega 2 ára
Saga: „Hún kom til mín í maí í fyrra og var
alveg svakalega veik. Hún var með katta
kvef. Einhverjir óprúttnir krakkar opnuðu
gluggann á sjúkraálmunni og nokkrir kettir
sluppu út. Við náðum öllum nema Perlu
Dís, hún var þá orðin góð af kvefinu. Hún
kom til baka sjö mánuðum síðar.“
Persónulýsing: „Þegar hún kom til baka
eftir sjö mánuði stökk hún í fangið á mér
og malaði. Hún knúsaði mig og kyssti. Hún
er alveg dásamleg.“
Nafn: Keli
Kyn: Fress
Aldur: 1 árs
Saga: „Hann
fannst í kart
öflupoka með
átta öðrum
köttum í
Heiðmörk í
desember
í fyrra. Þá var hann sex mánaða. Hann
hefur verið hér síðan.“
Persónulýsing: „Keli er alveg yndislegur
og rosalega mikill karakter. Ef hann heyrir
í vatni renna í vask þá stekkur hann til og
fer að leika sér í vatninu. Þetta er alveg
frábær köttur. Hann er svolítið var um
sig, eins og kettir sem verða fyrir áfalli, og
það borgar sig að fara varlega að honum.
Hann verður að koma á sínum forsendum
en hann er mjög blíður og kemur á móti
manni og kyssir þá sem hann þekkir.“
Nafn: Schabby
Kyn: Fress
Aldur: Tæplega 1 árs
Saga: „Schabby var hjá mér upphaflega
en svo fékk hann heimili í skamman tíma.
Barnið sem var á heimilinu fékk bráðaof
næmi og þau gátu ekki haft hann.“
Persónulýsing: „Þetta er æðislegur
köttur sem samkjaftar ekki. Hann vill
kela og knúsa. Hann er mikið fyrir börn og
fjölskyldur en hann er ekki mikið fyrir að
blanda geði við aðra ketti. Hann verður
prinsinn á heimilinu.“