Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað „Þeir halda að þær séu í Kanada. Þeir halda að þeir séu búnir að finna þær,“ segir Almar Hafliðason, Íslendingur uppalinn í Bretlandi, sem ferðaðist í síðustu viku með Iceland Express. Flugfélagið týndi farangri hans og óléttrar eiginkonu hans og hefur ekki greitt neinar bætur fyrir. Vika er liðin frá því að töskurnar týndust. „Þetta flugfélag er ekki að hugsa um þjón- ustu,“ segir Almar svekktur. Ekki óeðlilegt að töskur týnist Almar segist hafa haft samband við flugvöllinn í Kanada þar sem tösk- urnar eru. Staðfesti starfsmaður sem hann ræddi við að umræddar tösk- ur væru á flugvellinum og einnig að fleiri töskur frá Iceland Express væru að hlaðast þar upp. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, kannaðist við mál- ið þegar DV náði tali af honum en hann sagði það ekki óvenjulegt að það kæmi fyrir að töskur færu á vit- lausa staði. „Öll flugfélög í heiminum lenda í einhverjum vandræðum með töskur í hverri viku. Venjulega tekur það nú ekki meira en tvo til fjóra daga að fá töskurnar til baka en að sjálf- sögðu reynum við að koma töskunni eins fljótt og hægt er til þeirra,“ seg- ir hann aðspurður um málið. „Einu sinni týndist taskan mín í Bandaríkj- unum og það tók mig fimm vikur að fá hana til baka,“ bendir hann á. Ætla aldrei aftur með Iceland Express Almar segir margt hafa gengið á í viðskiptum sínum við Iceland Ex- press en hann hafi tvívegis þurft að punga út háum fjárhæðum til að endurskipuleggja ferðalög sín á Ís- landi vegna seinkana eða flugferða á vegum Iceland Express sem hafi verið aflýst. Það hafi meira að segja einnig verið raunin í þetta skipti, því flugi hans og eiginkonunar til Íslands seinkaði með þeim afleiðingum að hann þurfti að kaupa nýtt tengiflug frá Reykjavík til Akureyrar. „Þetta var ekki gott flug. Það stal frá okkur heilum degi af fríinu okkar á Akureyri, kostaði okkur meiri pen- inga sem þýðir að það hefði borgað sig að fljúga bara með Icelandair og fékk okkur til að heita því að fljúga aldrei aftur með Iceland Express,“ segir Almar. Höfðu áhyggjur af yfirvigtinni Almar lýsir því að flugfélagið hafi lagt mikið upp úr því að rukka um yfirvigt en hjónunum þótti ekki tiltökumál að greiða þann kostnað. Hann seg- ir þó að augljóslega hafi félagið haft meiri áhyggjur af því að rukka þau um peninga en að koma töskunum á réttan stað. „Aðalmálið var að taka peninga frá okkur,“ útskýrir hann. „Konan sem afgreiddi okkur hafði miklu meiri áhyggjur af yfirvigtinni og teymdi okkur á annað borð til að borga fyrir hana.“ Verst þykir Al- mari og eiginkonu hans þó að vera ekki komin með óléttufötin sem eru í töskunum. „Við erum að fara að heiman á morgun [fimmtudag] og hún á bara engin föt,“ segir hann. „Þetta er erfitt þegar hún er komin svona langt á leið. Hún er komin sex mánuði á leið núna. Það er ekki svo sniðugt að vera ekki með nein föt.“ Á fimmtudag þegar fréttin var skrifuð var taskan ekki enn kominn til skila. Iceland express týndI fötum óléttrar konu n Iceland Express sendi farangurinn til Kanada n Týndar töskur hlaðast upp í Kanada n Nær öll óléttufötin í töskunni Engin óléttuföt Eiginkona Almars er komin sex mánuði á leið og saknar óléttufatanna sinna sem eru í týndu töskunni. MyNd AlMAr HAflIðAsoN „Konan sem af- greiddi okkur hafði miklu meiri áhyggjur af yfirvigtinni og teymdi okkur á annað borð til að borga fyrir hana. Fagleg ráðgjöF Tilboð á 10 Tíma korTum úT júní l Hljóðbylgjur vinna gegn verkjum l Örvar starfsemi sogæða (hreinsun) l Örvar vökvaflæði sogæðakerfisins l Eyðir vökvasöfnun - bjúg l Eyðir margskonar bólgum l Eykur orkuflæði líkamans l Dregur úr gigtareinkennum l Formar fótleggi og línur l Gefur góða líðan l Detox hreinsun Sími 533-3100 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.