Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 38
Birna fæddist að Sölvanesi í Lýt-ingsstaðahreppi og átti þar heima fram yfir tvítugt. Hún lauk barnaskólaprófi frá Steinsstaða- skóla. Hún flutti síðan að Sveinsstöð- um í sömu sveit. Árið 1969 flutti hún að Bjarnastaðahlíð og bjó þar í fimm ár. Eftir það bjó Birna á Sauðárkróki til ársins 1978 er hún flutti að Krithóli og hefur hún búið þar síðan. Fjölskylda Eiginmaður Birnu er Kjartan Björns- son, f. 7.10. 1932, bóndi að Krithóli í Skagafirði. Foreldrar hans voru Helga Friðriksdóttir og Björn Ólafsson, bóndi að Krithóli en þau eru bæði lát- in. Birna og Kjartan eru barnlaus, en Birna átti fimm börn með fyrri sam- býlismanni sínum, Halldóri Jakobs- syni. Þau eru Sigurlína Halldórsdóttir, f. 18.3. 1962, húsfreyja í Nesi í Fnjóska- dal en maður hennar var Gunnar Val- týsson, bóndi og vörubílstjóri að Nesi í Fnjóskadal sem er látinn og eignuð- ust þau þrjú börn auk þess sem hann átti son áður; Ragnhildur Halldórs- dóttir, f. 9.5. 1965, húsfreyja á Fitjum í Skagafirði en maður hennar Valdi- mar Bjarnason, trésmiður og bóndi í Fitjum og eiga þau þrjú börn; Rósa Borg Halldórsdóttir, f. 20.9. 1966, hár- greiðslukona á Húsavík en eigin- maður hennar er Þorgrímur Jónsson vöruflutningabílstjóri og eiga þau þrjá syni; Sigríður Halldórsdóttir, f. 28.5. 1968, húsmóðir á Akureyri en mað- ur hennar er Rögnvaldur Andrésson sjómaður og á hún fimm börn; Lúð- vík Alfreð Halldórsson, f. 19.1. 1973, d. 2.4. 2006, vélamaður sem lést af slys- förum við Kárahnjúkavirkjun og eign- aðist hann þrjár dætur. Birna á fimm systkini. Hjálmar Guðmundsson, f. 28.10. 1937, d. 12.7. 2009, bóndi og vörubifreiðastjóri að Korná í Skagafirði, var kvæntur Birnu Jóhannesdóttur; Ragna E. Guð- mundsdóttir, f. 23.11. 1938, d. 15.12. 2006, var starfsstúlka í Nesjavalla- virkjun, búsett í Reykjavík; Rósa Guð- mundsdóttir, f. 26.1. 1940, húsfreyja í Goðdölum í Skagafirði, gift Borgari Símonarsyni, bónda að Goðdölum; Snorri Guðmundsson, f. 13.9. 1942, bifvélavirki, vann lengst af hjá Vega- gerð ríkisins, búsettur á Akureyri, var kvæntur Halldóru Árnadóttur sem er látin; Ólafur Guðmundsson, 13.9. 1942, plötu- og ketilsmiður, búsettur á Akureyri, var kvæntur Önnu Lilju Guðmundsdóttur húsmóður sem er látin en sambýliskona hans er Auður. Foreldrar Birnu voru Guðmundur Sveinbjörnsson, f. 10.4. 1914, d. 11.10. 2004, bóndi og síðar starfsmaður hjá Vörubílstjórafélagi Skagafjarðar og Sólborg Hjálmarsdóttir, f. 9.6. 1905, d. 28.3. 1984, ljósmóðir. Jón Geir fæddist á Hvammstanga en flutti hálfs árs til Reykjavíkur og ólst þar upp, lengst af í Hlíð- unum. Hann var í Æfingadeild Kenn- araháskóla Íslands og stundaði síðan nám í prentformagerð við Iðnskól- ann í Reykjavík. Þá hefur hann lokið ýmsum námskeiðum og áföngum við Tölvu- og viðskiptaskólann. Jón Geir vann við löndun í Hafn- arfirði og hjá Hreinsitækni með námi og á sumrin. Hann starfaði lengi við veitinghúsarekstur, var ýmist bar- þjónn, skemmtanastjóri og rekstrar- stjóri fjölda skemmtistaða í Reykjavík, s.s. í Hollywood; í Tunglinu við Lækj- argötu; Casablanca; Déja-Vu, á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis; hjá Astro; Kaupfélaginu, Thorvaldsen við Austurvöll og hjá Rex í Austurstræti svo nokkrir staðir séu nefndir. Hann vinnur enn við innra eftirlit með nokkrum skemmtistöðum og börum í Reykjavík. Jón Geir var búsettur í Kaup- mannahöfn þar sem hann var rekstr- arstjóri Pizza ´67 á árunum 1996–98. Eftir heimkomuna hóf Jón Geir störf hjá 365 miðlum þar sem hann var kynninga- og markaðsstjóri útvarps- miðla fyrirtækisins á árunum 1999– 2005. Þá hóf hann störf hjá Sambíó- unum og hefur verið markaðsstjóri þar síðan. Jón Geir æfði og keppti í hand- knattleik með Fram frá níu ára aldri og upp alla aldursflokka. Hann keppti m.a. með meistaraflokki liðsins á ár- unum 1999–2004. Hann hefur orðið Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeist- ari nokkrum sinnum með yngri flokk- um félagsins. Þá á hann einn lands- leik með landsliði undir 21 árs aldri. Fjölskylda Unnusta Jóns Geirs er Halldóra Katla Guðmundsdóttir, f. 24.12. 1971, mark- aðs- og starfsmannastjóri hjá Fjár- vakri. Dóttir Jóns Geirs og Halldóru Kötlu er Tinna María Jónsdóttir, f. 23.3. 2011. Börn Jóns Geirs frá fyrra sambandi eru Helgi Gunnar Jónsson, f. 11.4. 1998 og Marsý Dröfn Jónsdóttir, f. 4.4. 2001. Dóttir Halldóru Kötlu og stjúp- dóttir Jóns Geirs er Kolbrún Dóra Magnúsdóttir, f. 12.9. 1995. Systkini Jóns Geirs eru Ingi Hlynur Sævarsson, f. 29.10. 1965, eigandi og framkvæmdastjóri Pixel prentþjón- ustu, búsettur í Kópavogi; Kristín Val- borg Sævarsdóttir, f. 15.3. 1967, leik- skólakennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Jóns Geirs voru Sævar Frímann Sigurgeirsson, f. 4.9. 1940, d. 23.2. 1999, bifreiðastjóri í Reykja- vík, og Marsý Dröfn Jónsdóttir, f. 11.5. 1941, d. 6.7. 2002, bifreiðastjóri í Reykjavík. Jón Geir heldur upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Björn fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1971, kandidatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1977 og vann síðan á ýmsum heilbrigðisstofnunum kandidatsárið 1977–78, m.a. níu mánuði við Heilsu- gæsluna á Ísafirði. Björn stundaði framhaldsnám í heimilislækningum í Uppsölum í Sví- þjóð á árunum 1979_83. Eftir heim- komuna starfaði hann fyrst í Keflavík en hefur starfað við Heilsugæslustöð Kópavogs frá haustinu 1985. Björn var formaður fræðslunefnd- ar heimilislækna í fjölda ára. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Læknafélag Íslands, var m.a. formaður gjaldskrárnefndar. Þá sat Björn í stjórn Heilsugæslu Kópavogs. Fjölskylda Björn kvæntist 23.6. 1973 Helgu Láru Guðmundsdóttur, f. 30.10. 1951, MPI í ferðafræðum, en Helga Lára er dótt- ir Guðmundar Árnasonar, forstjóra í Reykjavík, og Höllu Aðalsteinsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Synir Björns og Helgu Láru eru Guðmundur, f. 31.10. 1977, verkfræð- ingur, búsettur í Garðabæ en kona hans er Þórunn Sif Garðarsdóttir og eiga þau tvo syni; Hallgrímur, f. 2.12. 1980, viðskiptafræðingur og hagfræð- ingur, búsettur í Reykjavík en kona hans er Helga Guðrún Vilmundar- dóttir og eiga þau tvö börn. Systkini Björns eru Hildur, f. 28.7. 1943, búsett á Seltjarnarnesi, var gift Ólafi Baldri Ólafssyni framkvæmda- stjóra sem er látinn; Dagný, f. 16.7. 1949, kennari, búsett í Hafnarfirði, gift Sævari Hjálmarssyni, framkvæmda- stjóra; Edda, f. 18.9. 1958, B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands og kenn- ari við Hússtjórnarskólann, gift Guð- mundi Víði Helgasyni líffræðingi; Gunnar, f. 9.6. 1962, læknir, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Rakel Maríu Óskarsdóttur, B.Ed. frá Kennarahá- skóla Íslands. Foreldrar Björns: Guðmundur Björnsson, f. 9.2. 1917, d. 10.4. 2001, augnlæknir og prófessor í Reykjavík, og Kristín Benjamínsdóttir, f. 30.11. 1921, húsmóðir, nú búsett á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ætt Guðmundur var sonur Björns, hafn- argjaldkera í Hafnarfirði Jóhannes- sonar, b. á Spena Sveinssonar, frá Nípukoti, bróður Guðmundar í Nípu- koti, föður Sigfúsar, langafa Sigfúsar í Heklu og Ingimundar í Heklu, síð- ar sendiherra. Guðmundur var einn- ig afi Páls Kolka læknis, afi Mörthu, ömmu Helga H. Jónssonar, fyrrv. fréttastjóra, og afi Jóns á Torfalæk, föður Guðmundar, skólastjóra á Hvanneyri, Björns, veðurfræðings og læknis,og Jónasar fræðslustjóra, föður Ögmundar innanríkisráðherra, Ingi- bjargar fræðslustjóra og Jóns Torfa prófessors. Móðir Björns var Elísabet Jóhannesdóttir, Ólafssonar. Móðir Guðmundar prófessors var Jónína, systir Bjargmundar, rafstöðv- arstjóra í Hafnarfirði, og Guðmund- ar, föður Alfreðs sem var forstöðu- maður á Kjarvalsstöðum. Jónína var dóttir Guðmundar, b. í Urriðakoti í Garðahreppi Jónssonar, b. í Urriða- koti, bróður Sólveigar, langömmu Sigurðar Ingimundarsonar alþm., föður Jóhönnu forsætisráðherra. Jón var sonur Þorvarðar, b. á Völlum í Ölfusi, bróður Þorbjörns á Yxnalæk, langafa Vals Gíslasonar leikara, föð- ur Vals, fyrrv. bankastjóra. Þorvarður var sonur Jóns, silfursmiðs á Bíldsfelli Sigurðssonar, ættföður Bíldsfellsætt- ar. Móðir Jóns í Urriðakoti var Guð- björg, systir Gísla á Kröggólfsstöðum, langafa Salvarar, ömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors og rithöfundar. Guðbjörg var dóttir Eyjólfs, b. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi Gíslasonar, ættföður Kröggólfsstaða- ættar. Móðir Guðmundar var Jór- unn, systir Magnúsar, langafa Ellerts Schram, fyrrv. ritstjóra DV, fyrrv. for- seta ÍSÍ og fyrrv. alþm., og Bryndísar Schram, fyrrv. dagsskrárgerðamanns. Magnús var einnig langafi Magnúsar H. Magnússonar, fyrrv. bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, alþm. og ráðherra, föður Páls, útvarpsstjóra ríkisútvarps- ins. Jórunn var einnig systir Guðrúnar, langömmu Kristjönu, móður Garðars Cortes óperusöngvara, föður Garð- ars Thors Cortes óperusöngvara. Jór- unn var dóttir Magnúsar, b. á Hrauni í Ölfusi, bróður Jórunnar, langömmu Steindórs bílakóngs, afa Geirs Ha- arde, fyrrv. forsætisráðherra. Magn- ús var sonur Magnúsar, hreppstjóra í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm. á Breiðabólstað í Ölfusi Ingimundar- sonar, b. í Hólum Bergssonar, ættföð- ur Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Jónínu var Sigurbjörg, systir Sigríðar, langömmu Harðar Sigurgestssonar, fyrrv. forstjóra Eimskips. Sigurbjörg var einnig systir Ingveldar, ömmu Sig- urðar Árnasonar skipherra og lang- ömmu Páls Jenssonar prófessors og Mörtu Guðjónsdóttur varaborgarfull- trúa. Sigubjörg var dóttir Jóns, ættföð- ur Setbergsættar Guðmundssonar, b. í Miðdal í Mosfellssveit Eiríkssonar, bróður Einars, langafa Sigríðar, móð- ur Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Jóns á Setbergi var Guðbjörg Jóns- dóttir, b. í Hörgsholti Magnússonar, ættföður Hörgsholtsættar. Kristín, móðir Björns er dóttir Benjamíns Eggertssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og Steinunnar Svein- björnsdóttur, kaupkonu í Hafnarfirði. Eymundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvammstanga, á Akranesi og á Neskaupstað. Hann var í Grunnskóla Hvamms- tanga og Brekkubæjarskóla á Akranesi, stundaði nám við Verk- menntaskóla Austurlands og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hann stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í þeirri grein, stund- aði síðan nám í kerfisfræði við Há- skólann í Reykjavík og lauk prófum sem kerfisfræðingur árið 2000 og stundar nú MA-nám í fjármálum við Háskólann í Reykjavík með fram störfum. Eymundur fór til sjós sextán ára og var háseti á frystitogurum á unglings- og menntaskólaárunum. Hann hóf störf við tölvu- og upp- lýsingatækni um árið 2000 og hefur sinnt slíkum störfum síðan, s.s. hjá Kaupþingi; Straumi – Burðarás og loks hjá Íslandsbanka. Fjölskylda Eiginkona Eymundar er Guðrún María Traustadóttir, f. 10.6. 1971, við- skiptafræðingur hjá Verdis – Verð- bréfaverslun. Börn Eymundar og Guðrúnar Maríu eru Koldís María Eymund- ardóttir, f. 4.6. 2001; Hrafn Alex Ey- mundsson, f. 27.7. 2006; Þórdís Tinna Eymundardóttir, f. 13 12. 2010. Hálfbræður Eymundar, samfeðra, eru Stefán Már Björnsson, f. 31.7. 1976, nemi í Reykjavík; Sævar Már Björnsson, f. 13.7. 1979, skrifstofu- maður í Kópavogi. Hálfsystkini Eymundar, sam- mæðra, eru Sigurjón Ragnar Kára- son, f. 24.5. 1965, mjólkurfræðingur og starfsmaður hjá Actavis, búsettur í Hafnarfirði; Ingvar Júlíus Tryggvason, f. 9.10. 1975, starfsmaður hjá Nýherja, búsettur í Hafnarfirði; Ragnhildur Tryggvadóttir, f. 9.8. 1978, skrifstofu- maður hjá Síldarvinnslunni á Nes- kaupstað, búsett á Neskaupstað; Erla Kolbrún Óskarsdóttir, f. 9.4. 1985, nemi, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Eymundar eru Björn Ey- mundsson, f. 22.1. 1942, sjómaður og trilluútgerðarmaður, búsettur á Höfn í Hornafirði, og Sigurrós Ríkharðsdótt- ir, f. 1.4. 1947, sjúkraliði í Hafnarfirði. Björn Guðmundsson Heilsugæslulæknir í Hvammi í Kópavogi Eymundur Björnsson Upplýsingatæknir hjá Íslandsbanka Birna G. Guðmundsdóttir Húsfreyja að Krithóli í Skagafirði Jón Geir Sævarsson Markaðsstjóri hjá Sambíóunum 60 ára á sunnudag 40 ára á föstudag 70 ára á föstudag 40 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.