Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 42
42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 1.–3. júlí 2011 Helgarblað L eonard Lake fæddist 20. júlí 1946. Það stolt sem móðir hans reyndi að innræta hon- um, ungum að árum, gagn- vart mannslíkamanum átti eftir að taka á sig afar ýkta og afbrigði- lega mynd. Móðir hans hvatti hann til að taka ljósmyndir af nöktum stúlk- um og á meðal þeirra sem sátu fyr- ir hjá honum voru systur hans og frænkur. „Stoltið“ breyttist með tíð og tíma í klámfíkn og á unglingsárunum neyddi hann systur sínar til kynmaka gegn því að hann verði þær fyrir Do- nald, ofbeldisfullum yngri bróður þeirra. Á sama tíma opinberaði Leon- ard hrifningu á því að halda þræla. Leonard gekk í bandaríska herinn 1966 og fór til Víetnam þar sem hann starfaði sem ratsjármaður og á sama tíma undirgekkst hann sálfræðimeð- ferð vegna óskilgreindra geðrænna vandamála og var burtskráður úr hernum 1971. Að herþjónustu lokinni flutti hann til San Jose, kvæntist og gat sér orð- stír sem kynóður byssuáhugamaður. Í sérstöku uppáhaldi hjá Leonard var að kvikmynda senur sem inniheldu fjötrakynlíf með öðrum konum en eiginkonunni, og þess var skammt að bíða að þau skildu. Árið 1980 fékk Leonard eins árs skilorðsbundinn dóm fyrir stuld á byggingarefni og ári síðar flutti hann ásamt annarri eigin- konu sinni til sambýlis í Ukiah í Kali- forníu. Á býlinu var iðkaður „endur- reisnar“-lífsstíll og gekk fólk þar um í miðaldaklæðnaði og reyndi jafn- vel að búa til einhyrninga með því að framkvæma skurðaðgerðir á geitum. Skömmu eftir komu sína til Ukiah lágu saman leiðir Leonards og Charlies Ng. Slæmur félagsskapur Charlie fæddist í Hong Kong 1961, var sonur auðugra foreldra, sífellt í vandræðum og hafði verið rekinn úr tveimur skólum með skít og skömm. Í seinna skiptið úr dýrum einkaskóla á Englandi. Eftir að hafa verið gripinn við búðarhnupl fór hann til Kaliforníu og skráði sig í herinn eftir að hafa log- ið til um fæðingarstað sinn, sem hann sagði vera Bloomington í Indiana-ríki. Charlie var sérfræðingur í sjálfs- varnarlist og leit á sig sem „ninja“- stríðsmann sem væri fæddur til að berjast og umræðuefni hans tengd- ust ávallt ofbeldi í einni eða annarri mynd. Síðla árs 1979 var hann handtek- inn eftir að hafa látið greipar sópa um vopnageymslu bandaríska hersins á Hawaii. Honum tókst að flýja rétt- arhöld vegna málsins og var skráður sem liðhlaupi. Um þetta leyti svaraði hann auglýsingu í hernaðartímariti. Auglýsingin var frá Leonard Lake. Þrátt fyrir kynþáttafordóma Leon- ards náðu kumpánarnir vel saman og má ætla að fordómar Leonards hafi eingöngu tengst þeldökku fólki. Þeir hófu að safna vopnum í gríð og erg og í apríl 1982 voru þeir handteknir í kjölfar leitar alríkislögregl- unnar á býlinu í Ukiah. Leonard var sleppt gegn tryggingu og fór undir eins í felur og þvældist um Kaliforníu undir hinum ýmsu nöfnum, en önnur eiginkona hans hafði sagt skilið við hann eftir hand- tökuna. Charlie Ng var skráður sem liðhlaupi og flótta- maður og var neitað um lausn gegn tryggingu. Hann náði engu að síður samkomu- lagi við ákæruvaldið; játaði sig sekan um þjófnað gegn því að hann afplán- aði aðeins þrjú ár af fjórtán. Hann sat inni í átján mánuði og slapp við að verða vísað úr landi með því að vísa í uppdiktaðan fæðingarstað í skýrslum hersins. Charlie beið ekki boðanna og fór rakleiðis til Kaliforníu til fundar við Leonard Lake. Ef þú elskar eitthvað... Þegar þar var komið sögu var Leon- ard búinn að koma sér fyrir í skóg- lendi skammt frá Wilseyville og hafði með aðstoð nágranna byggt víggirt byrgi þar sem hann geymdi ólögleg vopn og stolinn myndbandsbúnað. Hann skráði allar hugdettur sínar í dagbækur og þeirra á meðal „Aðgerð Miranda“ sem snérist um að koma upp safni þræla sem skyldu sinna öll- um hans þörfum í kjölfar kjarnorku- stríðs. Á meðal þess sem hann skrifaði í dagbækurnar var: „Guð ætlaði kon- um að elda, þrífa og til kynlífs. Og þeg- ar þær eru ekki í notkun ætti að loka þær inni.“ n Leonard Lake var frá San Francisco n Móðir hans vildi vekja með honum hrifningu á mannslíkamanum n Leonard komst í kynni við Charlie Ng og saman myrtu þeir fjölda manns Leonard og CharLie Eitt sem iðulega kom fyrir í dag- bókunum var setning sem hófst á kunnuglegum nótum: „Ef þú elskar eitthvað gefðu því frelsi.“, en endaði á „Ef það kemur ekki til baka skaltu elta það uppi og drepa það.“ Beinagrindur í skápnum Það var ekki fyrr en eftir dauða Leon- ards Lake að í ljós kom hvað hann hafði verið að bardúsa við. Dauða hans bar reyndar að með undarlegum hætti því 2. júní 1985 hringdi starfsmaður timb- urverslunar í San Francisco í lögregl- una og tilkynnti um búðarhnupl; mað- ur, austurlenskur í útliti, hafði yfirgefið verslunina með töng án þess að greiða fyrir hana. Hann hafði sett töngina í farangursrými Honda-bifreiðar þar skammt frá og síðan flúið. Hondan var enn á staðnum þegar lögregluna bar að og við stýrið sat skeggjaður hvítur maður sem framvísaði skilríkjum með nafninu Robin Stapley. Myndin líktist manninum ekki hið minnsta og í far- angursrýminu fann lögreglan töngina og skammbyssu. Í varðhaldi forðaðist „Stapley“ að svara spurningum lögreglunnar og eftir nokkrar klukkustundir bað hann um vatnssopa. Vatnið notaði hann til að skola niður blásýrutöflu sem hann hafði falið í beltissylgjunni. Hann var í dái í nokkra daga á spítala og dó síð- an drottni sínum. Fingraför leiddu í ljós að um var að ræða Leonard Lake og ökuskírteinið sem hann hafði fram- vísað tilheyrði manni sem ekkert hafði spurst til í nokkrar vikur. Hondan til- heyrði manni að nafni Paul Cosner, bílasala sem horfið hafði í nóvember 1984. Rannsókn leiddi lögregluna til aðseturs Leonards í Wilseyville þar sem fundust pyntingartæki, dagbæk- ur og myndbandsupptökutæki sem skráð voru á Harvey Dubs, ljósmynd- ara frá San Francisco sem hafði horfið ásamt eiginkonu og barnungum syni í júlí 1984. Óviljugar leikkonur Lögreglan fann óhugnanlegar kvik- myndir sem sýndu ungum konum hótað, nauðgað og misþyrmt; einni svo hrottalega að ómögulegt var að hún hefði lifað af. Aðalstjörnur kvik- myndanna voru Leonard Lake og Charlie Ng, en lögreglunni tókst fljót- lega að bera kennsl á eitt fórnarlamb- anna; Deboruh Dubs, eiginkonu ljós- myndarans Harvey Dubs. Síðar kom í ljós að ein hinna óvilj- ugu leikkvenna var Brenda O'Connor sem hafði búið skammt frá Leonard ásamt eiginmanni og syni. O'Connor-fjölskyldan ku hafa þekkt Leonard undir nafninu Charles Gunn- ar. Gunnar þessi hafði reyndar verið til, hann hafði verið svaramaður í brúð- kaupi Leonards og seinni konu hans og hafði síðast sést á lífi árið 1983. Sagan segir að Brenda hafi óttast „Gunnar“ og sagt vinum sínum að hún hefði séð til hans þar sem hann gróf lík í skóginum. Í stað þess að hafa samband við lög- regluna hafði eiginmaður hennar beð- ið áðurnefndan Robin Stapley að búa hjá þeim, þeim til verndar. Öll fjögur hurfu í maí 1985. Enn ein kvennanna á upptökum Leonards var 18 ára stúlka, Kathleen Allen, sem hafði kynnst Leonard og Charlie í gegnum félaga Leonards úr hernum, Mike Carroll. Leonard hafði komið á vinnustað Kathleen og tjáð henni að Mike hefði orðið fyrir skoti og væri særður og hann skyldi fara með hana til hans. Það var það síðasta sem til hennar sást. Fjöldi fórnarlamba Lögreglan fann einnig ljósmyndir af 21 ungri konu. Sex kvennanna fund- ust síðar á lífi en til hinna hefur ekkert spurst. Leit lögreglunnar færðist með tíð og tíma frá byrgi Leonards út í skóg- lendið. Þar fannst bifreið sem skráð var á mann sem hafði horfið. Í júníbyrjun fundust hlutar fjögurra beinagrinda skammt frá byrginu og um miðjan mánuð leifar fimmta fórnarlambsins. Einnig fundust brunnar beinaleifar, þar á meðal ungbarnstönn. Líkams- leifar sjötta fórnarlambsins fundust 19. júní og varð lítið lát á. Þegar upp var staðið taldi lögreglan að Leonard Lake og Charlie Ng hefðu verið viðriðnir hvarf 25 manns, þeirra á meðal Mikes Carroll sem hafði samþykkt að klæð- ast hommalegum fatnaði og útvega með þeim hætti Charlie fórnarlömb til að myrða. Þegar Charlie þreyttist á því drap hann Mike. Talið er að fyrsta fórnarlamb Leon- ards hafi verið hans eigin bróðir, Do- nald, því ekkert hafði til hans spurst síðan hann heimsótti Leonard í júlí 1983. Hinn 29. nóvember, 1988, úrskurð- aði kanadískur dómari að Charlie Ng skyldi framseldur til Bandaríkjanna svo unnt yrði að rétta yfir honum vegna 19 ákæruatriða í Kaliforníu. Charlie áfrýjaði úrskurðinum en hafði ekki er- indi sem erfiði. Charlie var sakfelldur fyrir ellefu morð og dæmdur til dauða. Hann er nú á dauðadeild í ríkisfangelsinu í San Quentin. Þjáist af sjaldgæfum kvilla: Nauðgaði í svefni Stephen Davies, 43 ára Breti, hefur verið ákærður fyrir að nauðga sextán ára gamalli stúlku. Davies neitar hins vegar sök í málinu því hann segist þjást af sjaldgæfum kvilla sem lýsir sér þannig að hann sækir í kynlíf meðan hann sefur – óafvitandi. Davies, sem býr í Pembro- keshire í Wales, er ákærður fyrir að nauðga stúlkunni þann 7. september 2009. Stúlkan hafði lagst til svefns í rúmi Davies seint að nóttu til en vaknað þegar Davies hafði mök við hana. Ekki kemur nákvæmlega fram í frétt Daily Mail hvort eða hvernig Davies þekkti stúlkuna eða hvers vegna hún lagðist til svefns í rúmi hans. Málið er nú fyrir dómstólum í Swansea í Wales og segist Davies hafa þjáðst af umræddum kvilla í fjöldamörg ár. Tveir fyrrverandi makar hans báru meðal annars vitni fyrir dómnum og staðfestu framburð Davies – að hann hefði átt það til að sækja í kynlíf meðan hann var í djúpum svefni. Chris Idzikowski, sérfræð- ingur í svefnröskunum, bar einnig vitni fyrir dómnum og sagði að sexsomnia falli í sama flokk og svefnganga sem fjögur prósent full- orðinna þjást af. Mun færri, eða um eitt prósent, þjáist af þeirri svefnröskun sem Davies segist vera haldinn. Fullorðnir karlmenn – sem sofa mjög djúpt – sýni helst umrædd einkenni, að sækja í kynlíf í svefni. Saksóknari í málinu segir hins vegar að brotavilji Davies hafi verið einbeittur. Hann hafi talað við stúlkuna meðan á nauðguninni stóð og kallað hana „graða tík“ samkvæmt frétt Daily Mail. Þá hafi hann farið úr rúminu, hitað sér vatn í hraðsuðukatli, áður en hann kom aftur og nauðgaði stúlkunni. Það sýni að Davies hafi allan tímann vitað hvað hann var að gera. Dómur í málinu verður kveðinn upp á næstu vikum. „Guð ætlaði konum að elda, þrífa og til kynlífs. Og þeg- ar þær eru ekki í notkun ætti að loka þær inni. Charlie Ng og Leonard Lake Í sameiningu frömdu þeir óhugnanleg illvirki í byrgi Leonards.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.