Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 52
Deilur Samsung og Apple ná nýjum hæðum: Vilja láta banna innflutning á iPhone 52 | Tækni Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Justin Timberlake eignast í MySpace Justin Timberlake, tónlistarmaðurinn sem lék Facebook-gúrúinn Sean Parker í kvikmyndinni The Social Network, hefur tekið við virkum eignarhlut í MySpace, einum helsta keppinaut Facebook til margra ára. Þetta kom fram í Twitter-færslu sem Mike Jones, fráfarandi forstjóri MySpace, setti á síðuna hjá sér á fimmtudag. Fréttavefurinn TechCrunch greindi svo frá því að Timberlake muni spila stóran þátt í að endurhugsa virkni samfélagssíðunnar sem hefur tugi milljóna notenda. Ný Tumblr-viðbót fyrir iPhone Tumblr hefur sent frá sér nýja viðbót fyrir iPhone-snjallsíma frá Apple. Viðbót fyrirtækisins var endurhönnuð frá grunni og skilar það sér í breyttu og bættu viðmóti fyrir notendur. Hún gefur líka í fyrsta skipti tækifæri á að stjórna fleiri en einum Tumblr-aðgangi í einu, skjárinn snýst eins og síminn, hægt er að svara skilaboðum og vista drög að færslum. Viðbótin notar einnig símaskrá notenda til að hjálpa þeim að finna þá notendur Tumblr sem þeir þekkja fyrir. HP TouchPad ekki nógu góð Erlendir fréttamiðlar birtu fyrstu umfjallanir sínar um HP TouchPad webOS3.0 sem á að vera svar fyrirtækisins við iPad 2 spjald- tölvunni frá Apple. Þó að einkunnagjafir erlendra miðla á tölvunni séu flestar á bilinu 2,5 stjörnur af 5 til 7,5 stjörnur af 10 er nær enginn sem mælir með því að fólk kaupi frekar TouchPad en iPad. Matthew Miller, hjá ZDNet, segir tölvuna vera fína en að hún henti einna helst þeim sem hafi óbeit á Apple. Segir hann einnig að ef HP ætli sér ekki að gera stórkostlegar endurbætur á TouchPad sé þetta bara enn ein græjan sem styrki stöðu Apple á spjaldtölvumarkaðnum. G oogle svipti á þriðjudag hul­ unni af nýrri samfélagssíðu sem á að vera svar fyrirtæk­ isins við Facebook. Síðan hefur enn ekki verið opn­ uð almenningi en valdir notendur Google hafa fengið aðgang að henni til reynslu. Síðan ber heitið Google+. Þetta er ekki fyrsta tilraun Google til að ráðast inn á markaðssvæði Face­ book en fyrri tilraunir fyrirtækisins – Google Wave og Google Buzz – hafa ekki náð neinni fótfestu. Núna gæti hins vegar eitthvað annað verið uppi á teningnum. „Við verðum að endurhugsa hvernig við deilum efni á netinu,“ sagði Vic Gundotra, framkvæmda­ stjóri tæknisviðs Google, í frétta­ tilkynningu vegna Google+. „Aðrir félagsmiðlar hafa gert fólki erfitt fyrir að deila völdu efni með litlum hópi fólks,“ bætti hann við og skaut þann­ ig á tilraunir Facebook, stærstu sam­ félagssíðu heims, til að leyfa fólki að búa til vinahópa. Fjórir einkennandi eiginleikar Circles, sem á íslensku myndi þýð­ ast sem hringir, gerir notendum kleift að koma vinum sínum í vef­ samfélaginu fyrir í sérstökum hóp­ um. Þannig geta notendur sett sam­ an vinahringi á auðveldari hátt en þekkist á Facebook, sem býður fólki að flokka vini sína sérstaklega. Fleiri möguleikar eru þá í boði til að nota þessa vinahringi til að stjórna hvað hver og einn vinur á síðunni sér af því efni sem sett er inn. Hangouts gefur vinum svo tæki­ færi til að detta inn í hópsamtöl hver með öðrum þar sem hægt er að tengja saman vefmyndavélar. Þannig getur samtal varað endalaust þó að einhverjir hætti í því og aðrir byrji. Þannig geta heilu vinahóparn­ ir hangið saman án þess að fara frá tölvunni. Í Google+ er annað svip­ að tól sem gerir fólki kleift að senda hópskilaboð og textaspjall á heilan vinahring. Sparks tengir svo saman fólk úr ólíkum áttum með tilliti til áhuga­ sviða. Þannig getur Google+ nýst fólki sem vill kynnast nýju fólki með svipuð áhugamál. Ekki allir sannfærðir Þó að Google+ sé án efa strax orðin besta tilraun fyrirtækisins til að ráð­ ast inn á samfélagssíðumarkaðinn eru ekki allir sannfærðir um að fyrir­ tækinu takist ætlunarverk sitt. „Fólk hefur þegar búið sér til félagsnet á Facebook – að biðja það um að gera slíkt net upp á nýtt gæti verið vanda­ mál,“ segir Debra Aho Williamson, yfirmaður hjá fyrirtækinu eMarketer, í samtali við Associated Press. Google hefur áður nefnilega lent í vandræðum við að fá fólk til að nota samfélagslausnir sínar og er ekki langt síðan að Google neyddist til að semja í dómsmáli sem hafði ver­ ið höfðað gegn þeim vegna Google Buzz. Fyrirtækinu var stefnt fyrir að gera alla notendur Gmail, póstþjón­ ustu Google, að notendum Google Buzz. Ekki voru allir sammála því að sú aðferð Google til að fá notendur á samfélagsmiðilinn væri í samræmi við lög. Þriðja tilraun Google að samfélagssíðu n Google með metnaðarfulla tilraun til að komast inn á samfélagssíðumarkaðinn n Reynir að búa til nýtt Facebook n Lítur betur út við fyrstu sýn en fyrri tilraunir fyrirtækisins Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Helstu eiginleikarnir Þetta er útskýringamyndin sem Google hefur birt í tengslum við virkni Google+. „Við verðum að endurhugsa hvernig við deilum efni á netinu. Samsung hefur farið fram á við bandarísk yfirvöld að þau banni innflutning á iPhone, iPad og iPod frá Apple. Kemur krafan í kjölfar langvinnrar deilu á milli fyrirtækj­ anna vegna einkaleyfa á tækni­ lausnum sem bæði fyrirtækin nota í vörur sínar. Fyrirtækin hafa stefnt hvort öðru fyrir dómstóla vegna deilunnar. Í kröfunni kemur fram að Samsung telji Apple nota fimm lausnir sem fyrirtækið eigi einka­ leyfi á og sé þannig brotlegt við lög. Deila fyrirtækjanna hófst í apríl á síðasta ári þegar Apple höfðaði mál á hendur Samsung fyrir dóm­ stól í Kaliforníu í Bandaríkjunum vegna Galaxy­línu fyrirtækisins. Vildu stjórnendur Apple meina að Gal axy­línan væri alltof lík iPhone og iPad vörum Apple. Samsung brást ókvæða við og höfðaði mál á hendur Apple fyrir sama dómstóli vegna brota á lögum um einkaleyfi. Í síðustu viku höfðaði svo Apple mál fyrir suðurkóreskum dómstólum, en Samsung er með höfuðstöðvar sínar þar í landi. Deilurnar eru sérstaklega at­ hyglisverðar í ljósi þess að Samsung framleiðir ekki bara sín eigin tæki heldur míkróflögur sem Apple notar í eigin tæki. Viðskiptin á milli Sam­ sung og Apple skiluðu andvirði 655 milljarða króna í kassann hjá Sam­ sung. Undanfarið hefur suðurkór­ eska fyrirtækið stækkað mjög hratt og náð ótrúlega góðum árangri á snjallsímamarkaðinum á stuttum tíma. Spilar Galaxy­línan, sem deil­ urnar snúast að miklu leyti um, þar stórt hlutverk. Ekki eru miklar líkur á að krafan verði samþykkt á næstunni því áður en yfirvöld í Bandaríkj­ unum geta tekið hana til greina þurfa þau að kanna málsrök Sam­ sung í þaula. Það gæti tekið talsvert langan tíma þar sem um mjög flók­ ið mál er að ræða. Þriðja tilraunin Vic Gundotra, framkvæmdastjóri tæknisviðs Google, tók þátt í þróun á síðustu tilraun Google til að komast inn á samfélagssíðumarkaðinn en það var Google Buzz. Skype fyrir Android Skype, sem Microsoft hyggst kaupa fyrir 8,5 milljarða dala, kynnti á fimmtudag nýja þjónustu fyrir Android-snjallsímanotendur. Fyrirtækið býður viðbót við stýrikerfið sem gerir notendum kleift að hringja frí mynd- símtöl í aðra Skype-notendur. Með nýju viðbótinni geta Android-notendur í fyrsta sinn hringt myndsímtöl í Skype-notendur sem nota iPhone-snjallsíma. „Við erum stað- ráðin í því að koma Skype-myndsímtölum til eins margra notenda og hægt er og eins fljótt og auðið er,“ sagði markaðsstjóri Skype, Neil Stevens, í yfirlýsingu. Byrjaði allt hjá Apple Apple hóf deiluna með því að fara í mál við Samsung vegna Galaxy-línu suðurkóreska fyrirtækisins en Apple þótti línan líkjast iPhone og iPad helst til mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.