Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Helgarblað 1.–3. júní 2011 fólkið sem dópið drap Birgir Elís Birgisson 29 ára frá Reykjavík - Fæddur 7.6.1981 Dáinn 29.1.2010 n Birgir Elís var veikur frá fæðingu og hafði sigrast hetju- lega á tveimur alvarlegum sjúkdómum. Honum er lýst sem góðum, vinalegum og elskulegum dreng sem var góður við alla, bæði menn og dýr. „Hann fór að fikta við að reykja hass sem unglingur og á þremur árum þróaðist það út í sterk efni og hann var í þeim fram á síðasta dag,“ segir Birgir faðir hans. Birgir segir son sinn hafa notað öll þau efni sem hann hafi komist yfir. „Það var bara allt. Læknadóp og svo þessi hörðu efni sem fást á götunni.“ Birgir Elís hafði marg oft farið í meðferð en aldrei haldist edrú lengur en í nokkra mánuði. Faðir hans segist ekki vita hvað nákvæmlega hafi dregið son hans til dauða, þar sem að nú rúmu ári eftir að hann lést hafi hann ekki enn fengið að sjá niðurstöður krufningarskýrslu. „Hann lést í heimahúsi þar sem fólk var að dópa, það er það eina sem ég veit.“ Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir 18 ára frá Reykjavík - Fædd 22.12.1992 Dáin 3.6.2010 n Sigrún lést eftir að hafa fengið ofskammt af morfínlyfi. Hún byrjaði að ung að fikta við að reykja hass og drekka áfengi. Hún sogaðist eftir það hratt inn í heim fíkla í undirheimum Reykjavíkur. Sigrún fékk dauðaskammtinn frá kærasta sínum, sem var þrettán árum eldri en hún og langt leiddur morfínfíkill. „Ég veit að hún væri á lífi í dag hefði hún ekki kynnst þessum manni,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson faðir hennar. Kærasti hennar var fíkill sem hafði mikinn aðgang að lyfjum, þar á meðal morfíni. „Það breytti neyslu hennar að hún kynntist þessum manni því hún hafði aldrei notað efni líkt og hann var að nota. Hún var heltekin af honum. Hann truflaði alla hennar vinnu við að reyna að verða edrú.“ Fíknin breytti Sigrúnu Mjöll mikið að sögn Jóhannesar. „Hún umbreyttist þegar hún var komin í neyslu. Ég þekkti hana ekki, hún var svo ólík sjálfri sér. En þegar hún var edrú þá fékk ég lífsglöðu og duglegu stelpuna mína aftur. Þessi stelpa elskaði lífið. Hún vildi verða gömul kona og ætlaði að gera fullt af hlutum. Ég er stoltur af mörgu því sem henni tókst á sinni stuttu lífsleið. Hún átti alveg gífurlega von, ég gerði alltaf ráð fyrir því að hún myndi ná langt. Hún hefði orðið fyrirtaks blaðamaður, krafturinn í henni var bara svo mikill. Þetta átti ekki að gerast svona,“ segir Jóhannes. Birgitta Íris Harðardóttir 22 ára frá Akureyri - Fædd 24.4.1981 Dáin 25.8.2003 n „Hún var ótrúlega orkumikil og mjög ákveðin sem barn. Hún var mjög glaðlynd, stundaði fimleika og átti mjög stóran vinahóp. Hún var mjög skemmtilegt barn,“ segir Helena Harðardóttir systir hennar. Foreldrar Birgittu Írisar létust með níu mánaða millibili þegar hún var aðeins tólf ára gömul sem var mikið áfall fyrir hana og systkini hennar. „Eftir það fór að halla undan fæti og hún fann sig aldrei í lífinu.“ Helena segir Birgittu hafa byrjað að drekka upp úr fermingu og að þau systkinin hafi séð í hvað stefndi þótt þau óraði ekki fyrir því hversu djúpt í neyslu hún færi. „Bróðir okkar reyndi að koma henni inn á Stuðla þegar hún var fimmtán ára en henni var vísað frá vegna þess að það var svo stutt í að hún yrði sextán ára sem þá var sjálfræðisald- urinn. Þá í rauninni voru okkur allar dyr lokaðar. Þegar hún var átján ára kynntist hún eldri manni sem fór mjög illa með hana. Hann misnotaði hana hrikalega og eiginlega drap hana í eitt skiptið. Hún kærði hann og hann fékk þriggja ára dóm, en um leið og hún kynntist þessum manni fór að halla undan fæti og hún sökk alltaf dýpra í neysluna.“ Birgitta lést í íbúð á Klapparstíg í ágúst 2003 þá tuttugu og tveggja ára gömul. Banamein hennar var ofskammtur af völdum kókaíns. Maður sem var staddur í íbúðinni þegar Birgitta lést hlaut átján mánaða dóm fyrir að hafa ekki komið henni til hjálpar. Fórnarlömb fíkniefna Þ etta eru svo margir. Það eru ekki bara þessir örfáu sem hefur verið fjallað um,“ seg- ir móðir ungs eiturlyfjafík- ils sem dó af völdum fíkni- efnaneyslu. Hún er í sömu sporum og margir aðrir foreldrar sem horft hafa á eftir börnum sínum inn í harðan heim fíkniefna. „Það vantar klárlega úrræði. Dóttir mín fór á Vog sautján ára og það passaði ekki að vera sautján ára unglingur og sitja með spilafíklum, alkóhólistum og svo framvegis. Ég held að það vanti tilfinnanlega sérhæfðari úrræði,“ segir hún. Dóttir konunnar lést 22 ára að aldri eftir að hafa verið í AA- samtökunum frá 18 ára aldri. „Það sem bjargaði henni á sín- um tíma var 12 spora húsið á Skóla- vörðustígnum. Það kom henni út úr eiturlyfjum. Einu skilyrðin til að fá að vera þar var að sækja fundi og vera edrú. Þarna var alls konar fólk og þetta einhvern veginn kom henni á réttan kjöl,“ segir móðirin en dóttir hennar var laus við fíkni- efni um nokkuð langt skeið. „Henni fannst litið niður á sig inni á Vogi og henni fannst óþægilegt að vera þar. Þetta eru svo ólíkir heimar. Fyrir 17 ára ungling að sitja og hlusta á fjöl- skylduföður sem er búinn að drekka sig frá konu og þremur börnum, þau skilja þetta ekki. Þau eru bara á allt öðrum stað í lífinu.“ Í áralangri baráttu fyrir réttlæti Önnur móðir lýsir svipaðri reynslu. „Ég er alltaf að en fæ aldrei nein svör,“ segir Ingveldur Gísladótt- ir, móðir Andreu. „Það var ég sem kærði lækni sem varð til þess að hann missti lyflækningaleyfið og er búin að vera að berjast við land- læknisembættið upp á að fá lyfja- skrána hennar Andreu. Núna er ég alveg strand því ég kemst ekki að landlæknisembættinu. Það virð- ist vera ósnertanlegt. Fyrir fjórum árum síðan fann ég svo mikið af umbúðum undan lyfjum hjá henni,“ segir hún. Hún hefur staðið í ára- langri baráttu og vill réttlæti fyrir dóttur sína. „Einn daginn var skrifað upp á 210 töflur af rítalíni en svo var hell- ingur af kössum á annarri dagsetn- ingu. Eftir smá umhugsun hringdi ég í landlæknisembættið og vildi fá að segja landlækni frá þessu. Í þrjár vik- ur hringdi ég á hverjum degi þar til ég varð svo reið að ég fór með þetta í sjónvarpið. Ég hélt að ég væri að kæra ákveðinn mann því hann var læknirinn hennar og ég vissi að hún fékk svo mikið af lyfjum frá honum. En svo kom í ljós að þetta var frá öðr- um lækni. Sá læknir var síðan svo ósvífinn að hringja í mig og biðja mig um að koma á skrifstofuna til sín að ræða þessi mál. Ég sagðist ekkert hafa við hann að tala. Þá spurði hann hvort mér þætti ekki betra að hún fengi lyfin frá sér en á götunni. Ég sagði jú, að sjálfsögðu ef hún þyrfti að sækja skammtinn sinn daglega eða annan hvern dag. En ekki að hún fengi margfaldan dauðaskammt hjá honum á einum degi.“ Segir úrræði vanta fyrir unga fíkla „Það sem vantar og hefur verið mikið í umræðunni er úrræði fyr- ir þessa ungu fíkla þar sem þeim er ekki blandað saman við þessa hörðu neytendur. Því það er bara skóli fyrir þá hvernig þeir eigi að halda áfram. Þær sögðu mér það báðar systurnar, segir móðir sem missti tvær dætur sínar af völdum fíkniefna á innan við Mæður sem misstu börnin sín n Foreldrar segja frá n Læknir skrifaði upp á 210 töflur af rítalíni Heimur fíknarinnar Nokkrar af þeim mæðrum sem hafa misst börn sín vegna neyslu fíkniefna segja vanta sértæk meðferðarúr- ræði fyrir unga fíkla. „Þessir krakkar þurfa að læra að vera edrú. Læra að lifa edrú, vinna og vera manneskjur edrú. ári. „Þessir krakkar þurfa að læra að vera edrú. Læra að lifa edrú, vinna og vera manneskjur edrú. Það þýð- ir ekkert að láta bara renna af þeim. Hafa þau kannski í mánuð í ein- hverju prógrammi og senda þau svo í bæinn. Sum eru heppin og komast í verndað húsnæði, önnur ekki. Þau vita ekkert í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessi grey. Þau kunna ekki að haga sér edrú. Til dæmis þegar eldri dóttir mín var edrú um tíma og bjó hjá mér, þá fór hún í felur þegar fólk kom í heimsókn. Henni fannst hún ekki geta talað við fólk því hún væri svo vitlaus. Það þarf að kenna þeim upp á nýtt og byggja þau upp. Ef það væri hægt væri hægt að bjarga mörgum manneskjum.“ Ein móðir segir sorglegt hversu miklir fordómar ríki innan kerfisins í garð fíkla. „Maður lenti stundum í því þegar maður var að fara með aðra hvora þeirra á sjúkrahús að það var litið á mann með fyrirlitn- ingu. Og það er sárt, voðalega sárt. Því það fyrirlítur þau enginn eins mikið og þau sjálf.“ hanna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.