Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 37
Viðtal | 37Helgarblað 1.–3. júlí 2011 og ég endurheimti hann aldrei aft- ur. Hann vildi ekki koma með okkur í ungbarnasund og ég skildi ekkert af hverju. Ég fattaði það síðan þegar ég vissi þetta að það var af því að hann var allur í sprautuförum.“ Gekk á milli lækna og fékk lyf Klara segir það vera ótrúlegt hversu greitt aðgengi hann hafði að lyfjum. „Í gegnum barnsföður minn opnað- ist fyrir mér heimur sem hafði ver- ið mér alveg hulinn fram að þessu. Það er að segja, þau samskipti sem virkir fíklar eiga við læknana sína. Sá dans sem læknar og fíklar stíga oft saman getur verið óhugnanlegur og ég tek ofan fyrir Jóhannesi Kr. Krist- jánssyni sem svipti hulunni af þess- um heimi í Kastljósi. Ég var þakklát fyrir þessa umræðu því hún er löngu tímabær.“ Hún segir það hafa verið auð- velt fyrir hann að útvega sér þau lyf sem hann vildi. „Þeir héldu áfram að skrifa upp á lyfin fyrir hann þó þeir vissu í hvaða tilgangi það væri. Læknarnir horfðu einfaldlega upp á barnsföður minn veslast upp og héldu áfram að rífa fram lyfseðla. Hann missti samtals 35 kíló á sex mánuðum. Samt héldu læknarn- ir áfram að skrifa út lyf. Hann var með þrjá lækna, sem ég veit um, sem hann gekk á milli og fékk lyf hjá.“ Fjármagnaði neysluna með innbrotum Eftir að Klara komst að því að barns- faðir hennar væri fallinn varð sam- búðin erfið. „Hann gjörbreyttist. Maðurinn var orðinn hættulegur, í raun óþekkjanlegur. Ég vissi ekki lengur hvaða maður þetta var. Dásamlegi vinurinn minn og fal- legi maðurinn minn bara hvarf. Sá drengur sem ég kynntist hvarf þegar hann fékk fyrsta lyfseðilinn í hend- ur eftir tveggja ára óslitna edrú- mennsku. Snorri hafði ekkert vald yfir sjúkdómnum og gerði vissulega allt til þess að fjármagna neysluna. Það kostar gríðarlega mikinn pen- ing að vera í neyslu og fíklar svífast einskis þegar fjármagn og eiturlyf eru annars vegar. Þannig er sjúkdómur- inn og það hefur ekkert með mann- gerð eða persónueinkenni að gera. Fíkn er banvænn sjúkdómur. Undir lokin lifði hann á innbrotum og rán- um til að fjármagna neysluna.“ Lokaði á hann Þá varð hún að velja. Hún gæti ekki boðið barninu þeirra upp á þetta líf. „Á endanum sleit ég algerlega öll- um samskiptum við hann. Ég varð að setja litla barnið okkar í fyrsta sæti. Það hættulegasta sem aðstand- andi gerir þegar fíkill er orðinn það langt leiddur að dauðinn blasir við, er að halda línunni opinni. Alkóhól- ismi eirir engum og hann var orð- inn hættulegur umhverfi sínu und- ir lokin. Ég bannaði honum því að koma og ég bannaði honum að tala við okkur. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert því um leið og ég lokaði á hann kvaddi ég einn besta vin sem ég hef átt um ævina.“ Það var ekki auðvelt fyrir Klöru að loka dyrunum. „Ég lét handtaka hann heima hjá mér og hann var borinn út í handjárnum, meðan við barnið horfðum á. Það var í síðasta skipti sem ég sá hann á lífi,“ segir hún þungt hugsi. Hún segist hafa vitað að hann væri að deyja. „Ég gerði mér grein fyrir því að maðurinn minn var að deyja og að þeirri þróun fengi enginn mannlegur máttur snúið við.“ Fann fyrir létti þegar hann dó Það var svo 8. ágúst 2009 að hún fékk sím- tal. Barnsfaðir hennar var dá- inn. Hann var 29 ára gam- all þegar hann kvaddi þennan heim. „Hann dó vegna lang- varandi notk- unar rítalíns og morfínskyldra lyfja. Líkaminn bara gaf sig,“ segir hún og seg- ist hafa fund- ið fyrir djúpum, sorglegum létti þegar hún heyrði fréttirnar. „Þegar lögreglumaðurinn sagði þessi orð við mig þá upplifði ég þennan skelfi- lega og sára létti. Mér fannst eins og heimurinn hefði staðnæmst; með öðrum orðum: Þetta er búið. Lokaðu augunum, ástin mín. Nú er komið að mér að vaka yfir drengnum. Barátt- unni er lokið. Hefði hann aldrei fengið fyrsta lyfseðilinn í hendur þá væri hann á lífi. Maður með þrettán dóma og meðferðir að baki.“ Vissi að hann væri að deyja Hún segist hafa fundið að hann væri búinn að gefast upp. „Ég fann að hann hafði gefist upp. Hann var bara farinn. Það voru svo sterk tengsl á milli okkar að ég fann það. Ég vissi að hann væri að deyja. Mig dreymdi mjög sterkan draum nokkrum dög- um áður en hann dó og þegar ég vaknaði vissi ég að við vorum að koma að leiðarlokum. Ég gat engum sagt frá þessu, en ég vissi að biðin væri á enda. Að einhver breyting yrði á næstu dögum.“ Við andlátið segir Klara að fyrir- gefningin hafi komið sterkt upp í huga hennar. „Ég tók þá ákvörðun að kveðja besta vin sem ég hef nokkru sinni átt á virðingarverðan og falleg- an hátt. Ég vissi að skrefin út kirkju- gólfið yrðu okkar síðustu í þessu lífi og því lagði ég metnað í allan þann undirbúning sem kom í minn hlut við jarðarförina. Ég lagði öll ágrein- ingsmál til hliðar, því ég hafði um tvennt að velja. Láta heiftina ráða för eða horfa í ljósið og ganga þessi síð- ustu skref í nafni kærleika, þakklát fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Drengurinn okkar var 13 mánaða gamall þegar faðir hans dó af völd- um uppáskrifaðra lyfja sem hann fékk frá íslenskum læknum. Og hann fékk fallega útför. Karlmannlega og glæsta. Í minningunni skiptir það eitt máli.“ Sættust í draumum eftir andlátið Það sat þó í henni að það hafði ver- ið illt á milli þeirra. „Við skildum í illu. Það er ógerlegt að eiga friðsæl samskipti við virkan fíkil, sérstak- lega þegar fjölskylduhagsmunir eru í húfi. Við vorum þó mjög náin. Það var mjög sterk vinátta á milli okkar.“ Hún segir að þrátt fyrir sterka teng- ingu þeirra á milli hafi líka verið mikil reiði á báða bóga. „Hann var reiður yfir því að ég lokaði á hann og ég var öskureið því mér var óskiljan- legt hvers vegna hann gat ekki hætt neyslu.“ Klara segir að eins einkennilega og það kunni að hljóma hafi þau leyst sín deilumál í gegnum drauma. „Ég er mjög draumsterk og mig dreymdi hann stanslaust í tvær vikur eftir að hann dó. Ég var örmagna þegar ég vaknaði á hverjum morgni en þakk- lát fyrir samtölin sem við áttum með- an ég svaf. Við gerðum okkar mál upp eftir andlát hans. Við settumst niður í draumunum og við ræddum andlátið og það ósætti sem hafði ríkt á milli okkar. Á endanum náðum við sáttum meðan ég svaf. Svona gerð- um við upp okkar mál. Mér þykir vænt um þetta uppgjör og það mun fylgja mér til æviloka.“ Skvettir kaffi á gröf hans Hún segir það svo hafa verið í síð- asta draumnum sem þau kvöddust endanlega. „Í síðasta draumnum sem mig dreymdi um hann kvaddi ég hann með þeim orðum að ég væri þakklát fyrir þá hlýju sem hann sýndi mér og sagði honum hvað mér þætti vænt um hann. Ég sagði hon- um að hann yrði alltaf vinur minn. Sagði honum frá öllu því góða sem mér hefði þótt vænt um. Því lengur sem ég talaði um þakklæti mitt því lengra fór hann inn í ljósið þar til hann hvarf á endanum inn í það. Þá vissi ég að hlýjan hafði gert honum kleift að kveðja. Ég held hann hafi sótt þetta sterkt á mig því fyrirgefn- ingin og sáttin var honum mikilvæg að lokum. Mig hefur aldrei dreymt hann aftur. Sömu orðin og ég fór með í síðasta draumnum lét ég áletra á legsteininn hans. Þar stend- ur „Þú verður alltaf vinur minn“, og fyrir kemur að ég skrepp út í garð með kaffi sem ég skvetti á gröfina meðan ég blaðra út í loftið og segi honum af afrekum Galdurs. Ástvinir hafa óteljandi leiðir til að tala við þá sem eru farnir. Þetta er mín leið.“ Litið niður á konur sem eru kvenlegar Klara er mikil baráttumanneskja og lætur ekki deigan síga þó að lífið hafi stundum reynt á. Hún hefur sterkar skoðanir á kvenmönnum og hvernig konur eigi að fá að vera. Hún segist vera femínisti. „Femínismi á sér svo mörg og ólík andlit og femínísk bar- áttumál kvenna eru vissulega kyn- slóðabundin. Við erum ekki í spor- um Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, við erum á allt öðrum stað. Þessar konur voru stórkostlegar og ruddu björgum úr vegi með einurð og ákveðni einni saman en tímarnir eru breyttir í dag.“ Hún vill meina að það sé litið nið- ur á konur sem vilja vera kvenlegar. „Það andlit femínisma sem er mjög ríkjandi á Íslandi í dag tekur mið af því að kvenlegir eiginleikar séu á einhvern hátt niðurlægjandi. Þetta finnst mér skelfileg þróun. Að blíða sé merki um veikleika og að þrá eftir ást sé merki um veiklyndi. Að það að vilja vera rómantísk sé eitthvers kon- ar merki um neikvæðna undirgefni og veikleika. Þetta finnst mér mjög sárt því að þetta andlit femínisma finnst mér njörva konur mjög niður og tak- marka tilfinningaleg réttindi þeirra.“ „Djöfulsins skinkan þín“ Hún segir umræðuna vera farna að snúa konum hverri gegn annarri. „Mér finnst það ofsalega fyndið og um leið átakanlegt hvað það er hlaup- in mikil harka í umræðuna. Í stað þess að standa saman sem konur, þá eru konur farnar að snúast hver gegn annarri. Gagnrýni kvenna á kvenlega hegðun hverrar annarrar er orðin að baráttumáli og ummælin sem eru lát- in falla eru oft á tíðum særandi. Þessi viðhorf auka enn fremur á sundrung í kvennabaráttunni og færa okkur fjær þeim baráttumarkmiðum sem við þyrftum að ná sem heild. Árásir kvenna hverrar á aðra með niðrandi ummælum eins og „djöfulsins skink- an þín“ og „helvítis femínistapík- an þín“ eru óskiljanleg níðyrði sem gera konur hverja fráhverfa annarri. Skinkum er nauðgað líka og femín- istar eru fallegar konur upp til hópa. Þessir sömu fordómar munu grafa undan samstöðu kvenna og á endan- um brjóta þá góðu vinnu á bak aftur sem konur fyrri kynslóða lögðu á sig svo komandi kynslóðir mættu njóta fremri réttinda. Íslensk réttindabar- átta er orðin innræktuð og afskræmd á tíðum því hún er farin að beina spjótum sínum gegn konum.“ Réttindi kvenna að fá að rækta kynbundna eiginleika sína Klara vill meina að allar konur séu femínistar. „Allar konur eru femínist- ar. Femínismi er ekkert annað en lífs- skoðanir kvenna á eigin réttindum. En hver eru í raun réttindi kvenna? Eru réttindi kvenna ekki þau að mega rækta meðfædda og kvenbundna eig- inleika sína? Er eitthvað neikvætt við það? Er það þá orðið skammarlegt ef ég er með sítt hár eða klæðist stuttu pilsi á síðkvöldi? Á ég ekki að nota varalit þar sem slíkt er merki um und- irlægjuhátt? Get ég einungis náð sett- um markmiðum ef ég gæti þess í hví- vetna að líta ekki vel út ef ég afneita þrá minni eftir nánd og hlýju?“ Jafnréttisbarátta fyrir útvalda saumaklúbba Hún segist hafa verið gagnrýnd fyr- ir skoðanir sínar. Hún fylgist þó lítið með umræðunni og setji því meiri orku í að halda ótrauð áfram. „Gagn- rýnin fær mig þó til að velta því fyrir mér hvort jafnréttisbarátta íslenskra kvenna falli einungis undir ákveðna forréttindahópa sem eru sam- stíga í skoðunum. Eða hvort réttindi kvenna og þar með talinna yfirlýstra femínista geti fallið undir allar konur. Til hvaða kvenna ná þessi réttindi? Gildir margumtalað jafnrétti um alla kvenþjóðina eða einungis einhverja saumaklúbba úti í bæ? Eru þær kon- ur sem aðhyllast raungreinar, sækja í ábyrgðarfullar stjórnunarstöður og bæla kvenlega eiginleika sína einu konurnar sem njóta virðingar? Eða getur þjóðfélagið sæst á það að ein- hverjar konur sækja í hjónband og húsmóðurhlutverkið, því það sama hlutverk veitir þeim gleði og lífsfyll- ingu?“ spyr hún og greinilegt er að þetta er henni hjartans mál. Erótísk í hugsun og orðum „Femínismi fjallar alltaf um réttindi kvenna. Óskiptan rétt allra kvenna til að njóta sambærilegrar virðingar og karlmenn gera að mati harðlínufem- ínista. Að mínu mati er réttur kvenna meðal annars sá að fá að fylgja sín- um kvenlegu eiginleikum. Engin kona ætti nokkru sinni að þurfa að bæla kvenlega eiginleika og tilhneig- ingar niður til að falla í kramið eða ná einhverju skipulögðu þjóðfélagslegu markmiði. Ég er fædd sem kona og krefst virðingar fyrir því sama af hálfu kynsystra minna. Ég er erótísk í hugs- un og orðum. Ég er rómantísk og get jafnvel verið væmin. Við megum ekki gleyma því að kynhvötin, erótíkin, lostinn og tælingin er órjúfanlegur hluti af heilbrigðu lífsferli. Kynhvöt- in er vandmeðfarið „element“ en á sama tíma er kynlíf hornsteinn alls mannlífs á jörðu. Án þessara hluta væri ekkert okkar hér og það er ekk- ert skammarlegt við það eitt, að vilja ganga í augun á hinu kyninu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna kynþokki er orðinn skammaryrði í dag. Þetta er skelfileg þróun.“ Ég bý yfir öllum þeim eiginleik- um sem konur búa yfir og mér þykir vænt um þá eiginleika. Ég get alveg verið jafn rétthá karlmanni þó ég af- sali mér ekki kvenlegum eiginleik- um. Ég þarf ekki að hegða mér eins og karlmaður til að geta staðið jafn- fætis strákunum. Ég ætla að fá að vera kona með öllu sem því fylgir og þeim réttindum afsala ég mér ekki.“ Femínstafélagið vill ekki koma í viðtal Hún segist hafa reynt að hafa sam- band við Femínistafélag Íslands og óskað eftir viðtali við þær til að ræða stöðu femínismans á Íslandi. „Ég vildi taka viðtal við þær fyrir bleikt. is þar sem ég sagðist gjarna vilja ræða þessi mál. Ég hringdi til þeirra og sendi í kjölfarið viðtalsbeiðni þar sem ég óskaði eftir formlegu við- tali og sagði þar að ég vildi gjarnan ræða við fulltrúa Femínistafélags- ins um þá stöðu sem íslenskar kon- ur búa við í dag og þær skorður sem samfélagið setur þeim. Í skriflegri beiðni minni sagði ég að mér þætti full þörf á að ræða þá dómhörku sem íslenskar konur beita í garð annarra íslenskra kvenna og þær kynferðis- legu skírskotanir sem settar eru fram í niðrandi samhengi, þegar aðilar eru á ólíku máli. Jafnvel út af störf- um þessara kvenna. Ég setti þetta niður á blað fyrir þremur vikum og sendi þeim og hef ekki enn fengið svar. Það þykir mér afar leitt, því um- rædd þögn undirstrikar þá kenningu mína, að réttindi kvenna einskorðist við ákveðna þjóðfélagshópa, en ekki allar íslenskar konur sem heild, óháð stétt, áhugamálum og stöðu.“ Konur sem dæma eiga slæma reynslu að baki Klara segist ekki dæma kynsystur sínar fyrir að vera á annarri skoðun en hún. „Þær konur sem ganga hvað harðast fram í jafnréttisumræð- unni og fordæma kvenlega hegðun, eiga að öllum líkindum einhverja reynslu að baki í einkalífinu sem enginn getur gert sér í hugarlund. Hér á ég vissulega ekki við yfirlýsta femínista og þær konur sem sitja í ráði Femínistafélagsins, sem hafa komið ófáum baráttumálum í gegn sem eru virðingarverð. Heldur þær nafnlausu konur sem rita níðpistla á netinu og skrá sig undir dulnefnum á íslenskum umræðusíðum á net- inu. Um leið og við lesum yfir þau skrif, megum við aldrei gleyma því að þessar konur búa við misjafnar aðstæður og hegða sér í samræmi við þá reynslu sem þær hafa lagt að baki. Sú reynsla hefur að öllum lík- indum mótað þær og gert að verk- um að skoðanir þeirra eru af þess- um meiði,“ segir hún. Lánsöm í einkalífinu Hún telur sig sjálfa hafa verið heppna í einkalífinu og það kunni á einhvern hátt að móta skoðanir hennar. „Sjálf hef ég aldrei orðið undir í samskipt- um við karlmenn. Ég hef reynd- ar einkar jákvæða reynslu að baki í einkalífinu. Ég hef verið lánsöm í makavali og lagt rækt við persónu- bundna eiginleika mína án saman- burðar við hitt kynið og að sama skapi litast mín lífsviðhorf af því. Í þessum ólíku viðhorfum sem endurspegla persónubundna reynslu tel ég mun- inn vera fólginn.“ viktoria@dv.is „Kynhvötin, erótík- in, lostinn og tæl- ingin er órjúfanlegur hluti af heilbrigðu lífsferli. Rósa í rósabaði Klara segist aldrei hafa þekkt neitt annað en að vera dóttir Rósu Ingólfsdóttur. Hún hafi verið umdeild og misskilin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.