Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 30
É g neita að gefast upp. Ég ætla að trúa á þjóð mína. Enda á ég vart annan kost. Já, þetta ætla ég að megna, þrátt fyrir að ennþá gangi hér lausir glæpahundar studdir af lögum sem byggt er á samtryggingarákvæð- um stjórnarskrár helmingaskipta- veldisins. Og jafnvel þótt ég sjái á hverjum einasta degi fólk sem hef- ur óheiðarleika að leiðarljósi, ætla ég ekki að gefa eftir mína veiku von. Í dag er það að vísu eitt og annað sem böggar mig. Ég hef t.a.m. megn- ustu vantrú á tilboðsæði og afslátta- blekkingu. Allt er auglýst á tilboði og svo er afsláttur af hinu og þessu. Og þetta er svo grátbroslegt og svo vill- andi hugsun að það hálfa væri líklega helmingi meira en nóg. Verðið sem ég greiði fyrir vöruna er það verð sem ég greiði. Sama hvað tautar og raula. Reyndar myndi ég vilja að það batterí sem á að tryggja neytenda- vernd, myndi hreinlega banna til- boð, útsölur, afslætti og annað slíkt kjaftæði. Ja, ekki nema kaupmenn yrðu þá neyddir til að auglýsa okur þegar tilboða nýtur ekki við. Og svo mætti hugsa sér að auglýst yrði „of- urokur“ fyrir jólin og „okurtilboð“. En með slíkri mótvægisaðgerð væri hægt að tryggja neytendavernd og gefa fólki rétta mynd af hinu eigin- lega okri. Og þannig gæfist okur- búllueigendum kostur á að sýna, í einni og sömu andránni, sitt rétta andlit og sinn innri mann. Heiðar- leikinn þolir engan afslátt. Allt þetta tal um okur og fals leiðir hugann að útlitsdýrkun þeirri sem heltekið hefur mína ágætu þjóð núna í seinni tíð. Sam- kvæmt lögmáli markaðar komp- lexanna, á fólk að líta vel út, lifa á sýndarmennsku og gleyma innri fegurð. Helst á fólk að baða sig uppúr brúnkukremi og láta ýkja allar útlínur með gerviefnum og lýtaaðgerðum hins ímyndaða full- komleika. Við látum bjóða okkur andlega megrun, heiladauða og siðblindu. Við leyfum viðbjóðslegri hugsun hræsnaranna að lita samfélagið og ef okkur er sagt að líta í eigin barm og skoða grandgæfilega þá manns- mynd sem við okkur blasir, þá gríp- um við í tómt. Það er ekki til neitt nema stöðluð ímynd hins ríka Ís- lendings. Að falla í kramið – vera á andlegri útsölu alla ævi – láta ferma sig, gifta og jarða eftir öllum kúnst- arinnar okurreglum samfélags sem er gjörsneitt einlægum tilfinning- um en uppfullt af lydduhætti og loddaraskap – það er málið. Á innri fegurð átt þú völ ef ekkert slæmt þig glepur en útlitsdýrkun er það böl sem allar sálir drepur. 30 | Umræða 1.–3. júlí 2011 Helgarblað „Einn hellti yfir mig úr öskubakka og sagði mér að drullast til þess að þrífa þetta upp - hann borgaði launin mín.“ n Kristín Sóley Kristinsdóttir verkstjóri hjá Háskólavöllum segist hafa orðið fyrir aðkasti að hálfu íbúa á Ásbrú, Háskóla- vallasvæðinu í Reykjanesbæ. - DV „Vit eru betri enn Ísland“ n Færeyingar eru komnir upp fyrir Ísland á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Þeim leiðist það ekki. Sportal.fo „Kæru vinir, ég var að byrja hér - lofaður sé Jesú Kristur! Með bænum mínum og blessun, Benedictus XVI.“ n Benedikt sextándi páfi er kominn á Twitter. Svona hljóðar þýðing af fyrstu færslunni hans. - Twitter „Við í Víkinni svífumst einskis til þess að klára þetta verkefni, sem er að halda liðinu uppi.“ n Knattspyrnudeild Víkings ætlar að fá til liðs við sig leikmenn til þess að styrkja karlaliðið fyrir komandi átök í deildinni. - Vísir.is Sekir en sýknaðir Leiðari Bókstaflega Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar „xxx Okurtilboð og innri fegurð Skáldið skrifar Kristján Hreinsson„Við látum bjóða okkur andlega megrun, heiladauða og siðblindu. Davíð og Alexander n Lesendur Morgunblaðsins hafa tekið eftir því að Davíð Oddsson færist stöðugt í aukana við að tjá andstyggð á ríkis- stjórninni og Evrópusambandinu í leiðurum blaðs- ins. Svo langt gekk hann í vikunni að hóta Olli Rehn, fyrrum stækkun- arstjóra Evrópu- sambandsins, með reiði Alexand- ers mikla, vegna áhrifa evrunnar á stöðu Grikklands. „Sá hefði verið vís til að leysa úr tauga- veiklunartilvistarkreppu Olla,“ skrifaði Davíð. Alexander mikli var þekktur fyrir að drepa jafnvel bestu vini sína. Innan sagnfræðinnar er hann álitinn skólabókardæmi um vænisýki og mik- ilmennskubrjálæði. Halli græðir n Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktur sem Halli í Botnleðju, hækkaði nýverið um 363 þúsund krónur í mánaðarlaun- um við það eitt að yfirgefa starf deild- arstjóra í leikskóla og helga sig barátt- unni fyrir kjörum leikskólakenn- ara sem formaður félagsins. Hann fór úr 290 þúsund- um í 653 þúsund. „Þetta eru reyndar laun sem leikskóla- kennarar eiga skilið að fá,“ sagði Halli í samtali við Pressuna, en einhvern veginn hefur stjórnendum stéttarfélaga gengið miklu betur að semja fyrir sjálfa sig en skjólstæðinga sína. Lögregla án dómgreindar n Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hefur varið þá ákvörðun sína að leyfa barnaníðingi að ganga laus í heilt ár. Vörn Ólafs var að ætlunin hefði verið að koma í veg fyrir umfjöll- un fjölmiðla um málið, sem gæti aukið vanlíðan fórnarlambsins. Ólafur þótti sýna dómgreindarleysi í yfirlýsingunni, enda var dóm- greindarleysi hans tilefni umfjöllunar- innar. Annað dæmi um það var þegar lögreglan á Selfossi tróð svokölluðum þvaglegg upp í konu með valdi, þegar hún neitaði að gefa þvagprufu vegna meints ölvunaraksturs. Bestu svikin n Talið er að reykvísk heimili spari níu milljarða árlega með tíu prósent aukn- ingu hjólreiða á kostnað akandi um- ferðar. Því samein- uðust allir flokkar um mikla fjölgun hjólastíga. Meiri- hluti Besta flokks og Samfylkingar hefur hins vegar svikist undan, við lítinn fögnuð um- hverfissinnaða sjálfstæðismannsins Gísla Marteins Baldurssonar. Hann hjólaði í Samfylk- inguna, enda lofaði hún ekki að svíkja loforð eins og Besti flokkurinn. Sandkorn TRyggvAgöTu 11, 101 ReykjAvÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Nýfallinn sýknudómur í Exeter Holdings-málinu í Héraðs-dómi Reykjavíkur er áfall fyr- ir embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar. Málið er eitt það einfald- asta og skýrasta sem embættið hefur rannsakað – auk máls Baldurs Guð- laugssonar – og allir málavextir brot- anna liggja ljósir fyrir: Af hverju brot- in voru framin, hverjir frömdu þau og hverjir græddu á þeim. Fyrst meirihluti dómsins var ekki sammála því mati sérstaks saksókn- ara að lögbrot hefðu átt sér stað í þessu einfalda máli má ætla að embættið muni lenda í meiri erfiðleikum í flókn- ari málum sem snúa að markaðsmis- notkun með hlutabréf Kaupþings og Glitnis og annað slíkt. Sérstakur saksóknari getur því allt eins „pakk- að saman“ og lagt embættið niður ef dómurinn verður staðfestur í Hæsta- rétti, eins og Vilhjálmur Bjarnason komst að orði. Í Exeter-málinu er þó ekki við ákæruvaldið að sakast. Dómurinn í málinu gefur greinargóða mynd af tilgangi Exeter-viðskiptanna. Sýknu- dómurinn snýst því ekki um meinta vanhæfni embætti sérstaks saksókn- ara heldur um sérstaka rökhugsun tveggja dómara í málinu, Arngríms Ís- berg og Einars Ingimundarsonar, sem sýknuðu þá Jón Þorstein Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson. Lykilsetningin í dómnum, sem Hæstiréttur Íslands þarf að taka af- stöðu til, er eftirfarandi: „Ákærðu brutu vissulega gegn verklagsreglum sparisjóðsins, en það eitt leiðir ekki til þess að ályktað verði að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína og stefna fé sparisjóðs- ins í stórfellda hættu eins og þeir eru ákærðir fyrir.“ Niðurstaða dómsins er því að Jón Þorsteinn og Ragnar Z. hafi gerst sekir um að brjóta reglur Byrs en að ósannað sé að þeir hafi brotið lög. Þetta er sérstök ályktun í ljósi þess að ítrekað kemur fram í dómnum að Jón Þorsteinn og Ragnar áttu hluta þeirra stofnfjárbréfa í Byr sem þeir létu Byr lána Exeter Holdings rúm- an milljarð króna til kaupa. Jón Þor- steinn og Ragnar Z. voru í „persónu- legum ábyrgðum“ fyrir lánum frá MP Banka sem þeir höfðu notað til að kaupa stofnfjárbréfin sem síðar voru seld inn í Exeter Holdings með lánum sem þeir sjálfir veittu. Þeir Jón Þor- steinn og Ragnar Z. skáru því sjálfa sig úr snörunni með Exeter Holdings-við- skiptunum. Þá ber að nefna að aðal- eigandi MP Banka, Margeir Pétursson, var „sáttur“ við viðskiptin þar sem þau „löguðu lausafjárstöðu bankans“, eins og það er orðað í dómnum. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart að Styrmir Bragason, forstjóri MP Banka, lagði línurnar í Exeter-snúningnum. Allir græddu því á viðskiptunum nema Byr sem tapaði milljarði. Misnotkun Jóns Þorsteins og Ragn- ars Z. blasir því við: Hefðu aðrir stofn- fjáreigendur í Byr, sem ekki stýrðu fjár- málafyrirtækjum og höfðu því ekki greiðan aðgang að digrum sjóðum, getað látið Byr bjarga sér fyrir horn með þessum hætti? Nei: Jón Þorsteinn og Ragnar Z. gátu gert það í krafti að- stöðu sinnar sem stjórnendur Byrs. Þriðji dómarinn, Ragnheiður Harðar- dóttir, byggði sératkvæði sitt um sak- fellingu á þessum forsendum og dró eftirfarandi ályktun: „Þegar framan- greint er virt verður að líta svo á að ákærðu hafi með lánveitingunni mis- notað aðstöðu sína í sparisjóðnum sjálfum sér og öðrum til ávinnings …“ Staðreyndir málsins, líkt og Ragn- heiður bendir á, sýna að þeir Jón Þor- steinn og Ragnar Z. misnotuðu að- stöðu sína og að þess vegna hefði átt að sakfella þá. Hæstiréttur Íslands hlýtur að líta með gagnrýnni augum á stað- reyndir málsins og álykta út frá þeim. Exeter-málið snýst því ekki lengur um sannanir fyrir brotum – þær liggja fyr- ir – heldur um skynsamlegar og réttar ályktanir dómara út frá staðreyndum. e itt af því sem er óþolandi við það að búa í Norður-Amer- íku er að reyna að komast að því hvað hlutirnir kosta. Vilji maður til dæmis fá sér kaffibolla kostar hann sumstaðar ekki nema 1.99 dollara, sem er frekar ódýrt. En ofan á bætist síðan skatturinn, sem er reiknaður aukalega, og oftar en ekki þjónustugjald ofan á það. Boll- inn er þar með ekki aðeins orðinn talsvert dýrari en til stóð, heldur er klinkið sem maður er búin að vera að tína til í röðinni orðið lítils virði og maður þarð að byrja upp á nýtt á meðan aðrir bíða. Þetta kerfi er ekki aðeins erfitt í útreikningum, heldur hefur það lík- lega áhrif á það hvernig fólk skilur verðgildi hlutana. Hið „eðlilega“ verð bollans er þá 1.99, en síðan kemur tollurinn ofan á, sem manni finnst ósanngjarn aukakostnaður. Ef til vill er þetta ein ástæða þess hvað Banda- ríkjamönnum er illa við skatta og all- ir keppast við að lofa skattalækkun- um fyrir næstu kosningar, jafnvel þó að ríkið sé skuldugt sem aldrei fyrr. Reagan lifir enn í BNA Repúblíkanar eru fastir í sínum Reagan-isma og telja að skattalækk- anir á hina ríku sé allra meina bót, að með þessum hætti komist meiri pen- ingar í umferð og efla hagkerfið þó löngu sé búið að afsanna þá kenn- ingu í reynd. Skattalækkanir fyrir hina ríku auka misskiptingu en skila sér seint til annarra, það er neysla al- mennings sem þrátt fyrir allt heldur efnahagskerfinu gangandi í hagkerfi sem byggir í auknum mæli á þjón- ustu. Obama vill heldur ekki takast á við vandann og forðast að auka skatta á miðstéttarfólk, sem eru jú hans helstu bakhjarlar. Þó eru kannski einhverjir kost- ir sem fylgja því að skatturinn sé settur á aukalega. Í hvert sinn sem kvartað er undan háu verðlagi á Ís- landi kenna kaupmenn skattinum um, og það þrátt fyrir að hlutirnir haldi áfram að hækka þó að skattar séu lækkaðir. Þann 1. mars árið 2007 urðu tímamót á Íslandi þegar mat- vöruskattur var lækkaður um helm- ing, frá 14 og niður í 7 prósent. Þetta hefði átt að leiða til talsverðrar lækk- unar á matvöruverði, en erfitt er að sjá að slíkt hafi átt sér stað. Ástæð- urnar eru einfaldar. Kaupmenn ein- faldlega hækka vörurnar áður en til lækkana kemur og lækka þær síð- an aftur í upprunalegt verð. Jafn- vel þegar vörur lækka raunverulega líður ekki á löngu þar til þær fara að hækka á ný. Hvað ræður verðinu? Í markaðshagkerfi eru það nefnilega ekki skattar sem ráða matvöruverði, heldur samkeppni. Þar sem sam- keppni er lítil sem enginn, eins og rauninn er á matvörumarkaðnum á Íslandi, hljóta kaupmenn að sjá hag sinn í því að selja vörurnar eins dýrt og þeir hugsanlega geta, því ekki er mögulegt fyrir neytendur að fara annað. Lægri skattar þýða þá fyrst og fremst að meira fer í vasa kaup- manna og minna í vasa ríkissjóðs, og þar af leiðandi í skóla, spítala og ann- að sem ríkið heldur úti. Hugmynd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um að samræma virðis- aukaskatt í 20 prósentum mun því að öllum líkindum ekki hafa mikil áhrif á verðlag á Íslandi, en hugsanlega leiða til þess að tekjur sem annars hefðu lent í vasa auðmanna geti nýst til að halda velferðarkerfinu úti. Ameríska kerfið, þar sem skattur- inn er rukkaður sér, er kannski ekki svo vitlaust þegar allt kemur til alls ef reikningurinn í búðunum yrði sund- urliðaður enn frekar. Hvað myndi fólk segja ef framleiðslukostnaður væri einn liður og hagnaður stór- kaupmanna annar? Líklegt er að sá liður sé mun hærri en þessi sjö pró- sent sem renna til ríkisins. Kjallari Valur Gunnarsson Fyrir hvað er verið að borga? „Lægri skattar þýða þá fyrst og fremst að meira fer í vasa kaup- manna og minna í vasa ríkissjóðs, og þar af leið- andi í skóla, spítala og annað sem ríkið heldur úti. „Þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. skáru því sjálfa sig úr snörunni með Exeter Holdings-við- skiptunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.