Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Side 26
26 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað H arpa fæddist á Akureyri en ólst upp í Vogum við Hofsós. Hún var í Grunn- skólanum á Hofsósi, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, stundaði síðan nám við Viðskipta- og tölvuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 2001. Harpa ólst upp við öll almenn sveitastörf í Vogum. Hún stundaði verslunarstörf við dýraverslunina Furðufuglar og fylgifiskar í Reykja- vík og í Mosfellsbæ á árunum 2003– 2005. Hún stofnaði eigin gælu- dýraverslun á Ísafirði árið 2005 og starfrækti hana í eitt ár þar til hún seldi verslunina. Harpa flutti frá Ísafirði í Kópa- vog árið 2006 en hefur verið búsett í Reykjanesbæ frá 2010. Hún hefur stundað hundrækt frá 2002. Harpa starfar með Hundaræktarfélagi Ís- lands. Fjölskylda Unnusti Hörpu er Sveinn Gunnar Jónsson, f. 8.8. 1976, stálsmiður. Hálfbræður Hörpu, samfeðra, eru Þorleifur Þorbjörnsson, f. 16.7. 1990; Ómar Logi Þorbjörnsson, f. 28.4. 1994; Aron Þorbjörnsson, f. 19.9. 1997; Jón Birkir Þorbjörnsson, f. 12.11. 2002. Hálfbræður Hörpu, sammæðra, eru Daníel Eggertsson, f. 26.1. 1992; Grétar Þór Jónsson, f. 7.3. 1997. Foreldrar Hörpu: Þorbjörn Jóns- son, f. 23.1. 1958, vélstjóri á línu- bátnum Jóhönnu Gísladóttur RE, búsettur á Akranesi, og Alda Jó- hanna Stangeland, f. 10.7. 1964, d. 25.6. 2005, listakona í Reykjavík. Eig- inkona Þorbjörns og fósturmóðir Hörpu er Eyrún Helga Þorleifsdóttir, f. 2.9. 1966, hárgreiðslukona og kennari á Akranesi. B jörn Grétar fæddist í Sigurð- arhúsi á Eskifirði. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1949 og versl- unarskólaprófi frá Verslun- arskóla Íslands 1952, lauk kennara- skólaprófi frá Kennaraskóla Íslands 1955, var í Norska kennaraháskól- anum á Hlöðum í Þrándheimi 1958– 59, lauk handavinnukennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1967 og prófi í talkennslu í Norska sérkennslu- kennaraskólanum í Ósló 1973. Björn var kennari við Barna- og unglingaskólann á Búðum í Fá- skrúðsfirði 1955–56, var með Reykja- víkurumboð Tryggingastofnunar ríkisins, lífeyrisdeild 1956–58, var kennari við Barna- og unglingaskól- ann í Grindavík 1959–60, kennari á Reyðarfirði, við Barna- og unglinga- skólann á Búðareyri í Reyðarfirði 1960–61, var kennari við Vogaskóla í Reykjavík 1961–63, kennari við Barna- og unglingaskólann á Höfn í Hornafirði 1963–64, kennari við Barna- og unglingaskólann á Búðar- eyri í Reyðarfirði 1964–65 og aftur 1967–71 og var auk þess kennari við miðskólann Reyðarfirði 1970– 71, kennari við Ármúlaskóla (Gagn- fræðaskóla verknámsins) 1971–72 og frá 1973 og til starfsloka, 1998, og var hann talkennari í Reykjavíkurskóla- héraði við ýmsa skóla. Björn vann einnig margs kon- ar sumarstörf og var til að mynda stöðumælavörður hjá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar í fimm sumur. Björn hefur verið virkur þátttak- andi í félagsstörfum en ekki verða þau öll tíunduð hér. Meðal félaga sem hann starfaði í eru barna- stúkan á Fáskrúðsfirði, Framtíðin (æðstitemplar) frá 1986, Þingstúka Reykjavíkur, Stórstúka Íslands, Bind- indisfélag Kennaraskólans, Sam- band bindindisfélaga í skólum, Samtök skólamanna um bindindis- fræðslu, Kristilegt sjómannastarf, Kristinboðsfélag karla, KFUM og Gíd eonfélagið. Fjölskylda Björn kvæntist 21.12. 1970 Björgu Aasen, f. 16.1. 1940, forskólakenn- ara. Foreldrar Bjargar voru Hallvor Aasen, bóndi á Aasen á Þelamörk, og k.h., Tone, f. Gulbek, sem bæði eru látin. Björn og Björg skildu árið 1994. Börn Björns og Bjargar eru Veró- nika, f. 23.9. 1973, móttökuritari við Domus Medica, búsett í Reykjavík, er gift Jose Manuel C. Salvador, vél- smið, og eru börn þeirra Alexand- er Nigel Salvador, Antoníó Kristófer Salvador, Helena Marína Salvador og Valentína Rósa Salvador; Una Tone, f. 8.1. 1977, búsett í Reykjavík; Grétar Páll, f. 8.1. 1979, starfsmaður hjá Ísa- foldarprentsmiðju, búsettur í Reykja- vík en sonur hans er Víkingur Glói. Foreldrar Björns voru Eiríkur Ei- ríksson, f. 7.9. 1896, d. 12.12. 1973, sjómaður á Eskifirði, og k.h., Ásta Verónika Björnsdóttir, f. 20.7. 1893, d. 16.10. 1984, húsmóðir. Ætt Eiríkur var sonur Eiríks, vefara á Eski- firði Arasonar, bróður Ragnheiðar, móður Björgólfs Stefánssonar, skó- kaupmanns. Móðir Eiríks Eiríks- sonar var Kristín Magnúsdóttir, b. á Hvammi í Fáskrúðsfirði Árnasonar, langafa Ingimars Eydals, Finns Eydals og Gunnars Eydals, skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg. Móðir Kristínar var Rósa Jónsdóttir, b. á Hvammi Árnasonar, bróður Steinunnar, ömmu Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakobs, sóknarprests í Reykjavík Jónssona, föður Þórs veðurfræðings, Svövu rit- höfundar og Jökuls leikritaskálds, föð- ur Elísabetar skáldkonu og rithöfund- anna Illuga og Hrafns. Ásta var dóttir Björns, bókbindara og hreppstjóra á Sléttu í Reyðarfirði Jónssonar, pr. á Stað, bróður Þor- kels, afa Óskars Clausen rithöfund- ar, og langafa Lúðvíks Kristjánsson- ar, sagnfræðings og rithöfundar, og Arnar Clausen hrl. og Hauks Clausen tannlæknis, en annar bróðir Jóns var Gísli, faðir Eyjólfs, söðlasmiðs og b. í Borgarfirði auk þess sem systir Jóns var Ágústína Jóhanna skáldkona. Jón var sonur Eyjólfs, pr. í Snóksdal Gísla- sonar, pr. á Breiðabólstað Ólafssonar, biskups í Skálholti Gíslasonar. Móð- ir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, pr.og skálds á Bægisá Þorlákssonar, og Mar- grétar Bogadóttur, bróður Benedikts, föður Boga fræðimanns, ættföður Staðarfellsættar. Móðir Björns var Sigríður Oddsdóttir, b. á Atlastöðum Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Ingi- bjargar, móður Þorleifs Bjarnasonar námsstjóra. Móðir Sigríðar var Guð- rún, systir Þorleifs, langafa Örnólfs, föður Þorvarðar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Krabbameinsfélagsins. Þorleif- ur er einnig langafi Kristjáns, langafa Ólafs Hjartar. Guðrún var dóttir Þor- kels, b. í Gelti Jónssonar, b. á Vöðl- um Þorleifssonar, b. á Hóli Jónssonar. Móðir Þorleifs var Guðlaug Jónsdótt- ir, b. í Hjarðardal Jónssonar, og Krist- ínar Þorleifsdóttur, smiðs í Hjarðardal Sveinssonar, bróður Brynjólfs biskups. Móðir Ástu var Siggerður, systir Bóasar, föður Páls, afa Harðar Einars- sonar framkvæmdastjóra, og Kjartans Gunnarssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Björn G. Eiríksson Sérkennari og talkennari í Reykjavík Harpa Þorbjörnsdóttir Húsmóðir í Reykjanesbæ 30 ára á föstudag 80 ára á sunnudag S veinbjörn fæddist á Sel- fossi en ólst upp á Hvols- velli. Hann var í Hvols- skóla, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi og lauk þaðan prófum í vélvirkjun, lauk síðan sveinsprófi í vélvirkjun og stundar nú meistaranám í greininni. Sveinbjörn var í unglingavinnu á Hvolsvelli á grunnskólaárunum, starfaði hjá byggingarfyrirtækinu Krappa um skeið og síðan hjá verk- takafyrirtækinu Jóni og Tryggva. Hann hefur starfað við Vélsmiðj- una á Hvolsvelli sl. tíu ár. Sveinbjörn hefur starfað með björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli frá 1996. Fjölskylda Eiginkona Sveinbjörns er Árný Jóna Sigurðardóttir, f. 13.9. 1978, leikskóla- kennari og aðstoðarleikskólastjóri á Hvolsvelli. Börn Sveinbjörns og Árnýjar Jónu eru Emelía Sif Sveinbjörnsdóttir, f. 25.7. 2005; Sigurður Kári Sveinbjörns- son, f. 18.5. 2008; Oddný Sif Svein- björnsdóttir, f. 7.6. 2010. Systur Sveinbjörns eru Guðrún Ósk Birgisdóttir, f. 23.5. 1971, ritari hjá sýslumanni Rangárvallasýslu, búsett á Hvolsvelli; Guðfinna Björk Birgisdóttir, f. 23.7. 1974, ritari hjá sýslumanninum á Eskifirði. Foreldrar Sveinbjörns eru Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir, f. 21.11. 1951, starfsmaður hjá prjónastofunni Glófa á Hvolsvelli, og Birgir Óskarsson, f. 8.9. 1950, starfsmaður hjá trésmíða- fyrirtækinu Húskörlum á Hvolsvelli. Sveinbjörn Már Birgisson Vélvirki á Hvolsvelli 30 ára á föstudag S ævar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Melaskóla, Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands og Rimaskóla og stundaði nám við Einholtsskóla og var síðan í menntaskóla í Hollandi, The Amer- ican School of den Haag. Sævar starfaði hjá B&L um skeið þar sem hann hafði umsjón með notuðum bifreiðum, vann hjá N1 um tíma og var vaktstjóri hjá verslunum 10-11 en starfaði síðan við sambýli í Reykjavík. Sævar hefur stundað golf í tíu ár. Fjölskylda Systkini Sævars eru Þórey Björk Sigurðardótt- ir, f. 15.12. 1977, starfsmaður við hótel í Reykjavík. Foreldrar Sævars eru Sigurður Pálmason, f. 25.7. 1956, starfsmaður hjá IKEA í Hollandi, og Inga Árna- dóttir, f. 27.2. 1958, starfsmaður hjá IKEA í Hollandi. Sævar Pálmi Sigurðsson Starfsmaður við sambýli í Reykjavík 30 ára á laugardag Ó Ólafía er fædd í Reykjarfirði og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hún var við nám í hús- stjórnarfræðum að Löngu- mýri í Skagafirði. Ólafía var aðstoðarmatráðskona á Reykjalundi í einn vetur og ráðs- kona við Barna- og héraðsskólann á Reykjanesi í tvo vetur en var síð- an um árabil húsfreyja á gestkvæmu prestsheimili í Vatnsfirði. Ólafía hefur setið í stjórn Kven- félagsins Sunnu um langt árabil og verið endurskoðandi sveitarsjóðs og átt sæti í sveitarstjórn. Fjölskylda Ólafía giftist 6.10. 1957 Baldri Vil- helmssyni, f. 22.7. 1929, presti og síðar prófasti í Vatnsfirði. Foreldrar hans voru Vilhelm Erlendsson, póst- afgreiðslumaður á Hofsósi, og k.h., Hallfríður Pálmadóttir húsfreyja. Börn Ólafíu og Baldurs eru Hall- fríður, f. 25.9. 1957, bókasafnsfræð- ingur; Ragnheiður, f. 6.10. 1958, póst- hússtjóri á Ísafirði, gift Kristjáni B. Sigmundssyni vélstjóra og eiga þau tvö börn, Ólafíu og Baldur; Þorvald- ur, f. 5.11. 1959, lengi bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík; Stefán Oddur, f. 5.4. 1966, búsettur í Njarðvík; Guð- brandur, f. 2.5. 1968, veitingamaður á Ísafirði og á hann einn son. Ólafía átti áður Evlalíu S. Krist- jánsdóttur, f. 1.6. 1951, gift Jóhanni H. Jónssyni húsgagnasmið og eiga þau fjóra syni, Salvar, Jón Svan, Krist- ján Heiðar og Ragnar Karl. Systkini Ólafíu: Gróa Jóhanna, fyrrv. símstjóri á Arngerðareyri, var gift Halldóri Víglundssyni sem er lát- inn, smiði og vitaverði á Dalatanga og Hornbjargsvita; Hákon, fyrrv. bóndi og hreppstjóri í Reykjarfirði við Djúp, kvæntur Steinunni Ingi- marsdóttur; Sigríður, fyrrv. húsfreyja í Vigur, ekkja eftir Baldur Bjarnason, bónda og hreppstjóra í Vigur; Arn- dís, ljósmóðir, gift Júlíusi Jónssyni, bónda í Norðurhjáleigu í Álftaveri. Foreldrar Ólafíu voru Salvar Ólafsson, f. 4.7. 1888, d. 3.9. 1979, bóndi í Reykjarfirði við Djúp, og k.h., Ragnheiður Hákonardóttir, f. 16.8. 1901, d. 19.5. 1977, húsfreyja. Ætt Salvar var sonur Ólafs, b. í Reykjar- firði Jónssonar, og k.h., Evlalíu Krist- jánsdóttur húsfreyju. Ragnheiður var dóttir Hákonar Magnússonar. Móðir Hákonar var Arndís, systir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs. Arndís var einnig systir Böðvars, föður Bjarna hljómsveitar- stjóra, föður Ragnars söngvara. Annar bróðir Arndísar var Þórður, kaupmaður í Reykjavík, faðir Reg- ínu leikkonu og Sigurðar tónskálds, föður Þórðar, fyrrv. forstöðumanns Reiknistofnunar bankanna. Arndís var dóttir Bjarna, b. á Reykhólum Þórðarsonar. Ólafía Salvarsdóttir Húsfreyja í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 80 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.