Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Blaðsíða 26
26 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað H arpa fæddist á Akureyri en ólst upp í Vogum við Hofsós. Hún var í Grunn- skólanum á Hofsósi, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, stundaði síðan nám við Viðskipta- og tölvuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 2001. Harpa ólst upp við öll almenn sveitastörf í Vogum. Hún stundaði verslunarstörf við dýraverslunina Furðufuglar og fylgifiskar í Reykja- vík og í Mosfellsbæ á árunum 2003– 2005. Hún stofnaði eigin gælu- dýraverslun á Ísafirði árið 2005 og starfrækti hana í eitt ár þar til hún seldi verslunina. Harpa flutti frá Ísafirði í Kópa- vog árið 2006 en hefur verið búsett í Reykjanesbæ frá 2010. Hún hefur stundað hundrækt frá 2002. Harpa starfar með Hundaræktarfélagi Ís- lands. Fjölskylda Unnusti Hörpu er Sveinn Gunnar Jónsson, f. 8.8. 1976, stálsmiður. Hálfbræður Hörpu, samfeðra, eru Þorleifur Þorbjörnsson, f. 16.7. 1990; Ómar Logi Þorbjörnsson, f. 28.4. 1994; Aron Þorbjörnsson, f. 19.9. 1997; Jón Birkir Þorbjörnsson, f. 12.11. 2002. Hálfbræður Hörpu, sammæðra, eru Daníel Eggertsson, f. 26.1. 1992; Grétar Þór Jónsson, f. 7.3. 1997. Foreldrar Hörpu: Þorbjörn Jóns- son, f. 23.1. 1958, vélstjóri á línu- bátnum Jóhönnu Gísladóttur RE, búsettur á Akranesi, og Alda Jó- hanna Stangeland, f. 10.7. 1964, d. 25.6. 2005, listakona í Reykjavík. Eig- inkona Þorbjörns og fósturmóðir Hörpu er Eyrún Helga Þorleifsdóttir, f. 2.9. 1966, hárgreiðslukona og kennari á Akranesi. B jörn Grétar fæddist í Sigurð- arhúsi á Eskifirði. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1949 og versl- unarskólaprófi frá Verslun- arskóla Íslands 1952, lauk kennara- skólaprófi frá Kennaraskóla Íslands 1955, var í Norska kennaraháskól- anum á Hlöðum í Þrándheimi 1958– 59, lauk handavinnukennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1967 og prófi í talkennslu í Norska sérkennslu- kennaraskólanum í Ósló 1973. Björn var kennari við Barna- og unglingaskólann á Búðum í Fá- skrúðsfirði 1955–56, var með Reykja- víkurumboð Tryggingastofnunar ríkisins, lífeyrisdeild 1956–58, var kennari við Barna- og unglingaskól- ann í Grindavík 1959–60, kennari á Reyðarfirði, við Barna- og unglinga- skólann á Búðareyri í Reyðarfirði 1960–61, var kennari við Vogaskóla í Reykjavík 1961–63, kennari við Barna- og unglingaskólann á Höfn í Hornafirði 1963–64, kennari við Barna- og unglingaskólann á Búðar- eyri í Reyðarfirði 1964–65 og aftur 1967–71 og var auk þess kennari við miðskólann Reyðarfirði 1970– 71, kennari við Ármúlaskóla (Gagn- fræðaskóla verknámsins) 1971–72 og frá 1973 og til starfsloka, 1998, og var hann talkennari í Reykjavíkurskóla- héraði við ýmsa skóla. Björn vann einnig margs kon- ar sumarstörf og var til að mynda stöðumælavörður hjá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar í fimm sumur. Björn hefur verið virkur þátttak- andi í félagsstörfum en ekki verða þau öll tíunduð hér. Meðal félaga sem hann starfaði í eru barna- stúkan á Fáskrúðsfirði, Framtíðin (æðstitemplar) frá 1986, Þingstúka Reykjavíkur, Stórstúka Íslands, Bind- indisfélag Kennaraskólans, Sam- band bindindisfélaga í skólum, Samtök skólamanna um bindindis- fræðslu, Kristilegt sjómannastarf, Kristinboðsfélag karla, KFUM og Gíd eonfélagið. Fjölskylda Björn kvæntist 21.12. 1970 Björgu Aasen, f. 16.1. 1940, forskólakenn- ara. Foreldrar Bjargar voru Hallvor Aasen, bóndi á Aasen á Þelamörk, og k.h., Tone, f. Gulbek, sem bæði eru látin. Björn og Björg skildu árið 1994. Börn Björns og Bjargar eru Veró- nika, f. 23.9. 1973, móttökuritari við Domus Medica, búsett í Reykjavík, er gift Jose Manuel C. Salvador, vél- smið, og eru börn þeirra Alexand- er Nigel Salvador, Antoníó Kristófer Salvador, Helena Marína Salvador og Valentína Rósa Salvador; Una Tone, f. 8.1. 1977, búsett í Reykjavík; Grétar Páll, f. 8.1. 1979, starfsmaður hjá Ísa- foldarprentsmiðju, búsettur í Reykja- vík en sonur hans er Víkingur Glói. Foreldrar Björns voru Eiríkur Ei- ríksson, f. 7.9. 1896, d. 12.12. 1973, sjómaður á Eskifirði, og k.h., Ásta Verónika Björnsdóttir, f. 20.7. 1893, d. 16.10. 1984, húsmóðir. Ætt Eiríkur var sonur Eiríks, vefara á Eski- firði Arasonar, bróður Ragnheiðar, móður Björgólfs Stefánssonar, skó- kaupmanns. Móðir Eiríks Eiríks- sonar var Kristín Magnúsdóttir, b. á Hvammi í Fáskrúðsfirði Árnasonar, langafa Ingimars Eydals, Finns Eydals og Gunnars Eydals, skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg. Móðir Kristínar var Rósa Jónsdóttir, b. á Hvammi Árnasonar, bróður Steinunnar, ömmu Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakobs, sóknarprests í Reykjavík Jónssona, föður Þórs veðurfræðings, Svövu rit- höfundar og Jökuls leikritaskálds, föð- ur Elísabetar skáldkonu og rithöfund- anna Illuga og Hrafns. Ásta var dóttir Björns, bókbindara og hreppstjóra á Sléttu í Reyðarfirði Jónssonar, pr. á Stað, bróður Þor- kels, afa Óskars Clausen rithöfund- ar, og langafa Lúðvíks Kristjánsson- ar, sagnfræðings og rithöfundar, og Arnar Clausen hrl. og Hauks Clausen tannlæknis, en annar bróðir Jóns var Gísli, faðir Eyjólfs, söðlasmiðs og b. í Borgarfirði auk þess sem systir Jóns var Ágústína Jóhanna skáldkona. Jón var sonur Eyjólfs, pr. í Snóksdal Gísla- sonar, pr. á Breiðabólstað Ólafssonar, biskups í Skálholti Gíslasonar. Móð- ir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, pr.og skálds á Bægisá Þorlákssonar, og Mar- grétar Bogadóttur, bróður Benedikts, föður Boga fræðimanns, ættföður Staðarfellsættar. Móðir Björns var Sigríður Oddsdóttir, b. á Atlastöðum Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Ingi- bjargar, móður Þorleifs Bjarnasonar námsstjóra. Móðir Sigríðar var Guð- rún, systir Þorleifs, langafa Örnólfs, föður Þorvarðar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Krabbameinsfélagsins. Þorleif- ur er einnig langafi Kristjáns, langafa Ólafs Hjartar. Guðrún var dóttir Þor- kels, b. í Gelti Jónssonar, b. á Vöðl- um Þorleifssonar, b. á Hóli Jónssonar. Móðir Þorleifs var Guðlaug Jónsdótt- ir, b. í Hjarðardal Jónssonar, og Krist- ínar Þorleifsdóttur, smiðs í Hjarðardal Sveinssonar, bróður Brynjólfs biskups. Móðir Ástu var Siggerður, systir Bóasar, föður Páls, afa Harðar Einars- sonar framkvæmdastjóra, og Kjartans Gunnarssonar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Björn G. Eiríksson Sérkennari og talkennari í Reykjavík Harpa Þorbjörnsdóttir Húsmóðir í Reykjanesbæ 30 ára á föstudag 80 ára á sunnudag S veinbjörn fæddist á Sel- fossi en ólst upp á Hvols- velli. Hann var í Hvols- skóla, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi og lauk þaðan prófum í vélvirkjun, lauk síðan sveinsprófi í vélvirkjun og stundar nú meistaranám í greininni. Sveinbjörn var í unglingavinnu á Hvolsvelli á grunnskólaárunum, starfaði hjá byggingarfyrirtækinu Krappa um skeið og síðan hjá verk- takafyrirtækinu Jóni og Tryggva. Hann hefur starfað við Vélsmiðj- una á Hvolsvelli sl. tíu ár. Sveinbjörn hefur starfað með björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli frá 1996. Fjölskylda Eiginkona Sveinbjörns er Árný Jóna Sigurðardóttir, f. 13.9. 1978, leikskóla- kennari og aðstoðarleikskólastjóri á Hvolsvelli. Börn Sveinbjörns og Árnýjar Jónu eru Emelía Sif Sveinbjörnsdóttir, f. 25.7. 2005; Sigurður Kári Sveinbjörns- son, f. 18.5. 2008; Oddný Sif Svein- björnsdóttir, f. 7.6. 2010. Systur Sveinbjörns eru Guðrún Ósk Birgisdóttir, f. 23.5. 1971, ritari hjá sýslumanni Rangárvallasýslu, búsett á Hvolsvelli; Guðfinna Björk Birgisdóttir, f. 23.7. 1974, ritari hjá sýslumanninum á Eskifirði. Foreldrar Sveinbjörns eru Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir, f. 21.11. 1951, starfsmaður hjá prjónastofunni Glófa á Hvolsvelli, og Birgir Óskarsson, f. 8.9. 1950, starfsmaður hjá trésmíða- fyrirtækinu Húskörlum á Hvolsvelli. Sveinbjörn Már Birgisson Vélvirki á Hvolsvelli 30 ára á föstudag S ævar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Melaskóla, Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands og Rimaskóla og stundaði nám við Einholtsskóla og var síðan í menntaskóla í Hollandi, The Amer- ican School of den Haag. Sævar starfaði hjá B&L um skeið þar sem hann hafði umsjón með notuðum bifreiðum, vann hjá N1 um tíma og var vaktstjóri hjá verslunum 10-11 en starfaði síðan við sambýli í Reykjavík. Sævar hefur stundað golf í tíu ár. Fjölskylda Systkini Sævars eru Þórey Björk Sigurðardótt- ir, f. 15.12. 1977, starfsmaður við hótel í Reykjavík. Foreldrar Sævars eru Sigurður Pálmason, f. 25.7. 1956, starfsmaður hjá IKEA í Hollandi, og Inga Árna- dóttir, f. 27.2. 1958, starfsmaður hjá IKEA í Hollandi. Sævar Pálmi Sigurðsson Starfsmaður við sambýli í Reykjavík 30 ára á laugardag Ó Ólafía er fædd í Reykjarfirði og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hún var við nám í hús- stjórnarfræðum að Löngu- mýri í Skagafirði. Ólafía var aðstoðarmatráðskona á Reykjalundi í einn vetur og ráðs- kona við Barna- og héraðsskólann á Reykjanesi í tvo vetur en var síð- an um árabil húsfreyja á gestkvæmu prestsheimili í Vatnsfirði. Ólafía hefur setið í stjórn Kven- félagsins Sunnu um langt árabil og verið endurskoðandi sveitarsjóðs og átt sæti í sveitarstjórn. Fjölskylda Ólafía giftist 6.10. 1957 Baldri Vil- helmssyni, f. 22.7. 1929, presti og síðar prófasti í Vatnsfirði. Foreldrar hans voru Vilhelm Erlendsson, póst- afgreiðslumaður á Hofsósi, og k.h., Hallfríður Pálmadóttir húsfreyja. Börn Ólafíu og Baldurs eru Hall- fríður, f. 25.9. 1957, bókasafnsfræð- ingur; Ragnheiður, f. 6.10. 1958, póst- hússtjóri á Ísafirði, gift Kristjáni B. Sigmundssyni vélstjóra og eiga þau tvö börn, Ólafíu og Baldur; Þorvald- ur, f. 5.11. 1959, lengi bifreiðastjóri, búsettur í Reykjavík; Stefán Oddur, f. 5.4. 1966, búsettur í Njarðvík; Guð- brandur, f. 2.5. 1968, veitingamaður á Ísafirði og á hann einn son. Ólafía átti áður Evlalíu S. Krist- jánsdóttur, f. 1.6. 1951, gift Jóhanni H. Jónssyni húsgagnasmið og eiga þau fjóra syni, Salvar, Jón Svan, Krist- ján Heiðar og Ragnar Karl. Systkini Ólafíu: Gróa Jóhanna, fyrrv. símstjóri á Arngerðareyri, var gift Halldóri Víglundssyni sem er lát- inn, smiði og vitaverði á Dalatanga og Hornbjargsvita; Hákon, fyrrv. bóndi og hreppstjóri í Reykjarfirði við Djúp, kvæntur Steinunni Ingi- marsdóttur; Sigríður, fyrrv. húsfreyja í Vigur, ekkja eftir Baldur Bjarnason, bónda og hreppstjóra í Vigur; Arn- dís, ljósmóðir, gift Júlíusi Jónssyni, bónda í Norðurhjáleigu í Álftaveri. Foreldrar Ólafíu voru Salvar Ólafsson, f. 4.7. 1888, d. 3.9. 1979, bóndi í Reykjarfirði við Djúp, og k.h., Ragnheiður Hákonardóttir, f. 16.8. 1901, d. 19.5. 1977, húsfreyja. Ætt Salvar var sonur Ólafs, b. í Reykjar- firði Jónssonar, og k.h., Evlalíu Krist- jánsdóttur húsfreyju. Ragnheiður var dóttir Hákonar Magnússonar. Móðir Hákonar var Arndís, systir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs. Arndís var einnig systir Böðvars, föður Bjarna hljómsveitar- stjóra, föður Ragnars söngvara. Annar bróðir Arndísar var Þórður, kaupmaður í Reykjavík, faðir Reg- ínu leikkonu og Sigurðar tónskálds, föður Þórðar, fyrrv. forstöðumanns Reiknistofnunar bankanna. Arndís var dóttir Bjarna, b. á Reykhólum Þórðarsonar. Ólafía Salvarsdóttir Húsfreyja í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 80 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.