Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Vill 850 milljónir Sigríður Jóns­ dóttir, fyrr­ verandi eigin­ kona Karls Wernersson­ ar, eiganda Lyfja og heilsu og fyrrver­ andi eiganda Milestone, krefur hann um rúmar 850 milljónir króna vegna vanefnda á skilnaðarsamningi þeirra. Aðalmeðferð fór fram í málinu í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag en DV greindi frá þessu á mánudag. Karl og Sigríður skildu árið 2004 en umræddur samningur, sem tekist er á um, var þó ekki gerður fyrr en árið 2007. Sigríður var ósátt við skilnaðarkjörin frá upphafi og segist hafa barist fyrir leiðréttingu á þeim þessi þrjú ár. Geir sleppur ekki Andstæðingum þingsályktunar­ tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð­ herra, hefur að öllum líkindum tek­ ist að safna nægum stuðningi til að fella tillöguna. Þetta kom fram í DV á miðvikudag. Fylkingarnar eru hnífjafnar en 32 þingmenn eru sagðir ætla að greiða atkvæði gegn því að fallið verði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde. Þrjá­ tíu þingmenn eru sagðir styðja hana en óvissa er um afstöðu Höskulds Þórhallssonar, þingmanns Fram­ sóknarflokksins. Edda og Hjörtur sættast Sættir hafa tekist með Hirti Júl­ íusi Hjartarsyni, sem var sagt upp störfum á RÚV á dögunum, og Eddu Sif Páls­ dóttur íþrótta­ fréttamanni. Lögmenn Hjartar og Eddu Sifjar sendu á þriðjudag frá sér sameigin­ lega tilkynningu þess efnis. Eins og áður hefur verið greint frá kærði Edda Sif Hjört fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Grand Hótel fyrir tæp­ um tveimur vikum. Í tilkynningunni segir að Hjörtur hafi viðurkennt fulla ábyrgð í þessu máli og beðið Eddu Sif fyrirgefningar. Þrátt fyrir það mun Hjörtur líklega ekki fá starf sitt aftur á RÚV. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 23. janúar ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 25. janúar ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Síðustu innritunardagar • Vornámskeiðin hefjast í næstu viku. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. • Kennari: Guðmundur Páll Arnarson. • Sjá bridge.is undir ”fræðsla”. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Frekari upplýsingar og innritun í síma 898-5427 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Ölgerðin hótar Þóru: „Algjörlega út í hött“ „Ég get bara ekki borið ábyrgð á því hvernig fréttamaður BBC kynn­ ir málið inn,“ segir Þóra Arnórs­ dóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins. Greint var frá því á miðvikudag að lögmenn Ölgerðar Egils Skalla­ grímssonar hygðust stefna henni vegna fréttar breska ríkisútvarps­ ins BBC um iðnaðarsaltsmálið svokallaða. Fréttamaður BBC sem tók við­ talið við Þóru sagði iðnaðarsaltið sem Ölgerðin seldi og notað var til matvælaframleiðslu vera götusalt. Þóra Fjalar Sigurðsson, al­ mannatengill Ölgerðarinnar, segist hafa farið fram á að hún leiðrétti þessa frétt breska ríkisútvarps­ ins en hún sagðist ekki geta borið ábyrgð á öðru en eigin orðum. Eftir það fékk hún bréf frá lögmanns­ stofunni Logos.  Þóra segist þó ekki eiga von á að henni verði stefnt og segist hafa svarað Ölgerðinni afar kurteislega. „Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, gerði slíkt hið sama og held ég að hann hafi sagt þeim að þetta væri náttúrulega al­ gjörlega út í hött,“ segir Þóra í sam­ tali við DV.is. Það var Svavar Halldórsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins og eiginmaður Þóru, sem vakti athygli á málinu á Facebook­síðu sinni í gær. „Thora Arnorsdottir mín var í viðtali við BBC World um iðnaðar­ salt í íslenskum matvælum. Við litla hrifningu Ölgerðarinnar sem er komin með lögfræðinga í málið. Væri ekki nær fyrir þá að eyða kröftunum í að tryggja neytendum öryggi og gæði. Þetta lið hagar sér eins og útrásarvíkingar. Það verður hvorki Malt eða Appelsín á mínu heimili um næstu jól.“ Þ að var selt á tvær milljónir,“ segir lögfræðingurinn Guð­ mundur Þór Guðmunds­ son, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, aðspurður hvert kaupverð prestsbústaðarins á Suður eyri hafi verið. Húsið keypti séra Valdimar Hreiðarsson, fyrrverandi sóknar­ prestur í Staðarsókn í Súgandafirði, í janúar árið 2010. Greint var frá því í nóvember árið 2009 á 42. kirkju­ þingi sem haldið var í Grensáskirkju að óskað hefði verið eftir heimild frá kirkjuráði til að selja prestsbú­ staðinn sem stendur við Túngötu á Suður eyri í Súgandafirði.  Kirkjuráð tók þá sérstaklega fram að hvorki yrðu eignir seldar né keyptar nema viðunandi verð og skilmálar væru í boði. Guðmundur Þór segir að það hafi verið niður­ staðan að tvær milljónir króna væru nægjanlegar sem kaupverð hússins vegna ástands þess. „Það var niður­ staðan, vegna ástands hússins og mikillar viðgerðaþarfar sem var á því,“ segir Guðmundur, en sam­ kvæmt mati var áætlað að viðgerð­ irnar myndu kosta um tíu milljónir króna.  Samkvæmt fasteignaskrá var einbýlishúsið byggt árið 1956. Birt stærð þess er 338,1 fermetri, af því er húsið 272 fermetrar og bílskúr 66 fermetrar, og fasteignamatið er 10,8 milljónir króna í dag. Brunabóta­ matið er 50,7 milljónir króna. Átján atriði sem laga þurfti Guðmundur segir húsið hafa farið undir mat vegna viðgerðarþarfar og reiknaðist þeim til að viðgerð­ ir myndu kosta hátt í tíu milljón­ ir króna. „Menn töldu að á þessum stað fengjust ekki meira en tíu til tólf milljónir fyrir þetta hús,“ segir Guð­ mundur en við matið komu í ljós átj­ án atriði sem laga þurfti. „Það sem var kannski dýrast var holræsið. Það lá tilboð upp á þrjár milljónir bara í það. Hurðirnar voru ónýtar og leka­ skemmdir á húsinu,“ nefnir hann sem dæmi.  Beggja hagur Guðmundur segir kirkjuráð hafa staðið frammi fyrir því að annað­ hvort myndi Valdimar kaupa hús­ ið eða að kirkjan myndi þurfa að snara út tíu milljónum króna vegna viðgerðarkostnaðar. Valdimar lét af störfum í október í fyrra en þeg­ ar salan á húsinu fór fram var hann enn að störfum og þurfti því kirkjan annaðhvort að gera við húsið eða verða honum úti um annað hús­ næði, að sögn Guðmundar. „Okk­ ur bar skylda til að leggja honum til fasteign á Suður eyri, það var skylda á þeim tíma meðan Valdimar var enn við störf,“ segir hann.  Guðmundur segir Valdimar hafa nefnt þá hugmynd við kirkjuna að hann myndi kaupa húsið. „Hann var orðinn þreyttur á því að það var aldrei gert neitt við húsið, það voru aldrei til neinir peningar í þetta hjá okkur. Hann sneri sér til okkar og bauðst til að kaupa húsið. Það má segja að það hafi verið beggja hagur, þá losnum við við það að snara út mörgum milljónum sem við höfðum ekki. Það var því álitið beggja hagur.“  Ekki auglýst Húsið var aldrei auglýst á almenn­ um markaði að sögn Guðmundar. „Það var ekki hægt í þessari stöðu. Við hefðum þá þurft að kaupa ann­ að hús fyrir hann á Suðueyri. Það var annaðhvort að halda áfram að leggja honum til húsið og eyða í þetta tíu milljónum eða að hann keypti sjálf­ ur og skaffaði sér sjálfum húsnæði,“ segir Guðmundur.  Prestsbústaður seldur á slikk n Prestur keypti bústað af kirkjunni á 2 milljónir n Fasteignamat er 10,8 milljónir„Það má segja að það sé beggja hagur, þá losnum við við það að snara út mörgum milljónum sem við höfðum ekki. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Staðarsókn Valdimar Hreiðarsson var prestur í Staðarsókn í Súgandafirði. Hann lét af störfum í októ- ber í fyrra. Prestsbústaður- inn stendur við Túngötu á Suðureyri í Súgandafirði. Skordýraeitur í Úlfljótsvatni Miklu magni af skordýraeitri var dreift í nágrenni við Úlf­ ljótsvatn og í vatnið sjálft þegar framkvæmdir við Steingríms­ stöð stóðu sem hæst árið 1957. Þetta kom fram í fréttum Sjón­ varps á fimmtudag. Þar kom þar fram að efnið fyndist enn í jarðvegi og setlögum á svæð­ inu. Ekki er talið að fólki eða dýrum stafi hætta af eitrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.