Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Myndaði brot sín n Hæstiréttur þyngir dóm yfir kynferðisbrotamanni H æstiréttur þyngdi á fimmtu­ dag dóm Héraðsdóms Suður­ lands yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir kynferðis­ brot gegn þremur stúlkum. Tvær af stúlkunum voru stjúpdætur manns­ ins en sú þriðja var vinkona annarr­ ar stjúpdótturinnar. Héraðsdómur dæmdi manninn í sjö ára fangelsi í september í fyrra. Ríkissaksókn­ ari skaut málinu til Hæstaréttar af hálfu ákæruvaldsins í október 2011 og krafðist þess að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu yrði staðfest auk þess að refsing ákærða yrði þyngd. Hæstiréttur þyngdi dóm­ inn og dæmdi manninn í átta ára fangelsi. Þá var manninum gert að greiða stúlkunum samtals 4,2 millj­ ónir króna í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að mað­ urinn hafi verið sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn stúlkunum þremur og fyrir vörslu á barnaklámi. Brotin hafi þótt mjög gróf og alvarleg en hann hafi brotið gegn einni stúlk­ unni ítrekað. Þar á meðal voru sex nauðgunarbrot. Þá hafi brotin gegn tveimur af stúlkunum verið framin í skjóli trúnaðartrausts. Manninum var einnig metið til refsiþyngingar að hann tók í mörgum tilvikum hreyfi­ myndir og ljósmyndir af athæfi sínu og af því megi ráða að brotavilji hans hafi verið mjög styrkur og einbeittur. „Telja verður til sérstakrar refsiþyng­ ingar að ákærði tók í mörgum til­ vikum hreyfimyndir  og  ljósmyndir af athæfi sínu gagnvart brotaþola og vistaði í tölvubúnaði sínum. Ekki hefur verið í ljós leitt að ákærði hafi dreift þessu myndefni til annarra en hann skilur brotaþola eftir í algerri óvissu um það til frambúðar.“ Hæfileg refsing þótti því átta ár í fangelsi en auk þess var honum gert að greiða miskabætur og allan áfrýj­ unarkostnað málsins. gunnhildur@dv.is Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínuseyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum S amkvæmt þeim reikningi sem ég hef undir höndum var Líf­ plast ekki félag heldur skráð á kennitölu einstaklings,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmað­ ur kvennanna 75 sem hyggjast höfða mál á hendur Jens Kjartanssyni lýta­ lækni. Samkvæmt heimildum DV er Lífplast ehf., sem á að hafa flutt inn PIP­brjóstapúðana, skráð á kennitölu eiginkonu Jens. Til að konurnar geti leitað réttar síns gagnvart innflutn­ ings­ og dreifingaraðila púðana þurfa þær því væntanlega að fara persónu­ lega í mál við hana. Upplýsingar úr fyrirtækjaskrá staðfesta orð Sögu, en félagið er ekki til á skrá hjá þeim. Jens kom PIP­púðunum, sem inni­ halda iðnaðarsilíkon, fyrir í brjóstum 440 kvenna hér á landi á árunum 2000 til 2010. Samkvæmt skatta­ og útsvars­ skrá Reykjavíkur voru eignir Jens og konu hans 131 milljón króna um­ fram skuldir árið 2010, en þau eru samsköttuð. Hjónin ættu því að vera ágætlega í stakk búin fjárhagslega til að halda uppi vörnum, fari svo að þau fái á sig lögsókn. Landlæknir kom af fjöllum Í tilkynningu frá Landlæknisembætt­ inu frá 12. janúar síðastliðnum þar sem farið er yfir nokkrar staðreyndir varðandi PIP­brjóstapúðana, kemur fram að Lífplast ehf. hafi flutt púð­ ana hingað til lands. Þegar DV hafði samband við landlækni og tjáði hon­ um að umrætt fyrirtæki væri ekki til í fyrirtækjaskrá kom hann af fjöllum. „Það var þannig sem þessar upplýs­ ingar komu til okkar að innflutnings­ aðilinn væri Lífplast eignarhaldsfélag. Það hefur ekki verið gerð athugasemd við þetta. Það er satt þangað til annað kemur fram. Ég hef ekki fengið neinar ábendingar um að það standist ekki og Jens hefur ekki gert athugasemdir við þetta,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Jens svaraði ekki fyrirspurn Lyfjastofnun, sem á að hafa eftirlit með innflutningsaðilum lækninga­ tækja hér á landi, fékk fyrst upplýs­ ingar um Lífland ehf. frá frönskum eftirlitsaðila sem gerði úttekt á PIP­ verksmiðjunni árið 2010. Þær upplýs­ ingar munu þó ekki vera fullkomnar. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfja­ stofnun var þá strax farið í að grennsl­ ast fyrir um Lífland ehf. hér á landi en ekkert fannst. Í kjölfarið, eða þann 7. október árið 2010, var send fyrirspurn til Jens um hvort hann hefði staðið í innflutningi á púðunum en það stóð á svörum. Í janúar árið 2012 hafa enn ekki borist svör frá honum um hvernig var staðið að innflutningn­ um. Lyfjastofnun hefur því í raun ekki vitneskju um hvernig PIP­púðarnir voru fluttir til landsins. Samkvæmt lögum um lækninga­ tæki skal Lyfjastofnun halda skrá um alla innflytjendur lækningatækja. Þrátt fyrir að sú skrá sé haldin þá eru engin ákvæði um það í lögum að inn­ flytjendur skuli tilkynna innflutning á slíkum vörum. Undir lækningatæki falla mjög margar og mismunandi vörur, en plástrar, sem seldir eru í matvöruverslunum flokkast til dæmis sem lækningatæki. Samkvæmt Lyfja­ stofnun er því mjög erfitt að finna út hverjir flytja inn lækningatæki og enn erfiðara að hafa eftirlit með þeim fyrir tækjum. Sumar kröfur fyrndar Eins og áður sagði eru konurnar sem ætla að leita réttar síns gagn­ vart Jens orðnar 75 talsins. Kröfur þeirra kvenna sem fengu PIP­brjósta­ púðafyllingar á árunum 2000 og 2001 eru þó fyrndar og er Saga, lögmaður þeirra, nú að fara yfir hve margar það eru. Þá hefur hluti kvennanna enn ekki fengið það staðfest hvort þær eru með PIP­púða eða ekki. Jens framkvæmdi aðgerðirnar á einkastofu sinni í Læknahúsinu á Domus Medica og er hann nú einn­ ig kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum þar, líkt og á Landspítalanum. Konurnar geta ekki fengið upplýsing­ ar um það í Domus Medica hvort þær eru með PIP­púða eða ekki, því Jens einn hefur þær upplýsingar undir höndum. Saga segist þó ganga út frá því að allar þessar konur séu með um­ rædda brjóstapúða. n Fyrirtækið Lífplast ehf. er ekki til í fyrirtækjaskrá n Lyfjastofnun veit ekki hvernig PIP-púðarnir voru fluttir til landsins n 75 konur hyggjast leita réttar síns Flutti púðana inn á kennitölu konunnar „Það var þannig sem þessar upp- lýsingar komu til okkar að innflutningsaðilinn væri Lífplast eignarhaldsfélag. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Fyrirtækið ekki til Samkvæmt heimildum DV mun Jens Kjartansson lýtalæknir hafa flutt inn PIP-brjóstapúða á kennitölu konunnar sinnar. mynd ÞÖKDæmdur fyrir peningastuld Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi og til greiðslu 185 þúsund króna í sekt til ríkis­ sjóðs fyrir margvísleg brot. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tólf mánuði. Maðurinn var ákærður fyrir að stela 22 þúsund krónum úr skrifborðsskúffu í Rosenberg á Akur eyri. Hann var einnig ákærð­ ur fyrir akstur undir áhrifum fíkni­ efna og fyrir vörslu á marijúana. Maðurinn játaði brot sín ský­ laust fyrir dómi en hann hefur áður hlotið sektarrefsingu fyrir brot gegn ávana­ og fíkniefnalög­ gjöf. Fangelsisdómurinn er skil­ orðsbundinn til tveggja ára. Geir svarar fyrir sig: „Pólitísk réttarhöld“ „Þetta er ekki sú staða sem ég vil vera í,“ segir Geir H. Haarde, fyrr­ verandi forsætisráðherra, í viðtali við The Washington Post. Blaðið fjallaði á miðvikudag um ákæruna gegn honum og segir Geir í við­ talinu að um „pólitísk réttarhöld“ sé að ræða. „Pólitískir andstæð­ ingar og óvinir mínir ákváðu að nota réttarkerfið til að ná sér niðri á mér og mínum stjórnmálaflokki. Þetta minnir mig á ógeðfelldari hluti frá fyrri tíð í öðrum löndum,“ segir Geir í viðtalinu en blaðið tekur það sérstaklega fram að Geir sé fyrsti þjóðarleiðtoginn sem er ákærður í tengslum við fjármála­ hrunið. Tekist sé á um hvort hann eigi einn skilið að axla ábyrgð á efnahagshruni landsins. Þá er einnig rætt við Margréti Tryggvadóttur, þingmann Hreyf­ ingarinnar, sem er sögð hafa verið ein þeirra sem þrýsti á að Geir yrði ákærður. Margrét segir að sú skoðun sé ekki réttlát en það hafi hrunið ekki heldur verið. „Hrunið var ekki réttlátt gagn­ vart hinum óbreyttu Íslending­ um, sem trúðu því að þeir byggju í eðlilegu og réttlátu samfélagi,“ er meðal þess sem haft er eftir Mar­ gréti. Hún bætir loks við: „Hann var forsætisráðherra og hann var skipstjórinn á bátnum.“ Hæstiréttur Manninum var metið til refsiþyngingar að hafa tekið ljós- og hreyfimyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.