Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 6
6 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað
Átakatímar fram undan
n Séra Sigríður boðar framboð
S
éra Sigríður Guðmarsdóttir,
sóknarprestur í Guðríðar-
kirkju, varð á miðvikudag
fyrst til þess að stíga fram sem
kandídat til biskupsframboðs. Sig-
ríður segist hlakka til næstu mán-
aða en greinir þó nokkurn kvíða og
veit að þeir verða stormasamir. „Ég
geri mér grein fyrir því að það eru
átakamánuðir fram undan en líka
áhugaverðir. Það sem mér finnst
mest spennandi er að fá að fara og
kynnast fólki og upplifa söfnuðina
í ólíkum myndum. Vissulega er ég
kvíðin fyrir því sem fram undan er,
en ég er líka spennt. Þetta verður
hörkuvinna.“
Hún segist finna fyrir miklum
stuðningi í embættið, en Sigríður er
aðeins önnur konan sem býður sig
fram í til biskups á Íslandi, en þrjár
konur hafa boðið sig fram til vígslu-
biskups. Margir hafa rætt að nú sé
tími kvenna kominn. „Hver kona
þarf að hafa stefnu og hæfni til að
framfylgja stefnunni,“ segir hún.
„En Ísland hefur aldrei vígt kven-
kyns biskup. Það er mikilvægt að
kirkjan sé bæði fyrir karla og kon-
ur.“
Sigríður boðar ákveðið uppgjör
á því sem aflaga hefur farið í mál-
efnum kirkjunnar. „Við þurfum
meðal annars að taka á þeim ömur-
lega veruleika sem kynferðisofbeldi
er og taka virkan þátt í að uppræta
það,“ segir hún og segir að eitt af
fyrstu verkefnunum yrði að gera
upp fortíðina, verði hún kjörin. Sig-
ríður segir að undir stefnu hennar
sé von hennar að meira rúm skapist
fyrir ólík fjölskyldumynstur innan
þjóðkirkjunnar, svo sem samkyn-
hneigða og einstæða foreldra. „Ég
held að íslenska þjóðin hafi breyst
mikið að undanförnu. Hún hefur
auðvitað orðið fyrir miklum áföll-
um. En ég held líka að fjölhyggjan
hafi þýtt það að við erum fjölbreytt-
ari og þurfum að taka tillit til fleiri
skoðana. Ég held að það sé lands-
lag sem kirkjan þarf að tala inn í,“
segir hún.
astasigrun@dv.is
Kletthálsi 7 - Reykjavík
Fuglavík 18 - Reykjanesbæ
Furuvöllum 15 - Akureyri
Pallettu
tjakkur
EP Pallettu-tjakkur
2 tonna lyftigeta
31.990,-
Stal hjólbarða
undan bifreið
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt karlmann á nítjánda
aldursári í skilorðsbundið fangelsi
fyrir að stela hjólbarða og felgu
undan bifreið. Atvikið átti sér stað
í byrjun nóvember í fyrra en um-
rædd bifreið, sem er af gerðinni
Subaru Impreza, stóð við bílasölu
Toyota við Baldursnes á Akureyri.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi en hann hefur áður komist í
kast við lögin. Árið 2009 var hann
dæmdur fyrir líkamsárás og í tví-
gang hefur hann hlotið dóma fyrir
umferðarlagabrot, þar á meðal
fíkniefna- og ölvunarakstur. Fang-
elsisdómurinn yfir manninum er
skilorðsbundinn til tveggja ára.
Verslunarmenn
reiðir ríkisstjórn
„Þá mun það lengi í minnum haft
að ríkisstjórn, sem kennir sig við
norræna velferð, skuli svíkja gefin
loforð um þá hækkun atvinnu-
leysisbóta og aðrar hækkanir
almannatrygginga, sem um var
samið.“ Þetta kemur fram í yfir-
lýsingu sem Landssamband ís-
lenskra verzlunarmanna (LÍV)
sendi frá sér á fimmtudag. Í yfir-
lýsingunni kemur fram að stjórnin
lýsi sárum vonbrigðum með að
ríkisstjórnin hafi ekki staðið við
þau fyrirheit sem gefin voru með
yfirlýsingu hennar við gerð kjara-
samninga hinn 5. maí í fyrra.
„Vill stjórnin benda sérstak-
lega á að sú aðför sem gerð er að
almennu lífeyrissjóðunum gengur
þvert á gefin fyrirheit um jöfnun
lífeyrisréttinda á íslenskum vinnu-
markaði, sem ríkisstjórnin lofaði
að hafist yrði handa um,“ segir í
yfirlýsingunni. Þá krefst stjórn LÍV
þess af stjórnvöldum og atvinnu-
rekendum að ráðist verði í fjárfest-
ingar sem skili fólkinu í landinu
fleiri störfum til framtíðar.
S
teingrímur J. Sigfússon, ráð-
herra efnahags-, viðskipta-
og sjávarútvegs- og landbún-
aðarmála, segir að ábyrgðin í
iðnaðarsaltsmálinu svokall-
aða sé þrískipt. Verið sé að taka á mál-
inu og styrkja eftirlit sem virðist hafa
verið ábótavant. Málið hefur vakið
mikla athygli, enda ljóst að saltið var
notað á matvælamarkaði í þrettán ár.
Miklar líkur eru á að hver ein-
asti Íslendingur, eða í það minnsta
þorri Íslendinga, hafi neytt iðnað-
arsalts á undanförnum árum. Saltið
var notað í hvers kyns bakstur, píts-
ur, mjólkurvörur og kjötvörur svo
dæmi séu tekin. Hins vegar hefur
verið nokkuð á reiki hvar ábyrgðin
liggur.
„Að sjálfsögðu er það alveg klárt
hvar ábyrgðin liggur í þessu máli.
Fyrst liggur hún hjá innflytjandan-
um, sem flytur inn og selur þetta salt
og hefði átt að vita betur. Hún liggur
í öðru lagi hjá kaupendunum sem
kaupa þetta salt. Ég hefði viljað sjá að
þeirra aðfanga- og gæðaeftirlit hefði
þá stoppað svona mál. En síðan ligg-
ur hún að sjálfsögðu hjá opinberu
eftirlitsaðilunum, hjá Matvælastofn-
un og Heilbrigðiseftirlitinu. Til þess
eru þau nú til að passa það að svona
lagað gerist ekki í vöru sem er notuð
í matvælaframleiðslu,“ segir Stein-
grímur.
Enginn víkur
Steingrímur segir málið ekki vera
komið á það stig að einhver hætti
eða segi af sér vegna þess og að enn
sem komið er verði enginn látinn
taka pokann sinn. „Það er ekki kom-
ið á það stig ennþá. Enn sem komið
er erum við að afla gagna í málinu og
gera það sem nauðsynlegt er að gera
strax þegar svona kemur upp. Svo
verður það skoðað hvort það kalli á
einhverja endurskipulagningu í fram-
haldinu. Auðvitað hafa komið upp
tilvik af þessu tagi, sem heyra undir
fleiri eftirlitsaðila, en það gefur okkur
tilefni til að fara yfir það hvort neyt-
endavernd og gæðaeftirlit sé ekki jafn
skilvirkt hjá okkur og við vildum. Ég
held að það sé algjörlega ljóst að hug-
ur stjórnvalda er að hafa þetta í lagi.
En það er sérstaklega viðkvæmt þegar
það varðar matvælaeftirlit og það er
óþolandi þegar hlutirnir eru ekki í
lagi,“ segir hann.
Fannst við reglubundið eftirlit
Forstjóri Matvælastofnunar, Jón
Gíslason, segir ábyrgðina einnig þrí-
skipta en bendir á að upp komst um
iðnaðarsaltsmálið við eftirlit stofn-
unarinnar. Það hafi verið starfsmenn
hennar sem áttuðu sig á því að iðnað-
arsalt, en ekki matvælasalt, var í um-
ferð. Jón segir það ekki hafa komið
til umræðu að einhver innan stofn-
unarinnar víki vegna málsins. „Nei,
það hefur ekki komið til umræðu
þar sem það erum við sem uppgötv-
uðum þetta mál. Það eru okkar eftir-
litsmenn sem komust að því að ver-
ið væri að nota þetta salt,“ segir hann
og segir að stofnunin hafi brugðist
skjótt við. „Mér þætti nánast verið að
skjóta boðbera tíðinda ef það ætti að
vera Matvælastofnun sem hlyti mesta
gagnrýni fyrir það að átta sig á því
hvað var í gangi, afla upplýsinga og
setja sig í samband við hlutaðeigandi
aðila,“ segir hann en eftir á að hyggja
hafi það ekki verið besta leiðin, að
heimila áfram sölu á birgðum Ölgerð-
arinnar, jafnvel þó að þær birgðir
hafi aðeins verið um viku birgðir.
„Mér skilst að mjög lítið hafi selst
af þeim eftir að kaupendurnir voru
látnir vita.“
Taka málinu alvarlega
„Nú þegar er hafin mikil vinna sem
eðlilegt er þegar svona mál kemur
upp. Við tökum þessu mjög alvar-
lega og Matvælastofnun er það
ljóst. Það eru mikil samskipti við
þá og verið að ræða um viðbrögð
eins og rétt og skylt er. Við ætlum
að reyna að gera okkar besta til
þess að bregðast við þessu máli
og lágmarka þann skaða sem af
þessu hlýst, sem verður þó óum-
flýjanlega einhver. Þetta er hlutur
sem við sem matvælaframleiðslu-
þjóð þurfum að taka alvarlega,
þar sem við viljum væntanlega
framleiða hér hágæðamatvæli –
holl og örugg og það þarf að vera
innistæða fyrir því,“ segir Stein-
grímur „Það verður farið yfir alla
verkferla, öll lög og allar reglugerðir.
Allt verður gert til þess að svona lagað
endurtaki sig ekki.“
Hlúir að ólíkum fjölskyldum
Sigríður vill setja það í forgang að
fjölbreytt fjölskyldumynstur séu
velkomin innan þjóðkirkjunnar.
Enginn mun víkja
vegna saltmálsins
n Að reka einhvern væri að skjóta sendiboðann, segir Matvælastofnun
Sendiboðinn skotinn Jón Gíslason
segir að saltið hafi fundist við eftirlit Mat-
vælastofnunar. Því væri verið að skjóta
boðberann ef hún bæri ein ábyrgð.
Málið litið alvarlegum augum Steingrímur segir að málið sé litið alvarlegum augum
og að það sé óþolandi þegar hlutir séu ekki í lagi. Mynd SigTryggur Ari
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is