Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 10
D
aníel Isebarn Ágústsson,
lögmaður þrotabús Mile-
stone ehf., segir að Ing-
unn Gyða Wernersdóttir,
ein af fyrrverandi eigend-
um Milestone, hafi flúið land til þess
að komast hjá því að hægt væri að
birta henni stefnu í riftunarmáli sem
þrotabúið höfðar gegn henni vegna
meintra ólöglegra hluthafalána upp
á 2,5 milljarða króna. Þrotabúið telur
að um hafi verið að ræða gjafagjörn-
inga og freistar þess nú að fá þeim
rift fyrir dómi. Ingunn Gyða krefst
þess að stefnunni verði vísað frá,
meðal annars á þeim forsendum að
birting stefnunnar gegn henni hafi
verið ólögleg. Sigurður G. Guðjóns-
son lögmaður hennar sakaði Daníel
lögmann um að setja á svið sýningu
fyrir þann eina blaðamann sem var
í dómsalnum í Héraðsdómi Reykja-
víkur á miðvikudag.
Hart var tekist á um frávísunar-
kröfu Ingunnar Gyðu en Sigurð-
ur gerir einnig kröfu um að Daníel
lögmaður greiði persónulega máls-
kostnaðinn í málinu – ekki þrotabúið
heldur hann sjálfur.
Birti stefnu á heimili hennar
Málið snýst um að þann 12. nóvem-
ber 2010 tókst þrotabúinu að birta
Ingunni stefnu fyrir utan lögheimili
hennar í Fossvogi, rétt áður en fyrn-
ingarfrestur til málshöfðunar rann
út. Ingunn dvaldi á þessum tíma í
Bandaríkjunum og því var ekki hægt
að birta henni stefnuna persónulega.
Lögmaður þrotabúsins fór því þá
leið að kalla til mann að nafni Krist-
ján Ólafsson, hæstaréttarlögmann
og stefnuvott í Kópavogi, að heim-
ili hennar í Fossvogi þar sem bókað
var að henni hefði verið birt stefnan
löglega. Hún var síðan sett inn um
bréfalúguna á heimili hennar þar
sem hún fannst í blaðabunka á gólf-
inu nokkru síðar. Sigurður G. vildi
meina að þessi gjörningur væri ólög-
legur.
Sigurður G. tók fyrstur til máls fyr-
ir hönd Ingunnar. Íklæddur jakka-
fötum undir blárri lögmannsskikkju
og forláta leðurskóm með áberandi
þykkum og æpandi appelsínugul-
um skóbotni, spígsporaði hann um í
ræðustól dómsalsins á meðan hann
þuldi upp ræðu sína.
Í ræðu sinni tætti hann í sig
stefnubirtinguna og las upp úr
stefnuvottorðinu sjálfu þar sem seg-
ir að Kristján lögmaður hafi hist fyr-
ir við heimili Ingunnar þennan dag.
Ekki komi fram í stefnubirtingar-
vottorði að hann hafi tekið við stefn-
unni því hans undirskrift sé hvergi
að finna. Sigurður sagði að birtingin
væri alls ekki í samræmi við strang-
ar reglur um stefnubirtingar og benti
á að birta skuli stefnu fyrir þeim
sem er stefnt. Þó sé birting lögmæt
ef stefna er birt á skráðu lögheim-
ili stefnda. Þar megi birta stefnu fyr-
ir heimilismanni eða þá þeim sem
dvelst á skráðu lögheimili. Það geti
þess vegna verið iðnaðarmenn að
störfum á heimilinu eða jafnvel gest-
ir. Ef enginn slíkur er á heimilinu þá
sé nóg að birta hana þeim sem hittist
fyrir á heimilinu. Sigurður sagði að
það gæti vel verið að Kristján hefði
hist fyrir á heimilinu, eins og það er
orðað í lögunum. Auðvitað mætti vel
vera að hann hafi verið að þvælast
um einbýlishúsagötuna í Fossvog-
inum í hádeginu þennan föstudag.
Hins vegar megi draga í efa að svo
hafi verið. Líklegra sé að um hafi ver-
ið að ræða samvinnuverkefni stefnu-
votta til að koma fram lögmætu
stefnubirtingarvottorði.
Pælingar um „afbæjarmann“
Lögmaðurinn fór mikinn í rökstuðn-
ingi sínum fyrir því að stefnan gegn
Ingunni hafi verið með öllu ólögleg.
Vísaði hann meðal annars í gamlan
dóm þar sem sveitarstjóri var kall-
aður að heimili manns til að taka
við stefnu fyrir hans hönd. Bæði
héraðsdómur og Hæstiréttur féllust
á að þessi stefnubirting hefði ver-
ið ófullnægjandi. Í tilfelli Ingunnar
liggi ekkert fyrir um að stefnubirt-
ingin fullnægi lögum um slíkar birt-
ingar. Kristján stefnuvottur sé bú-
settur í Kópavogi og hann hafi aldrei
sett sig í samband við Ingunni til að
koma stefnunni í hendur hennar eða
til að gera henni grein fyrir stefn-
unni. „Stefnubirting þessa máls er
eins ólögmæt og frekast getur verið,“
sagði Sigurður háum rómi.
Því næst vísaði hann í annan dóm
frá 4. áratug síðustu aldar, en þar
var stefna birt „afbæjarmanni“, sem
stefnuvottar sóttu að heimili þess
sem átti að stefna. Sigurður taldi því
ljóst að í lagi væri að birta stefnu „af-
bæjarmanni“, en það gæti verið íbúi í
sama stigagangi eða nágranni í sömu
einbýlishúsagötu. Lögmaðurinn
hefði því átt að banka upp hjá ná-
grönnunum til þess að taka við stefn-
unni. Ekkert liggi fyrir um að löglegt
sé að draga mann úr öðru byggðar-
lagi til að taka við stefnubirtingunni.
Þar sem stefnubirtingin hafi ver-
ið ólögmæt og fyrningarfestur ekki
rofnað sé stefnubirtingin ólögleg.
Reyndi að flýja stefnuna
Daníel var algjörlega ósammála mál-
flutningi Sigurðar og taldi stefnubirt-
inguna vera lögmæta. Benti hann
meðal annars á að ef svona stefnu-
birting væri ólögmæt, þá væri eign-
arfólki á borð við Ingunni í lófa lag-
ið að að komast hjá stefnubirtingu
með því að flýja land og koma ekki til
baka fyrr en málshöfðunarfrestur sé
liðinn. Það sé einfaldlega hluti af því
að eiga lögheimili á Íslandi að hægt
sé að birta stefnu með þessum hætti.
Ingunn hafi sannarlega reynt að
komast hjá stefnubirtingu. Ekki hafi
verið hægt að birta henni stefnu því
hún var ekki í heima. „Stefnda reyndi
í lengstu lög að forðast að hægt væri
að höfða mál gegn henni. Hún fór
af landi brott töluvert áður en þessi
málshöfðunarfrestur rann út en eft-
ir að henni var sent kröfubréf,“ sagði
Daníel lögmaður.
Þá sagði hann túlkun Sigurðar
lögmanns um afbæjarmanninn ekki
eiga sér neina stoð í lögum og það
eigi ekki að skipta neinu máli þó að
sá sem tekur við stefnunni búi ekki í
næsta nágrenni. Þessi stefnubirting
hafi verið nauðsynleg þar sem óger-
legt hafi verð að birta henni stefnuna
með öðrum hætti. Þá hafi hún látið
fulltrúa sinn mæta fyrir þingfestingu
málsins og þar með firrt sig öllum
rétti til að telja að stefnan hafi verið
ólögmæt.
Reyna að hóta mér
Um málskostnaðarkröfuna á hendur
sér sagði Daníel: „Það er sérstakt en
ekki sérstaklega úr takti við þá hátt-
semi sem Ingunn og Sigurður hafa
sýnt í málinu.“ Fyrir liggi að hún hafi
tekið við fimm milljörðum króna frá
Milestone sem hafi ekki fengið neitt
í staðinn. Þá sakaði hann Sigurð G.
um að hafa stýrt samningagerð sem
væri til skoðunar hjá skattrannsókn-
arstjóra ríkisins. „Það er mjög skilj-
anlegt að lögmaður og sóknaraðili
vilji ekki að þessi mál séu skoðuð og
reyni allt sem þau geta til að komast
hjá því.“
Kom þá til nokkuð skarpra orða-
skipta því Sigurður G. reiddist í sæti
sínu og krafðist þess að bókað yrði
um dylgjur gegn sér að hann hafi ver-
ið sakaður um lögbrot. Eftir nokkurt
þras greip dómarinn fram í fyrir hon-
um og bað hann um að halda sig til
hlés á meðan Daníel lögmaður klár-
aði ræðu sína. Daníel sagði í kjölfarið
að með því að krefja sig persónulega
um málskostnað væru Sigurður G.
og Ingunn að reyna að hafa áhrif á þá
sem rannsaka þessi mál. Hann sagð-
ist að lokum treysta því að dómstólar
létu ekki undan svona hótunum.
„Hverju í andskotanum ætti ég
að ljúga upp á þig?“
Mikill hiti var kominn í Sigurð G. eft-
ir þessi orðaskipti og sagðist hann
hafa orðið vitni að „ótrúlegasta og
ósmekklegasta málflutningi sem
hefði farið fram í réttarsal,“ síðan
hann varð lögmaður. Í skammar-
ræðu sagði hann Daníel hafa leyft
sér að ljúga því að réttinum að Ing-
unn hafi flúið land til þess að blaða-
maður í salnum gæti birt fyrirsögn
um það. Hann hafi talað sér þvert
um geð. Hann sakaði Daníel um
slugshátt og að hann hafi átt að vita
að Sigurður hefði ekki farið með mál
Ingunnar síðan áramótin 2005–2006.
Því hafi hann gerst sekur um hreina
lygi, aðdróttanir og ómerkilegheit.
Hann hafnaði því jafnframt algjör-
lega að með því að krefja lögmann-
inn um málskostnað væri hann að
hóta honum.
Sigurður G. hélt reiðilestrinum
áfram og sagði að að lögmaður-
inn teldi sig vera vörð réttætisins –
góða manninn. Hann vék aftur að
meintri ólöglegri stefnubirtingu áður
en dómarinn greip aftur fram í fyrir
honum og sagði: „Sigurður, hvern-
ig getur þú sagt svona?“ Dómarinn
bað hann um að gæta hófs í mál-
flutningi sínum. Eftir nokkurt orða-
skak hélt Sigurður áfram ásökunum
sínum á hendur Daníel lögmanni.
Daníel væri eingöngu að reyna að
líta vel út með því að stefna Ingunni
og bræðrum hennar. Hann ætlaði
sér greinilega að vera maðurinn sem
næði peningum af útrásarvíkingum.
„Þetta er allt gert fyrir fjölmiðla. Þetta
hefur ekkert með réttinn að gera!“
Daníel var því næst spurður hvort
hann vildi svara þessu. Hann muldr-
aði: „Nei, þetta er ekki svaravert!“
Eftir að dómþinginu var slit-
ið héldu orðaskipti lögmannanna
áfram. Sigurður spurði lögmanninn
hvössum tóni hvort hann væri að
ljúga upp á sig. „Hverju í andskotan-
um ætti ég að ljúga upp á þig?“ var
svar hans áður en þeir skelltu hurð-
inni í dómsalnum og héldu karpinu
áfram.
10 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Sakar
IngunnI
um að
flýja land
Ingunn Wernersdóttir
Vill að stefnu gegn sér verði
vísað frá dómi þar sem
henni hafi ekki verið birt
stefnan löglega.
Fór mikinn Sigurður G. tók þátt í hvössum
orðaskiptum við lögmann þrotabús
Milestone fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á
miðvikudag.
„Það er mjög skilj-
anlegt að lögmað-
ur og sóknaraðili vilji ekki
að þessi mál séu skoð-
uð og reyni allt sem þau
geta til að komast hjá því.
n Hart tekist á um hvort Ingunni Wernersdóttur hafi verið birt lögmæt stefna n Vill að
lögmaður greiði málskostnað persónulega n „Sigurður, hvernig getur þú sagt svona?“