Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 13
Fréttir 13Helgarblað 20.–22. janúar 2012 Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi tekur til starfa laugardaginn 21. janúar 2012. Opið hús milli kl. 11 og 16 á Suðurgötu 10 í Reykjavík. Allir velkomnir! Ljósmyndasamkeppni fyrir almenning: Ísland og Evrópa. „Sápukassinn“: Gestir stíga á stokk og tjá sig um Evrópumál. Sigríður Thorlacius tekur lagið við gítarundirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Léttar veitingar í boði. Stór „Evrópukaka“, belgískar vöfflur, frönsk horn og íslenskar kleinur ásamt kaffi og kakói fyrir börnin. Suðurgata 10 – 101 Reykjavík – Sími 527 5700 – evropustofa@evropustofa.is – evropustofa.is Ráðhúsið T jö rn in Alþingi Landakotskirkja Su ðu rg at a Túngata Vonarstræ ti Tj ar na rg at a P OPIÐ HÚS Hvað viltu vita? Hlutverk Evrópustofu er að auka skilning og þekkingu á Evrópusambandinu. Til okkar er fólk velkomið, óháð afstöðu til ESB eða mögulegrar aðildar Íslands að sambandinu. Niðurstöður kosninganna í heild sinni Nafn Atkvæði Fylgi Ólafur Ragnar Grímsson 745 19,30% Ragna Árnadóttir 498 12,90% Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 290 7,51% Páll Óskar Hjálmtýsson 283 7,33% Davíð Oddsson 225 5,83% Stefán Jón Hafstein 183 4,74% Salvör Nordal 161 4,17% Ólafur Stefánsson 157 4,07% Páll Skúlason 152 3,94% Bergþór Pálsson 137 3,55% Herdís Þorgeirsdóttir 133 3,44% Jón Gnarr 106 2,75% Ómar Ragnarsson 93 2,41% Þorvaldur Gylfason 93 2,41% Örn Elías Guðmundsson 73 1,89% Þórarinn Eldjárn 70 1,81% Jón Baldvin Hannibalsson 67 1,74% Þórólfur Árnason 66 1,71% Kristín Ingólfsdóttir 63 1,63% Þorsteinn Pálsson 57 1,48% Gerður Kristný Guðjónsdóttir 56 1,45% Ólafur Jóhann Ólafsson 53 1,37% Kristinn Sigmundsson 37 0,96% Stefán Haukur Jóhannesson 32 0,83% Guðfinna Bjarnadóttir 31 0,80% Samtals: 3.861 Skoðanakönnun á DV.is 1. og 2. janúar 2012 Nafn Atkvæða % Ragna Árnadóttir 293 24% Jón Gnarr 204 16,72% Davíð Oddsson 175 14,34% Annar frambjóðandi 138 11,31% Salvör Nordal 84 6,89% Þorvaldur Gylfason 82 6,72% Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 63 5,16% Þorsteinn Pálsson 50 4,10% Jón Baldvin Hannibalsson 44 3,61% Stefán Haukur Jóhannesson 35 2,87% Kristín Ingólfsdóttir 26 2,13% Svara ekki 26 2,13% Samtals: 1.220 Skoðanakönnun á Vísi 4. til 5. janúar 2012 Nafn % Ólafur Ragnar Grímsson 22% Ragna Árnadóttir 18% Davíð Oddsson 11% Páll Óskar Hjálmtýsson 7% Jón Gnarr 6% Salvör Norda 5% Páll Skúlason 4% Dorrit Moussaieff 3% Andri Snær Magnason 3% Þorsteinn Pálsson 3% Aðrir 18% É g myndi meta það þannig að ef það væru tvö í framboði, Ólafur Ragnar og frambæri­ leg kona þá myndi hún fá tvo þriðju hluta atkvæða,“ seg­ ir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði. DV fékk hann til að rýna aðeins í niðurstöður netkosn­ ingar um næsta forseta sem fram fór á DV.is. „Hún má hins vegar ekki vera tengd valdakerfinu í landinu því fólk hugsar forsetaembættið sem mótvægi við ríkjandi afl. Uppreisn­ armaðurinn vinnur alltaf forseta­ kosningar. Þannig það þarf að vera uppreisnarkona í dragt. Kona fólks­ ins, fús til að beita synjunarvald­ inu og hefur feril í einhverju starfi.“ Svanur minnir á að mikið kynja­ bil hafi verið í forsetakosningun­ um 1996, en þá hafi Ólafur Ragnar fengið 47 prósent atkvæða meðal karla og 33 prósent atkvæða meðal kvenna. Svanur segir þrennt vekja athygli við fyrstu skoðun á niðurstöðum kosningarinnar á DV.is. „Þátttak­ an er lítil og í öðru lagi er dreifingin mikil, sem bendir til þess að ekki sé kominn mikill áhugi á þessu máli. Í þriðja lagi hvað Ólafur Ragnar fær lítið í ljósi þess að hann er sitjandi forseti og hefur ekki útilokað fram­ boð. Það að fá innan við 20 prósent er alveg ótrúlega lítið.“ Ólafur varð þjóðhetja Svanur bendir á að í áramóta­ skaupinu sem sýnt var á gamlárs­ kvöld 2009 hafi Ólafur Ragnar stað­ ið frammi fyrir því að vera álitinn algjörlega valdalaus forseti. „Þá var hann pólitískt steindauður. Ekki bara dauður heldur steindauður í augum þjóðarinnar.“ Fimm dögum síðar neitaði hann hins vegar að skrifa undir Icesave­samninginn og varð í kjölfarið þjóðhetja.“ Svanur telur að sams konar at­ burðarás geti átt sér stað í tengslum við kvótafrumvarpið sem nú er í vinnslu í þinginu. „Ég á ekki von á góðu í sambandi við þetta frumvarp sem á að fara að koma með. Ég vona samt að ég hafi rangt fyrir mér.“ Þrjú skilyrði fyrir þjóðaratkvæði „Ef þetta frumvarp verður eins og ég óttast að það verði, að ríkisstjórn­ in þori ekki að ganga á hólm við út­ gerðarauðvaldið í landinu, eins og lofað er í stjórnarsáttmálanum, þá fer þetta mál á borð forsetans,“ seg­ ir Svanur. Ólafur Ragnar hefur það því í hendi sér hvort hann sam­ þykkir frumvarpið eða nýtir sér mál­ skotsréttinn og vísar því til þjóðar­ atkvæðagreiðslu.“ Svanur bendir á að sitjandi for­ seti hafi sett þrjú ákveðin skilyrði fyrir því að hann beiti málskotsrétt­ inum. Í fyrsta lagi að um sé að ræða mikilvægt mál, í öðru lagi að það sé ekki til úrræði fyrir dómstólum til að afgreiða málið og í þriðja lagi að það sé gjá á milli þings og þjóðar. Ef þingið samþykkir framhald á gjafakvótakerfinu, þá eru öll þessi skilyrði uppfyllt, að mati Svans. Pólitísk staða getur gjörbreyst „Ef það kæmi til þess að hann myndi beita málskotsréttinum með þessum hætti þá mun gerast það sama og með Icesave og pólitísk staða hans yrði gjörbreytt. Þá væri fullkomlega rökrétt af hálfu forset­ ans að hann byði sig fram til end­ urkjörs á þeim forsendum að fólkið í landinu þurfi að hafa forseta sem er reiðubúinn til að ganga á hólm við valdakerfið í landinu,“ útskýr­ ir Svanur. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að spá fyrir um hvað Ólafur Ragnar muni gera. Svanur bendir á að Ólafur Ragn­ ar sé alinn upp í sjávarplássum á Vestfjörðum og þekki áhrif gjafa­ kvótakerfisins af eigin reynslu. „Vestfirðingar líta almennt þann­ ig á, og það er bara söguleg stað­ reynd, að gjafakvótakerfið hafi lagt Vestfirðina í rúst og eyðilagt grund­ völl fyrir byggð á Vestfjörðum,“ seg­ ir Svanur. Það þurfi því ekkert að útskýra það fyrir sitjandi forseta hvaða áhrif gjafakvótakerfið hefði verði það samþykkt. „Pólitísk staða Ólafs Ragnars get­ ur breyst algjörlega og líkurnar á því að hann verði endurkjörinn ef hann kýs að fara fram, geta breyst á því augnabliki sem þingið samþykkir framhald á gjafakvótakerfinu.“ Svanur bendir jafnframt á að rík­ isstjórnin sé nú að svíkja loforð for­ sætisráðherrans um að þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrártillögurn­ ar samhliða forsetakosningunum og að það geti haft áhrif á kosning­ arnar. Davíð á enga möguleika Davíð Oddsson, fyrrverandi for­ sætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lenti í fimmta sæti kosninganna með tæp sex prósent atkvæða. Svanur hefur þó enga trú á að hann ætli sér í forsetaframboð og bendir á skoðanakönnun sem gerð var árið 1996 sem sýndi að hann fengi um tíu prósent atkvæða. „Ég geri nú ekki ráð fyrir að sú tala hafi hækkað mikið upp á við síðan þá. Davíð hefur enga möguleika á því að verða forseti Íslands. Ekki nema það væru fimm­ tán frambjóðendur kannski.“ Svanur bendir á að mikill kostn­ aður fylgi því að fara í forsetafram­ boð, sé fólki alvara. Slík barátta geti eflaust kostað allt upp í 100 milljón­ ir króna sé ekkert þak sett á kostnað­ inn. Hann segir fólk þó geta farið út í forsetaframboð í mismunandi til­ gangi, til dæmis til að vekja athygli á ákveðnum málstað. „Ef það kæmi til þess að hann myndi beita málskots- réttinum með þessum hætti þá mun gerast það sama og með Icesave og pólitísk staða hans yrði gjörbreytt. „Davíð á ekki möguleika“ Flestir vilja ÓlaF áFram Fyrri kannanir Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Gæti farið fram Svanur Kristjánsson telur kvótafrumvarpið geta gjörbreytt stöðu forsetans. Hann telur Ólaf Ragnar ekki hafa útilokað að fara fram aftur. Í fimmta sæti Eini möguleiki Davíðs er að mjög margir bjóði sig fram. n Svanur Kristjánsson telur uppreisnargjarna konu geta unnið forsetakosningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.