Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 20
20 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað F lestir munirnir sem voru í gámi Skafta Jónssonar, starfsmanns sendiráðs Íslands í Banda­ ríkjunum, og eiginkonu hans, Kristínar Þorsteinsdóttur, voru persónulegir munir og fjölskyldu­ myndir. Nokkur málverk voru um borð í gámnum en mörg þeirra reynd­ ust ekki vera skemmd og var hægt að koma í ásættanlegt horf með viðgerð og hreinsun. Munirnir voru metnir á 78 milljón­ ir króna og var hlutur ríkisins í tjóna­ bótum vegna þeirra 74 milljónir króna. Af þeim tugmilljónum króna voru ríf­ lega fimmtíu milljónir króna greiddar út í Bandaríkjadölum. Aldrei hefur ís­ lenska ríkið þurft að greiða út jafn háar bætur vegna sambærilegra mála en ríkið þurfti fyrir um áratug að greiða Svavari Gestssyni eina milljón króna í bætur vegna altjóns á búslóð í flutn­ ingum. Takmarkanir á stærð en ekki andvirði Fjögurra milljóna króna trygging var keypt af hálfu ríkisins fyrir gáminn. Samkvæmt svörum Össurar Skarp­ héðinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, er sá háttur hafður á að í hvert sinn sem utan ríkisráðuneytið flytur starfsmenn á milli starfsstöðva sé keypt trygging sem nemur 100 þúsund krónum á rúmmetra. Er tryggingunni ætlað að ná yfir tjón á einstaka munum í flutn­ ingunum en ekki altjón líkt og ráðu­ neytið segir að hafi átt sér stað í máli Skafta og eiginkonu hans. Þetta fyrirkomulag hefur yfirleitt náð yfir öll tjónatilvik sem upp hafa komið í tengslum við flutninga á borð við þessa. Engar takmarkanir eru settar á virði búslóðanna sem ríkið flytur en settar eru takmarkanir á um­ fangið. Yfir fimmtíu listaverk Tvær skýrslur voru unnar í tengslum við tjónabæturnar sem Skafti og eigin­ kona hans fengu greiddar. Önnur skýrslan var unnin að beiðni Trygg­ ingamiðstöðvarinnar sem tryggði gáminn að litlu leyti. Í þeirri skýrslu var farið yfir ástand og innihald gáms­ ins sem og mat á því hvort hægt væri að laga eða hreinsa munina og ef svo hvað það myndi kosta. Önnur skýrsla var svo gerð um nánara mat á verð­ mæti listaverkanna sem skemmdust í gámnum. DV hefur aðra þessara skýrslna undir höndum og í henni eru upplýs­ ingar um hvern og einn hlut í gámn­ um sem varð fyrir tjóni. Samkvæmt þeim lista voru um fimmtíu listaverk um borð í gámnum sem sjór komst að. Hluta þeirra var hægt að hreinsa og laga þannig að munirnir voru ekki taldir skemmdir. Mikill fjöldi fjöl­ skyldumynda var einnig um borð í gámnum en samkvæmt skýrslunni var hægt að lagfæra allar myndirnar. Hægt að gera við flest Í skýrslunni kemur fram að hægt hafi verið að gera við um fimmtíu muni í búslóðinni. Samkvæmt kostnaðar­ greiningu sem unnin var fyrir Trygg­ ingamiðstöðina var kostnaðurinn við þær viðgerðir metinn á rúmlega 18.900 Bandaríkjadali, jafnvirði um 2,4 milljóna króna á núvirði. Á síðastliðnum mánuðum hefur gengi íslensku krónunnar gagn­ vart Bandaríkjadal veikst og því má gera ráð fyrir að þegar skýrslan var unninn og greiðsla vegna viðgerðanna greidd hafi kostnaðurinn verið eitthvað lægri í íslenskum krón­ um. Þetta þýðir einnig að bætur vegna þess sem raunverulega skemmdist og ekki var hægt að laga nema 75,6 millj­ ónum króna. Samkvæmt skýrslunni eru um 35 listaverk sem ekki var hægt að bæta og er ekki hægt að skilja öðru­ vísi en að bæturnar séu að stærstum hluta vegna þeirra. Minnst sjö listaverkanna sem voru um borð í gámnum og ekki var hægt að lagfæra voru eftir heims­ þekkta listamenn. Nöfn listamann­ anna Damien Hirst, Lawrence Weiner og Georg G. koma fram í skýrslunni. Listamennirnir sem hér um ræðir eru allir heimsþekktir fyrir nútímalist. Ekki allt á listanum Gera má ráð fyrir því að skýrslan sem DV hefur undir höndum tilgreini ekki þá hluti sem voru í gámnum og skemmdust ekki eða þurfti ekki að hreinsa eftir slysið. Ekkert af því sem skýrslan um innihalds gámsins tiltek­ ur voru munir sem myndu alla jafna teljast sem búslóð eins og húsgögn eða aðrir innanstokksmunir. Einn stóll er tiltekinn í skýrslunni auk innan við fimm bóka, viðurkenningaskjals og medalíu. Að öðru leyti eru aðeins tiltekin málverk, ljósmyndir og önnur listaverk. Myndir sem DV hefur undir höndum úr gámnum sýna þó að í honum hafi verið talsvert meira en bara ljósmyndir og lista­ verk. Þar má til að mynda greinilega sjá rúm og borð. Þetta borgaði ríkið 74 milljónir fyrir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hvað var í gámnum? n 56 listaverk n 24 ljósmyndir/albúm n 7 aðrir hlutir Tugmilljóna tjón Ríkið greiddi tugi milljóna í bætur vegna sjóslyss sem varð þegar verið var að flytja gám starfsmanns í utanríkisþjónustunni á milli landa. Tóku myndir Myndir voru teknar bæði fyrir og eftir flutningana frá Íslandi til Bandaríkjanna. Allt í rúst Ekki er að sjá annað en að allt hafi fa rið á flug í gámnum í flutningunum. Listaverkin í kassa Listaverkin sem voru í gámnum voru geymd nokkur saman í kössum. n Tryggingaskýrsla: Lagfæring á fjölskyldumyndum kostaði 10 þúsund dali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.