Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Page 30
30 Viðtal 20.–22. janúar 2012 Helgarblað
sem hafði sent tölvupóstana. Hún
var rakin til eiginmanns konunnar
sem sleikti aftan á frímerkið, sam-
kvæmt DNA-niðurstöðum.“
Saksóknari þaggaði málið niður
Þarna héldu hjónin að málið væri
leyst. Manneskjan sem hafði ofsótt
fjölskylduna var fundin. „Þetta voru
eiginlega straumhvörf fyrir lögregl-
una. Þetta var í fyrsta skipti sem þetta
hafði tekist, að leysa svona ótrúlegt
mál. Svo gerðist bara hin skelfilega
staðreynd, að ríkissaksóknari neitaði
fyrir hönd lögreglunnar að kæra mál-
ið,“ segir Valgeir og greinilegt er að
það tekur á hann að rifja þetta upp.
Konan sem hafði staðið fyrir ofsókn-
unum er að sögn hans eiginkona hátt
setts manns í íslensku samfélagi.
„Þetta var bara íslensk spill-
ing eins og hún gerist ömurlegust.
Þetta var fólk sem mátti ekki anda
á. Við auðvitað höfum ekkert verið
að básúna það hver þetta er vegna
þess að það breytir engu. Þetta var
kona sem við þekktum löngu fyr-
ir þennan tíma. Þetta er eiginkona
manns sem saksóknari taldi að væri
þess virði að það væri best að þagga
málið niður. Hvað sem réttlætinu og
lögum leið.“
Ef þau vildu halda áfram með
málið þyrftu þau að standa straum
af kostnaði sjálf. „Okkur var sagt að
við yrðum að fara í einkamál ef við
vildum halda áfram með þetta en við
höfðum ekki efni á því, við áttum ein-
faldlega ekki peninga til þess að fara í
einkamál. Þetta fólk sem um ræðir er
margfalt betur stætt en við. Við vor-
um líka niðurbrotin eftir þetta mál.
Þetta var gífurlega mikið sjokk, að
málið yrði lagt niður. Ég meina, það
var lífsýni og IP-tala úr tölvu á heim-
ili fólksins en það var ekki nóg. Ég
held þeir hafi sagt að þetta hafi ekki
verið talið líklegt til sakfellingar. Þeir
eiga voða fín orð yfir þetta.“
Þau fundu fyrir gremju innan lög-
reglunnar enda ekki allir sáttir við að
málið væri þaggað niður á þennan
hátt. „Þetta var svo mikill sigur fyr-
ir lögregluna en sá sigur var bara að
engu gerður. Rannsóknarlögreglu-
fólkið, það trúði þessu ekki. Þetta var
svo fjarstæðukennt. Að þarna væri
lögreglan komin til botns í ógeðslegu
máli, sem var búið að valda miklum
skaða og þjáningum og það var bara
lokað ofan í skúffu. Ef ég man rétt
þá gaf saksóknari ríkisins ekki einu
sinni færi á að ræða þetta.“
Hann segir ef til vill fleiri tengja
nú, og skilja að þessar þöggunarað-
ferðir viðgangist, en gerðu fyrir rúm-
um áratug. „Eftir hrun, þegar við
erum orðin svona vön því að hlut-
irnir hafi verið svo rosalega rangir
víða, þá einhvern veginn er hugsan-
lega meiri skilningur á þessu í dag
en þarna var. Þarna var bara hægt að
setja lok á pottinn og ekkert hægt að
gera í rauninni.“
Tvö bréf til viðbótar
Eftir þessa reynslu segist Valgeir
hafa efast um margt. „Svona reynsla
auðvitað fær mann til þess að setja
óskaplega stórt spurningarmerki
við lífið í þessu landi. Sérstaklega
við stjórnvöld þessa lands. Spurn-
ingarnar sem mann langar til að fá
svör við verða óskaplega margar. Við
Ásta erum bæði baráttufólk og lét-
um þetta ekki knésetja okkur, sem
þetta hefði kannski alveg getað gert.
Svona eftir á að hyggja. Þetta voru
svo dimmir dagar og áhyggjurnar
voru svo miklar og þetta lamaði svo
starfsþrek okkar.“
Eftir að saksóknari hafði lokað
málinu bárust tvö bréf til viðbótar.
„Það komu tvö bréf enn. Við höfð-
um auðvitað samband við lögreglu-
stöðina. Lögfræðingur sem varð fyrir
svörum kvað vera búið að loka mál-
inu og ef eitthvað ætti að aðhafast þá
þýddi það nýtt mál frá grunni. Það
komu ekki fleiri bréf í framhaldinu.
Við efumst ekki um að það hafi ver-
ið hringt í viðkomandi og sagt að ef
þetta gerðist einu sinni enn myndu
bara opnast allar gáttir helvítis. Við-
komandi hefur sloppið í þetta skipt-
ið. Það gerir náttúrulega enginn
svona nema sá sem á við andlegar
hremmingar að stríða.“
Valgeir segir þau hafa reynt að láta
hefndina og reiðina ekki stjórna sér.
„Maður hugsar með sjálfum sér: Ekki
vildi ég skipta við þetta fólk. Ég get
ekki ímyndað mér að hamingjan ríði
röftum á heimili þeirra. Þannig að ég
segi bara: Guð blessi ykkur. Hefnd-
arhugur er mjög niðurbrjótandi afl
þannig að maður verður bara að rísa
sterkari upp gegn mótlæti og reynsl-
unni ríkari. Þetta kennir manni auð-
vitað margt um mannlegt eðli.“
Sextugir fá ekki fasta vinnu
Valgeir er, eins og áður sagði, að
verða sextugur. Svo sannarlega stór
tímamót þótt hann finni lítið fyr-
ir aldrinum. Hann hefur þó fundið
fyrir því að atvinnurekendur virðast
margir halda að eftir að fólk nái viss-
um aldri sé það ekki gjaldgengt afl á
vinnumarkaðnum. „Það er eitt sem
ég get sagt um það að vera sextugur:
Þú færð enga vinnu,“ segir hann.
Blaðamaður furðar sig á atvinnu-
leysi hans enda um einn þekktasta
tónlistarmann landsins að ræða. Val-
geir segir það ekki skipta máli. „Þeir
sem hafa atvinnu af því að vera tón-
listarmenn eru ekki mjög margir –
allavega ekki á eigin vegum. Að vera
tónlistarmaður á Íslandi veitir manni
ekki föst laun. Ég á öll þessi lög sem
fólk vill heyra og hef ánægju af að
fylgja þeim til áheyrenda. Sem ég
fæ sem betur fer oft tækifæri til. Ég
fæ fólk oft líka til að hlæja, en það er
bara …“ segir Valgeir hugsi og örlítið
hikandi en bætir svo við: „… þetta er
ekki stærra en svo. Ég er oft fenginn
til að spila á árshátíðum, hjá fyrir-
tækjum, í afmælum sem ég geri þeg-
ar ég er beðinn en ég er ekkert voða-
lega duglegur að selja sjálfan mig
fyrir utan þessa tónleika í Hörpu,“
segir hann og á við afmælistón-
leikana sem fram fara á sunnudag-
inn.
Valgeir hefur sótt um á nokkrum
stöðum en fengið neitun. „Ég er tek-
inn í viðtöl, fólk þekkir mig og veit
hvað ég stend fyrir. Að einhverju leyti
hvað ég get. Ég hef svona talsvert
sérhæfða reynslu, ég er mjög góð-
ur í ákveðnum hlutum en það hefur
aldrei dugað til að fá þessi störf. Þetta
eru ekkert voðalega háar stöður sem
ég er að sækja um en þetta eru svona
stöður þar sem ég hef séð að ég get
unnið að einhverju sem mér þyk-
ir áhugavert. Þetta hefur kannski
tengst PR, ljósvakamiðlunum, sem
er eitt af því sem ég kann og get. Ég
er ritfær í góðu meðallagi og talfær
eins og dæmin sanna,“ segir hann og
brosir hógværu brosi.
Tæknilega atvinnulaus
„Þannig að ég er tæknilega atvinnu-
laus. Það er kannski eitt sem ég veit,
að mörgum af minni kynslóð þyk-
ir það og svíður það sárt að vera
kannski á toppi tilverunnar sem
manneskjur hvað varðar það að fólk
hugsar meira um líkama sinn, borð-
ar hollari mat, ég veit ekki hverjir
eru orðnir svona feitir – allavega er
það ekki fólkið í kringum mig sem
er feitasta þjóð í heimi – sem sagt
bara hefur mikið fram að færa en er
ekki talið gjaldgengt. Þetta er nátt-
úrulega ofsalega nöturlegt, að ef þú
ert kominn yfir vissan aldur fáir þú
ekki vinnu og ef þú ert í starfi, þá
bara passar þú að láta ekkert gerast
svo þú missir ekki starfið því að þú
ert ekki gjaldgengur á vinnumarkaði
á þessum aldri.
Þetta er mjög alvarlegur hlutur.
Og það að þjóðin telji sig geta verið
án krafta þeirra sem eru komnir yfir
miðjan aldur er stórkostleg vannýt-
ing á mikilvægri auðlind og sameig-
inlegum hæfileikum þessarar litlu
þjóðar sem þarf að sinna svo fjöl-
breytilegum verkefnum með svona
fáu fólki. Þetta er ótrúlega skrýtið og í
raun bara alveg skelfilegt.“
Kraftar beggja dýrmætir
Eins og áður sagði eru þau hjónin
baráttufólk. Þau gefast ekki upp þó í
harðbakkann slái. „Í rauninni erum
við bæði tæknilega atvinnulaus og
erum algjörlega háð þeim verkefn-
um sem við getum búið til sjálf. Það
byggir ekki upp djúpstæða öryggis-
kennd að vera alltaf háður því sem
er í gangi á hverjum tíma.
Ég held að kraftar okkar beggja
séu dýrmætir – sérstaklega Ástu – ég
bara sé hvað hún hefur lagt íslensku
þjóðfélagi mikið til í gegnum ráð-
gjöf sína. Hún hefur stuðlað að því að
stór hópur fólks hefur náð að ljúka
prófi og farið að vinna þjóðfélaginu
gagn í sínum störfum. Sem hefði ekki
orðið með sama hætti ef það hefði
til dæmis horfið frá námi í Háskól-
anum eins og gjarnan stóðu efni til.
Hún heldur þessu starfi áfram. Hing-
að leitar til hennar fólk og fær ráð-
gjöf. Ég hef komið hluta til inn í slíka
ráðgjöf, ekki að sama ráði því ég er
ekki jafn góður ráðgjafi og hún,“ segir
hann og augljóst er að hann er stolt-
ur af sinni konu. „Ég held ég halli
ekki á neinn þegar ég segi að hún
er fremsti námsráðgjafi Íslands og
sá framsæknasti um leið vegna þess
að hún er að þróa aðferðir sem hún
skynjar af dýpt fyrir fólk sem þarf á
því að halda.“
Eftir að Ásta var flæmd úr Há-
skólanum fór hún að þróa verkefni
út frá reynslu sinni sem námsráð-
gjafi. Verkefnið byggir á tækni sem
hún þróaði út frá aðferðum sínum
við náms- og starfsráðgjöfina og er
ætlað að hjálpa fólki í námi og starfi.
Valgeir hefur þróað verkefnið með
henni og þau stefna að því að koma
því á markað sem fyrst. „Við trúum
því að við komumst þá í höfn með
þetta langtímaverkefni sem heitir
Nema Net. Og að það verði mörgum
til góðs. Það er í rauninni það sem
knýr mann áfram, að koma einhverju
góðu til leiðar.
Hvort sem það er í tali, tónum eða
verkum. Það er svona það sem fær
mann til að tikka.“
„Erfitt að horfa framan í fólk
sem maður skuldar“
Þau hafa lengi stefnt að því að sigla
verkefninu úr höfn og lagt mik-
ið undir. Líka tapað miklum fjár-
munum sem reyndist afar sárt. „Við
lögðum peninga inn í fyrirtæki. Við
seldum íbúð og lögðum peningana
í fyrirtækið. Það voru tveir útlend-
ingar með geyisleg umsvif sem vildu
fjárfesta hér á landi. Þeir sáu meðal
annars mikil tækifæri í því sem Ásta
var að gera.“
Þetta var í kringum aldamót-
in síðustu. Allt var í uppsveiflu og
löngunin til að koma verkefni Ástu
á markað dreif þau hjónin af stað.
Þau lögðu allt undir, fengu húsnæði
og byrjuðu framkvæmdir. Pening-
arnir frá fjárfestunum skiluðu sér
hins vegar aldrei. „Annar þeirra
hvarf, hann var settur í fangelsi suð-
ur á Indlandi. Hann var með miklar
áætlanir um að gera hér hluti. Síð-
an var fótunum kippt undan hon-
um, meðal annars vegna aðstæðna
í hans heimalandi. Hann bara hvarf
af sjónarsviðinu og spilaborgin
hrundi í kjölfarið.“
Margir stóðu eftir sárir, fleiri en
Ásta og Valgeir höfðu lagt pening í
púkkið. „Það voru margir sem komu
að þessu og mikið af hæfileikafólki
sem tengdist þessu fyrirbæri. Okkur
var ekki sagt neitt, ef við hefðum vit-
að eitthvað fyrr þá hefðum við hugs-
anlega getað dregið eitthvað af þess-
um peningum sem við settum í þetta
til baka. Við stóðum uppi í rauninni
allslaus.
Þegar upp er staðið er þetta holl
reynsla en mjög óskemmtileg, geng-
ur nærri sjálfsvirðingu manns og það
er erfitt að horfa framan í fólk sem
maður skuldar pening,“ segir Val-
geir alvarlegur. „Þetta var heilmik-
ill peningur og við höfum þurft að
vinna okkur upp úr þessu hægt og
rólega og svo í skugga þessara of-
sókna. Þetta var allt að gerast á svip-
uðum tíma.
Við erum heiðarlegt fólk og viljum
geta gert upp við þá sem við skuld-
um peninga. Ég veit svo sem ekki ná-
kvæmlega hver okkar staða er þegar
öll kurl koma til grafar en auðvitað
hefur þetta ekkert verið auðvelt. Svo á
uppgangstímanum, „à la“ 2007, þegar
peningarnir flæddu, þá voru áformin
okkar bara ekki nógu stór. Þá var bara
sagt við okkur: Við tölum ekki við
neinn undir hálfum milljarði. Það er
sama vinnan fyrir okkur en við þurft-
um ekki svo mikið og vorum því ekki
vænn fjárfestingarkostur.“
Hafa margt fram að færa
Valgeir er þrátt fyrir allt bjartsýnn.
„Við vorum í raun aldrei komin á
þann stað með verkefnið að við vær-
um tilbúin að byrja að selja það. Við
viljum hafa það fullkomið og það má
ekkert klikka, þá snýr fólk sér bara
annað. Við höfum haldið okkar fók-
us á því að klára. Ef þú ferð í kross-
ferð, þá viltu sjá Jerúsalem,“ segir
hann kankvís og glottir út í annað.
„Það er í rauninni það sem vakir
fyrir okkur. Þess vegna verðum við
voða glöð ef fólk kemur og gleðst hér
hjá okkur. Kemur á menningarvök-
urnar, nýtir NemaForum-stofurnar
fyrir fundi og mannfagnaði, kem-
ur í ráðgjöf eða á námskeið hér hjá
okkur. Þetta er það sem við erum að
gera. Það er ánægjuefni að geta unn-
ið við fólk á svo mismunandi en samt
tengdum sviðum. Við höfum sannar-
lega mikið fram að færa og minnum
okkur á það þegar á móti blæs. Við
sjáum á viðbrögðum fólks sem kem-
ur hingað að við skilum góðu verki
og það gleður okkur.
Ég held að árið 2012 verði betra
en árið 2011 sem var mikið baráttu-
ár. Ég held að sporið sér að greikka og
gatan sé að breikka.“ n
viktoria@dv.is
Tæknilega atvinnulaus
Valgeir segir fólk á hans aldri ekki
eiga auðvelt með að fá vinnu.
Þegar það sé komið yfir vissan
aldur sé það ekki talið gjaldgengt
á vinnumarkaðnum lengur.
myndir SigTryggur ari jóHannSSon
„Það var borið
á mig að ég hefði
misnotað aðstöðu mína
í STEFi og svo gott sem
stolið húsgögnum