Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 38
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 21 jan 20 jan 22 jan James Bond í Eldborg Sinfóníuhljómsveitin býður til James Bond veislu í Hörpu. Þar eru fluttir allir helsu smellir úr myndunum þekktu. Breski stjórnandinn Carl Davis hefur stýrt slíkum tónleikum um allan heim og er nú kominn til Íslands. Söngvarar eru meðal annarra: Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Sigríður Thorlacius og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Tón- leikarnir eru einnig á laugardaginn og hefjast klukkan 20. Miðaverð er frá 3.000– 7.500 krónum, eftir því hvar setið er. Fjallabræður í Hofi Karlakórinn Fjallabræður troða upp í menningarhúsinu Hofi ásamt hljómsveit og gestum. Gestir verða söngvararnir Sverrir Bergmann og Jónas Sig úr Ritvélum framtíðar- innar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er 3.500 krónur. Berfætt með gítarinn Söngkonan Eivør Pálsdóttir er með tónleika í Langholtskirkju í kvöld. Þar ætlar hún að koma fram eins og hennar er von og vísa, berfætt með gítarinn að vopni. Miðaverð er 3.000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 20. Afmælistónleikar Valgeirs Söngvarinn góðkunni, Valgeir Guðjónsson, fagnar 60 ára afmæli sínu með stórtónleikum. Þar ætlar Valgeir að flytja öll sín bestu lög og fær til þess góða hjálp, meðal annars frá félögum úr Stuð- mönnum og Spilverki þjóðanna. Tónleikarnir fara fram í Eldborg og miðaverð er 3.900 –5.900 eftir því hvar setið er. 38 20.–22. janúar 2012 Helgarblað „Gary Oldman sýnir nær fullkomna frammistöðu.“ „Frábær leikur, fyrir alla fjölskylduna.“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Tinker Tailor Soldier Spy Dance Party Star fyrir PS Move S trákar, hættið þið þessu masi. Við þurf- um að fara að byrja þetta,“ sagði Halldór Gunnar Pálsson, kór- stjóri Fjallabræðra, í upphafi kóræfingar á miðvikudags- kvöldið. Þetta þarf hann alltaf að gera – og oft á hverri æf- ingu. Það er stórmál að stjórna á milli 40 og 50 körlum á kór- æfingu. Og þeir hafa allir gam- an af því að tala – sérstaklega Stebbi panda eins og hann er kallaður. „Fyrsta lagið sem við æfum er Ísland,“ sagði Halldór, sneri sér að hljómsveitinni og takturinn var sleginn. Æfingin var byrjuð. Fyrstu tónleikarnir fyrir norðan Það stendur mikið til hjá Fjallabræðrum. Á morgun, laugardag, halda þeir sína fyrstu tónleika á Akureyri – í Hofi. Þrátt fyrir að bræðurn- ir hafi allir einhverja teng- ingu vestur á firði þá bera þeir allir sterkar taugar til lands- byggðarinnar. „Norðurland á mjög stóran sess í mínu hjarta, móðir mín Magnea Guð- mundsdóttir, býr í Skagafirði og fyrsti vísirinn að Fjalla- bræðrum varð til í Skagafirði. Svo finnst mér líka svo fallegt fyrir norðan, blómlegar sveitir og öflugar útgerðir,“ segir Hall- dór Gunnar en hann hefur stjórnað Fjallabræðrum frá upphafi. Í fyrstu var kórinn óformlegur – nokkrir strákar að vestan sem hittust reglu- lega til að syngja. Spila á elliheimilinu Fjallabræður orðnir hluti af tónlistarlífi Íslendinga. Þeir hafa spilað víða og það er mikil eftirspurn eftir þeim á skemmtunum og tónleikum. Síðustu tvo vetur hafa þeir glatt gamla fólkið á elliheim- ilum höfuðborgarsvæðisins því reglulega hafa þeir farið á eitt slíkt og sungið. „Það gefur okkur mikið að syngja fyrir gamla fólkið sem byggði landið okkar upp. Við ætlum að fara fyrr um daginn, syngja fyrir eldri borgara á Akur- eyri og eiga með þeim góða stund. Það skiptir okkur öllu máli að geta gert þetta. Við- mótið sem fáum er yndislegt og manni líður vel á eftir. Á meðan margir eru uppteknir af silíkoni, salti og snjómokstri þá virðast ekki margir hafa áhyggjur af því hvernig gamla fólkinu okkar líður. Maður þarf ekki að vera landsþekkt- ur tónlistarmaður til að fara og gleðja þetta fólk og sjálfan sig um leið,“ segir Halldór Gunnar. Sussað á strákana Æfingar hjá Fjallabræðrum standa yfir í tvo tíma með einni pásu. Æfingarhúsnæðið er stórt og með mörgum her- bergjum og í pásum fara þeir bræður sem reykja út fyrir, aðrir fara og fá sér kaffi og enn aðrir setjast niður og spjalla. Pásurnar eru mislangar en þegar Halldór er kominn með gítarinn í hönd og byrjaður að spila er það merkið um að pás- unni sé lokið. Þá koma menn sér fyrir. „Jæja strákar, nú æfum við með Unni lagið Ísland,“ segir Halldór Gunnar, en það er nýtt lag Fjallabræðra sem þeir hafa verið að æfa síðustu vikur. Hljómsveitin kemur sér fyrir og Halldór vill byrja. Aftur þarf hann að sussa á strákana. Og Leibbi jazz, hljómborðs- og básúnuleikari Fjallabræðra tekur sóló á hljómborðið. Hall- dór Gunnar er rólegur, lítur á Leibba og segir í hljóðnemann. „Ertu búinn Leibbi, eigum við að fara að byrja?“ Leibbi lítur brosandi á Halldór og svo á strákana – sem brosa alltaf á móti. Það er talið inn í lagið. Unnur byrjar að syngja og Hall- dór gefur kórnum merki. Prinsessan í strákahópnum „Við erum líka sérstaklega spenntir yfir því að fara til Akureyrar af þeirri einföldu ástæðu að fallegasti Fjalla- bróðirinn, hún Unnur Birna er frá Akureyri,“ segir Hall- dór Gunnar en þetta verða síðustu tónleikar Unnar Birnu með Fjallabræðrum að sinni því hún heldur til Rómar á Frjálst og hrátt með Fjallabræðrum Karlakórinn Fjallabræður heldur sína fyrstu tónleika í Hofi á Akureyri á laugardagskvöld- ið. Þar mun „fallegasti Fjallabróðirinn“, Unn- ur Birna, syngja með kórnum í síðasta skiptið í bili en hún er á leið til Rómar. DV skellti sér á æfingu með þessum hressa kór og sá hann undirbúa sig fyrir tónleikana norðan heiða. Myndarlegur hópur Fjallabræður hafa verið á meðal vinsælustu kóra landsins. Æft af krafti Unnur Birna með Fjallabræður í baksýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.