Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 39
39Helgarblað 20.–22. janúar 2012 „Líflegt og lit- skrúðugt teater.“ „David Fincher grípur áhorfandann heljar- tökum með mun hraðari atburðarás.“ Axlar- Björn The Girl with the Dragon Tattoo Uppáhaldsbókin? Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar Höfundur: Páll Björnsson Útgefandi: Sögufélag Þjóðernisrembingur Páll Björnsson sýnir fram á það hvernig umræðan um Jón Sigurðsson forseta hefur oft einkennst af þjóðernisrembingi og óraunsæi frá því hann lést á seinni hluta nítjándu aldar. Frjálst og hrátt með Fjallabræðrum næstunni. „Ég ætla að fara út til að semja, slaka á og æfa mig. Mér finnst líka kominn tími á það fyrir mig að komast í annað umhverfi og tengja mig við aðra hluti,“ segir Unn- ur en tónleikarnir annað kvöld verða þeir síðustu með Fjalla- bræðrum í bili. Hún segist fá mikið út úr því tónlistarlega að spila með kórnum. „Maður fær að vera alveg frjáls og hrár með þeim. Ég sleppi mér alveg og það er dásamlegt því ég fæ mikið út úr því.“ Merkilegast að spila á Akureyri Foreldrar Unnar Birnu búa á Akureyri og þar bjó hún sjálf í tíu ár. „Mér finnst alltaf eins og ég sé að koma heim þegar ég kem til Akureyrar og af öllum stöðum á landinu finnst mér merkilegast að fá að spila á Akureyri,“ segir Unnur Birna en á tónleikunum í Hofi frumflytur hún lag eftir sig sem hún syngur sjálf. Og henni líður vel með Fjallabræðrum, enda kallar hún þá strákana sína. „Karlar eru konum bestir. Í þessum hópi er ég svo sannarlega prinsessa.“ Æfingin er búin klukkan ell- efu. Kórstjórinn þakkar strákun- um fyrir og þeir tínast úr húsinu. Þeir eru allir spenntir fyrir tón- leikunum. Það er kominn æs- ingur í þá. „Við ætlum að bjóða upp á dagskrá úr öllum áttum, gömul lög eftir okkur, ný lög af væntanlegri plötu, sérvalin lög eftir aðra listamenn og ekki má síðan gleyma gestum okk- ar þeim Jónasi Sigurðssyni og Sverri Bergmann. Við viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta Norð- lendinga og ég lofa þeim stór- kostlegu kvöldi,“ segir Halldór. tomas@dv.is Upphafning Jóns „Það er bókin Mundu mig eftir Sophie Kinsella. Ég er meira fyrir léttar bókmenntir. Þessi saga er skemmtileg og rómantísk og nær að vera spennandi í leiðinni, gat varla lagt hana frá mér.“ Íris Kristinsdóttir söng- og leikkona Við æfingar Halldór Gunnar kórstjóri og Unnur Birna leiða Fjallabræður í söng. B ók Páls Björnsson- ar sagnfræðings um minningu Jóns Sig- urðssonar forseta er fróðleg lesning og á köflum kómísk. Í bókinni, sem er vel hugsuð og skipulögð, fjallar Páll um það hvernig Ís- lendingar hafa skilgreint og túlkað minninguna um Jón eftir að hann lést í árslok 1879 og hvernig Jón var gerður að þjóðartákni. Bókin er því saga minningarinnar um Jón Sig- urðsson og hvernig samtím- inn hefur kosið að túlka hana hverju sinni. Sagan hefst eftir andlát Jóns og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, þegar póstskip- ið Fönix kemur með líkkistur þeirra frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur árið 1880, og lýkur eftir efnahagshrunið á Íslandi 2008. Þetta sjónarhorn Páls er bæði frumlegt og áhugavert og hann heldur sig við það út alla bókina og rétt tæpir á helstu at- riðunum í lífshlaupi Jóns sjálfs. Misnotkun minningar Á nítjándu öld börðust Íslend- ingar fyrir auknu sjálfstæði frá Danakonungi í kjölfar þeirra frelsishræringa sem áttu sér stað á fyrri hluta aldarinnar í Evrópu. Jón hafði tekið þátt í þeirri baráttu í Kaupmanna- höfn. Íslendinga skorti sam- einingartákn í þessari frelsis- baráttu eftir fráfall Jóns á seinni hluta nítjándu aldar. Í mörgum löndum hefur sjálfstæðis- og þjóðernisbarátta verið tengd nöfnum þeirra einstaklinga sem voru í fararbroddi hennar: Símon Bólivár er sjálfstæðis- hetja Kólumbíu, Venesúela og fleiri landa í Suður-Ameríku, Kemal Ataturk er faðir og sam- einingartákn þjóðríkisins Tyrk- lands, sem reist var á rústum hluta Ottómana-veldisins á þriðja áratug tuttugustu aldar, og Garibaldi er faðir Ítalíu sam- tímans. Jón var í reynd gerður að slíkri þjóðhetju eftir andlát sitt fyrir þátttöku sína í vegferð Íslendinga í átt til sjálfstæðis – á þeim tíma sem Jón lést var mikilvægasta skref þessarar sjálfstæðisþróunar sú stjórnar- skrá sem Íslendingar fengu frá Danakonungi árið 1874 – sem þó var langt í á þeim tíma. Sköpun helgimyndarinnnar af Jóni byrjaði þegar skömmu eftir andlát hans, líkt og Páll rekur skilmerkilega í bókinni, og jafnvel fyrr. Miðað við bók Páls er ekki annað að sjá en samtímamenn Jóns hafi verið meðvitaðir um pólitískt mikil- vægi minningarinnar um hann eftir hans dag. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þessar þjóðhetjur og aðrar hljóti ekki að snúa sér við í gröfinni þegar nafn þeirra og minning er misnotuð af ríkinu, hagsmunahópum og jafn- vel fyrirtækjum í viðkomandi samfélagi – í Tyrklandi er það lögbrot að vanhelga minn- ingu Ataturks með einhverjum hætti; lagaákvæði sem hefði líklega truflað Ataturk sjálfan en hann var að mörgu leyti frjálslyndur í hugsun. Í bók Páls er til dæmis vísað í auglýs- ingu frá SPRON árið 2006 þar sem notuð var mynd af Jóni til að selja fólki sem ekki var í viðskiptum við sparisjóðinn íbúðalán hjá sjóðnum. Lánin voru kynnt þannig að spari- sjóðurinn héldi með þessu boði áfram þeirri frelsisbaráttu sem Jón hefði staðið í. Allir áttu að geta orðið frjálsir, líka þeir sem ekki voru í viðskiptum við SPRON. Þetta hlýtur að teljast vera fráleit túlkun á verkum Jóns. Enn í dag Bókin er á stundum kómísk út af þessu: Hún sýnir hvernig Jón hefur oft verið settur á stall í pólitískum tilgangi í gegnum tíðina og eru hugmyndir hans þá túlkaðar eftir því sem best hentar málstað manna hverju sinni. Stuðningsmaður Evrópu- sambandsins gæti þannig einnig reynt að stilla Jóni upp sem alþjóða- og Evrópusinna á meðan andstæðingur Evr- ópusambandsins gæti reynt að stilla honum upp sem ein- angrunarsinna, að Jón myndi ekki vilja gefa eftir hluta af sjálfstæði þjóðarinnar sem honum var svo hugleikið og hann barðist fyrir. Þessari notkun á Jóni í íslenskri um- ræðuhefð má stilla upp með spurningunni: Hvað hefði Jón gert? Stríðandi fylkingar reyna svo að halda því fram að Jón hefði verið á þeirra máli. Slík uppstilling – „Jón hefði verið sammála mér“ – á að styðja við málstað viðkomandi: Ef Jón hefði verið sammála hon- um, þá hlýtur hann að hafa rétt fyrir sér. Að þessu leyti hefur minn- ing Jóns verið misnotuð í pólitískum skilningi og sjást þess merki meðal stjórn- málamanna á Alþingi enn í dag. Mjög margir hafa reynt að ,,varpa auknum ljóma á ímynd Jóns“ til að „helga sér minningu hans“, eins og Páll orðar það í bókinni. Vitað er að það er sterkt rétórískt vopn að geta verið með Jón Sigurðs- son á sínu bandi. Greining Páls á þessari umræðu sýnir auðvitað enn betur fram á hið augljósa: Hversu galið það er að gera löngu látnum manni upp líklegar skoðanir á vanda- málum samtímans. Að þessu leyti erum við enn ekki laus við umræðuhefð sjálfstæðis- báráttunnar. Helgir munir Páll segir meðal annars frá því í bókinni að Benedikt Gröndal skáld hafi fylgt Jóni til rakara nokkrum árum áður en hann lést og fengið hann til að gefa sér lokk úr hári sínu. Þessi lokkur endaði síðar á Þjóð- minjasafni Íslands. Tryggvi Gunnarsson, þingmaður og síðar bankastjóri Landsbank- ans, stóð einnig fyrir því að kaupa hluta af dánarbúi Jóns og Ingibjargar og gefa Alþingi Íslendinga að gjöf. Síðan var sett á laggirnar safn með inn- anstokksmunum Jóns, fyrst í Alþingishúsinu og síðar á Þjóðminjasafni Íslands. Þegar minnismerki um Jón og Ingi- björgu var komið fyrir á gröf þeirra í Hólavallagarði ári eftir greftrun þeirra þurfti að taka kisturnar upp úr gröfinni til að koma minnismerkinu fyrir. Þar voru einnig laufkransar sem einhverjir eignuðu sér að hluta og enduðu blöðin á einka- heimilum í Reykjavík. Þessi laufblöð voru gefin minjasafni Jóns Sigurðssonar á fyrri hluta 20. aldar og enduðu síðar sem safngripir á Þjóðminjasafni Ís- lands. Í bókinni rekur Páll fjöl- margar slíkar sögur sem verða að teljast nokkuð hjákátlegar þó Páll forðist að draga of mikl- ar ályktanir af uppgötvunum sínum. Umræðan á öldinni Opinber umræða um Jón styrkti svo einnig þessa helgi- mynd sem varð til af honum eftir andlátið. Þannig var oft talað um Jón sem Guði líkast- an, til að mynda á aldarafmæli hans árið 1911. Þá sagði Jón Jónsson Aðils sagnfræðingur meðal annars í ræðu á Austur- velli, líkt og Páll rekur: „Jón Sigurðsson ... hefir mótað og skapað hið unga Ísland, endur- leyst þjóðina í einu og öllu, að svo miklu leyti sem hægt er að viðhafa slíkt orð um mensk- an mann. Hann er sannkall- að mikilmenni í orðsins fylsta skilningi, mikilmennið, sem allir líta upp til, ein hin dýr- legasta guðs gjöf, sem þessari þjóð hefir lýst tveim kynslóð- um og tendrað eld í þúsundum hjartna um land alt.“ Páll sýnir fram á það í bók sinni með fjölmörgum dæm- um hvernig Jón var settur á stall í sjálfstæðisbaráttunni og eftir að henni lauk árið 1944. Bæði í orði og á borði, með byggingu minnisvarða og -merkja og annað slíkt, og eins með háfleygum og drama- tískum lýsingum á mannkost- um hans. Þó uppgötvanir Páls í þessum efnum geti gefið tilefni til þess að skýrar og afdráttar- lausar ályktanir séu dregnar, þá sleppir Páll því yfirleitt og lætur staðreyndirnar tala sínu máli. Staðreyndirnar sem hann vísar til um upphafningu Jóns Sigurðssonar eru reyndar þess eðlis að hann þarf kannski ekki að segja lesandanum að minningin um Jón hafi verið afbökuð nokkuð með þessari helgun hans. Bók Páls er því frekar og köld og hlutlæg þegar kemur að því að draga ályktanir út frá staðreyndunum um minningu Jóns. Miðað við allan tilfinn- ingahitann og upphafninguna sem hefur einkennt mörg skrif um Jón eftir andlát hans þá telst þessi nálgun Páls líklega kostur og eykur trúverðugleika frásagnarinnnar. Vinkill Páls á minninguna um Jón er því allt annar en sú nálgun sem hann speglar. Bók Páls, sem er í reynd afbragðs lesning og skemmtileg, er því afhjúpandi á yfirvegaðan hátt. Það sem Jón var ekki Eftir lestur bókarinnar stendur auðvitað eftir spurn- ingin: Hver var eiginlega þessi Jón Sigurðsson? Páll svarar ekki þeirri spurningu þó hann hjálpi lesandanum að hluta til við skilja hvað hann var að öllum líkindum ekki þrátt fyrir tilraunir til að byggja af honum helgimynd. Myndin sem flestir Íslendinga hafa af Jóni Sigurðs- syni er væntanlega litaðri af því sem sagt er um hann í samtím- anum, hvernig minning hans er túlkuð af stjórnmálamönn- um og í fjölmiðlum, frekar en hvernig hann var út frá þeim hlutlægari skrifum um hann og eftir hann sem liggja fyrir, með- al annars ævisögu Guðjóns Friðrikssonar. Þetta er helgi- myndin af Jóni sem byggð var upp eftir andlát hans og sem Páll lýsir í bók sinni, táknmynd þjóðhetju. Langan tíma mun taka að breyta þessari mynd – ef það þá tekst – því slíkt gerist hægt og bítandi og eftir því sem lengra líður frá lýðsveldis- stofnuninni og orðræðu sjálf- stæðisbaráttunnar. Lærdómurinn sem má draga af þessari bók er þá kannski meðal annars sá að menn eigi að sýna stillingu og vera gagnrýnir og raunsæ- ir þegar rætt er um lifandi og liðna menn sem getið hafa sér gott orð á einhverju sviði, jafn- vel þó margir vilji meina að þeir séu þjóðhetjur. Engum er greiði gerður með því að afbaka minningu þeirra með upphafningu og oflofi, síst af öllu þeim sjálfum. Páll á lof skilið fyrir að rekja þessa sögu svo vel sem hann gerir. „Engum er greiði gerður með því að afbaka minningu þeirra með upphafningu og oflofi, síst af öllu þeim sjálfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.