Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Síða 42
42 Lífsstíll 20.–22. janúar Helgarblað
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
Fimm frá Olympus
n Olympus kynnti nokkrar nýjar mynda-
vélar til sögunnar á CES. Fimm
vélar voru kynntar sem kosta allar
innan við 200 dali, eða jafnvirði
25 þúsund króna. Vélarnar eru
allar hefðbundnar „point-and-
shoot“ vélar sem allir ættu að geta
notað án mikillar tæknikunnáttu.
Vélarnar sem Olympus kynnti voru
SZ-12 og SP-620 „ultrazoom“-vélar,
TG-230 vél sem á að þola hnjask,
VR-340 og VG-160. Vélarnar kosta
allt frá 12 þúsund krónum. Gera má
þó ráð fyrir því að vélarnar verði með
talsverðri álagningu þegar þær verða
fáanlegar á Íslandi.
n Fjöldi nýrra myndavéla var kynntur á CES 2012 n Vélarnar kosta frá
rúmlega tólf þúsund krónum n Myndflögur betri og hærri upplausn
Myndavélar
ársins 2012
Á
raftækja og tækniráð-
stefnunni CES sem
haldin var í Las Vegas í
síðustu viku voru marg-
ar virkilega dýrar og
spennandi myndavélar kynntar
til sögunnar. Þar voru þó líka
kynntar til sögunnar vélar sem
ættu að vera á viðráðanlegu
verði fyrir okkur venjulega
fólkið. DV tók saman lista yfir
áhugaverðustu myndavélarnar
sem kosta undir hundrað þús-
und krónum.
Lytro-mynd-
bandsupptökuvél
n Eric Cheng, einn af mönnunum
á bak við Lytro-myndavélina,
segir ekkert standa í vegi
fyrir því að sama tækni verði
notuð í myndbandsupptöku-
vélum. Í viðtali við bandaríska
veftímaritið The Verge segir
Cheng að það megi kannski ekki
búast við Lytro-myndbands-
tökuvél á næstunni en það sé
svo sannarlega ekkert sem
standi í vegi fyrir því að tæknin
sem þegar sé til staðar verði
heimfærð yfir á myndband. Það
er því kannski bjartsýni að segja
að vélin verði ein af myndavélum
ársins 2012 en hún fær engu að
síður að fljóta með á listanum.
Lytro-myndavélar eru einstakar
á þann veg að hægt er að endur-
stilla fókusinn á myndum sem
teknar eru með vélinni eftir að
myndin er tekin. Þannig getur
ein mynd í rauninni virkað eins
og þúsund mismunandi myndir.
Lytro er fyrsta fyrirtæki í heim-
inum til að nota þessa nýju tækni
á myndavélar sem seldar eru
almenningi. Á einfaldan hátt er
hægt að útskýra virkni mynda-
vélarinnar þannig að í stað þess
að fanga ljósbrot sem lendir í
tvívídd á myndflögu mynda-
vélarinnar fangar myndflagan
ljósbrot í þrívídd.
WiFi-tengi í
Samsung-vélum
n Samsung virðist framleiða öll tæki sem til
eru undir sólinni. Myndavélar eru þar engin
undantekning. Nýjustu vélar fyrirtækisins
verða búnar WiFi-tengimöguleika þannig
að hægt verður að senda myndir úr vélinni
þráðlaust í næstu tölvu. Flaggskip þessarar
nýju myndavélalínu frá Samsung er WB850F
superzoom. Vélin býður upp á 21x aðdrátt á
F/ 2,8 linsu og 16 megapixla CMOS-mynd-
flögu. Vélin kemur til með að kosta 379 dali,
jafnvirði 47 þúsund króna. Hægt verður
að taka 1080p myndbönd á vélina á 30
römmum á sekúndu.
FujiFilm með
nítján vélar
n FujiFilm hefur vakið mikla
athygli með X-myndavélalínunni
sinni. Ein ný vél undir 100 þúsund
krónum var kynnt í X-línunni auk
18 ódýrra myndavéla í FinePix-
línu fyrirtækisins. Þar fer fremst
í flokki X-S1 sem er með 12 mega-
pixla, 2/3-tommu myndflögu,
EXR processor, þriggja tommu
LCD skjá og 24-624 millimetra
linsu með 26x aðdrátt. Hinar
vélarnar eru allar aðeins ódýrari
en X-S1 vélin en þær eru allar 14
til 16 megapixla með áföstum
linsum. Vélin kostar það sama og
G1 X-vélin frá Canon, jafnvirði 99
þúsund króna.
Canon með nýja G-vél
n Canon hefur lengi verið með öfluga og ódýra
„point-and-shoot“ myndavélalínu. Fyrirtækið
hefur nú kynnt til leiks líklega bestu vélina í
línunni til þessa, PowerShot G1 X. Vélin er 14,3
megapixla vél með 1,5 tommu myndflögu
sem er nánast jafn stór og APS-C myndflagan
í flestum DSLR-vélum fyrirtækisins. Vélin er
langdýrasta „point-and-shoot“ myndavélin
frá Canon sem kynnt var á CES en hún kostar
799,99 dali, jafnvirði 99 þúsund króna.
Ferðanærbuxur
Það er víst aldrei of var-
lega farið þegar kemur að
ferðalögum á fjarlægar
slóðir. Þetta vita hönnuð-
irnir að baki ferðanærbux-
unun. Ferðanærbuxurnar frá
Scottevest eru engar venju-
legar nærbuxur. Á þeim er
nefnilega að finna vasa fyrir
bæði iPhone og vegabréf og
þær prýða allir helstu kostir
sem góðar nærbuxur fyrir
karlmenn búa yfir. Buxurnar
eru kjörnar fyrir ferðalanga
sem vilja koma í veg fyrir að
vera rændir en það verður að
teljast ólíklegt að þjófarnir
fari að leita í nærbuxunum
að verðmætum.
Svitalyktareyðir
án aukaefna
Náttúrulegar vörur sem
skaða ekki líkamann eru í
mikilli sókn. Mæður kaupa
ekki annað en náttúrlegar
vörur fyrir börn sín og nú
er úrval snyrtivara
fyrir konur gott þegar
kemur að lífrænum
vörum án aukaefna.
Mikið hefur vantað
upp á að vörur fyrir
karla séu á grænu
línunni. Burts
Bees hefur nú sett
á markað svita-
lyktareyði sem er
náttúrulegur, án
allra aukaefna og
lyktar af salvíu og
sítrónu.
Drekktu vatn
úti á lífinu
Alkóhól er hitaeiningaríkt
og óhollt. En þeir sem vilja
skemmta sér ættu að fá sér
vatnsglas með hverjum
drykk. Hafi þú
þetta fyrir reglu
pantar þú þér
færri drykki og
hausverkurinn
daginn eftir
verður mildari.
Léttvín inni-
heldur fæstar
hitaeiningar, þá
bjór og síðan
kokkteilar.