Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Blaðsíða 45
Tækni 45Helgarblað 20.–22. janúar 2012
Komdu þér í form í vetur
n Ekki láta myrkrið og kuldann stoppa þig
Ekki hverfa í myrkrið
n Í svartasta skammdeginu
getur hreinlega verið hættu-
legt að fara út að hlaupa.
Veldu fatnað með endurskins-
merkjum. Bílstjórar sjá þig
best ef þú ert með endurskin á
höndum og fótum.
Ekki klæða þig of mikið
n Þótt það sé kalt úti skaltu
passa að klæða þig ekki
of mikið. Þú svitnar við
hlaupin og fötin verða rök
og óþægileg. Í versta falli
geturðu ofkælst. Klæddu þig
eins og þú myndir gera ef það
væri 10 gráðum heitara úti.
Líkaminn hitnar um leið og þú
ferð að hreyfa þig. Því meira
sem þú æfir utandyra því
betur lærir líkaminn að takast
á við kuldann.
Ekki geyma
síma í rassvasa
n Mundu endilega eftir
símanum þegar þú ferð út að
hlaupa en passaðu að geyma
hann ekki þar sem hann getur
blotnað. Fáðu þér jakka með
vatnsheldum vösum, nægi-
lega stórum fyrir síma.
Ekki þurrka
íþróttaskó í þurrkara
n Að hlaupa úti í rigningu
þýðir bara eitt – blautir
íþróttaskór. Ekki freistast til
að henda skónum í þurrkara
því hitinn bræðir límið í
skónum. Góð leið til að þurrka
blauta íþróttaskó er að fylla
skóna af dagblöðum.
Ekki hoppa
strax á stigvélina
n Sýklar virðast dreyfa sér
hraðar á veturnar. Ef þú velur
að hreyfa þig inni á líkams-
ræktarstöð skaltu muna að
þrífa handföng á tækjum
og tólum sem þú notar,
bæði fyrir og eftir notkun.
Helst með efni sem drepur
bakteríur.
Farðu úr blautu fötunum
n Ekki láta kvöldmatinn,
fréttirnar eða tölvupóstinn
ginna þig til að setjast niður í
blautum fötum eftir hlaupið.
Þú gætir ofkælst.
É
g var fyrst sett í megrun þegar
ég var tíu ára. Þá var ég svelt og
látin taka inn mirapront, sem
er ekkert annað en amfeta
míntöflur,“ segir íslensk þriggja
barna móðir sem er óvirkur matar
fíkill. Konan er í GSAsamtökunum
sem eru tólf spora samtök og krefjast
nafnleysis. Í þessari grein verður hún
kölluð Anna.
Ömurleg minning
Anna segist alltaf hafa átt í baráttu
við fíkn í mat. „Ég var samt ekki rúll
andi feitt barn. Ekki eins og krakkar
geta verið í dag. Kannski var ég svona
fimm til tíu kílóum þyngri en þeir
sem voru grennstir í bekknum,“ seg
ir hún en bætir við að hún hafi ekki
haft neina stjórn þegar kom að því
að borða. „Foreldrar mínir reyndu að
koma í veg fyrir að ég æti allt sem ég
komst í. Þau máttu ekki snúa sér við
án þess að ég væri komin inn í ísskáp
eða búin að stela peningi og farin út
í sjoppu. Mín myrkasta minningin er
þegar ég var 11 ára. Ég hafði ekkert
borðað allan daginn en þar sem ég
hafði misst fimm kíló vildu foreldr
ar mínir verðlauna mig með því að
fara út að borða. Minningin er alveg
ömur legt. Því fer fjarri að ég kenni
foreldrum mínum um ástandið, ég
er matarfíkill og þau voru að reyna að
hjálpa mér. Allar þessar misheppn
uðu aðferðir voru afleiðing en ekki
orsök af mínum vanda.“
Áfengi lausnin
Anna segir unglingsárin hafa verið
sér erfið. „Ég var alltaf feitari en hinir
krakkarnir. Auðvitað getur feitu fólki
liðið ágætlega en ég var buguð af
þessum sjúkdómi. Mér fannst alltaf
allir vera að horfa á mig og hugsa um
það hvað ég væri feit. Lausnin fyrir
mig var að drekka. Undir áhrifum
áfengis fannst mér ég vera skutla,“
segir Anna sem hafði reynt alla
mögulega kúra. „Ég hafði reynt allt.
Töflur, duft, námskeið, ógeðslega
safa. Ég var send í megrunarklúbb
inn Línuna, svelti mig – ekkert virk
aði,“ segir hún en bætir við að hún
hafi þó aldrei stefnt á hjáveituaðgerð.
„Ég var aldrei nógu feit og ég veit líka
að þessi fíknarsjúkdómur hefur ekk
ert með önnur líffæri en heilann að
gera. Það er ekki hægt að taka í burtu
matarfíknina með því að skera í mag
ann. Matarfíkn byggist á stjórnleysi
og vanmætti. Ég er varnarlaus þegar
kemur að fyrsta bitanum. Ég á enga
sögu um árangur í megrunarkúr. Ég
entist aldrei lengur en til hádegis.“
Svaf og át
Anna er einnig óvirkur alkóhólisti.
Hún segir margt líkt með áfengis
sýki og matarfíkn. „Þetta er bara sitt
hvor hliðin á sama peningnum. Hins
vegar er meiri skilningur á alkó
hólisma í samfélaginu. Það er svo
mikil skömm að geta ekki stjórnað
því sem maður borðar,“ segir Anna
sem kynntist tólf sporakerfinu 2003.
„Ég þurfti að fara niður á djúpan og
dimman botn áður en ég leitaði mér
hjálpar árið 2005. Þá var ég hætt að
geta mætt í skólann og gat ekki hugs
að um barnið mitt. Ég bara svaf og át
allan daginn. Ég gerði ekkert og þreif
ekki í kringum mig. Að lokum var
barnavernd komin inn í málið,“ seg
ir hún en bætir við að ástandið hafi
ekki alltaf verið svona slæmt.
„Stundum komu tímabil sem
voru góð. Eitt kvöldið, þegar ég sat
heima eftir að hafa haft ágætis stjórn
í nokkra daga, fór ég að hugsa hvort
þetta gæti kannski bara gengið svona
en fann í hjarta mér að ég yrði að
fá hjálp. Ég vissi að þótt mér myndi
ganga vel í nokkrar vikur, mánuði og
jafnvel ár myndi skepnan alltaf ná
tökum á mér aftur. Upp úr því reis ég
upp með hjálp annarra sem þekktu
vandamálið og höfðu fengið lausn“
segir hún og bætir við að það hafi
verið mikill léttir að komast að því
að matarfíkn er sjúkdómur. „GSA eru
samtök fólks sem hjálpar hvert öðru
því það hefur átt við sama vanda að
stríða. Ég byrjaði á að hringja í vin
konu mína sem ég vissi að væri í
GSA. Hún tók á móti mér og bjargaði
lífi mínu.“
Fráhald í sex ár
Aðspurð segist hún ekki dvelja í for
tíðinni. „Ég get samt rétt ímyndað
mér hvar ég væri ef ég hefði ekki
fengið hjálp. Allavega væri ég ekki
gift, þriggja barna móðir sem mun
klára háskólanám í vor,“ segir Anna
sem hefur verið í fráhaldi í rúm sex
ár. „Ég hef ekki smakkað sykur né
hveiti allan þann tíma. Ég vigta og
mæli þrjár máltíðir á dag og fæ mér
aldrei neitt á milli mála. Á þessum
tíma hef ég gengið með og fætt tvö
börn, veikst alvarlega af fæðingar
þunglyndi, gift mig, jarðað tengda
mömmu og margt annað en samt
hef ég aldrei freistast. Ég er ekki
lengur með hugsanagang virks
matarfíkils og þessir hlutir freista
mín ekki lengur,“ segir hún en
viður kennir að hún hafi verið feg
in þegar jólunum lauk og hún get
að hent restinni af smákökunum.
„Mér finnst óþarfi að hafa þetta fyrir
framan augun allan daginn. Eins
horfi ég ekki lengur á matreiðslu
þætti. Ég upplifi þá eins og að horfa
á klámmynd.“
Feitir eru annars flokks
Anna segist hafa grennst mikið
en að talan á vigtinni sé ekki jafn
mikil væg og andlegi batinn sem
hún hafi náð. „GSA eru ekki megr
unarsamtök og matarfíkn er ekki
aumingjaskapur. Þetta er sjúkdóm
ur sem getur leitt til geðveiki og
dauða,“ segir hún en bætir við að
hún sé lifandi sönnun þess að það
sé til lausn. Það er ekki nóg að hætta
bara að borða þær matartegundir
sem valda mér skaða, heldur verð
ur hugsanagangurinn að breytast,
og það gerist þegar við vinnum tólf
reynsluspor, sem eru grundvöllur
batans í öllum tólf spora samtökum
„Ég var alin upp við það að ef þú
ert feit þá ertu annars flokks mann
eskja sem á ekkert gott skilið. Í dag
tek ég ábyrgð á mínum sjúkdómi,“
segir hún og bætir við að hún hefði
aldrei trúað því fyrir sex árum að
hún ætti eftir að ná slíkum tökum
á lífinu. „Ég hef fengið alla mína
drauma uppfyllta.“
indiana@dv.is
Matarfíkn er sjúkdómur
n Íslensk þriggja barna móðir í GSA-samtökunum háði erfiða baráttu við matarfíkn
Fíkn í mat Anna segir
að matarfíkn sé alls ekki
aumingjaskapur.
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
F
eitt kjöt og kruðerí er samofið
örlagasögu minni sem offitu
sjúklings. Frá því ég komst á
þann aldur að fitna fyrir al
vöru hef ég barist við matarfíkn.
Ég mátti varla sjá sykurmola án
þess að innbyrða hann. Þessi fíkn
er af sama toga og fíkn í nikótín
eða áfengi. Allt skemmir þetta lífs
möguleika og drepur fólk.
F
yrsta megrunin
mín var í fram
haldi af því að
afi minn sagði
mér frá manni
sem var svo feitur
að uppréttur sá
hann ekki á sér typpið.
Mér til skelfingar komast ég, ung
lingurinn, að því í sturtunni að ég
þurfti að halla mér fram til þess að
sjá þetta mikilvæga líffæri. Átakið
hófst og áratuga baráttusaga.
Það er varla til sá megrunak
úr sem ég hef ekki prófað á þeim
30 árum sem ég hef barist við
offitu. Á meðal þeirra sérstöku
kúra sem koma upp í hugann eru
megrunar karamellur sem slógu í
gegn á síðustu öld. Þetta var sann
kölluð sælkeramegrun sem gekk
út á það að úða í sig sem mestu af
þessum hnullungum sem síðan
hægðu á brennslunni. Maður varð
stöðugt saddur og stútfullur af
einhverju sem óþarft er að nefna.
Ég fékk ógeð á karamellunum og
klígju við tilhugsunina eina. En þá
hafði ég lést um 20 kíló og byrjaði
að fitna aftur.
É
g hef stöðugt prófað nýja kúra
og gjarnan náð árangri og
síðan glutrað honum niður. Ég
var eins og flóð og fjara. Scars
dalekúrinn var einn. Annar var
hamstrakúrinn sem gekk út á að
lifa á sama fóðri og nagdýrin. Vinur
minn fór í fitusog þar sem dælt var
úr honum fimm lítrum af gulri fitu.
Ég íhugaði að prófa það og fara
jafnvel í svuntuaðgerð í framhald
inu. Kostnaðurinn fældi mig
frá og ég fór á Herbalife.
Það var ágætt á meðan
það varði en klígjan
náði yfirhöndinni og
nú fæ ég óbragð við að
hugsa um gumsið. En
ég hafði lést um 25 kíló.
N
ýjasti kúrinn minn hófst fyrir
ári. Þá taldist mér til að ég
hefði í gegnum alla mína
baráttu þyngst um 250 kíló.
Á móti kom að megrunarátökin
höfðu skilað því að ég hafði lést um
210 kíló. Að þessu sinni var kúrinn
einfaldur. Mestallur sykur, hveiti og
fita var tekið úr fæðunni. Inn kom
létt ABmjólk án sykurs sem var
eitthvað það versta sem ég hafði
látið ofan í mig. Vikum saman hálf
kúgaðist ég yfir ósköpunum. Um
miðjan dag borðaði ég hrökkbrauð
með þunnu lagi af smjöri og osti. Í
kvöldmat var síðan kjöt eða fiskur
með grænmeti. Samhliða þessu
setti ég markið á 20 fjallgöngur í
mánuði.
Þ
að er liðið meira en ár síðan
átakið hófst. ABmjólkin
smakkast sem lostæti þegar
búið er að setja í hana rúsín
ur. Planið um fjallgöngurnar hefur
haldið og rúmlega það. Að baki
eru á einu ári 330 göngur, sú hæsta
í tæplega 1.000 metra hæð. Rúm
lega 40 kíló eru fokin sem leiðir til
þess að öll mín átök hafa skilað því
að ég hef lést um 250 kíló. Ég nálg
ast kjörþyngd og sé það sem ég
þarf að sjá í sturtunni. Á þessu ári
mun það koma í ljós hvort tekst að
halda árangrinum.
Ég þyngdist
um 250 kíló