Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Björguðu mannslífum n Hversdagshetjur sýndu snarræði á ögurstundu og björguðu mannslífum við erfiðar aðstæður R auði kross Íslands heiðraði um síðustu helgi fólk sem sýndi snarræði og bjarg- aði mannslífum með því að beita skyndihjálp á ög- urstundu. Þessar hversdagshetjur eiga það allar sameiginlegt að hafa í erfiðum aðstæðum gert allt rétt og neitað að gefast upp, jafnvel þó að þær hafi þurft að athafna sig við erfiðar aðstæður í kæfandi hita eða beita hjartahnoði samfleytt í 50 mínútur. Gísli Örn Gíslason var valinn skyndihjálparmaður ársins fyrir að bjarga lífi dóttur sinnar á heimili þeirra í fyrra eftir að hún fór í hjarta- stopp. Nokkrir aðrir voru svo lán- samir að ná að bjarga mannslífum á síðasta ári. Þetta er venjulegt fólk sem lenti í óvenjulegum aðstæðum og segir hér DV sögur sínar. Vilhjálmur Vernharðsson sýndi ótrúlega þrautseigju: „Ég trúði því að þetta væri ekki búið“ Vilhjálmur Vernharðsson, bóndi í Möðrudal og björgunarsveitarmað-ur, vann þrekvirki þegar hann lífgaði við 27 ára tékkneska ferðakonu sem fór í hjartastopp á tjaldstæði við bæinn þann 11. ágúst í fyrra. Vil- hjálmur var búinn að beita hjartahnoði á konuna í 50 mínútur þegar hjarta hennar fór loks að slá aftur. „Ég hnoðaði einn nánast allan tímann en sjúkraflutningamennirnir komu síðan á svæðið. Þeir reyndu að setja stuð- tæki á hana en það virkaði ekki svo það var bara haldið áfram að hnoða. Þá allt í einu datt hún í gang,“ segir Vilhjálmur. Konan var síðan flutt með hraði til Egilsstaða í sjúkrabíl og þaðan með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Eftir allan þennan tíma hefðu einhverjir gefist upp og talið að það væri orðið of seint að bjarga lífi ungu konunnar. Það hvarflaði hins vegar aldrei að Vilhjálmi og hann hélt áfram að berjast. „Ég er bara þrjóskur. Ég trúði því að þetta væri ekki búið. Það var einhver sem sagði mér að þetta væri ekki búið og ég hélt alltaf áfram. Mesta krafta- verkið í þessu er að hún er alveg óskemmd.“ Það eru mikil átök að hnoða lífi í manneskju í 50 mínútur samfellt. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir því á meðan á þessu stóð. Adrena- línið hafi verið alveg á fullu. Vilhjálmur er sem fyrr segir björgunarsveitarmaður og kann því réttu handtökin við skyndihjálpina. „Það er auðvitað það sem bjargaði þessu, að ég vissi hvað ég var að gera,“ segir hann og bendir á að allir ættu að lág- marki að fara á skyndihjálparnámskeið á tveggja ára fresti til þess að við- halda og endurnýja þekkingu og kunnáttu sína. „Þú hefur ekki nema mín- útu til að hugsa þig um, hvað þú ætlar að gera,“ segir hann. Vélstjórinn á rækjubátnum Grímsnesi fékk hjartaáfall úti á sjó: „Maðurinn var bara allur“ Hún raunverulega bara dó en hún kom til baka þegar ég var búin að blása í þriðja skiptið og hnoða hana 90 sinnum,“ seg- ir Íris Grönfeldt, kennari í Borgar- nesi, sem ásamt dóttur sinni, Önnu Þórhildi 13 ára, bjargaði lífi fullorð- innar móður sinnar. Atvikið átti sér stað 27. júlí í fyrra. Mæðgurnar búa á Brekku fyrir ofan Bifröst en Íris starfar í Borgarnesi. Svo vildi til að hún hafði ekki komið í Borgarnes í átta daga þar sem móðir hennar býr á dvalarheimili fyrir aldraða. „Dóttir mín var að fara á sundæf- ingu og ég var að fara í klippingu. Hún hefur verið mikið hjá ömmu sinni alla sína tíð þannig að þær eru mjög nánar. Hún ákvað þenn- an dag að fara heim til ömmu sinnar á meðan ég fór í klippingu. Móðir mín býr í íbúð fyrir eldri borgara. Fljótlega hringdi stelpan í mig og sagði mér að koma strax – það væri eitthvað að koma fyrir ömmu sína. Hún fékk eitthvað að- svif sem reyndist vera hjartastopp. Hún náði að komast inn í eld- hús og í stólinn þar. Ég keyrði eft- ir Borgarbrautinni alveg á fullu og það liðu kannski tvær mínútur þar til ég kom heim til hennar. Ég byrj- aði strax að hnoða. Þegar ég kom var hún alveg blásvört í framan og algjörlega lífvana. Ég byrjaði bara að hnoða og um leið hringdi Anna Þórhildur í 112 og lét símann við eyrað á mér,“ segir Íris. Hún segir að aðstæður hafi ver- ið mjög erfiðar. Eldhúsið er lítið og því þurfti Íris að hnoða móður sína þar sem hún lá á stólnum í eldhús- inu. „Ég hnoðaði hana 30 sinnum og náði svo að blása tvisvar og hélt þá áfram að hnoða. Það sem rúll- aði fyrir augunum á mér voru stór spjöld sem hanga á öllum sund- stöðum. Ég er íþróttakennari og sé því spjöldin oft. Þar stendur að maður eigi að hnoða 30 sinnum og blása tvisvar,“ segir Íris og tekur fram að hún hafi nokkrum sinnum farið á skyndihjálparnámskeið en það sé nokkuð langt síðan hún fór síðast. „Þetta var röð af tilviljunum. Hefði ég verið stödd einhvers stað- ar annars staðar, þá veit ég ekki hvað hefði gerst. Fyrir utan að hún er svo oft ein. Hún er 82 ára og hún er ofsalega hress bæði líkamlega og andlega. Krakkarnir mínir hafa allt- af verið mikið hjá ömmu sinni og hún er ofsalega fegin að vera á lífi. Það er stóra gjöfin í þessu öllu – að hún sé á lífi.“ Mæðgurnar Íris Grönfeldt og Anna Þórhildur brugðust hárrétt við: „Ofsalega fegin að vera á lífi“ Þorgrímur Ómar Tavsen var stýrimað-ur á rækjubátnum Grímsnesi, þegar hann var á siglingu í átt að Hofsósi í ágúst í fyrra eftir vikulangan túr. „Við átt- um ekki orðið svo langt eftir í höfn. Ég var búinn að ræsa skipstjórann, vélstjórana og hásetann og við vorum að gera klárt til löndunar. Við tókum eftir því að vélin gekk orðið óeðlilega hratt og því fór ég niður í vélarrúm. Þar sá ég báða vélstjór- ana að dæla olíu. Annar vélstjórinn snéri sér við og kom á móti mér. Í sömu andrá var eins og honum skrikaði fótur. Hann datt og ég greip hann um leið. Það var mikill hávaði þarna inni í vélarrúminu og ég setti höfuðið upp að eyrunum á hon- um og kallaði að honum hvort hann hefði meitt sig. Þá sá ég framan í hann og sá að maðurinn var bara allur. Ég lagði hann á gólfið í vélarrúminu og fór strax að athuga með púls. Svo fór ég að hnoða og blása.“ Á meðan þeir voru á innsiglingunni hringdi einn úr áhöfninni í 112. Skipverj- arnir hjálpuðu Þorgrími að blása á meðan hann hvíldi sig, enda mikil átök í kæfandi hitanum í vélarrúminu. Hann áætlar að hann hafi beitt hjartahnoði og blásturs- aðferð í 25 mínútur áður en sjúkraflutn- ingamennirnir komu með stuðtæki. Eftir að hafa verið gefið stuð tvívegis tók vél- stjórinn við sér. Þorgrímur viðurkennir að á tímabili hafi honum fundist hann vera búinn að tapa þessari baráttu, en hann hafi hugs- að að þar sem stutt væri í land borgaði sig að halda áfram. „Fyrir vikið hélt ég áfram, sem betur fer.“ Þeir komu mann- inum, sem er um sextugt, inn í sjúkrabíl og Þorgrímur fylgdi honum á sjúkrahús- ið. „Það var svo magnað að daginn eftir þetta mundi hann hvað hann hafði dælt mörgum lítrum af olíu – það var því eng- inn skaði á höfði. Það var alveg magnað að hann skyldi muna þetta. Ég var svo ánægður með það.“ Vélstjórinn slapp ótrúlega vel, hann þurfti að fá gangráð og mun ekki fara á sjó framar, en er að öðru leyti hraustur. Mestu máli skiptir hins vegar að hann er á lífi. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Íris Grönfeldt og Anna Þórhildur „Þetta var röð af tilviljunum. Hefði ég verið stödd einhvers staðar annars staðar, þá veit ég ekki hvað hefði gerst.“ Vilhjálmur Vernharðsson „Þú hefur ekki nema mínútu til að hugsa þig um, hvað þú ætlar að gera.“ Þorgrímur Ómar Tavsen „Það var svo magnað að daginn eftir þetta mundi hann hvað hann hafði dælt mörgum lítrum af olíu – það var því enginn skaði á höfði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.