Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 40
40 Rómantík og konur 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Kvenskortur eykur eyðslu karla n Peningar spila stóra rullu í samskiptum kynjanna N ý rannsókn hefur leitt í ljós að í samfélögum þar sem karlar eru fleiri en konur er skuldastaðan verri. Þetta ræðst af því að karlar eru viljugri til að taka upp veskið ef fleiri karlar eru á svæðinu en konur. Í raun er nóg að þeir telji að svo sé. Rannsóknin var gerð við há­ skóla í Minnesota í Bandaríkjun­ um. Í samfélögum þar sem kon­ ur eru í meirihluta er þessu ekki að dreifa. Eyðsla þeirra eykst ekki jafnvel þó skortur sé á karl­ mönnum. Í rannsókninni kom einnig fram að kon­ ur líti svo á að karlar eigi að eyða meiri peningum í þær ef mikil samkeppni er um hyllina. Á vefn­ um livesience.com er greint frá þessu en þar segir að tölfræði sýni að skuldastaða íbúa sé al­ mennt verri eftir því sem hlutfall karlmanna sé hærra. „Við sjáum þetta mynstur í dýraríkinu. Hegð­ un karldýra breyt­ ist ef skortur er á kvendýrum. Hún ber samkeppninni vott á þann hátt að auk­ in harka færist í samskipti karldýr­ anna.“ segir Vladas Griskevicius, prófessor í mark­ aðsfræði, einn af aðstandendum könnunarinnar. Hann segir jafn­ framt að í samfélögum manna séu peningar, eða hlutir sem fást fyrir þá, gjarnan það sem menn noti til að keppast um hylli kvenna. Fólkið sem tók þátt í rannsókn­ inni var fyrst látið lesa greinar þar sem fram kom að ýmist konur eða karlar væru í minnihluta í sam­ félaginu. Að því búnu voru þátt­ takendur beðnir að segja til um hversu mikið þeir myndu leggja í sparnað af fyrirfram gefnum mánaðarlaunum. Eins var spurt í hversu miklar kreditkorta­ skuldir þeir væru tilbúnir að steypa sér. Þeir karlmenn sem höfðu lesið greinar um að kon­ ur væru færri en karlar reynd­ ust vilja spara 42% minna en þeir karlar sem lásu um hið gagn­ stæða. Þeir voru einnig reiðu­ búnir til að steypa sér í mun hærri kredit kortaskuldir, eða 84% hærri en hinir. Þennan mun var ekki að sjá hjá konunum sem tóku þátt í könnuninni. baldur@dv.is m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! Hamingja Peningar eru ekki allt, er fyrir þá er ýmislegt falt. M argir eru smeykir við að sýna áhuga af ótta við að verða hafnað. Það skiptir hins vegar máli að taka sénsinn – að láta ekki ótt­ ann ráða för. Það eru nefnilega mikl­ ar líkur á því að við þurfum að kynn­ ast nokkrum einstaklingum áður en við finnum einhvern sem við hríf­ umst af. Við megum ekki láta hug­ fallast þótt við fáum höfnun, höfnun er bara hluti af ferlinu og þótt okkur sé hafnað er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að okkur,“ segir Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálar­ afli, en hún og Sóley Dröfn Davíðs­ dóttir hjá Kvíðameðferðarstöðinni standa fyrir námskeiði fyrir fólk í makaleit. „Vinkona mín, sem er sálfræð­ ingur og býr í Bandaríkjunum, kom í heimsókn til mín í fyrra og fór að segja mér frá stefnumótasíðunni match.com. Þá fór ég að hugsa með mér að hér vantaði slíka síðu og þær hugleiðingar urðu að þessu nám­ skeiði,“ segir Gyða og bætir við að það sé oft mikið fjör á námskeiðinu. „Það skapast líflegar umræður þar sem er mikið hlegið svo augu margra opnast fyrir því hversu skemmtileg makaleitin getur verið,“ segir Gyða og bætir við að á námskeiðið leiti alls kyns fólk. „Allir eldri en 25 ára eru velkomnir. Þarna er fólk sem hefur aldrei farið í samband og einnig fólk sem hefur gifst en er nú fráskilið.“ Á námskeiðinu er meðal annars rætt um sjálfsmyndina og hugræna athyglismeðferð. „Við reynum að styrkja fólk og fá það til að takast á við sjálft sig. Við skoðum líka hvaða hugsanir eru í gangi þegar fólk er að leita sér að maka og er í samskiptum við það kyn sem það hrífst af. Margir hafa þegar ákveðið að þeim verði hafnað og þora ekki að taka séns­ inn, aðrir taka sénsinn en kunna svo ekki að sýna áhuga. Það er allt til. Við gerum æfingar, pörum fólk saman og æfum samræður og heilsum með handabandi. Við skoðum samskipti og öryggi á netinu og leiðbeinum hvernig hægt er að búa til auglýsing­ ar sem virðast virka. Við veltum því líka fyrir okkur hverju við erum að leita að í fari maka, förum yfir sam­ skipti kynjanna, kynjamun, daður og nánd og ýmislegt sem tengist kyn­ lífi,“ segir Gyða en bætir við að það þurfi enginn að deila af sér frekar en hann vilji. „Hins vegar nýta sér það flestir enda færðu mun meira út úr námskeiðinu eftir því sem þú tekur meiri þátt.“ Mikil aðsókn hefur verið á nám­ skeiðið og færri komist að en vilja. Gyða segist halda að fólki þyki ekki erfitt að leita sér hjálpar í makaleit. „Fólk í dag er svo opið fyrir svona löguðu enda eru alls kyns námskeið í boði. Þetta er aðeins eitt til viðbót­ ar,“ segir hún og bætir við að það sé heilmikil sjálfstyrking innifalin í námskeiðinu. „Þátttakendur eru að koma betur út á ýmsum sálfræði­ prófum og virðast sáttari með sig í samskiptum við aðra eftir námskeið­ ið en fyrir það.“ Aðspurð segist hún ekki getað tjáð sig um það hvort til einhverra sambanda hafi verið stofnað á nám­ skeiðinu sjálfu. „Hjá okkur ríkir al­ gjör trúnaður,“ segir hún brosandi að lokum. Áhugasamir geta fræðst meira á salarafl.is og kms.is. indiana@dv.is Kenna fólki að daðra n Gyða og Sóley leiðbeina fólki í makaleit Fyrir karlmenn n Flestar konur setja traust og heiðar- leika ofarlega á listann þegar kemur að eiginleikum sem karlkyns maki þarf að bera. n Umhyggja og ástúð skiptir flestar konur miklu máli, en hana er meðal annars hægt að sýna með faðmlagi og orðum. n Konur hafa oft meiri þörf en karlar fyrir samræður og kunna vel að meta það þegar maki þeirra sýnir áhuga á því sem þær eru að segja. Fyrir konur n Það skiptir karlmenn miklu máli að kona þeirra geti verið stolt af þeim. n Ef þér finnst skorta á að maki þinn hlusti á þig en gefi þér fyrst og fremst ráð um hvað þú eigir að gera, segðu honum þá hvað það er sem þig vantar frá honum. n Konur mega reyna við menn. Það er ekkert lögmál sem segir að karlinn þurfi alltaf að taka fyrsta skrefið. Flestir karlmenn eru upp með sér ef kona nálgast þá og sýnir þeim áhuga. Allt í lagi að fá höfnun Gyða Eyjólfsdóttir sálfræð- ingur segir að þótt okkur sé hafnað sé ekki þar með sagt að það sé eitthvað að okkur. Eldra fólk notar netið Unga fólkið er ekki það eina sem notar netið til að komast í sam­ skipti við það kyn sem það heillast af. Samkvæmt breskri rannsókn mynda einstaklingar yfir sextugu þann hóp sem stækkar hvað örast þegar kemur að stefnumótum á netinu. Munur virðist vera á netnotkun aldurshópanna. „Elsti hópurinn einblínir lítið sem ekk­ ert á útlit og stöðu en hefur meiri áhuga á einlægum samræðum og vill finna einhvern sem deilir svip­ uðum viðhorfum til lífsins. Yngri notendur spjalla meira um kynlíf og skemmtanalíf,“ segir dr. Wendy K. Watson sem stóð að rannsókn­ inni og bætti við að eldra fólk væri meira blátt áfram. „Það veit að líf­ ið er of stutt fyrir einhverja leiki.“ Kysstust í 50 klukkutíma Taílenskt par fékk nafn sitt skráð í Heimsmetabók Guinness á dög­ unum þegar það kysstist í rúma tvo sólarhringa. Parið tók þátt í kossamaraþoni sem haldið var í tilefni af Valentínusardeginum. Þátttakendur máttu ekki stíga út af einum fermetra og máttu aðeins drekka vatn og nærast í gegnum rör. Einungis var leyfilegt að fara á klósettið eftir þrjá fyrstu klukku­ tímana og aðeins með dómara meðferðis. Sigurparið kysstist í 50 klukkustundir en gamla met­ ið, sem einnig var taílenskt, var rúmir 46 klukkutímar. Vinnings­ parið fékk demantshring og hótel­ gistingu í verðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.