Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 44
44 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað V aldimar fæddist að Efri-Steinsmýri í Meðallandi og ólst upp í Meðallandinu. Hann hefur stundað margvísleg störf til sjós og lands. Þá dvaldi hann og starf- aði í útlöndum um árabil. Valdimar hefur sinnt mynd- list um áratugaskeið og haldið þó nokkrar málverkasýning- ar í gegnum tíðina en málverk hans skipta hundruðum. Fjölskylda Systkini Valdimars: Björn Gísli Bjarnfreðsson, f. 24.7. 1913, d. 30.4. 1980, verkamaður á Hvolsvelli, var kvæntur Arn- heiði Sigurðardóttur húsmóð- ur; Vilborg Bjarnfreðsdóttir, f. 19.6. 1915, d. 30.5. 1995, var bú- sett á Selfossi, var gift Ásmundi Siggeirssyni verkamanni; Sig- urbergur Bjarnfreðsson, f. 30.9. 1916, d. 8.2. 2002, sjómaður og verkamaður í Vestmannaeyj- um; Haraldur Bjarnfreðsson, f. 23.12. 1917, d. 29.1. 1940, sjómaður í Reykjavík; Guðjón Bjarnfreðsson, f. 3.3. 1919, d. 28.1. 2009, garðyrkjumaður og kvæðamaður í Reykjavík; Lár- us Bjarnfreðsson, f. 18.5. 1920, d. 23.12. 1975, málari í Reykja- vík, var kvæntur Guðrúnu Benja- mínsdótt- ur; Aðal- heiður Bjarnfreðs- dóttir, f. 8.8. 1921, d. 26.4. 1994, alþm. og for- maður verkakvennafélagsins Sóknar, var búsett á Hvols- velli; Jóhanna Bjarnfreðsdótt- ir, f. 31.12. 1922, d. 4.10. 1910, var bókavörður í Kópavogi; Ólöf Bjarnfreðsdóttir, f. 24.7. 1924, fyrrv. verkakona í Reykja- vík, nú til heimilis á dvalar- heimilinu Kumbaravogi; Ingi- björg Bjarnfreðsdóttir, f. 16.8. 1925, d. 10.12. 1985, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Óskari Guðmundssyni bifvélavirkja; Eygerður Bjarnfreðsdóttir, f. 4.1. 1927, d. 4.4. 1991, lengi starfsstúlka á Landakotsspít- ala í Reykjavík; Ármann Bjarn- freðsson, f. 20.3. 1928, d. 9.6. 1988, lengi fiskmatsmaður í Vestmannaeyjum, var kvænt- ur Kristínu Óskarsdóttur; Að- alsteinn Bjarnfreðsson, f. 9.7. 1929, d. 9.4. 2005, kaupmaður í Reykjavík, var kvæntur Báru Sigurðardóttur húsmóður; Steindór Bjarnfreðsson, f. 26.6. 1930, fyrrv. sjómaður í Reykja- vík; Magnús Bjarnfreðsson, f. 9.2. 1934, var fréttamaður og dagskrárgerðarmaður fyrir sjónvarp, auglýsinga- og kynn- ingarfulltrúi og fyrrv. bæjar- fulltrúi í Kópavogi, nú búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur húsmóður; Sveinn Andrés Bjarnfreðsson, f. 27.8. 1935, d. 17.1. 1941; Ólafur Bjarnfreðsson, f. 28.12. 1936, fyrrv. sjómaður í Reykjavík; Vilmundur Siggeir Bjarnfreðs- son, f. 3.9. 1939, d. 21.11. 1964, verkamaður í Reykjavík; Þór- anna Halla Bjarnfreðsdóttir, f. 7.9. 1942, d. 31.1. 1981, hús- móðir í Reykjavík, var gift Ás- geiri Hraundal verkamanni. Foreldrar Magnúsar voru Bjarnfreður Ingimundarson, f. 13.9. 1889, d. 13.9. 1964, b. á Efri-Steinsmýri, og kona hans, Ingibjörg Sigurbergsdóttir, f. 3.11. 1893, d. 20.7. 1945, hús- freyja. Ætt Bjarnfreður var sonur Ingi- mundar, í Vestmannaeyjum Árnason. Móðir Bjarnfreðs var Sigurveig Vigfúsdóttir, systir Brynjólfs, langafa Jóns Arnar Marinóssonar tónlistarstjóra. Móðir Sigurveigar var Ingi- björg, systir Guðrúnar, lang- ömmu Sveins Einarssonar, fyrrv. þjóðleikhússtjóra, Jóns Aðalsteins Jónssonar orðabók- arritstjóra og Haraldar Matth- íassonar, íslenskukennara á Laugarvatni, föður Ólafs, fyrrv. alþm., föður Haraldar pólfara. Ingibjörg var dóttir Bjarna, b. í Árbæ Stefánssonar, b. þar, bróður Ólafs á Fossi, langafa Odds, hreppstjóra á Sáms- stöðum, langafa Davíðs Odds- sonar Morgunblaðsritstjóra. Brandur var einnig bróðir Jóns í Vindási, afa Stefáns, langafa Guðmundar, afa Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra. Stefán var sonur Bjarna, ætt- föður Víkingslækjarættar Hall- dórssonar. Móðir Stefáns var Guðrún Eyjólfsdóttir. Ingibjörg var systir Gísl- rúnar, móðir Sigurbjörns Ein- arssonar biskups, föður Karls biskups og Þorkels tónskálds. Ingibjörg var dóttir Sigurbergs, b. í Háu-Kotey í Meðallandi Einarssonar, b. í Bakkakoti Magnússonar. Móðir Einars var Ingibjörg Gísladóttir, systir Ragnhildar, langömmu Sveins, afa Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra. Móðir Ingibjargar var Árný Eiríksdóttir, systir Eyjólfs, lang- afa Hilmars Jónssonar stór- templars. J ón Ingiberg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann var í Seljaskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi af myndlistar- braut árið 2002, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík um skeið og síðan við Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk prófum sem grafískur hönnuð- ur vorið 2011. Jón Ingiberg vann á bíla- verkstæðinu ALP á framhalds- skólaárum, vann við grafíska hönnun á árunum 2004–2008, starfaði hjá VÍS, Vátrygginga- félagi Íslands, og hjá BYKO, með námi á árunum 2008– 2011 og hefur verið grafískur hönnuður hjá auglýsingastofn- unni Hvíta húsinu frá vori 2011. Á unglingsárunum vann Jón Ingiberg við gerð myndasagna með svo kölluðum Blekhóp sem gaf út hasarblaðið Blek. Hann hefur auk þess stundað myndlist frá því á unglingsár- unum, hefur tekið þátt í sam- sýningum og hélt einkasýningu í Gallerí Geysi haustið 2001. Sjá má verk eftir Jón Ingiberg á heimasíðu hans, joningiberg. com. Þá hefur hann sýslað við tónlist frá árinu 2000, hefur ver- ið virkur þátttakandi í Blúshátíð í Reykjavík frá 2005 og er með- limur í Blúsfélagi Reykjavíkur. Jón Ingiberg er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína fyrstu sólóplötu. Fjölskylda Kona Jóns Ingibergs er Vikt- oría Sigurgeirsdóttir, f. 14.10. 1985, sjúkraliði og þroska- þjálfi. Sonur Jóns Ingibergs og Viktoríu er Róbert Elí Jónsson, f. 4.10. 2011. Bræður Jóns Ingibergs eru Elvar Freyr Jónsteinsson, f. 12.8. 1966, kaupmaður á Sel- fossi; Grétar J. Jónsteinsson, f. 25.3. 1971, bílamálari, búsett- ur í Reykjavík. Foreldrar Jóns Ingibergs: Jónsteinn Jónsson, f. 12.10. 1945, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Þóranna Sig- ríður Jósafatsdóttir, f. 23.12. 1947, d. 14.9. 2010, leikskóla- kennari, bæði frá Siglufirði. G uðbjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Melunum í Vesturbænum. Hún var í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og stundaði nám í leiklist við Rose Bruford College í London og lauk þaðan námi árið 2010. Þá stundaði hún þjálfun hjá Bred in the bone í Grotowski-mið- stöðinni í Wroclaw í Póllandi árið 2010 og hefur verið með- limur þess leiklistarhóps síðan. Guðbjörg hefur starfað hjá Blindrabókasafninu með hlé- um frá 2007, fyrst við ýmis störf en hefur verið lesari hjá safn- inu síðustu árin. Þá kennir hún við söng- og leiklistarskólann Sönglist um þessar mundir. Guðbjörg lék í sýningu fyrir erlenda ferðamenn hér á landi, Lets talk Iceland, árið 2011 og lék auk þess með enskum leikhópi í London, Fake ID, sl. sumar. Guð- björg er einn stofn- enda Leikaraviðhaldsins, sem er vikuleg símenntun fyrir leik- ara í Tjarnarbíói. Þá situr Guð- björg í stjórn Málbjargar sem er félag um stam. Fjölskylda Systir Guðbjargar er Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 9.11. 1978, deildarstóri hjá Booking.com í Kaupmannahöfn. Foreldrar Guðbjargar eru Hulda Ásgrímsdóttir, f. 13.4. 1951 bókasafnsfræðingur og Jón Júlíusson, f. 19.12. 1942, leikari og leikstjóri. Ó skar fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann var í Seljaskóla, stund- aði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófum í tölvufræði árið 2002. Óskar starfaði við Árbæj- arsundlaugina á sumrin með námi. Hann hóf störf sem forritari á eigin vegum fyrir tveimur árum og er nú að hefja fast starf sem forritari við fyrirtæki. Fjölskylda Systkini Óskars eru Birgir Karl Ragnarsson, f. 29.8. 1979, nemi, búsettur í Reykjavík; Berglind Ragnarsdóttir, f. 31.8. 1988, starfsmaður við Árbæj- arskóla, búsett í Reykjavík. Foreldrar Óskars: Ragnar Guðsteinsson, f. 5.10. 1954, húsgagnasmiður í Reykjavík, og Magdalena Svanhildur Gissurardóttir, f. 7.12. 1952, d. 10.4. 2004, var starfsmaður við Droplaugarstaði í Reykjavík. S igurvin fæddist í Þernuvík í Ögur- hreppi og ólst þar upp til sjö ára aldurs en síðan í Bolungarvík. Hann var í Barnaskóla í Bol- ungarvík og stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp í tvo vetur. Þá stund- aði hann nám Iðnskólann í Reykjavík og var á samningi hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík, lauk prófum í plötu- og ketil- smíði, stundaði síðan nám við Vélskólann í Reykjavík og lauk þaðan vélstjóraprófi 1964. Sigurvin var vélstjóri á bát- um 1964–67, stundaði versl- unarstörf í Reykjavík 1967–68, stundaði viðgerðir á þunga- vinnuvélum á verkstæði Reykjavíkurborgar 1968–70, starfaði í skipasmíðastöð Kockums í Malmö 1969, var vélstjóri á Gretti, dýpkunar- skipinu, var síðan einn af stofnendum heildverslunar- innar Goss hf., Reykhólaskips hf. og Dýpkunarfélags Siglu- fjarðar hf. Hann var vélstjóri á Sunnuberginu frá Vopnafirði í nokkur ár og var síðan vél- stjóri á Lundey frá Vopnafirði. Fjölskylda Sigurvin kvæntist 17.9. 1960 Sigrúnu Jónasdóttur, f. 25.7. 1942, húsmóðir. Hún er dótt- ir Jónasar Jónssonar og Fann- eyjar Jónasdóttur er bjuggu í Reykjavík. Sigurvin og Sigrún skildu 1996. Börn Sigurvins og Sigrún- ar eru Svala Sigurvinsdóttir, f. 31.12. 1960, kennari í Reykja- vík; Hannibal Sigurvinsson, f. 15.2. 1965, vélvirki í Reykja- vík; Arnór Sigurvinsson, f. 6.6. 1967, tækniteiknari og iðn- hönnuður í Noregi; Harpa Sig- urvinsdóttir, f. 20.4. 1972, flug- freyja í Reykjavík. Kona Sigurvins er Arn- þrúður Margrét Jónasdóttir, f. 27.1. 1948, framreiðslukona við Hótel Tanga og matráðs- kona hjá HB Granda á Vopna- firði. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Aðalsteinsson en þau bjuggu á Brúarlandi í Þistil- firði. Börn Arnþrúðar Margrétar frá fyrra hjónabandi eru Krist- jana Sólveig, f. 1965, búsett í Grindavík; Jónas Aðalsteinn, f. 1967, búsettur á Húsavík; Sylvía Kristín, f. 1981, búsett á Vopnafirði. Systkini Sigurvins eru Guðríður Hannibalsdóttir, f. 3.3. 1938, d. 9.10. 2009, var kennari í Mosfellsbæ; Jón Hannibalsson, f. 17.6. 1939, var kennari í Mosfellsbæ; Lilja Hannibalsdóttir, f. 28.6. 1940, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Haukur Hanni- balsson, f. 18.9. 1941, fyrrv. verkstjóri í Kópavogi; Hulda Hannibalsdóttir, f. 4.2. 1943, húsmóðir og hóteleigandi í Borgarfirði; Ásdís Hannibals- dóttir, f. 20.3. 1944, húsmóðir í Reykjavík; Bragi Hannibals- son, f. 9.12. 1945, skrifvéla- virki í Reykjavík; Sigríður Halldóra Hannibalsdóttir, f. 17.12. 1947, matartæknir í Kópavogi; Sigrún Hannibals- dóttir, f. 21.4. 1950, húsmóðir og verktaki í Kópavogi; Mar- grét Hannibalsdóttir, f. 25.1. 1952, bóndi að Neðra-Núpi í Miðfirði; Jóhann Hannibals- son, f. 27.7. 1954, bóndi að Hanhóli í Bolungarvík; Fjóla Hannibalsdóttir, f. 22.4. 1953, ræstitæknir í Danmörku; Re- bekka Hannibalsdóttir, f. 13.2. 1956, húsmóðir í Kópa- vogi; Þorsteinn Hannibals- son, f. 10.9. 1961, verktaki í Hveragerði. Foreldrar Sigurvins: Hannibal Guðmundsson, f. 24.4. 1907, d. 9.12. 1984, bóndi á Hanhóli í Bolungarvík, og k.h., Þorsteina Jónsdóttir, f. 16.11. 1914, d. 27.11. 2004, húsfreyja. Ætt Hannibal var sonur Guð- mundar Steinssonar, sjó- manns í Bolungarvík, og Guð- ríðar Hannibalsdóttur. Þorsteina Kristjana var dóttir Jóns Jónassonar, b. á Birnustöðum í Ögurhreppi, og Guðmundínu Hermanns- dóttur. Sigurvin Hannibalsson Vélstjóri á Vopnafirði Valdimar Bjarnfreðsson Fyrrv. verkamaður og málari í Reykjavík Jón Ingiberg Jónsteinsson Grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu Guðbjörg Ása Jóns- dóttir Huldudóttir Leikkona í Reykjavík Óskar Ragnarsson Forritari í Reykjavík 75 ára á föstudag 80 ára sl. fimmtudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.