Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 vængi með uppsögninni. Hún er að leggja lokahönd á vefsíðuna sigga- lund.is, lífsstílssíðu ætlaða konum. „Ég hef lengi gengið með þessa hug- mynd í maganum. Alveg frá því ég var í Zúúber. Það er fullt af svona síðum en það sem mér finnst vanta er eitt- hvað sem höfðar til eldri kvenna, svona 35 ára plús. Það eru allir í þess- ari æskudýrkun. Hvernig á að fara að deita eftir fertugt og allt þetta, það tal- ar enginn um það. Ég ætla að leika mér aðeins á síðunni. Vera með net- sjónvarp og prófa mig áfram. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með á sigga- lund.is en við ætlum að opna síðuna 1. apríl.“ Sigga stendur ekki ein að síðunni en sonur hennar Elí og kærastinn, Að- alsteinn Sigurðarson, eru með henni í þessu. Þau fluttu nýlega saman í rað- hús í Leirvogstungunni til þess að geta sett alla sína krafta í undirbún- ing síðunnar. „Við ákváðum að sam- eina þetta allt hérna. Strákurinn minn var að leigja annars staðar, hann er klippari og upptökumaður og hefur sitt pláss hér. Svo breyttum við bíl- skúrnum í ljósmyndastúdíó því kær- astinn minn er ljósmyndari, ofsalega klár, þannig að við erum bara í þessu saman,“ segir hún brosandi. Kynntist kærastanum í erótísku nuddi Aðalsteinn kærasti Siggu er sveita- strákur frá bænum Vaðbrekku, sem er rétt fyrir utan Egilsstaði. Þau kynnt- ust við frekar skondnar aðstæður þegar hún var á ferðalagi um landið með morgunþættinum Zúúber. „Við vorum að skemmta á Egilsstöðum og partur af sýningunni var að ég kenndi erótískt nudd,“ segir Sigga og skellir upp úr. „Andskotans vitleysa, jæja,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram. „Zúúber gekk svolítið út á þetta kyn- lífstal allt saman. Það varð úr að ég fór í korselett og nuddaði fórnarlamb úr salnum. Hann var fórnarlambið þetta kvöldið og hreifst svona svaka- lega, eitthvað gerði ég rétt,“ segir hún hlæjandi. Sigga var ekki á þeim bux- unum að taka saman við nuddfórn- arlambið frá Egilsstöðum. „Ég ætlaði mér aldrei neitt með þennan strák. Hann er þrettán árum yngri en ég fyr- ir það fyrsta. Þegar við erum komnar á þennan aldur, þá vill maður vera svo skynsamur og svona og það kom aldrei til greina að vera með yngri manni og allt þetta. Síðan tók ég bara þann pólinn í hæðina, ég ætla bara að vera í þessu meðan þetta virkar, meðan okkur líð- ur vel. Meðan þetta er að gefa mér eitthvað og er að gefa honum eitt- hvað. Ef þetta eru tvö ár frábært, sex mánuðir frábært og ef þetta er „for- ever“ þá er það líka frábært. Og þann- ig hef ég tæklað þetta og það hefur gengið rosalega vel. Sveitastrákar eru náttúrulega bara öðlingspiltar upp til hópa. Maður veit það ekki fyrr en maður kynnist þeim, þvílíkir öðlingar. Það er alveg ótrúlegt,“ segir hún bros- andi. „Hann þurfti nú að ganga pínu- lítið á eftir mér og úr varð að hann heimsótti mig og ég heimsótti hann. Og þetta var svolítinn tíma að mallast. Svo gerðist þetta bara. Hann heillaði mig.“ Nú hafa þau verið saman í rúm- lega tvö ár og Sigga segir aldursmun- inn ekki hafa skipt máli. „Ég hef ekki orðið vör við neina aldursfordóma, held ég hafi bara verið ein að ströggla við það. Hann og strákurinn minn ná rosalega vel saman og eru miklir fé- lagar og það skiptir miklu máli.“ Tilheyrði sértrúarsöfnuði Sigga hefur vakið mikla athygli í út- varpinu og þá kannski hvað helst fyrir framlag sitt í þættinum Zúúber á FM957 sem hún stjórnaði ásamt þeim Sigvalda (Svala) Kaldalóns og Garðari (Gassa) Ólafssyni. Þátturinn var afar vinsæll og þríeykið vakti at- hygli fyrir oft og tíðum opinskáar um- ræður um hin ýmsu málefni, þar á meðal kynlíf. Sigga var með eindæm- um opin um líf sitt og var í góðu sam- bandi við hlustendur. Það er merki- legt í ljósi þess að aðeins nokkrum árum fyrr lifði Sigga allt öðru lífi. Þá tilheyrði hún sértrúarsöfnuði þar sem hún fylgdi í einu og öllu því sem leið- togar safnaðarins sögðu. Þar til hún var rúmlega þrítug lifði hún hinu full- komna kristna lífi. Þegar hún byrjaði í morgunþættinum Zúúber þá hafði tilvera hennar fyrrum hrunið og hún var að uppgötva lífið á nýjan hátt – og gerði það oft og tíðum í hreinni ein- lægni, í beinni útsendingu. Uppgötvaði lífið í beinni útsendingu „Komandi úr þessari kirkju og því öllu þá hafði ég nýlega öðlast svo mikið frelsi. Frelsi til að tjá mig, frelsi til að hafa skoðun, frelsi til að velja. Ég hafði það ekkert innan veggja kirkjunnar. Ég bara hlýddi og gerði það sem Biblí- an sagði mér að gera eða það sem þau sögðu mér að gera,“ segir hún og á við leiðtoga Frelsisins, íslensk hjón sem stjórnuðu söfnuðinum. „Ég umfaðmaði þetta frelsi svo mikið og ég fór oft og tíðum alveg yfir mörkin en svo fann ég mitt jafnvægi. Þarna er maður bara að finna sér tak- mörk. Og í þættinum þá var það eig- inlega dálítið þannig. Þátturinn var eiginlega dálítið minn sálfræðingur og þarna var ég bara að upplifa líf- ið dálítið í beinni útsendingu með hlustendum. Og ég ræddi þetta rosa- lega mikið við þá. Ég held að það hafi verið minn sálfræðingur í gegnum þetta allt saman. Að geta sagt frá, tal- að og fengið viðbrögð.“ Staðráðin í að þjóna guði Saga Siggu er hreint ótrúleg. Þegar hún var sex ára hófust kynni henn- ar af guði almáttugum. Honum vildi hún þjóna og gera hvað hún gæti til að boða fagnaðarerindið og bæta heiminn. „Ég var sex ára þegar ég byrjaði að fara í sunnudagaskólann í Betel í Vestmannaeyjum. Ég varð strax staðráðin í því að þjóna guði allt mitt líf og segja öllum hvað Jes- ús væri frábær og gæti gert lífið svo miklu betra. Fyrir fermingu tók ég svo niðurdýfingarskírn og þá fann ég bara að hjarta mitt tilheyrði hon- um,“ segir hún og á við guð. Foreldrar hennar höfðu ekki hvatt hana áfram í trúnni heldur var þetta eitthvað sem hún sótti sjálf í. „Ég var ekki samferða þeim í þessu og ég gerði þetta á mín- um forsendum. Ég hef einhvern veg- inn alltaf synt öðruvísi, alltaf á móti straumnum. Mamma og pabbi voru ekki hrifin af því að ég tæki þessa nið- urdýfingarskírn þannig að ég fór og settist inn í skessustyttuna á Stakka- gerðistúni í Vestmannaeyjum, ég man þessa stund alltaf, og bað svo innilega til guðs, að hann myndi leyfa mömmu og pabba að leyfa mér að gera það sem mig langaði. Mig lang- aði svo að þjóna guði og bæta líf mitt og annarra.“ Sigga segist hafa verið öðruvísi en hinir krakkarnir. „Ég og Systa, æsku- vinkona mín, vorum þær einu í okkar árgangi sem fermdumst ekki. Við vor- um alltaf voða prúðar og góðar, lékum okkur í Barbie til 14 ára aldurs þegar sumir jafnaldrar okkar voru farnir að sofa hjá og mála sig, við vorum voða seinar til,“ segir hún og skellir upp úr. Gifti sig 18 ára 17 ára gömul flutti hún í höfuðborg- ina. Þar hélt hún áfram að rækta trú sína og gekk til liðs við Fíladelfíu- söfnuðinn. „Þar kynntist ég strák og stuttu seinna vorum við trúlofuð. Við giftum okkur svo nokkrum mán- uðum seinna því það mátti ekki sofa hjá fyrir giftingu. Brúðkaupið var á 18 ára afmælisdaginn minn, 16. júlí 1988 arkaði ég inn kirkjugólfið,“ segir hún hlæjandi að minningunni. Stuttu eftir brúðkaupið varð Sigga ófrísk að syni sínum, Elí Þór. Hjónabandið ent- ist í sex ár en þá skildu þau. Full iðrunar eftir einnar nætur gaman „Eftir skilnaðinn fór ég að vinna á Hard Rock og kynntist ljúfa lífinu, maður,“ segir Sigga og skellir upp úr. Þarna var hún 24 ára fráskilin móð- ir og hafði aldrei smakkað áfengi. Lífið hafði snúist um trúna sem var henni svo mikilvæg. „Þarna átti ég nokkra mánuði sem voru alveg rosa- lega skemmtilegir. Ég fór í ríkið í fyrsta skipti og keypti rússneskan vodka og fór á fyllerí með stelpun- um í vinnunni. Ég var svo saklaus og í fyrsta sinn á ævinni fór ég að taka eft- ir athygli karlmanna. Það er ekki mik- ið um það í kirkjunni, þar er bannað að vera að daðra. Þó svo þú eignað- ist kærasta og svona þá var það ekki þannig. Þetta var ótrúleg upplifun, bara „vá, er ég kannski sæt?“ Ég var að vinna nokkra mánuði á Hard Rock og ég held ég hafi farið tvisvar á fyll- erí. Á seinna fylleríinu þá var ég alveg á skallanum og svaf hjá einhverjum strák. Ég kom heim þann morgun full iðrunar vegna trúar minnar, svona nokkuð gerir maður ekki í trúnni, maður sefur ekki bara hjá einhverj- um. Full iðrunar fór ég á hnén og bað guð um að fyrirgefa mér, ég vildi bara þjóna honum. Mér leið alveg rosa- lega illa yfir að hafa gert þetta. Stuttu seinna var ég komin í biblíuskóla í Bandaríkjunum. Það leiddi mig svo stuttu seinna inn í Frelsið,“ segir Sigga. Á þeim tíma vissi hún ekki að söfnuðurinn ætti eftir að stjórna lífi hennar næstu árin. Var algjörlega heilaþvegin „Í biblíuskólanum áttum við með- al annars að skrifa ritgerð um það hvernig við vildum ná til fólks með fagnaðarerindið. Ég skrifaði Uppgötvaði lífið í beinni útsendingu Þrettán árum yngri Aðalsteinn, kærasti Siggu, er þrettán árum yngri en hún. Fyrst kom það ekki til greina að vera með yngri manni en svo ákvað hún að láta á það reyna. myndir aðalSTeinn SiGUrðarSon Gaf kirkjunni allt Sigga segist hafa verið gjörsamlega heilaþvegin þegar hún var í söfnuðinum og allir hennar peningar runnu til kirkjunnar. „Maður var bara heilaþveginn og ég get sagt það í dag – al- gjörlega heilaþveginn á allan hátt. Ég veit hvernig það er að vera heilaþvegin. „Kennarinn kall- aði mig á fund því hún hélt ég væri alkóhól- isti vegna þess að barnið mætti svo slitrótt í skól- ann, var svo oft veikt og alltaf þreytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.